Ný saga - 01.01.1993, Side 19

Ný saga - 01.01.1993, Side 19
Uni nýja útgáfu Grágásar skipar einnig flokk brautryðjendanna, og þó að vandalaust sé að gagnrýna verk hans frá sjónarhóli hins tölvuvædda nútímamanns, voru heildarútgáfur hans á mörgum sögum ó- metanleg lyftistöng fyrir umfjöllun á fornbók- menntunum erlendis. Enn má nefna útgáfu Finns Jónssonar á dróttkvæðum í upphafi ald- arinnar sem stendur óhögguð, þrátt fyrir að ýmsir agnúist út í verk hans. Þessir menn höfðu metnað og þrautseigju til að ljuka stór- um útgáfuverkum svo að ómetanleg yfirsýn fékkst yfir stórt svið. Fræðimenn handleika enn verk þeirra Finsens, Ungers og Finns Jónssonar, þar sem engin jafngóð hafa rutt þeim úr vegi. Ætti sú staðreynd að vera nægi- leg eggjun okkur nútímamönnum að gera bet- ur en þeim var fært. Það sem stendur nútímalesenda fyrir þrif- um þegar glímt er við texta Finsens, er hve torlæsilegur hann er. Hin stafrétta útgáfa er ó- þarfa myllusteinn um háls þess sem sækja vill í textann fróðleik og upplýsingar. En þó er ekki nóg að geta lesið Grágás, heldur er öllu erfiðara að túlka orðin rétt. Það er ekki við Finsen að sakast jaó að nútímalesanda reynist erfitt að stauta sig fram úr lögum þjóðveldis- ins. Finsen bjó texta handritanna í hendur les- anda sínum eins og hann taldi réttast; hann færði textann samviskusamlega af bókfellinu yfir á prentpappírinn svo að fleiri gætu notið hans og túlkað. Það hefur tekið Islendinga meira en öld að snúa sér að þessu gamla lagasafni, og gera það svo myndarlega úr garði að lesendur geti stautað sig fram úr Joví af sjálfsdáðum. Utgáfur með nútímastafsetningu koma ekki í stað stafréttra útgáfa, og jwí kemur hin nýja útgáfa Grágásar ekki í stað útgáfu Finsens, heldur gegnir hún öðru og ólíku hlutverki. Hin nýja útgáfa svarar þörfum þeirra sem áhugalitlir eru um rithætti handritanna, málstig textans og orðaforða, en þyrstir í vitneskju um hug- myndaheim miðalda og réttarfar. 3 Umfjöllun um eðli íslenskra miðaldatexta verður ekki heilsteypt, nema til komi rækileg- ur skilningur á allri jreirri orðræðu sem fram Upphaf Ómagabálkar Grágásar. Upphafs- stafurinn S úr Staðarbólsbók Grágásar. Þaö handrit erlagt tilgrundvallarþeirri útgáfn Grágásar sem hérertil umfjöllunar. Engar myndirem í handritinu, og einungis örfáir upphafsstafir skreytir í líkingu viö þennan. fór á milli manna. Sjónarhorn okkar tak- markast af þeim heimildum sem varðveist hafa; mannamálið hefur hljóðnað. Lögin, frá- sagnir af deilum íslenskra bænda, píslarsögur dýrlinga og fantasíur um hetjur fornaldar, til- heyra heimi sem er svo óskyldur okkar eigin, að viö verðum að skyggnast inn í sem flest skúmaskot hans til að víðsýni fáist. Nútíma- fræðimenn eru yfirleitt ekki vel kunnugir nema fáeinum tegundum texta og Joví verður heildarmyndin oft skert. Læsilegar og vel skýrðar útgáfur ólíkra bóka - laga, dróttkvæða, helgisagna, veraldlegra sagna - geta orðið til þess að hrinda hindrunum úr vegi og opna 17

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.