Ný saga - 01.01.1993, Qupperneq 11

Ný saga - 01.01.1993, Qupperneq 11
Rómaskattur og páfatíund Páfatíund Páfatíund var tímabundinn skattur, sem lagðist einungis á klerka og stofnanir kirkjunnar (kirkjur, biskupsstóla og klaustur). Á kirkjuþingi í Lyon í Frakklandi 1274 var samþykkt, að allir klerkar skyldu greiða tíund af tekjum sínum í sex ár frá næsta sumri að telja. Skatturinn var réttlættur með þeim orð- um, að honum ætti að verja til að frelsa Jór- salaborg úr höndum heiðingja.37 Jón erkibisk- up í Niðarósi sótti þingið ásamt tveimur öðr- um biskupum þar í landi. Pegar heim kom, skrifaði hann Árna biskupi Þorlákssyni bréf og sendi honum að auki afrit af páfabréfi um Jórsalatíund. Fjáröflun af Joessu tagi virðist hafa verið nýjung á Islandi, þó að hún hafi þekkst í Noregi og víðar um hinn kristna heim. Inno- centíus III páfi haföi riðið á vaðið með því að krefjast þess árið 1199, að allir klerkar hans létu af hendi 1/40 af tekjum sínum í eitt ár til bjarg- ar Landinu helga. I staðinn skyldi falla niður fjórðungur af yfirbótarverkum, sem jieir hefðu Linnið til. Hin eiginlega páfatíund kom fyrst tii sögunnar 1228, þegar Gregoríus IX þurfti á fé að halda í viðureign sinni við Friðrik II keis- ara.“ Bréf erkibiskups til Árna er glatað, en Jiar hafa annars vegar verið fyrirmæli um tekju- skatt á vígða menn og kirkjufé og hins vegar tilmæli um, að alþýða léði góðu málefni stuðning. Árni biskup brást við skjótt, þegar honum hafði borist bréf páfans og erkibisk- ups, og hóf yfirreið um landið, predikaði fyrir fólki og eggjaði menn til að láta krossast til Jórsalaferðar. Það merkti, að þeir skyldu fara í krossferð til Landsins helga og berjast þar, ef joarfir gerðust. Að launum hét páfi vernd Pét- urs postula og sinni fyrir milligöngu biskup- anna og fullkominni aflausn allra þeirra synda, sem hinir krossuðu menn hefðu játað „með viðkomning hjartans". Krossferð var því ekki næg til að hreinsa saurgaða sál, heldur varð að koma til sönn iðrun. í reynd var krossferð ekkert annað en ein tegund yfirbótarverka, sem allir menn urðu með einhverjum hætti að vinna, ef joeir vildu ná sáttum við guð og kirkjuna. Hinir, sem ekki treystu sér í herleið- angur, voru beðnir að leggja þar til ölmusur sínar, eins og guð skyti hverjum i hug.w Nokkur kurr kom upp bæði meðal leikra og lærðra út af hinum nýju álögum. Klerkar voru auðvitað ekkert ánægðir að missa hluta af tekjum sínum, og leikmenn hafa hugsað sitt. Skatturinn kom á mjög viðkvæmum tíma. Um þær mundir var megn ágreiningur milli leikmannna og biskupa um eignarhald á kirkjustöðum. Ef leikmenn féllust á, að tekjur af kirkjueignum væru skattlagðar á jrennan hátt, voru þeir þá ekki um leið að viðurkenna fullkomið forræði páfa fyrir öllum kirkjum á landinu? En jrrátt fyrir einhverja andstöðu eru heimildir fyrir joví, að Islendingar hafi sent páfatíund utan á þessum árum.10 Á kirkjuþingi í Vín 1312 var að nýju sam- jiykkt að leggja skatt á tekjur klerka næstu sex árin. Þá sat á páfastóli Clemens V, sem joótti sækja nokkuð fast í sjóði émbættisins. Fé þessu átti að verja til Landsins helga, „gegn uppreisnarseggjum og fjandmönnum kaþ- ólskrar trúar og til annarra nauðsynja".11 Vafa- laust hafa niðurstöður kirkjuþingsins verið ræddar á biskupafundi í Niðarósi, en þar var meðal annarra Auðun rauði Þorbergsson, biskup á Hólum. Að fundi loknum bauð Eilíf- Páll III (1534—1549) var síðasti páfinn sem ís- lendingar greiddu skatt. Hér rýnir hann ígegn- um gleraugu sín á reyk- elsisker sem ítalski lista- maðurinn Benvenuto Cellini sýnir honum. 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.