Ný saga - 01.01.1993, Side 13

Ný saga - 01.01.1993, Side 13
Rómaskcittur og páfatíund hættu. Hann skoraði á bisk- upana að senda hjálp hið skjótasta og reiða af hönd- um þá páfatíund, sem legið hefði hjá þeim í mörg ár. í staðinn hét hann þeim að launum himneskum verð- mætum og þakklæti „hins postullega sætis“. í öðru bréfi bað hann biskupana að taka vel á móti sendifull- trúum sínum (nuntius (-ii)), Jólvannesi af Serone og Bernard af Ortolis, sem væru á leiðinni að sækja söfnunarféð.r Ekki er vitað, hvort ís- lendingar hafi snúist til sam- úðar með páfa og sinnt hjálparbeiðni hans. En í ís- lensku fornbréfasafni er að finna skipan um páfatíund, sem útgefandi færði til árs- ins 1326 og kenndi við biskupana Jón Halldórsson í Skálholti og Lárentíus Kálfs- son á Hólum. Draga verður í efa, að tímasetningin sé rétt, því að Jóhannes XXII var ekki að krefjast nýrrar páfatíundar, heldur að höfða til skilvísi jiegna sinna og góðvildar. Engu að síður er skipanin forvitni- leg, vegna þess að í henni kemur fram, hvern- ig að verki var staðið við álagningu páfatíund- ar. Flestar eða allar kirkjur ásamt biskupsstól- unum voru skattskyldar en snauðustu kirkjun- um var hlíft, þeim sem áttu minna en sex merkur brennds silfurs (1.728 álnir eða rúm- lega 14 kúgildi). Fyrst skyldi draga frá leigur (laun) og fæði vinnumanna, rentu (laun) presta og allan nauðsynlegan kostnað, og leiguprestar (jo.e. aðstoðarprestar: vicarii) áttu að vera undanþegnir skattinum. Jarðeignir, sem einstaklingar höfðu gefið kirkju eða klaustri til framfærslu sér, voru ekki heldur skattskyldar. Umsjón með innheimtu var í höndum tveggja söfnunarmanna I hvoru Irisk- upsdæmi, en auk þeirra voru tveir talningar- rnenn (computatores), sem meðal annars tóku ákvörðun um undanþágur, ef vafi var í þeim efnum. Fyrir norðan voru söfnunarmennirnir tveir virðulegir klerkar, Snjólfur Sumarliðason og Þorsteinn Illugason, báðir prestar á Grenj- aðarstað, en erkibiskup háfði þá forráð kirkju- staðarins. Nálægt miðri öldinni bárust ný fyrirmæli frá páfa um skattgreiðslu. í september 1343 ritaði Clemens VI páfi bréf til erkibiskupsins í Niðarósi og allra yfirmanna kirkjunnar í um- dæminu og skýrði frá því, að Tyrkir ógnuðu Rúmeníu og nálægum löndum, og hugðist hann fara í herleiðangur gegn j^eim. Af þeirri ástæðu ætiaði hann að leggja þriggja ára tíund á allar tekjur klerka, en jafnframt skyldi komið upp söfnunarbauki í hverri kirkju, svo að leik- menn gætu lagt fram sinn skerf af fúsum og frjálsum vilja. Þessi skattur mæltist illa fyrir í Noregi og ef til vill víðar í erkibiskupsdæm- inu. I Björgvin var haldinn biskupafundur til að ræða þetta mál, og var samþykkt að senda menn á fund páfa í Avignon til að freista þess að semja við hann um skattinn. Ekki er vitaö, hvort biskupar íslendinga hafi verið á fundin- um, en líkur eru fyrir því, að fulltrúi Skálholts- Iriskups, séra Einar Iiafliðason á Breiðaból- stað, hafi verið í hópi samningamanna, sem reyndu að telja páfa hughvarf.Viðleitni þeirra bar þó ekki betri árangur en svo, að Hestskó n agla r frá miðöldum. Þeirfundust viö uppgröft á Stóruborg. Stœrsti nagl- inn er 4 1/2 sm. Ilver maður átti að greiða Pétri postula einn slíkan nagla í skatt eðajafn- viröi bans. 11

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.