Ný saga - 01.01.1993, Side 69

Ný saga - 01.01.1993, Side 69
Stjómtœki gamla samfélagsitis aflögö sumar landafurðir lækkaðar en sjávarafurðir hækkaðar svo að verslunarkjörin snerust sjáv- arútvegi í hag. Enn má nefna að laust fyrir 1770 fór saltfiskur að seljast í meira magni frá íslandi en áður og fékkst gott verð fyrir. Þessir atburðir röskuðu jafnvægi höfuðat- vinnuveganna, fiskveiðum til góðs en land- búnaði til ills. í þessu samhengi tel ég að skoða þurfi setningu lausamannalaganna 1783, jo.e. viðbrögð við röskun á „jafnvægi bjargræðisveganna" sem varö ekki síst vegna vaxandi útflutningsmöguleika sjávarútvegs. Á fyrri hluta 19. aldar dró um sinn úr togstreit- unni milli landbúnaðar og sjávarútvegs, bú- skapur bænda var stóráfallalaus, sveitabyggðin hafði enn nokkra þenslumöguleika, ull og tólg voru í góðu verði erlendis, svo að tala má um um árgæsku til lands á tímabilinu 1820-1855. Eftir 1855 þrengdi aftur að landbúnaði og jókst þá sóknin til sjávarsíðunnar á nýjan leik. En nú dugðu gömlu stjórntækin á vinnumark- aði ekki öllu lengur. IV Sú skoðun er orðin næsta viðtekin í ís- lenskri sagnfræði að vistarbandið og önnur at- vinnu- og búsetuhöft hafi staðið í vegi fyrir vexti sjávarútvegs og framförum í atvinnulífi almennt. Björn S. Stefánsson hefur þó and- mælt þessari skoðun með rökum og er það vel, Joví þannig knýr hann menn til að íhuga forsendur og rök málsins.' Þetta er þeim mun biýnna að gera sem það verður sífellt algeng- ara í fjölmiðlasagnfræði að grípa til vistar- bandsins sem allsherjarskýringar á vanþróun íslensks samfélags fyrr á tímum. Og það gerist ekki aðeins í fjölmiðlum heldur líka meðal sagnfræðinga. Hver eru rök Björns Stefánssonar? Hann telur að takmarkanir á atvinnufrelsi, vistar- bandiö og hömlur á þuffabúðar- og húsmönn- um, hafi umfram allt verið ráðstöfun lög- gjafans til að stemma stigu við fjölgun ósjálf- bjarga fólks og þar með hindra að útgjöld til fátækramála ykjust. Með batnandi hag manna og minnkandi sveitarþyngslum á síðustu tveim áratugum 19. aldar hafi hins vegar dregið úr ótta manna við búðsetur og því hafi verið los- að um J^essar hömlur. Björn heldur jiví fram að vistarskyldan hafi ekki mismunað atvinnu- vegum þar sem kaupmenn og útvegsmenn höfðu jafn greiöan aðgang að verkafólki og bændur að því tilskyldu að Jieir réðu til sín vistbundið fólk. í annan stað hafi vinnufólki veriö heimilt að ráða sig til annars atvinnurek- anda þann hluta ársins sem útgerðarmannin- um hentaöi síður. Pví er ekki að neita að meiri hætta var á sveitarþyngslum af völdurn þurrabúðarmanna, lausamanna og húsmanna en bænda, enda var hér um að ræða yfirleitt efnalítið, jarðnæöis- laust fólk. En Joað var ekki atvinnuvegurinn sjálfur heldur fremur tæknistig hans annars vegar og félagsleg umgjörð hans hins vegar sem voru stærstu orsakirnar til þess að lífsbjörg þurrabúðarmanna var ekki tryggari en raun var á. Engin stétt bjó jafn lengi við jafn þungar vinnukvaðir og þessir fátæku fiskimenn. Það var ekki fyrr en árið 1907 að þeir voru vernd- aðir að fullu með lögum fyrir slíkum álögum. Félagslegar hömlur á sjávarútvegi fólust því ekki einungis í vinnulöggjöfinni heldur kvöð- unum sem gegnsýrðu drottnunarkerfi landeig- enda yfir vinnulýð og leiguliöum. En vitaskuld lögðust þær með mestum þunga á þá sem stunduðu fiskveiðarnar vegna þess að joeir út- veguðu eftirsóttustu verslunarvöruna. Hættan á bjargarskorti þurrabúðarmanna var þó miklu minni en gæslumenn ríkjandi skipunar létu í veðri vaka. Þeir feðgar Ólafur og Magnús Stephensen voru hvaö iðnastir við að ota þessari grýlu að mönnum þegar þeir vörðu valdakerfi landeigendastéttarinnar — og Joví ákafari voru þeir sem sjávarútvegi óx fisk- ur um hrygg. Löggjöfinni var ætlað að kljást við þenslu sjávarbyggðanna en ekki bjargar- leysi þeirra. Hún átti að stemma stigu viö sókn fólks til sjávarsíðunnar þar sem meira var upp úr sér að hafa en meö vinnumennsku eða bú- hokri til sveita. Þegar líða tekur á 19. öld verð- ur þetta enn augljósara þegar menn „brjótast úr vistum" í umvörpum og leita sér vinnu við fiskveiðar og tilfallandi vinnu. Sé hlutfall ómaga af mannfjöldanum notað sem vísbend- ing um atvinnuástand koma hreinar landbún- aðarsýslur verst út árið 1871, Skaftafellssýsla, Mýrasýsla og Rangárvaliasýsla, auk Vest- mannaeyja þar sem var vanþróuð byggð kon- ungsjarða. Stærstu bæirnir koma hins vegar vel út og Reykjavík sýnu best7 Sú fullyrðing Björns að vinnulöggjöfin hafi ekki gert upp á milli atvinnuvega stangast á við yfirlýst markmið hennar alla tíð sem var 67 ////

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.