Ný saga - 01.01.1993, Side 75

Ný saga - 01.01.1993, Side 75
íslendingar á 18. öld. hafna. Á sama hátt og Guð krafðist þess að hann hefði ekki aðra guöi, kröfðust galdrarnir þess að Guði væri hafnað, ef árangur ætti að nást. Hver sá, sem stundaði slíkt, hlaut því að hafa afneitað Guði sínum. Atliyglisvert er, að prestsefni landsins hafa, samkvæmt séra Jóni, haft betri aðstöðu til að stunda galdra en flestir aðrir landsmenn. Pótt galdrar og hjátrú hafi jafnan veriö orðuð við almúga, var slíkt ekki stéttbundð. Séra Jón gefur til dæmis í skyn, að það hafi verið al- mannarómur, að sjálfur biskúp hafi fengist við kukl. Einni draugasögunni sem hann segir ai sjálfum sér lýkur svona: „Þessi óvættur var haldin sending frá biskupi sjálfum lil sýslu- manns, því þá var sökótt þeirra í milli út af ýmsu."1’ Séra Þorsteinn Pétursson á Staðarbakka ltafði talsverðar áhyggjur af slæmum siðunt og lítilli trúarlegri þekkingu almúgans að hætti pí- etista. Sjálfræði og agaleysi var stór vandi í hans augum.“’ Árið 1775 skrifaði hann lýsingu á sókninni, sem var þá í allslæmu ástandi. Kenndi þar um hirðuleysi og stjórnleysi og kom einnig að þeim skaða sem hann taldi í því hve lítil náttúrufræðikennsla væri í land- inu.r Þar er hann sama sinnis og séra Tómas Sæmundsson, sem vildi liæta náttúrufræði- kennslu til muna.1* Séra Þorsteinn virðist lítinn áhuga hafa á hjátrú og göldrum og hefur frekar tilhneigingu til að finna jarðbundnar skýringar á vandræð- um, sem upp koma í starfi hans og ekki er annað að sjá, en að sóknarbörn hans séu sama sinnis. Má þar nefna sem dæmi Ingi- björgu nokkra, sem fer aö hegða sér undar- lega og þykist hafa verið frilla djöfulsins og annað í þeim dúr. Séra Þorsteinn reiknar með möguleikanum á þvi, að hún sé haldin illum anda, en telur líklegra, að hegðun Ingibjargar eigi sér skýringar í læknisfræðinni. Hann bað heimilismenn ekki reiðast henni né óttast for- mælingar hennar, en lesa húslestur og venju- legar bænir.19 Þegar söfnuðurinn formælti presti og var ósamvinnuþýður sagði hann: Kostar þetta þolinmœði, jafnaðargeð og stöð- uglyndi, að láta eigi lastmœli hinna óguðlegu fcela sig þarfrá, því ég hef mátt líða, þá ég hef viljað koma inn skilningi sáluhjálparinnar hjá bömunum hér fí] kirkjunni, hejurein ver- aldlega sinnuð móðir sagt ég jagaði þau sem bunda. Og þess háttar lastmœli á bak haj'a fleirigefið, en ég heffarið mínufram.1" Séra Jón taldi á liinn bóginn, að Satan reyndi að fyrirkoma honum meö því að senda verkfæri sín í mannalíki til að mótmæla hon- um og valda tortryggni í söfnuðinum. Með því aö standast freistinguna mátti þó gera gott úr. Um jón nokkurn Erlendsson sagði hann: Ilann varð eitt djöfulsverkfœri og útsendari að fordjarfa mig með öllum uppþenkjanleg- um hcetti. Hanu siktaði hvert mitt orð og verk. utankirkju sem innan, sá blíðasti þó í öllum viðrceðum, kcenn og kyndugur að vernda sig, þá upp k.omu óheilindi hans. Þessi ólyfjan, sem hann bjó yfir, dreifði sér mikið út milli einfaldra og uppvaxandi illa artaðra ung- linga, svo ég var nálega aldrei að segja óhult- ur að prédika þar guðs orð, því út úr minni rceðu var spunnið á ýmsa vega. sem mér varð þó fyrir því besta, þar ég grundvallaði mín prestsverk því betur, ogféll því í þann þanka, að einn prestur gceti trautt orðið í góðu stancii, nema bann hefði þvílíka siktara í sókn sinni1' Séra Þorsteinn Pétursson var ákafur tals- maður píetismans og Magnús Stephensen og séra Tómas Sæmundsson voru jafnákafir boð- berar upplýsingar. Séra Jón Steingrímsson lagði meiri áherslu á guðhræðslu en nokkuð annaö og taldi áföll þau sem dundu á lands- mönnum afleiðingar trúleysis og óguðlegra lifnaðarhátta. Eðlilegast er aö líta á hann sem fulltrúa rétttrúnaðar. Allir voru þeir ósáttir við andlegt ástand alþýðu, en þeir klerkar.Tómas og Þorsteinn, vilja helst kenna yfirvöldum um, meðan Magnús telur fólk eins og séra Jón standa framförum fyrir þrifum. Séra Jón og Magnús voru á einu máli um það, að illt ásig- komulag þjóðarinnar ætti rætur sínar að rekja lil þess að almúgi væri ekki nógu móttækileg- ur fyrir réttum skoðunum. Að mati séra Jóns átti sá vondi þar hlut í rnáli, en of mikill áhugi á guðsorði var sökudólgurinn aö mati Magn- úsar. Sjónarmiðin draga ekki einungis dám af þeim hugmyndastefnum sem þeir aðhylltust, heldur eru þau einnig persónubundin. Þótt séra Tómas sé langyngstur þessara manna, eru 73

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.