Ný saga - 01.01.1993, Side 21

Ný saga - 01.01.1993, Side 21
Unnur Björk Lárusdóttir Hreinlæti íslendinga á 19. öld ótt alkunnugt sé að Íslendíngar eru nátt- úraðir fyrir óþverraskap, sþillir ekki að á- málga þessa heimsfrœgð vora einu sinni enn' Þannig hefur nóbelskáldið Halldór Laxness rit- smíð sína um hreinlæti íslendinga árið 1928. Ýmsum hefur farið líkt og skáldinu og þeir á- málgað þrifnaðarvenjur íslendinga fyrr á tím- um í ræðu og riti og er þar ýmislegt athyglivert að finna,- Efnið er oft á tíðum krassandi og auðvelt að hneykslast á gegndarlausum sóða- skap landsmanna að því er virðist. En sóðaskapurinn á fyrri tíð var svo sem ekkert gamanmál, óþrifnaður á ýmsum svið- um stóð þjóðinni fyrir þrifum í orðsins fyllstu merkingu. Ýmsir sjúk- dómar, sem fylgja skorti á hreinlæti, ollu hvim- leiðum kvillum og lögðu marga að velli. Á 19. öld, þegar siðmenn- ing og tækniframfarir höfðu haldið innreið sína í hinn vestræna heim og valdið marg- háttuðum breytingum til batnaðar, var ástandið enn slæmt á íslandi. Þó má greina viðleitni til að breyta til betri vegar, þó ýmsum þætti ganga hægt. Einnig er spurn- ing hvort ástandið hér á landi var miklu verra en annars staðar. Sumir þeir ferðamenn, sem hér komu, veltu því fyrir sér hvort hreinlæti íslendinga væri í raun nokkuð verra en meðal menntunarsnauðra fá- tæklinga eigin þjóða. Þannig áleit enski prest- urinn, Ebenezer Henderson, að Islendingar væru engu meiri sóðar en fátæklingar Skotlands, írlands og Þýskalands þegar allt kæmi til alls.' En voru íslendingar á 19. öld upp til hópa skítugir og lúsugir eða fyrirfannst fólk sem reyndi að þvo af sér skítinn endrum og eins og hver voru viðhorf þeirra og aðstaða til þrifa? Málið er erfitt viðureignar, enda illt að festa hendur á gömlum skít sem vatnsveita, skólplagnir og regluleg sorphirða á vegum hins opinbera hefur skolað burt fyrir margt löngu. Gömlu torfbæirnir eru líka ilestir farnir veg allrar veraldar og nútímamenn eiga erfitt með að gera sér grein fyrir lélegum húsakosti, skorti á hreinlætisvörum og jafnvel hreinu vatni sem háði fólki fyrrum. Vatnið sem er undirstaða hreinlætis var oft erfitt að ná í og oftar en ekki var það óheilnæmt sökum lé- legrar umgengni og saurmengunar. Þrifnaður er líka að vissu leyti svo hvers- dagslegt efni að hann fær sjaldan mikla um- fjöllun í bókum. Margir 19. aldar menn víkja Útlendum ferðamönnum upp til hópa þótti fremur lítið til þrifnaðar íslendinga koma á 19. öld og hrörlega moldarkofa almúgans forðuðust þeir sumir eins og heitan eldinn. 19

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.