Ný saga - 01.01.1993, Síða 27

Ný saga - 01.01.1993, Síða 27
Hreinlœti íslendinga á 19. öld aö á hótelinu sem hann dvaldist á hafi aðeins verið eitt baðker. Það hafi jú verið notað til baöa, en jafnframt sem gestarúm í hallæri!J7 Heldur er þetta ótrúleg saga, enda voru bað- ker jiessa tíma yfirleitt ekki mjög stór. Stærð þeirra hefur reyndar verið upp og ofan eins og annað, og hugsanlega hafa einhverjir átt stór baðker. Þeir hafa hins vegar verið fáir, enda jafn kostulegir gripir ekki á hvers manns færi langt fram á 20. öld. Andfult fljóð fær engan mann Á tannhirðu íslendinga er sjaldan minnst, en af orðum Halldórs Laxness má ráða að ein- hver misbrestur hafi enn verið á henni um 1928. Þá kveðst hann þess fullviss að hann myndi gera jijóðinni meira gagn með því að gefa öllum landsmönnum tannbursta, heldur en með því að yrkja þeim ódauðleg ljóð. Hann er líka á því aö mörg íslensk stúlkan hafi orðið af góðu gjaforði „af jiví að hún gleymdi að hreinsa á sér munninn eftir að hafa borðað fisk, en stúlka með óhreinar og skemdar tennur er als ekki markaðshæf.”w Á 19. öld hafa þær eflaust veriö margar stúlkurnar sem ekki voru „markaðshæfar” af þessum orsökum. Almennt hafa menn ekki stangað nógu oft úr tönnunum, né þrifiö þær yfirhöfuð. Tannburstar voru til seint á 19. öld, svo sem auglýsing frá versluninni Edinborg í Reykjavík árið 1896 irer með sér. Þar segir að tannburstar fáist t versluninni, auk annars varnings til að hressa upp á útlitið." Þeir hafa þó líklega talist til munaðarvöru og fremur fáir keypt þá. Ekki þarf jiví að efa að andremma hefur verið ljótur blettur á þjóðinni sökum lé- legrar tannhirðu. Alþýðulækningarnar kunnu |x> ráð við því sem öðru. í lækningakveri frá 19. öld, einu af mörgum, segir að menn skuli drekka brennt malurtarvatn, brennt reyrvatn eða bera gull í munni til að losna við þennan hvimleiða kvilla.'" Dýr ráðlegging J)að, en læknar áttu betri ráð og ábendingar. Dr. Jónas Jónassen getur þess árið 1884 að algengt sé að Islendingar kvarti undan tannverk, skemmd- um tönnum og tannleysi. Þetta telur hann að stafi helst af j)ví að landsmenn drekki of lieitt kaffi, en ráðleggur þeim einnig eindregið aö hirða tennur sínar betur. Það fái þeir meðal annars gert með j)ví að skola munninn eftir máltíðir og strjúka yfir tennurnar meö votum klút." Þetta sama hefur reyndar Sveinn Páls- son, settur landlæknir, nefnt rúmum 80 árum áður, og Elín Briem og eflaust íleiri hamra á j)ví síðar. Ekki hafa þær ábendingar þó náð betur til j)jóðarinnar en svo, að Halldóri Laxness líst á- standið enn svo slæmt sem hann lýsir um hálfri öld seinna. Aöstööuleysi Ekki er hægt að gera íslenskum vanþrifum skil utan að lýsa aöstöðuleysinu sem þjóðin bjó við langt fram á j)essa öld. Fólk sem býr í skítugum og lélegum húsum og hefur slæma aðstöðu til að ná í hreint vatn hlýtur aö eiga í vanda með hreinlæti og þrifnað, en íslensku toribæjunum var oft lýst svo að þeir hefðu: ... óslétt rakt moldargólf, oft með smápollum. Allt er koldimmt. Göngin eru ekki bœrri en svo, að maðurfcer naumlega staðið þar upp- réttur, og ekki er óvenjulegt, að gesturinn reki nefið í bál/hertan þorsk eðaflyðru, sem hangir niður úr rjáfrinu.11 Þó rigningarvatn væri í göngunum var oft erfitt fyrir landsmenn að nálgast gott neyslu- vatn, laust við saurmengun og annan ófögnuð vegna hlandfora og slæmrar umgengni. Menn sóttu vatnið í læki, brunna eða óvarðar vatns- holur, en árið 1899 segir í Eir að Vestmanney- ingar séu þeir einu sem þá notist viö rigningar- vatn." Einir fjórir aðilar voru þá komnir með vatnsleiðslur í hús sín að sögn Guðmundar Björnssonar læknis, en þeir voru Pétur Thor- steinsson kaupmaður í Bíldudal, Páll Einarsson sýslumaður á Patreksfirði, Otto Wathne á Seyðisfirði og sjúkrahúsiö á Akureyri." í Reykjavík varð það hlutskipti Knuds Zimsen verkfræðings og bæjarstjóra að beina mönnum inn á brautir vatns- og skólpleiðslna í byrjun 20. aldar. Þrengslin í húsakynnum landsmanna vildu líka verða mikil og baðstofurnar hýstu ýmislegt fleira en bóklestur og menningu. Þaö má vera skondiö lil j)ess að hugsa að veggjalúsin kem- ur líklega fyrst til á íslandi á 19. öld þegar menn fara almennt að þilja baðstofur sínar.r 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.