Ný saga - 01.01.1993, Page 57

Ný saga - 01.01.1993, Page 57
Utti hagfrœöi tnidaldamanna fardögum borinn á gói.“ Ég kann ekki aö túlka þessa heimild svo að hún komi að gagni. Ekki kemur til mála að gamalkýr hafi verið metin á 14 aura (84 álnir) til slátrunar því að það væri nánast fullt verð á kú að haustlagi." Kannski á að skilja ákvæðið þannig að kálfurinn fylgi með í kaupunum; kannski er ekki átt við af- sláttarkú. í yngri gerð Búalaga, frá 17. öld, er gert ráð fyrir að leiguliði geti keypt gamla leigukú til slátrunar á 48-60 álnir." í eldri hand- ritum laganna finn ég hvergi tilgreint afsláttar- verð á gamalkúm. Hins vegar er víða tekið fram að höfuð af gamalli kú sé eyris virði." Þetta skil ég þannig að eigendur hafi oft ekki hirt um að fá annað til baka en höfuðið af kún- um, þegar leigjendur slátruðu þeim. Það hefur verið gæðamatur sem mátti nýta og selja, og kannski ekki síður sönnun þess að kýrin væri örugglega dauð, líkt því þegar smásalar skila útgefendum kápum af timaritum sem seljast ekki. í einni gerð Búalaga, handriti frá um 1600, er afnámsær reiknuð á tíu álnir; annars staðar er gömul ær á hausti, níu vetra eða eldri, líka sögð tíu álna virði.-16 Ef sex ær eru í kúgildi er fullt ærverð 20 álnir, svo að hér kemur helm- ingurinn til baka, eins og af kúnum, þegar best lét. Annars hef ég ekki fundið upplýsingar um verð áa til slátrunar í Búalögum, og bendir það til þess að þær hafi að jafnaði ekki þótt mikils virði. Við getum leikið okkur að því augnablik að reikna með þessar tölur áfram, þó að þær séu hvorki nógu nákvæmar né öruggar til að reikningurinn verði tekinn háalvarlega. Kýr- eigandinn var þá búinn að fá upphaflegt verð kýrinnar í leigu, svo aö telja má honum gam- alkúna sem arð, og 60 álnir á tíu árum eru 5% vextir á ári. Sá sem leigði út ærkúgildi hafði aðeins fengið tólf álnir á ári í sjö ár, samtals 84 álnir. Hann þarf pví 36 álnir af sláturfénu til að mæta upphaflegum kostnaði sínum. 24 áln- ir á hann eftir, og verða það tæplega 3% vextir af eigninni á ári. A móti þessum arði kemur áhætta eigenda. Eitthvaö af fénu hefur fallið af sóttum, kálf- burði og lambburði, sem eigandi bar ábyrgð á. Og þótt leigutakar væru ábyrgir fyrir horfelli hefur ekki alltaf veriö mikiö að hafa af þeim sem flosnuðu upp í harðindum. Vanskil voru líka til í þá daga, innheimta hefur kostað sitt, og nokkurn fjármagnskostnað höfðu eigendur af því að leggja fénaðinn fram í upphafi en fá verð hans aöeins smám saman í leigum. Ég geri því ekki ráð fyrir að sláturféð hafi gert betur en mæta kostnaði og áhættu og giska lauslega á að kúaeigendur hafi getað komið út á núlli en ærnar verið leigðar út með 4-5% neikvæðum vöxtum. Elsta trausta dæmið um búfjárleigu er sag- an af Þóri presti Þorsteinssyni í Deildartungu, sem átti hundrað kúgilda á leigustöðum þegar Dæmi um kúgildaleigur á 14. og 15. öld Kúgildi alls Byggðar útjarðir Meðaltal á jörð Þykkvabæjarklaustur 1340 95 um 30 um3 Hólastóll 1388 (hluti staðarjarða) 124 20 6,2 Munkaþverárklaustur 1446 240 30 8 Reynistaðarklaustur 1446 304 44 6,9 Guðmundur Arason á Reykhólum 1446 640-52 167 3,8-3,9 Möðruvallaklaustur 1447 214 34 6,3 Hólastóll 1449 1028 165 6,2 Heimild: íslenzkl fombréfasafn II, 738-39 (nr. 479); III. 412-13 (nr. 353); IV, 683-94 (nr. 725), 700-02 (nr. 732-33), 710- 11 (nr. 743); V, 35-40 (nr. 35). Taílan er reist á óhirtri ritgerft höfundar og sannast varla fyllilega af heinrildinni einni. 55

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.