Ný saga - 01.01.1993, Page 78
Lára Magnúsardóttir
Þótt kyrrstaðan í samfélaginu sé óumdeil-
anleg, þ.e. íhaldsemi og tæknileg stöðnun og
stundum jafnvel afturför,'2 þarf að hafa í huga
að óreiða og upplausnarástand var viðvarandi.
Þessi sundrung átti sér orsakir í samfélags-
gerðinni sjálfri og hversu óstöðug staöa hvers
og eins var innan samfélagsins. Harðæri, hall-
æri og pestir hafa löngum veriö talin með
helstu einkennum aldarinnar og þau ýttu
vissulega undir óöryggi og upplausn og þar
átti vanmáttur samfélagsins til að bregðast við
áföllum nokkurn hlut að máli.
Togstreita milli yfirvalda og landslýðs kom
meðal annars fram í því að lengi hafði liið op-
inbera reynt aö hafa áhrif á líferni almennings.
Það var ekki síst meö ströngum hegningum
fyrir, að því er nútímamönnum virðist, Iétt-
vægar yfirsjónir. Hafa margir orðið til að furða
sig á því hversu algeng brot voru miöað við
þyngd refsingar sem fólk átti yfir höfði sér. í
áðurnefndum tilskipunum frá 1685 og 1746
var hlýðni lykiloröiö. Vald var skilgreint og á-
kvaröað af talsverðri nákvæmni hver ætti að
hlýða hverjum. Þó var engan veginn einhlítt
hvernig bæri að túlka lögin eða hvaða lögum
ætti að fylgja. Guðmundur Jónsson hefur
rannsakað sambúð landsdrottna og leiguliða á
18. og 19- öld. Hann segir: „Þegar skjölin eru
lesin fer ekki hjá því að manni verði starsýnt á
réttaróvissuna í málefnum landsdrottna og
leiguliða. |...] En þetta var ekkert einsdæmi á
18. og 19- öld, því þá ríkti svo mikill glund-
roði í íslenskum rétti, að jafnvel æðstu yfirvöld
voru ekki alltaf viss um hvað væru lög í land-
inu.“-M
Þegar kom að því aö framfylgja lögum
voru fleiri vandamál en óvissan um lögin. Mis-
gerðir voru miklu fleiri en svo að yfirvöld
hefðu tök á aö koma lögum yfir alla sem
breyttu rangt, þótt vissulega séu til mörg dæmi
um, að hart væri gengiö eftir brotamönnum
og þeir látnir taka út ótæpilegar refsingar.
Skírlífi
Már Jónsson hefur sýnt fram á að 50% kvenna
sem gengu í hjónaband á síðustu 15 árum 18.
aldar voru sannanlega óskírlífar fyrir vígsl-
una.'1 Þetta undirstrikar orð séra Þorsteins Pét-
urssonar: „...flestir byrja nú sitt ektaskap á
lauslæti og frillulifaöi..."." Rannsókn Más mið-
aðist eingöngu við fædd börn giftra kvenna,
en eins og nærri má geta hafa skírlífisbrotin
verið mun fleiri en þau, sem sannast með of-
bráðri barneign.
Rannsóknir af ýmsu tagi, ásamt frásagnar-
heimildum 18. aldar, sem hér er stuðst við,
benda eindregið til þess að skírlífisbrot liafi
veriö mun fleiri en refsað var fyrir. Það þýöir,
að þótt refsingar væru þungar, voru miklar lík-
ur á að komast upp með brotið og þess vegna
var áhættan, sem tekin var, ekki eins mikil og
ætla mætti. Séra Þorsteinn var mjög óánægður
með, að ekki væri nóg með, að fólk kæmist
upp með brotin, heldur var því sýnd sama
viröing og þeim, sem höguðu lífi sínu sam-
kvæmt lögum. Þetta styrkir einnig þá skoðun,
að siðferðisreglur, sem giltu í reynd, hafi verið
allt aörar en þær, sem yfirvöld töldu æskilegar.
Astæður fyrir skírlífisbrotum eru fjölmargar,
meðal annars takmarkaðir möguleikar kvenna
til að giftast. Gísli Gunnarsson hefur leitt líkur
aö því aö það hafi borgað sig fyrir samfélagið
aö láta fólk komast tipp með ólöglegar barn-
eignir fremur en að leyfa hjónabönd, þvi
þannig fæddust færri börn og hreppurinn
hafði færri fátæklinga á sinni ábyrgð.'6
Flakk
A 18. öld var óvissa um hvernig skilja bæri
lögin og yfirvöld gátu ekki alltaf framfylgt
þeim. Lögin voru líka með þeim hætti, að ó-
gerningur var oft að hlýða þeim. Bann við
flakki er dæmi um þetta tvennt . Flakk var eitt
aðalmein þjóðfélagsins að mati samtíma-
manna. Öldum saman höfðu menn amast við
því og sett voru lög og reglur til að hamla
gegn því, en flest var það árangurslaust. Hall-
ærisárið 1756 var séra Þorsteinn Pétursson
beðinn að taka saman lista yfir fermd og ó-
fermd ungmenni, sem flökkuðu um í sókn
hans. Hann sendi sýslumanni bréf, þar sem
segir m.a.: „Nú af því ég veit slíkra tala verður
meiri hér í Húnavatnssýslu en menn fái við-
gjört, þá nefni ég einn af öllum Símon Jóns-
son...“'7 Þetta var ekki í fyrsta skipti, sem séra
Þorsteinn lét vita af Símoni þessum, sem
flakkaði um ófermdur á þrítugsaldri. Þeim á-
bendingum hafði ekki verið sinnt, en af bréfi
séra Þorsteins má sjá, að hann telur það til-
gangslaust að hafa fyrir því að útbúa skrá um
76