Ný saga - 01.01.1993, Side 52

Ný saga - 01.01.1993, Side 52
Gunnar Karlsson Um hagfræði íslcnskra miðaldamanna Athugun á húfjárveröi og búfjárleigu Hins vegar er það til nokkurs léttis, er því má treysta, að öll hin helstu við- skiptalögmál, sem enn í dag skapa þjóðunum örlög í atvinnulífiþeirra ogfjárefn- um, verkuðu á líkan hátt á fyrri öldum. Þetta skrifaði Þorkell Jóhannesson árið 1928 í áhyggjum sínum yfir sparlegum og ótraustum heimildum um íslenska hagsögu miðalda.' Nú er að vísu langt síðan menn fóru að efast um að hagfræði markaðssamfélaga nútímans eigi við alltaf og alls staöar. Mikiö af því sem við íslendingar höfum fyrir satt í hagsögu okkar er þó skrifað út frá sömu forsendu og Þorkell Jó- hannesson gaf sér, og margt er enn órætt um hagfræðihugsun landans á fyrri öldum. Hér verða færð rök að því að íslenskir miðalda- menn hafi ekki gert sér grein fyrir hagrænu at- riði sem okkur þykir sjálfsagt nú, aö eign sem þarf að endurnýja reglulega lækkar aö verð- mæti eftir því sem hún eldist. Hugmyndin um afskriftir eigna var ekki til í hugmyndaheimi þeirra. Kunnáttumenn um viðskiptasögu munu vita að afskriftir komu ekki inn í bók- hald fyrr en löngu seinna, jafnvel ekki að ráði fyrr en á 20. öld. En hér verður ekki fjallað um svo tæknilegt atriöi, heldur um það að sjálfa hugmyndina vantar um að verðgildi bú- fjár minnki eftir því sem ævitími þess eyðist. Þetta kemur fram í reglum um verölag á búfé og búfjárleigu, og virðist hafa orðið til þess að kúgildaleiga var í upþhafi og lengi framan af „hagræn afglöp", svo notað sé oröalag úr grein sem ég á eftir að víkja að hér á eftir.2 Grein mín er reist á stakri hugmynd en engri meginrannsókn, livorki á fræðikenning- um né frumheimildum. Ég þykist ekki vera neinn hagsögufræðingur, sæki grundvöll í kenningu til landa minna, Gísla Gunnarssonar og Helga Þorlákssonar,1 og læt mér að mestu nægja þær heimildir sem Páll Briem og Þor- valdur Thoroddsen vísa mér á.1 Raunhyggja og markaðshag- fræði í íslenskri sögu Karl Polanyi (1886-1964) er talinn upphafs- maður þess að gera ráð fyrir allt annars konar hugsun um hagræn efni í fábreyttum sveita- samfélögum en í markaðssamfélögum okkar tíma. Eins og Helgi Þorláksson lýsir kenning- um Polanyi og lærisveina hans, raunhyggju- manna eins og hann kallar þá, setja þeir strik í reikning hagfræðinga einkum með því að halda fram að hagkerfi fábreyttra samfélaga sé samþætt við félagskerfi. Á ábatasókn manna leggist félagslegar hömlur sem geti til dæmis valdið því að þeir láti ógert að hækka verð vara þó að eftirspurn gefi tilefni til þess.’ Raunhyggjukenningar hafa verið á ferli í ís- lenskri sagnfræði á annan áratug. Kannski var þeim fyrst beitt í grein Helga Þorlákssonar, „Miðstöðvar stærstu byggða“ í Sögu 1979/’ og eftirminnilega koma þær að notum í grein Gísla Gunnarssonar um landskuld í mjöli í sama riti árið eftir. Þar er sýnt fram á að mjöl- verð var gerólíkt í innanlands- og utanlands- viðskiptum allt fram á 18. öld, og gat valdið því aö leiguliðar lækkuðu landskuld sína um meira en 60% með því að kauþa mjöl af kaup- mönnum á utanlandsverðlagi og greiða land- skuldina með því á innanlandsverðlagi, fremur en greiða í eigin afurðum.7 Á síðari árum hafa hagfræöingar reynt að sjá við raunhyggjumönnum með því að taka hinar félagslegu hömlur inn í hagfræöilíkön sín, að minnsta kosti í orði kveðnu, einkum í nafni svokallaðrar stofnanahagfræði. Dæmi um þetta viöhorf í Islandssögurannsóknum, þó án þess að stofnanahagfræði sé nefnd þar á nafn, er grein Önnu Agnarsdóttur og Ragn- ars Árnasonar um þrælahald á Islandi, sem birtist í Sögu áriö 1983- Þar „er getum að því leitt, að þróun þrælahalds á þjóðveldisöld megi skýra meö hjálp tiltölulega einfaldra hag- fræðilegra lögmála, sem eru í eðli sínu óháð 50

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.