Morgunblaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1. A P R Í L 2 0 1 1
Stofnað 1913 77. tölublað 99. árgangur
TÍSKA Í TAKT
VIÐ UMHVERFI
OG SAMFÉLAG
LEIKSKÓLA-
RÚTUR SEM
SÉR DEILDIR
HANNES LÁRUS-
SON MEÐ TÍU DAGA
GJÖRNING
NÝIR MÖGULEIKAR 14 SJÓNLISTAHÁTÍÐ 38VISTVÆN TÍSKA 10
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fulltrúar í samninganefndum Alþýðusambands
Íslands og Samtaka atvinnulífsins telja að breyta
þurfi og skýra ýmis atriði í yfirlýsingu um að-
gerðir til að liðka fyrir kjarasamningum sem rík-
isstjórnin kynnti þeim í gær. ASÍ vill fá svör um
breytingar á tilteknum atriðum fyrir fund samn-
inganefndar aðildarfélaganna í dag.
Samninganefndirnar fóru yfir efni yfirlýsingar
ríkisstjórnarinnar í gær, fyrst hvor í sínu lagi og
síðan saman. „Það eru skoðanaskipti á milli okk-
ar hvort þetta dugi til. Að okkar mati, að
minnsta kosti, þarf að hreyfa þarna til í veiga-
miklum atriðum,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, for-
seti ASÍ, eftir fundinn í gærkvöldi. Hann sagði
mikilvægt að fá tilfinningu fyrir því hvort stjórn-
völd vildu gera það, til að geta lagt málið upp við
aðildarfélög ASÍ á fundi sem boðaður er um há-
degisbil í dag. Meðal atriða sem fulltrúar ASÍ
telja að þurfi að breyta er óskýr yfirlýsing um
lífeyrismál en jöfnun lífeyrisréttinda er ein af
meginkröfum ASÍ.
Forystumenn Samtaka atvinnulífsins ætla að
gefa sér daginn til að vinna úr sínum athuga-
semdum. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri
tekur fram að ágætis vinna sé hafin á grundvelli
yfirlýsingarinnar. Ekki er minnst á sjávarútvegs-
málin í plagginu en þau hafa verið mikilvægt
áhersluatriði SA. Á vegum þeirra er verið að
vinna að tillögum um málamiðlun sem forystu-
menn SA vilja kynna sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra sem fyrst, helst í dag.
Samninganefndirnar munu hittast síðdegis í
dag til að fara yfir stöðu mála.
MAðgerðapakki »6
Láta reyna á breytingar
ASÍ og SA vilja skýra og breyta yfirlýsingu ríkisstjórnar ASÍ segir óskýrt
orðalag í lífeyrismálum SA vinna að málamiðlun í sjávarútvegsmálum
Morgunblaðið/Kristinn
Karphúsið Forystumenn hittust í gærkvöldi.
Ómar Ragnarsson og Raggi Bjarna voru meðal
þeirra sem sungu lög útvarpsmannsins og laga-
höfundarins Jóns Múla Árnasonar á tónleikum í
Salnum í Kópavogi í gær en þá voru liðin 90 ár
frá fæðingu Jóns Múla. Óskar Guðjónsson blés
fagmannlega í saxófóninn.
Morgunblaðið/Kristinn
Sungið með sveiflu í minningu Jóns Múla
Laun fólks á almennum vinnu-
markaði voru hærri en laun ríkis-
starfsmanna fyrir bankahrun, en
síðan þá hefur dæmið snúist við.
Meðalheildarlaun ríkisstarfsmanna
eru nú hærri en meðalheildarlaun
starfsmanna á almennum vinnu-
markaði.
Árið 2009 voru þessi laun 458.000
krónur hjá ríkisstarfsmönnum en
um 423.000 krónur hjá fólki á al-
mennum vinnumarkaði. »20
Ríkisstarfsmenn
með hærri laun
Launaþróun Störfum hefur fækkað í
einkageiranum og laun hafa lækkað.
Nú um mán-
aðamótin hætta
36 starfsmenn á
Landspítalanum
án þess að til
uppsagnar hafi
komið. Átta
hefja uppsagn-
arfrest og 25
missa vinnuna
við ræstingar í
kjölfar þess að verkefni þeirra
voru boðin út sem liður í langvar-
andi niðurskurðaraðgerðum.
Björn Zoëga, forstjóri spítalans,
segir reynt eftir fremsta megni að
komast hjá uppsögnum. Mark-
miðum um fækkun stöðugilda sé
reynt að mæta sem mest í gegnum
starfsmannaveltu, þ.e. með því að
ráða ekki í stað þeirra sem láta af
störfum. Ráðgert er að fækkað
verði um 80-100 stöðugildi í ár. »4
Starfsfólki fækkar
á Landspítalanum
Björn Zoëga
Unnið er í innanríkisráðuneytinu
að útboðslýsingu fyrir byggingu nýs
fangelsis. Búist er við að hún verði
boðin út eftir um tvær vikur eða um
miðjan apríl. Gefnir verða mögu-
leikar á ýmsum frávikstilboðum í út-
boðinu.
Talað hefur verið um að fangelsið
hýsi 56 fanga af báðum kynjum. Mið-
að verður við að bjóðendur byggi
húsið og leigi ríkinu. Verður það
ekki gert að skilyrði að fangelsið
verði byggt á höfuðborgarsvæðinu.
Eru það Ríkiskaup sem sjá um útboð-
ið fyrir hönd ríkissjóðs. »4
Bygging nýs
fangelsis boðin út
„Okkur sýnist þetta vera stórmerki-
legur fundur en á óvæntum stað og
hann þarf frekari rannsókna okkar
við,“ segir Kristín Huld Sigurðar-
dóttir, forstöðumaður Fornleifa-
verndar ríkisins, sem farið hefur
fram á það við Siglingastofnun að
Landeyjahöfn verði lokað um ótil-
greindan tíma, á meðan fornleifa-
fræðingar rannsaka betur það sem
kom upp með sanddælingu dýpk-
unarskipsins Skandia í vikunni. Þá
komu í ljós mannabein, timburfjöl
sem talin er vera úr skipi, silfur-
armband og gullhálsmen, auk fleiri
fornmuna. Telur Kristín að munirnir
geti verið úr víkingaskipi frá land-
námsöld, jafnvel með þræla Hjörleifs
um borð. Þá útilokar hún ekki þann
möguleika að um muni úr gullskipinu
Het Wapen van Amsterdam geti verið
að ræða.
Sigurður Áss Grétarsson hjá
Siglingastofnun segir það hafa verið
sjálfsagt mál að verða við beiðni Forn-
leifaverndar um að hafa Landeyja-
höfn lokaða á meðan fornleifafræð-
ingar athafna sig. „Eyjamenn verða
því miður að sætta sig við það að þetta
dragist fram eftir vori. Þeir eru að
verða vanir því,“ segir Sigurður en
Landeyjahöfn hefur verið lokuð fyrir
Herjólf síðan í janúar sl. »12
Gullskipið fundið í Landeyjahöfn?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fornleifar Munir sem komu upp úr
Landeyjahöfn í vikunni.
Tæplega þrjátíu milljónir króna
söfnuðust í Mottumarsi, átaki
Krabbameinsfélagsins, sem lauk í
gærkvöldi. Veitt voru verðlaun við
athöfn í Sjóminjasafni Íslands til
þeirra sem söfnuðu mestu fé. Lið
Arion banka hafði sigur í liða-
keppninni en söfnun í nafni Magn-
úsar Guðmundssonar, sem lést úr
hvítblæði fyrr í mánuðinum, fékk
mest af áheitum í einstaklings-
keppninni. Var það ekkja hans,
Ingibjörg Ragnarsdóttir, sem tók
við verðlaunum fyrir hans hönd og
þakkaði þeim sem hétu á hann.
Um 30 milljónum
heitið á motturnar
Morgunblaðið/Kristinn
Ekkja Magnúsar tekur við verðlaunum.