Morgunblaðið - 05.03.2011, Page 50
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
„Hún er komin vel á veg, það eru
komin svona 60%,“ segir tónlistar-
maðurinn Mugison, spurður að því
hver staðan sé á væntanlegri plötu
sem hann er með í smíðum. Sér-
fróðir þykjast greina áhrif frá Spil-
verki þjóðanna í laginu sem komið er
í spilun, „Haglél“. „Já, já, ég er and-
setinn af Spilverkinu og sérstaklega
Sigga Bjólu,“ segir Mugison sposkur
þegar þetta er borið undir hann.
Hann hafi lengi verið aðdáandi Spil-
verksins og þá dáðst sérstaklega að
rödd Sigurðar Bjólu, IKEA-rödd-
inni, eins og tónlistarmaðurinn Jón
Ólafsson kalli hana.
Út og suður
– Ertu að taka nýja stefnu?
„Nei, nei. Mér finnst þetta ekki
vera ný stefna. Ég hef verið dálítið
heppinn með þessar plötur sem ég
hef gert, það er viss geðhvarfasýki í
gangi á þeim, þær eru svona úti um
allt og út og suður. Þannig að mér
finnst ég eiginlega geta gert hvað
sem er og það er samt mín stefna. Á
fyrstu plötunni minni er eitt lag sem
heitir „Poke a Pal“, kassagítarlag á
elektrónískri plötu og eins er „Two
Birds“ svona lag. Mér finnst þetta
ekki vera neitt nýtt fyrir mér en …
jú, það hefur kannski ekki komið út
svona samansafn af lögum sem eru
eiginlega öll unnin á kassagítar, þar
sem kassagítar og rödd eru eitthvert
aðalatriði. Mér sýnist hún vera að
stefna þangað sjálfkrafa þessi
plata.“ Mugison segir þó líkur á því
að hljómsveitarlög verði einnig að
finna á plötunni, þ.e. lög sem hann
spili með hljómsveitinni sinni sem
oftast nær er skipuð þeim Pétri Ben,
Guðna Finnssyni, Davíð Þór Jóns-
syni og Arnari Gíslasyni. Mugison
tekur plötuna upp heima hjá sér og
segist hafa unnið allar sínar plötur í
„lappanum“, séð um upptökur sjálf-
ur. „Svo hendist maður í Sundlaug-
ina til hans Bigga í nokkra daga, í
trommur og það sem maður þarf að
sánda eitthvað,“ segir Mugison.
Platan væntanlega er enn án titils en
Mugison segir að um tíma hafi hún
borið gríntitilinn Mannakorn. „Mér
fannst þetta stefna þangað einhvern
veginn, í svona þjóðlagablús.“
Andsetinn af Spilverkinu
Mugison langt kominn með plötu, kassagítar og rödd í öndvegi
Ljósmynd/Jónas Val
Ógeð Mugison kallar þessa mynd ógeðsmynd, enda er hún frekar ógeðsleg. Ein af nokkrum ógeðsmyndum Mugga.
50 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2011
Fyrsta helgin í mars hefur fest
sig í sessi sem blúshátíðarhelgi á
Höfn í Hornafirði. Í ár verður lögð
megináhersla á hornfirskar hljóm-
sveitir og brottflutta Hornfirðinga í
tónlistarlífinu, enda er á nógu þar
að taka. Hljómsveitirnar sem koma
fram á hátíðinni í ár eru átta talsins
og munu blúsa á Hótel Höfn, Kaffi-
horninu og Víkinni. Sveitirnar sem
spila eru Vax, Blues Wayne, Big
bandið, Svartar sálir, Mogadon,
Mæðusveitin Sigurbjörn, Bjarni
Tryggva og Cha cha chas. Á sunnu-
deginum verður svo blúsmessa í
Hafnarkirkju. Frítt hefur verið inn
á hátíðina frá árinu 2009 og á því
verður engin breyting í ár.
Norðurljósablús 2011
á Höfn í Hornafirði
Fólk
Í tilefni af kjötkveðjuhátíðinni í
Brasilíu verður slegið til veislu á
Bakkusi í kvöld. Kristín Bergs-
dóttir, Ragnheiður Maísól
Sturludóttir og Samúel Jón
Samúelsson standa að hátíðinni en
þau hafa öll búið í þeirri dásamlegu
borg Rio de Janeiro og þekkja því
vel til kjötkveðjuhátíðarinnar. Á
boðstólum verður lifandi tónlist og
brjálað karnivalstuð en fram koma
listamenn sem hafa dálæti á bras-
ilískri tónlist.
Það verður dansað, sungið og
brosað allan hringinn, segir í stuð-
vænni fréttatilkynningu.
Kjötkveðjuhátíð á
Bakkusi í kvöld
Blúshátíð í Reykjavík 2011 verður
haldin í áttunda sinn 16.-21. apríl.
Haldnir verða þrennir stórtón-
leikar á Hilton Reykjavík Nordica,
þriðjudags-, miðvikudags- og
fimmtudagskvöld í dymbilviku.
Blúshátíðin hefst laugardaginn 16.
apríl en þá verður blúslistamaður
ársins heiðraður, blúsvagnar Krú-
serklúbbsins keyra um bæinn,
framinn verður blúsgjörningur og
svo tónleikar um kvöldið. Miðasala
hefst á midi.is 10. mars. Gestir
Blúshátíðar fá að kynnast nýrri
hlið á stórsöngvaranum Björgvini
Halldórssyni þegar hann treður
upp með Páli Rósinkranz og Blús-
mafíunni sem skipuð er Þóri Bald-
urssyni, Guðmundi Péturssyni, Ró-
berti Þórhallssyni, Pálma
Sigurhjartarsyni, Jóhanni Hjör-
leifssyni, ásamt blásurum og bak-
röddum. Hljómsveitin Ferlegheit
kemur fram þetta sama kvöld, en
hún gaf nýlega út sína fyrstu plötu
You can be as bad as you can be
good. Tveir blúsarar frá Miss-
issippi koma þá fram á hátíðinni.
Marquise Knox, sem hefur verið
kallaður krónprinsinn frá Miss-
issippi, leikur miðvikudaginn 20.
apríl. Marquise Knox fæddist árið
1991 en þrátt fyrir ungan aldur er
hann margverðlaunaður tónlist-
armaður sem spilar blús af mikilli
innlifun og næmni. Hann gaf út
sína fyrstu plötu sextán ára gamall
og hún var tilnefnd sem besta
blúsplata byrjanda þetta sama ár.
Hljómsveitin Klassart kemur fram
sama kvöld. Vasti Jackson & the
Blue Ice band leika síðan á
fimmtudaginn 21. apríl. Jackson er
blúsinn holdi klæddur, gjörþekkir
rætur blústónlistarinnar, er ótrú-
lega líflegur á sviði og nær góðum
tengslum við áhorfendur. The
Blue Ice Band er skipað þeim Hall-
dóri Bragasyni, Guðmundi Péturs-
syni, Róberti Þórhallssyni, Birgi
Baldurssyni og Davíð Þór Jónssyni
ásamt blásurum. Stone Stones, ein
efnilegasta blússveit landsins,
kemur einnig fram þetta kvöld.
Klúbbur Blúshátíðar verður starf-
ræktur á Hilton Reykjavík Nordica
að loknum stórtónleikunum. Þar
verður leikinn blús af öllum gerð-
um. Meðal viðburða í Klúbbi
Blúshátíðar verður þjóðlegi ís-
lenski blúsinn og Mississippi blús.
Að venju er lögð sérstök áhersla á
ungt fólk. Nánari upplýsingar um
Blúshátíð í Reykjavík eru á
www.blues.is.
Blúshátíð í Reykjavík
kynnir dagskrá sína
Krónprins Marquise Knox.
Tveir sjóðandi
heitir blúsarar frá
Mississippi troða upp
Opið hús
í Iðnskólanum
þriðjudaginn 8. mars
kl. 13:30-17
Leiðsögn um skólann
og opnar kennslustundir
Iðnskólinn í Hafnarfirði
Flatahrauni 12, Hafnarfirði.
www.idnskolinn.is