Morgunblaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2011 félags lamaðra og fatlaðra og for- maður Íþróttasambands fatlaðra á Norðurlöndum, NORD HIF, en stofnfundur þess var haldinn hér á landi 1976, enda Sigurður mikill hvatamaður að stofnun þess. Hann gegndi formennsku í NORD HIF árin 1982-1984. Ég gekk til liðs við stjórn ÍF 1982 og fékk þá að kynnast þess- um mikla eldmóði og hans hug- sjónum í þágu fatlaðra. Einnig átti ég því láni að fagna að starfa með Sigurði sem ritari NORD HIF í hans formannstíð og var það lærdómsríkur tími. Það var alla tíð gott að leita til hans ef ein- hverjar spurningar komu upp og hann mætti á flesta stórviðburði ÍF þrátt fyrir hrakandi heilsu, nú síðast í desember, þegar kjör íþróttamanns ársins fór fram. En starfsferill hans tengdist ekki einungis íþróttum og málefn- um þeim tengdum. Sigurður var ötull kaupsýslumaður um árabil og hafði mörg járn í eldinum. Hann byggði m.a. Melabúðina, fyrstu einkareknu kjörbúð lands- ins. Hann byggði ásamt fleirum Austurver og var framkvæmda- stjóri og meðeigandi þess um skeið. Einnig var hann fram- kvæmdastjóri Kaupmannasam- takanna 1961-1968 og síðar for- maður. Þá var hann framkvæmdastjóri Leikfélags Reykjavíkur um tveggja ára skeið. Það má með sanni segja að Sigurður Magnússon hafi verið framsýnn og áræðinn, en það seg- ir sig sjálft að maður sem hann stendur ekki einn, Sigrún kona hans stóð ætíð þétt við bakið á honum og studdi hann til hans fjölmörgu starfa. Á kveðjustund er okkur hjá Íþróttasambandi fatlaðra þakk- læti efst í huga, þakklæti fyrir hans mikla og fórnfúsa starf í þágu íþrótta fatlaðra, hann lagði grunninn að því góða starfi sem við nú byggjum á. Eiginkonu hans Sigrúnu Sigurðardóttur, sonum þeirra sem og öðrum ást- vinum sendum við hugheilar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Sigurðar Magnússonar. Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður. Kveðja frá Kaupmanna- samtökum Íslands Fallinn er í valinn drengur góð- ur og mikill sómamaður, Sigurður Magnússon, fyrrv. kaupmaður og formaður og framkvæmdastjóri Kaupmannasamtaka Íslands. Hann hafði átt við nokkur veik- indi að stríða og lést sl. sunnudag. Með Sigurði er genginn afkasta- mikill og merkur maður. Hann gerðist félagi í Kaupmannasam- tökunum árið 1956, en það ár opn- ar hann verslunina Melabúðina við Hagamel. Hana rak hann í mörg ár. Áður hafði hann komið að rekstri Versl. Blöndu á Berg- staðastræti fyrir tengdaföður sinn Sigurð Pálmason kaupmann á Hvammstanga og rak líka versl- un í Skipasundi um tíma. Sigurð- ur stóð fyrir stofnun Austurvers við Háaleitisbraut og kom þar upp verslun í bráðabirgðahús- næði meðan á byggingu verslun- armiðstöðvarinnar stóð. Árið 1961 var hann kjörinn formaður Kaupmannasamtaka Íslands og gegndi því starfi samhliða kaup- mennsku til 1968 að hann var ráð- inn framkvæmdastjóri samtak- anna og var það til 1970. Þá hófst annar merkur ferill Sigurðar sem aðrir kunna betur skil á. Sigurður var mikill félagsmála- maður og afar fylginn sér í öllum samningum og nutu kaupmenn þessa eiginleika hans í ríkum mæli. Í tíð Sigurðar hjá KÍ voru mikil og mörg framfaramál kaup- manna afgreidd. Má þar nefna kaup samtakanna á húsinu að Marargötu 2 sem var skrifstofa og félagsaðstaða kaupmanna ár- um saman, eða þar til KÍ flyst ásamt öðrum samtökum verslun- ar í landinu í Hús verslunarinnar að Kringlunni 7. Kaupmannasam- tökin eignuðust þar 6. hæðina. Sigurður sat í fjölmörgum nefnd- um og ráðum fyrir kaupmenn og samtök þeirra á hans árum hjá KÍ. Má þar nefna m.a. for- mennsku í nefnd sem skipuð var 1967, en þessi nefnd hafði á hendi eftirlit með einokun, hringa- myndun og verðlagi og skilaði hún af sér skýrslu árið 1970. Sig- urður lét sig mjög varða hag kaupmanna og kom fram fyrir þeirra hönd út á við í viðskiptum við stjórnvöld í landinu hverju sinni. Mikil átök og samningar við verðlagsyfirvöld voru algeng á þessum árum og því var reynsla hans afar dýrmæt og kaupmönn- um í hag. Í hans tíð hjá KÍ var fyrst farið að fjalla um að mat- vörukaupmenn tækju að sér mjólkursölu í stað Mjólkursam- sölunnar sem hafði þá sölu á hendi. Hvarvetna á landsbyggð- inni voru í tíð Sigurðar hjá KÍ stofnuð kaupmannafélög og líka sérgreinafélög hér í Reykjavík sem svo urðu aðilar að KÍ. Meðan Sigurður var formaður samtak- anna fór fram að hans frumkvæði, samkeppni um merki samtak- anna. Margar tillögur bárust. Fyrir valinu varð tillaga frá Gísla B. Björnssyni auglýsingateiknara sem þótti bera af öðrum tillögum. Merkið er upprunalegt merki kaupmennsku og viðskipta, stíl- færður stafur Hermesar, guðs kaupsýslu í grískri goðafræði. Þetta merki hefur æ síðan verið merki Kaupmannasamtakanna og notað á öll gögn þeirra. Undirritaður sendir fyrir hönd stjórnar Kaupmannasamtaka Ís- lands, Sigrúnu og fjölskyldu inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Sigurðar Magnússonar. Ólafur Steinar Björnsson. Látinn er í Reykjavík Sigurður Magnússon fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur. Haustið 1944 stofnuðu 14 íþróttafélög í höfuðstaðnum til samtaka í samræmi við íþróttalög frá 1940. Fjórum árum síðar aug- lýstu þau eftir framkvæmda- stjóra og fyrir valinu varð Sigurð- ur Magnússon, tvítugur að aldri. Hann hafði stundað fimleika á heimaslóðum, síðar samhliða námsdvöl í Verzlunarskólanum knattspyrnu í KR og að vetrinum handknattleik í ÍR. Á þessum árum veiktist hann af berklum og hlaut hann af þeim varanlegan skaða á mjöðm. Hann lagði niður íþróttaiðkun en sneri sér af krafti að félagsstörfum og var kosinn formaður Handknatt- leiksráðs Reykjavíkur. Í krafti þeirrar stöðu stóð hann fyrir fyrstu landsleikjum í handknatt- leik en karlaliðið fór til Norður- landa 1950 og lék gegn Dönum og Svíum. Sigurður var þjálfari og fararstjóri í þeirri ferð. Hann var einnig í tvö ár formaður Hnefa- leikaráðs Reykjavíkur og 1954- 1955 formaður Knattspyrnuráðs Reykjavíkur. Hann kom föstu skipulagi á skrifstofuhald ÍBR en lét þar af störfum vorið 1954 og sneri sér að kaupmennsku. Hann sagði þó ekki alveg skilið við bandalagið því frá 1955-1958 sá hann um rekstur veitingasölu bandalagsins á Laugardalsvelli og Melavelli, sat í byggingar- nefnd Laugardalshallar fyrir hönd ÍBR, svo og nokkrum sinn- um í þjóðhátíðarnefnd Reykjavík- ur. Sigurður var vel máli farinn, röggsamur og átti stóran þátt í að skapa tiltrú og traust á bandalag- inu og naut hann þar Gísla Hall- dórssonar sem var formaður ÍBR allan starfstíma Sigurðar þar. ÍBR þakkar Sigurði gott og farsælt samstarf og sendir fjöl- skyldu hans samúðarkveðjur. F.h. Íþróttabandalags Reykjavíkur, Sigurgeir Guðmannsson. Kveðja. Staðurinn sennilega London, sumarið 1973. Alþjóðaráðstefna um almenningsíþróttir og hreyf- ingu. Undirbúningur að trimm- herferð í Evrópu. Margur fyrir- lesari og áhugavert. Undir lokin kveður sér hljóðs Sir Ludwig Gudmann og gagn- rýnir fundarmenn fyrir rangar áherslur. Nær væri að sinna íþróttum og uppbyggingu fatl- aðra. Daginn eftir er Sigurður Magnússon mættur til fundar við Sir Ludwig. Staðurinn Sjálfsbjargarhúsið í nóvember 1973. Sigurður Magn- ússon er búinn að safna saman fólki til að kynna og undirbúa stofnun fyrsta íþróttafélags fatl- aðra á Íslandi. Svona vann Sig- urður ávallt, einhenti sér í verkin, fann fólk til að vinna með og kom hlutunum í framkvæmd. Sigurður var einstaklega dug- legur og framkvæmdasamur. Eitt sinn sagði hann mér að sér liði best þegar hann hefði sem flest verkefni að vinna að. Sigurður var ákveðinn og fylginn sér, en gaf sér samt alltaf tíma til að hlusta og skiptast á skoðunum við fólk og gaf öllum tækifæri til að koma sínu á framfæri. Hann var fljótur að greina aðalatriðin og koma þeim í verk. Hann var hjálpsam- ur, ráðagóður, vinamargur og traustur vinur. Fyrsta íþróttafélag fatlaðra var stofnað 30. maí 1974. Aðeins ári eftir ráðstefnuna góðu. Það lýsir vel dugnaði og fram- kvæmdasemi Sigurðar hvað fljótt og vel þetta gekk og tókst til. Sigðurður varð síðan fyrsti for- maður Íþróttasambands fatlaðra sem var stofnað 17. maí 1978. Fyrir frumkvæði og dugnað hans eru í dag starfandi 24 íþróttafélög fatlaðra um allt land með þúsund- um iðkenda. Fatlaðir íþrótta- menn og fjölskyldur þeirra geta aldrei fullþakkað frumkvæði og dugnað Sigurðar við að koma hreyfingunni á legg. Minning hans mun lifa í starfi hreyfingar- innar um ókomin ár. Sigurður var fyrsti og eini heiðursfélagi Íþróttafélags fatl- aðra í Reykjavík. Stjórn og fé- lagsmenn ÍFR þakka þér frum- kvæðið og dugnaðinn. Samúðarkveðjur sendi ég til Sig- rúnar, barna, ættingja og vina. Hafðu þökk fyrir vináttuna og allt sem þú kenndir mér. Arnór Pétursson og Íþrótta- félag fatlaðra í Reykjavík. Við Sigurður Magnússon störf- uðum saman að málefnum íþrótta í um það bil 40 ár og betri sam- starfsmaður var vandfundinn. Það þótti nokkuð djarflegt af okk- ur sem stjórnuðum ÍBR að ráða Sigurð sem fyrsta framkvæmda- stjóra bandalagsins árið 1948 að- eins tvítugan að aldri. Við fundum það fljótt að vel hafði tekist til því Sigurður var vinnusamur og mik- ill áhugamaður um íþróttir. Það var ómetanlegt fyrir félögin sem ekki höfðu átt slíku að venjast að fá Sigurð sér til aðstoðar þau sex ár sem hann starfaði hjá ÍBR. Sigurður var alltaf reiðubúinn að hlaupa í skarðið ef vantaði mann til setu í sérráðum og um tíma var hann formaður tveggja slíkra og sat í nokkrum öðrum. Þrátt fyrir mikil umsvif hjá ÍBR þótti Sigurði þetta fullmikið rólegheitastarf og sneri sér að viðskiptum. Þar hélt samstarf okkar áfram. Hann hugðist reisa verslunarhús með nýju sniði, svo- kallaða kjörbúð með sjálfsaf- greiðslu sem þá var óþekkt hér- lendis. Sigurður kom til mín og bað mig að teikna húsið sem síðar varð Melabúðin. Melabúðin var stórkostlegt nýmæli á sinni tíð, hún sló í gegn og Sigurður stjórn- aði henni af röggsemi árin 1956 til 1968. Hin góða reynsla af Mela- búðinni varð til þess að Sigurður vildi stækka við sig og enn kom hann til mín og bað um teikning- ar. Sem fyrr var Sigurður í farar- broddi sem hugmyndaríkur frumkvöðull. Hann vildi reisa 2000 fermetra stórmarkað með mörgum verslunum undir einu þaki sem var algjör nýjung. Út- koman varð verslunarmiðstöðin Austurver við Háaleitisbraut sem hefur síðan verið fyrirmynd slíkra stórmarkaða hérlendis. Sigurður var einn af eigendunum og fyrr en varði var hann kominn í fram- varðasveit kaupmanna og var framkvæmdastjóri Kaupmanna- samtakanna 1968 til 1970. Þá söðlaði hann um og kom til ÍSÍ þar sem ég var forseti. Þar var hann útbreiðslustjóri og skrif- stofustjóri í heilan áratug. Það var ákaflega þægilegt að vinna með Sigurði. Hann lét fötlun á fæti aldrei hindra sig en var snar í snúningum og léttur í spori. Hann kom mikið að málefnum fatlaðra íþróttamanna og undirbjó stofn- un íþróttasambands þeirra. Á stofnfundinum var hann kjörinn fyrsti formaður ÍF og gegndi því starfi í 5 ár. Sigurður vann þrekvirki í mál- efnum fatlaðra og tók frumkvæð- ið þegar kom að stofnun Íþrótta- sambands fatlaðra á Norðurlöndum. Þetta var mikið áhugamál Sigurðar og okkar hér á Íslandi en hin löndin voru lengi vel hikandi. Sigurður sló vopnin úr höndum þeirra þegar hann mætti á fund um málið í Stokk- hólmi 1975 og bauð öllum við- stöddum til stofnfundar á Íslandi árið eftir. Þetta hreif og sam- bandið var stofnað í Reykjavík haustið 1976. Þarna sem víðar kom Sigurður fram sem ötull og skeleggur forystumaður. Eftir önnur störf um tíma kom hann aftur til ÍSÍ og var þar fram- kvæmdastjóri frá 1985 til starfs- loka tíu árum síðar. Þar var hann sem fyrr ötull starfsmaður, gekk að hverju verki með fullri atorku og lauk þeim undrafljótt. Slíkra manna er gott að minnast. Fjöl- skyldu Sigurðar sendi ég samúð- arkveðjur og þakka samstarfið við góðan dreng. Gísli Halldórsson. ✝ Karl Helgasonfæddist í Tjarn- arkoti,V-Hún., 3. janúar 1914. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 25. mars 2011. For- eldrar hans voru Helgi Guðmunds- son, f. í Tjarnarkoti 9.11. 1881, d. 21.4. 1944, og Þóra Jens- ína Sæmundsd., f. 25.6. 1880 í Ófeigsfirði, Strand., d. 1.4. 1924. Þau skildu 1920 og fluttist Þóra til Reykjarfjarðar og svo Finnbogastaða, Strand, þar sem hún hafði alist upp hjá afa sínum og ömmu en börnin fóru flest í fóstur. Systkini Karls: Svava, f. 31.3. 1907, d. 15.6. 1989 í Ytri-Njarðvík, ólst upp í Reykj- arfirði, Strand, Sæmundur, f. 23.4. 1908, d. 26.7. 1955 í V-Hún., ólst upp að Búrfelli, V-Hún., Gyða, f. 22.1. 1910, d. 26.11. 2000 í Keflavík, ólst upp á Stóra-Ósi, V-Hún., Álfur, f. 14.8. 1911, d. 9.5. 1960 í Reykjavík, ólst upp í Reykjarfirði og Finnbogastöð- um, Strand., Eiður Bergmann, f. 22.11. 1915, d. 3.2. 1999 í Reykja- vík, ólst upp á Króksstöðum, V- Hún., Benedikt Sæmunds, f. 17.2. 1918, d. 22.11. 1961 á Akra- nesi, ólst upp á Kjörvogi, Strand. Karl fór sex ára að Hegg- arvatni 1935 og próf frá Kenn- araskóla Íslands 1942. Ungur fór hann í síld til Siglufjarðar og bjó fyrstu sumrin hjá föður sínum, sem hafði sest þar að. Honum tókst að komast yfir vörubifreið sem hann hafði atvinnu af. Hann kenndi víða íþróttir 1935-1939, var kennari á Sauðárkróki 1943- 1944 en á Akranesi lengstan sinn starfsferil, 1944-1979. Lengi kenndi hann til helminga íþróttir og bókleg fræði og hafði einnig atvinnu af leigubílaakstri og ökukennslu allt fram til 1986 þegar hann fluttist í Kópavog. Jafnframt akstrinum sá hann um bókhald og fjármál Fólks- bílastövar Akraness. Karl sinnti m.a. stjórnarstörfum fyrir Taflé- lag Akraness, Knattspyrnufélag Akraness og Bindindisfélag öku- manna. Hann sat í barnavernd- arnefnd Akraness í tólf ár, þar af formaður í sex ár. Golfpútt stundaði hann fram á sl. sumar. Í Kópavogi hafði Karl kynnst Sól- veigu Kristjánsdóttur, f. 4.5. 1917, d. 19.2. 2005. Þau héldu heimili saman frá 1992 til 2002 en þá fluttist Sólveig á hjúkr- unarheimilið Sunnuhlíð í Kópa- vogi. Fyrir ári fluttist Karl á Hrafnistu þar sem honum auðn- aðist að taka þátt í félagslífi allt fram undir það síðasta. Útför Karls fer fram frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í dag, 1. apríl 2011, og hefst at- höfnin kl. 13. Jarðsett verður á Mosfelli. stöðum, V-Hún. þegar heimilið leystist upp. Kom svo til föður síns sem vildi byrja að búa aftur einn með Karl hjá sér þrátt fyrir veikindi en varð að gefast upp ári seinna og fór Karl þá í fóstur að Ytri-Völlum, V- Hún. til Gunnars Kristóferssonar og sambýlis- konu hans Guðrúnar Gríms- dóttur. Karl átti síðar heim- ilisfesti hjá Guðmundi syni Gunnars, kaupmanni á Hvamms- tanga, og konu hans Jónínu Ólafsdóttur. Karl kvæntist 5.11. 1944 Jón- ínu (Nínu) Björnsdóttur frá Blönduósi, f. 16. júlí 1922 í Stóra- Dal, A-Hún., d. 18.5. 2003, en þau höfðu sett saman bú á Akranesi þá um haustið. Þau skildu árið 1979. Synir þeirra eru: 1) Már, f. 27.9. 1947, kvæntur Fanneyju Leósdóttur. Börn þeirra eru: Anna Lára, Birna Björg, Karl Kári. 2) Þröstur, f. 6.7. 1951, kona hans er Anna H. Gísladótt- ir. Karl var í Héraðsskólanum á Reykjum 1931-1932 og Reyk- holti 1932-1934. Hann tók íþróttakennarapróf frá Laug- Í dag er til moldar borinn heiðursmaðurinn Karl Helga- son. Hann var fæddur 3. janúar 1914 og var því 97 ára þegar hann lést. Hann mundi tímana tvenna. Ólst upp í Húnaþingi við sveitastörf og braust síðan til mennta af eigin rammleik, meðal annars með vinnu á Siglufirði á síldarárunum. Brautskráðist frá Kennaraskól- anum í Reykjavík og einnig Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni. Lengst starfaði hann sem kennari á Akranesi. Um lífshlaup Karls eru ef- laust aðrir fróðari en við sem þetta ritum, en við kynntumst Karli ekki fyrr en hann var kominn um sjötugt. Þá höfðu tekist kynni með honum og móður okkar, Sólveigu Krist- jánsdóttur, og fór svo að þau rugluðu saman reytum og áttu mörg góð ár saman á sínum efri árum, ferðuðust mikið og studdu hvort annað með ráðum og dáð. Þakka má að leiðarlok- um alla þá ást og umhyggju sem Kalli bar fyrir móður okk- ar í veikindum hennar síðustu árin sem hún lifði, en hún lést árið 2005. Karl var félagsmálamaður og mikill keppnismaður. Hann stundaði íþróttir allt fram á síð- asta ár. Pútt var helsta íþrótta- greinin síðustu árin, að ógleymdum dansinum. Meðan kraftar leyfðu fór hann daglega út í göngu- eða hjólatúr og sund. Okkur börnum Sólveigar og barnabörnum sýndi hann mikla velvild og hlýju og hélst það góða samband allt til loka. Minningin um góðan og grand- varan mann mun lifa áfram í hugum okkar. Erna Jóna og Auður Lilja. Kynni okkar Karls Helgason- ar hófust á haustdögum 1934 er við mættumst á Laugarvatni, ég sem nemandi í Héraðsskól- anum, en hann sem nemandi í Íþróttakennaraskóla Björns Jakobssonar sem var nátengd- ur Héraðsskólanum. Það var stórmerk stofnun sem hafði þá starfað í tvö ár og gjörbreytti á næstu árum öllu viðhorfi lands- manna til íþróttamála. Nem- endur skólans urðu frumkvöðl- ar og forystumenn skipulagðrar íþróttakennslu vítt og breitt um landið og lögðu grunninn að þeirri íþróttamenningu sem við búum að í dag. Karl var í þess- um frumkvöðlahópi og hófst handa á því sviði strax að loknu prófi. Hann á því bæði heiður og þökk fyrir sitt framlag. Hann tók svo almennt kenn- arapróf 1942 og varð þar með jafnvígur á bæði íþrótta- og al- menna kennslu. Þarna á Laug- arvatni varð ég í hópi fyrstu nemenda Karls, því nemendur íþróttakennaraskólans fengu sína starfsþjálfun við að kenna okkur. Mér er minnisstætt hvað hann var rólegur og yf- irvegaður og hvað hann var kattliðugur, gerði mörg „flikk flökk“ í röð, sem þótti mjög flott þá. Vorið 1935 skildust leiðir að sjálfsögðu en lágu aftur saman haustið 1947 þegar ég kenndi vetrarlangt við Barnaskóla Akraness en þar hafði Karl verið kennari í þrjú ár. Þennan vetur bundumst við Karl vin- áttuböndum sem aldrei hafa rofnað síðan. Ég leigði í næsta húsi við Karl og varð fljótt hálfgildings heimagangur á hinu fallega heimili þeirra Nínu. Már var þá fæddur og strax orðinn það ágæta prúð- menni sem hann er í dag. Þröstur fæddist 5 árum síðar og varð mikill vinur yngri barna minna. Hann er líka ljúf- lingur. Frá 1954, þegar við Inga flutum til Akraness, vorum við Karl samkennarar þar til ég hætti 1978 og hann ári síðar. Ég þarf ekki að hafa mörg orð um samstarf okkar Karls í 25 ár. Þar bar aldrei skugga á. Auk þess dáðum við báðir hér- aðsskólaframtak Jónasar frá Hriflu eins og flestir fátækir unglingar á 4. tug 20. aldar, sem fengu þá möguleika til nokkurrar menntunar. Karl var Reykhyltingur, ég Laugvetn- ingur, báðir stoltir af okkar skólum. Ég held að ég hafi aldrei á mínum 39 ára kenn- araferli kynnst jafnlyndari og dagfarsprúðari manni en Karli. Ekki svo að skilja að hann væri skaplaus maður, síður en svo. En hann kunni þá list að hemja skap sitt, virtist alltaf í góðu jafnvægi. Ávarpsgóður og hlýr, glaður með glöðum, jákvæður og tillögugóður um allt er varð- aði skólastarfið, rökfastur og vel máli farinn, röddin þægileg, enda mikilvægasta kennslutæki okkar kennarakynslóðar. Er þetta ekki uppskrift að góðum kennara? Mér var það ákaflega mikils virði að eiga vináttu hans, ekki síst eftir að ég kom að stjórnunarstörfum við skól- ann. Kærar þakkir, vinur Karl. Önnur störf og áhugamál ræði ég ekki rúmsins vegna en flyt sonum hans og fjölskyldum alúðar samúðar- og vinakveðjur frá fjölskyldunni á Háholti 7, Akranesi. Þorgils V. Stefánsson. Karl Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.