Ný saga - 01.01.1993, Síða 13

Ný saga - 01.01.1993, Síða 13
Rómaskcittur og páfatíund hættu. Hann skoraði á bisk- upana að senda hjálp hið skjótasta og reiða af hönd- um þá páfatíund, sem legið hefði hjá þeim í mörg ár. í staðinn hét hann þeim að launum himneskum verð- mætum og þakklæti „hins postullega sætis“. í öðru bréfi bað hann biskupana að taka vel á móti sendifull- trúum sínum (nuntius (-ii)), Jólvannesi af Serone og Bernard af Ortolis, sem væru á leiðinni að sækja söfnunarféð.r Ekki er vitað, hvort ís- lendingar hafi snúist til sam- úðar með páfa og sinnt hjálparbeiðni hans. En í ís- lensku fornbréfasafni er að finna skipan um páfatíund, sem útgefandi færði til árs- ins 1326 og kenndi við biskupana Jón Halldórsson í Skálholti og Lárentíus Kálfs- son á Hólum. Draga verður í efa, að tímasetningin sé rétt, því að Jóhannes XXII var ekki að krefjast nýrrar páfatíundar, heldur að höfða til skilvísi jiegna sinna og góðvildar. Engu að síður er skipanin forvitni- leg, vegna þess að í henni kemur fram, hvern- ig að verki var staðið við álagningu páfatíund- ar. Flestar eða allar kirkjur ásamt biskupsstól- unum voru skattskyldar en snauðustu kirkjun- um var hlíft, þeim sem áttu minna en sex merkur brennds silfurs (1.728 álnir eða rúm- lega 14 kúgildi). Fyrst skyldi draga frá leigur (laun) og fæði vinnumanna, rentu (laun) presta og allan nauðsynlegan kostnað, og leiguprestar (jo.e. aðstoðarprestar: vicarii) áttu að vera undanþegnir skattinum. Jarðeignir, sem einstaklingar höfðu gefið kirkju eða klaustri til framfærslu sér, voru ekki heldur skattskyldar. Umsjón með innheimtu var í höndum tveggja söfnunarmanna I hvoru Irisk- upsdæmi, en auk þeirra voru tveir talningar- rnenn (computatores), sem meðal annars tóku ákvörðun um undanþágur, ef vafi var í þeim efnum. Fyrir norðan voru söfnunarmennirnir tveir virðulegir klerkar, Snjólfur Sumarliðason og Þorsteinn Illugason, báðir prestar á Grenj- aðarstað, en erkibiskup háfði þá forráð kirkju- staðarins. Nálægt miðri öldinni bárust ný fyrirmæli frá páfa um skattgreiðslu. í september 1343 ritaði Clemens VI páfi bréf til erkibiskupsins í Niðarósi og allra yfirmanna kirkjunnar í um- dæminu og skýrði frá því, að Tyrkir ógnuðu Rúmeníu og nálægum löndum, og hugðist hann fara í herleiðangur gegn j^eim. Af þeirri ástæðu ætiaði hann að leggja þriggja ára tíund á allar tekjur klerka, en jafnframt skyldi komið upp söfnunarbauki í hverri kirkju, svo að leik- menn gætu lagt fram sinn skerf af fúsum og frjálsum vilja. Þessi skattur mæltist illa fyrir í Noregi og ef til vill víðar í erkibiskupsdæm- inu. I Björgvin var haldinn biskupafundur til að ræða þetta mál, og var samþykkt að senda menn á fund páfa í Avignon til að freista þess að semja við hann um skattinn. Ekki er vitaö, hvort biskupar íslendinga hafi verið á fundin- um, en líkur eru fyrir því, að fulltrúi Skálholts- Iriskups, séra Einar Iiafliðason á Breiðaból- stað, hafi verið í hópi samningamanna, sem reyndu að telja páfa hughvarf.Viðleitni þeirra bar þó ekki betri árangur en svo, að Hestskó n agla r frá miðöldum. Þeirfundust viö uppgröft á Stóruborg. Stœrsti nagl- inn er 4 1/2 sm. Ilver maður átti að greiða Pétri postula einn slíkan nagla í skatt eðajafn- viröi bans. 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.