Ný saga - 01.01.1993, Page 26
Unnur Björk Lárusdóttir
Baðkerá
Árbœjarsafni.
Ekki var áfœri
nema beldra
fólks aö eiga
slíka gripi.
vegna þess að slíkt þótti gera hárið blæfallegt
og vel hreint. Þaö gat lika haft sínar slæmu af-
leiðingar ef menn trössuðu keytuþvottinn.
Ólina Jónasdóttir segir frúna á bænum
Kúskerpi í Akrahreppi hafa talið það boða
hverjum þeim ógæfu sem ekki þvoði höfuðið
úr stækri keytu úti í fjósi á föstudaginn langa.-12
Keytan var best sem elst og þótti hún meðal
annars hafa mýkjandi og græðandi áhrif.
Kannski var það þess vegna sem karlarnir í
Reykjavík og eflaust víöar iriigu gjarnan á
hendur sínar á síðari liluta 19. aldar." Ekki
fannst öllum það geöslegt og í þeim hópi var
Þorkell Bjarnason. Hann hiyllti við þeirri sögu
að um 1840 hafi klerkur nokkur dregið fram
koppinn að morgni og þvegið sér upp úr
hlandi. Segir hann að slíkt hafi tæpast getaö
verið almennur siður meðal presta um það
leyti. Þó er hann fús að viðurkenna þá stað-
reynd að hreinlæti þjóðarinnar hafi ekki verið
upp á marga fiska og sé jafnvel ekki enn um
1892. Hann segir þó svo það ár:
Það er gleðilegt, að sjá pað, hversu þrifnaðifer
einlœgt fram, og er það Ijósasti votturinn,
bversu margfalt meira er nú keypt af sápu en
um miðja öldina. Nú munu fœstir af yngra
fólkinu, sem nokkuð vilja að manni vera, sem
ekki þvoi sjer og greiði daglega, að minnsta
kosti að kvöldinu, þegar vinnunni er lokið. Að
koma óbreinn og með bárið allt í sneþlum á
mannamót, þykir nú flestum bin mesta van-
virða, og sjaldan sjcist menn nú borða, sízt
ungtfólk, með mjög óbreinum höndumP
Böð bæta taugaveiklun kvenna
Fyrrnefnd lýsing Þorkels Bjarnasonar sýnir
greinilega framför frá því sem áður var, en
samt færðust Islendingar enn undan því að
baða sig. Þorkeli finnst landsmenn mættu að
ósekju vera iðnari við að stunda vatns- og sjó-
böð. Helst telur hann unga drengi busla eitt-
hvað í þeini Jaugum sem þá var hægt að
stunda, ungar stúlkur komu hins vegar ekki
nálægt slíku. Aðstaðan var slæm og varla hef-
ur Jxltt tilhlýðilegt að konur væru að striplast
út og suður. Ýmsir töldu þó brýna nauðsyn á
því að konur hæfu böð og sjóböð af kappi.
Töldu jafnvel að slíkt myndi reynast þeim allra
meina bót, þar sem það kynni að „draga úr
hinni algengu taugaveiklun kvenna, gigt og
tannpínu, sem kvelur þær svo margar.”,s Höf-
undur þessara orða hvetur konur líka eindreg-
ið til aö búa sér böð eða jafnvel laugar heima
við ef þær treysti sér ekki til að að stunda op-
inberar laugar. Slíkar ráðleggingar hafa nú lík-
lega verið flestum fulldýrar í framkvæmd.
Lausnin var frekar fólgin i Jwí að laugar lands-
ins heföu sérstaka kvennatíma, eins og til
dæmis var í laug Mosfellinga árið 1895. Þá var
líka baðhús í Reykjavík að Aöalstræti 9, hið
Jsriðja sem sett var á laggirnar þar í bæ. Fyrri
tilraunirnar tvær, árin 1869 og 1886, mistókust
sökum áhugaleysis bæjarbúa, en Jiað var í
raun ekki fyrr en árið 1907 sem rekstur bað-
húss gekk í höfuðstaðnum.1'’
Baðhúsið í Aðalstræti 9 var þó í alla staði
þokkalegt. Þar gátu menn þvegið allan lík-
amann í ró og næði fyrir luktum dyrum í bað-
kerum, sem á þeim tíma hlýtur að hafa veriö
mikill munaður. Voru baðkerin í baðhúsinu
fjögur talsins og vel nothæf að mati þýska
ferðamannsins Bernard Kahle sem kom hér
árið 1897. Honum leist þau hrein og þrifaleg,
en eitthvað henti hann gaman að notkun ís-
lendinga á slíkum gripum. Hann segir þá sögu
24