Ný saga - 01.01.1993, Qupperneq 73

Ný saga - 01.01.1993, Qupperneq 73
ísletidingar á 18. öld. Píetisminn var að því leytinu líkur upplýs- ingunni, að hann gerði kröfur til einstaklinga út alþýðustétt. Hann kallaði menn til meiri á- byrgðar á eigin lífi en tíðkast hafði fram að því og með fermingartilskipun 1736 er farið að ætlast til þess, að börn læri að lesa. Þannig var jarðvegurinn undirbúinn fyrir upplýsing- una. Loftur Guttormsson telur „ — að einlægast sé að skilja píetismann sem beint forspil að upplýsingunni.”2 í umfjöllun hans um uppeldi á upplýsingaröld tekur hann á píetismanum sem hluta af upplýsingunni. Samkvæmt báð- um stefnum skyldi bæta húsaga og koma upp- alendum í skilning um gildi hans og báðar gagnrýna uppeldismenningu alþýðu. Samfara hinni píetísku löggjöf verða raunveruleg þátta- skil í hugmyndasögu uppeldis á íslandi.' Við- horfin í píetismanum voru þó alls ekki öll ný. Bessastaðapóstarnir, tilskipun frá 1685, voru í öllum aðalatriðum líkir Húsagatilskipun píet- ismans 1746. Áherslur voru dálítið aðrar og Bessastaðapóstarnir voru um sumt nokkuö strangari. Munurinn lá ekki síst í þeim viðhorf- um, sem minna helst á upplýsinguna, en það er áherslan á húsaga og menntun í uppeldinu, sem er er þyngri í húsagatilskipunni. Ingi Sig- urðsson telur framfaraviðleitni 18. aldarinnar alla til upplýsingarinnar og píetismann þar með.' Hér er ekki reynt að greina á milli, enda varla um mjög afmörkuð skil að ræða, hvorki í tíma né markmiðum. Þau voru að aga lýðinn með því að skilgreina vald og skiptingu þess. Hvort tveggja er í fullkomnu samræmi við anda embættismannaríkis einveldisins, sem var í mótun á 17. öld og orðið fast í sessi á 18. öldd Skoðanaágreiningur Þótt menn dragi dám af samtíð sinni er það enginn nýr sannleikur að sitt sýnist hverjum um menn og málefni. Ekki voru allir upplýsing- arsinnar á upplýsingaröld eða píetistar um mið- bik 18. aldar. Þetta er ljóst af skrifum framá- manna þessa tíma. Þótt menn aðhylltust sömu hugmyndastefnuna í meginatriðum, mátti alltaf deila um framkvæmdir og sjónarmið. í ritum klerka og embættismanna er einnig augljós munur á viðhorfum þeirra til alþýðufólks. Þá má glöggt sjá, að almenningur hefur einnig haft mismunandi skoðanir á málefnum og jafnvel ólíka lífssýn. Þótt séra Tómas Sæmundsson hafi verið mikill aðdáandi Magnúsar Stephensens eru ólík viðhorf þeirra til almúgans sláandi. Má vera að ætterni þeirra hafi þar nokkuð að segja. Magnús var alinn upp meðal ráðamanna landsins, en séra Tómas var kominn af óbreyttum iiændum. í augum margra embættismanna var alj^ýðan ekki hópur af einstaklingum, heldur einhvers konar massi eða heimskt skrímsli, sem varð að hemja og temja. Magnús Stephensen taldi fast- heldni almúga við dulhyggju og djöflatrú standa Landsuppfræðingarfélaginu fyrir þrif- um, en það var mjög í anda þeirra skýringa, sem lengi tíðkuðust á hvers konar meini í þjóðfélaginu. Slík gagnrýni tíðkaðist bæði hjá upplýsingarmönnum og píetistum og var ekki ný af nálinni. Á hinn bóginn er athyglisvert að Magnús kvartaði einnig undan þeirri skoðun að allt væri gagnslaust annað en guðsorð og eignaði hana almúganum, sem ekki vildi lesa „oeconomiske Skrivter”.6 Yfirleitt hafði áhugi manna á dulhyggju einmitt þótt merki um of lítinn áhuga á kristnum gildum. Séra Tómas Sæmundsson leit á alþýðuna frá öðru sjónarhorni: Ég hefi stundum orðið hissa á að lesa, hvemig skrifað er um almúgann utanlands, og hvem- ig fara eigi að frœða hann; mér sýnist þrátt fyrir alla skólauppfrœðinguna, sem hann hef- ir notið í uppvextinum, oftast vera gert ráðfyr- ir honum eins og ncestum andlega hlindum — skilningslausum og hugsunarlausum. Nœstum allar ritgerðir þykja of torveldar og pungskildar handa honum, sem rétt hver maður hér á landi, þó minna hafi reynt, séð og heyrt, gœti hœglega komist fram úr, og haft gagn og skemmtun af, vœru þœr á voru máli; og af pví hefur mér skilist að íþessum efnum muni löngum náttúran náminu ríkari...1 Tómas kenndi ráðamönnum fremur en meðfæddu hæfileikaleysi um menntunarleysi almenningsK og beindi spjótum sínum þá helst að yfirvöldum fyrir hönd alþýðu. Rit séra Jóns Steingrímssonar hafa orðið til að móta hugmyndir síöari tíma manna á ríkj- andi heimsmynd átjándu aldar. Séra Jón lagði, í samræmi viö rétttrúnaðinn, ofuráherslu á refsingu Guðs fyrir syndir.9 Viðhorf hans eru 71
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.