Ný saga - 01.01.1993, Qupperneq 40
Anna Agnarsdóttir
sumrinu 1784, þar sem hann leggur til að
vinnufært húsgangsfólk verði flutt utan.
Rentukammerið hafnaði tillögunni „nu for
Tiden“.’7 Þá má nefna álitsgerð Skúla landfó-
geta Magnússonar „um brottflutning íslend-
inga vegna móðuharðinda", trúlega ritaða í
desember 1784,’K sem Aðalgeir Kristjánsson
b)ó til prentunar.’9 Nefnir Skúli, í fyrsta kafla
sem ber titilinn „Om folkenes bortförsel fra Is-
land“, tölurnar „10 til 20 Tusinde". Ennfremur
nefnir hann „Heederne i Jylland" og jafnvel
„finmarken" og Kaupmannahöfn sem áfanga-
staði liinna brottfluttu/’0 Má vera að hér sé
fundin sú heimild semjón Sigurðsson studdist
við. Ennfremur er vert að hafa í huga minnis-
greinar Jóns Eiríkssonar konferensráðs um
ráðstafanir vegna Skaftárelda í útgáfu Svein-
bjarnar Rafnssonar. Þessar minnisgreinar eru
aðeins yngri en fyrrnefnd álitsgerð Skúla
Magnússonar/’1 Jón var háttsettur í Rentu-
kammerinu og hafði þar mikil afskipti af ís-
landsmálum. Jón nefnir ekki þjóðarflutninga
en ræðir m.a. um hvort rétt sé að „transportere
nogle Folk“ frá íslandi og þá hverja helst. Vill
hann takmarka flutningana við þurfamenn/’2
Hannes
Finnsson segir
f ríli sínu Um
Mannfœckun
a/Hallœrum
á Islandi að
til tals hafi
komið, að
gera íslend-
inga að ný-
býlingum í
Danmörku.
Árið 1984 vakti Sigfús Haukur Andrésson
athygli á prentaðri frumheimild um málið, sem
kom út í Kaupmannahöfn árið 1792 á undan
ritum Hannesar og Magnúsar. Er það bók
Carls Pontoppidans Magazin for almeenn-
nyttige Bidrag til Kundskab om Indretninger
og Forfatninger i de Kongelige Danske Stat-
er/’1 Pontoppidan var afar kunnugur íslenskum
málefnum, haföi m. a. verið framkvæmdastjóri
konungsverslunarinnar síðari og átt sæti í
Landsnefndinni síðari. í fyrra bindi verksins er
nokkrum sinnum minnst á fólksflutninga frá
íslandi, rætt var um að „transportere Ind-
byggerne fra et saa lidet Folkerigt Land som
Island...“, minnst var á „Forslaget om Folke-
Transporten fra Island“ og að „före Islændere
fra huus og Hiem“. Sigfús Haukur telur orða-
lag Pontoppidans „heldur óljóst“. Hann telur
vafalaust að hér sé um að ræða „einhvern óá-
kveðinn fjölda Islendinga en alls ekki alla
þjóðina". Sigfús Haukur setur fram þá tilgátu,
að Magnús og Hannes hafi stuðst við bók
Pontoppidans — en misskilið hana og þar sé
fundin skýringin á því hvernig sagan komst á
kreik. Er jrað skoðun Sigfúsar Hauks, að þjóð-
arflutningssagan sé „ekkert annað en eins
konar þjóðsaga" sþrottin af misskilningi/’1
Sigurður I.índal hefur manna kröftuglegast
mótmælt niðurstöðum Þorkels og Sigfúsar
Hauks/’’ Árið 1971 taldi hann að sú ályktun
væri „fráleit, að sagan um fyrirhugaðan jojóð-
arflutning sé alröng í gerð þeirra Hannesar
Finnssonar og Magnúsar Stephensens, af því
að um hana finnist engin skjalagögn í stjórnar-
deildum né i plöggum landsnefndarinnar síð-
ari.“ Siguröur færir gild rök fyrir joví að Hann-
es og Magnús hljóti að teljast meðal traustustu
heimildarmanna um þessa atburði og sér enga
ástæðu „til að vefengja frásagnir Hannesar
Finnssonar og Magnúsar Stephensens um, að
1784 hafi komið til orða að flytja alla íslend-
inga af landi brott“. Jóhannes Nordal á einnig
erfitt með að trúa Joví að Hannes Finnsson
hefði „fariö með fleipur eitt um svo alvarlegt
mál...“ sem brottflutningur íslendinga var.
Finnst honum „sönnu nær“ að Hannes „hafi
haft sannar spurnir af slíkum ráðagerðum hátt-
settra manna, þótt heimildir um það verði
ekki lengur grafnar úr gleymsku"/’7 Við rök-
semdir Sigurðar Líndal má því bæta, að sú
staðreynd aö Skúli Magnússon landfógeti, sem
var staddur í Kaupmannahöfn joennan vetur
og skrifaði þá títtnefnda álitsgerð um máliö,
38