Morgunblaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2011
Aðalatriðið fyrir
mig er að jafnræði sé á
milli viðskiptavina
Landsbankans á Ís-
landi og í Bretlandi.
Hugsum okkur ís-
lensku þjóðarskútuna
úti á hafi og þar eru
líka á siglingu Lands-
bankaskútan, Kaup-
þingsskútan og Glitn-
isskútan, allar í
einkaeign.
Nú brestur á efnahagslegt fár-
viðri um allan heim, Allar þessar
bankaskútur taldar hér að ofan eru
að sökkva og senda út neyðarkall og
biðja um aðstoð. Íslenska þjóð-
arskútan reynir að koma þeim til
bjargar en kemst að því að þær eru
allar ofhlaðnar skuldum. Ef þjóð-
arskútan reynir björgun þá mun hún
einnig sökkva. Þarna var komið
neyðarástand og skipstjórinn á þjóð-
arskútunni, Geir Haarde, ákveður
að bjarga eigin skipi og áhöfnum
(innistæðueigendum) af öllum
bankaskútunum. Meira gat þjóð-
arskútan ekki borið.
Þarna var líka í nauðum Lands-
bankaskúta sem gerð var út frá
Bretlandi, en þegar komið var að
henni kom í ljós að hún var ekki eins
mikið skuldum hlaðin og hinar skút-
urnar og var ekki að sökkva. Bretar
tóku hana herskildi og komu henni
til hafnar að vísu laskaðri en hún gat
samt borgað lögboðna
lágmarkstryggingu til
sinna innistæðueig-
enda.
Nú vil ég segja við
Bretana, Fjallkonan
ber enga ábyrgð á þess-
ari Landsbankaskútu í
einkaeign sem gerð var
út frá Bretlandi. En ef
viðgerð tekst vel hjá
ykkur þá eru góðar lík-
ur á að allir sem áttu fé
í þessari bresku Lands-
bankaskútu fái það allt
til baka. Þannig finnst mér fullu
jafnræði náð milli viðskiptavina
Landsbankans á Íslandi og í Bret-
landi.
Ég trúi ekki að nokkur sið-
menntuð þjóð muni neita okkur um
eðlileg samskipti, þar með talin
bankaviðskipti, ef við höldum svona
á málunum. Frekar hitt að þetta
myndi bæta ímynd okkar meðal
þeirra.
Af hverju nei við
Icesave III?
Eftir Rúnar Guð-
bjartsson
Rúnar Guðbjartsson
»Nú vil ég segja við
Bretana, Fjallkonan
ber enga ábyrgð á þess-
ari Landsbankaskútu í
einkaeign sem gerð var
út frá Bretlandi.
Höfundur er sálfræðingur
og fyrrverandi flugstjóri.
geysast fram hafi legið svo illa í
svefni að eyrun og augu hafi límst
aftur – þeir hvorki hlusti né sjái til
annarra í þjóðfélaginu. Unn-
vörpum, með hávaða og frekju,
blogga menn, rita í blöðin, setja
færslur á fésbókina eða geipa á
öldum ljósvakans. Fordæmið er
gefið af stjórnmálamönnum og
fjölda álitsgjafa sem virðast allir
hafa að markmiði að fyrsta dags-
verkið skuli ætíð vera að gera sem
minnst úr þeim sem eru á önd-
verðri skoðun, hreyta í þá ónotum,
gera lítið úr þeim og helst hrekja
út í horn sem fyrst og helst úr
húsi. Umræðan er sliguð af því að
finna höggstað og veitast að fólki í
stað þess að andmæla með rökum
þeim tillögum sem fram kunna að
vera settar. Það er ekki siðaðra
manna háttur að taka þátt í slíku,
sómakært fólk kærir sig ekki um
það skítkast sem þessu fylgir og
heldur sig til hlés.
Forsenda þess að snúa af þess-
ari braut er að við förum að virða
og hlusta hvert á annað. Taka tillit
til ólíkra skoðana, rökræða og
velja okkur bestu leiðir að því að
byggja hér upp það þjóðfélag sem
við viljum sameinast um. Sú spurn-
ing sem við þurfum öðrum fremur
að ræða er sú hvernig þjóðfélag
við viljum hafa og hvernig við ætl-
um að ná þeim markmiðum sem
við setjum okkur.
Þetta viðfangsefni verður ekki
leyst í þingsölum eingöngu – þetta
er verkefni sem verður að glíma
við og leysa úti í samfélaginu. Ís-
land þarf á því að halda að fólk
hafi svigrúm, því sé sýndur áhugi
og sé hvatt til verka. Almenningur
kallar á að „sérfræðingarnir“ setji
sig í hans spor. Virkt lýðræðið er
forsenda endurreisnar Íslands.
Höfundur er þingmaður.
Ísland fullgilti til-
skipun ESB nr. 94/
19/EC. Skv. þeirri til-
skipun eiga innistæð-
ur að vera tryggðar
upp að rúmum 20.000
evrum en ríkið má
samt ekki gangast í
ábyrgð. Á Íslandi var
farin viðurkennd leið
að þessu marki, þ.e.
ríkið gekkst ekki í
ábyrgð heldur voru bankarnir skyld-
aðir til að stofna og leggja fram fé í
sérstakan tryggingasjóð, sem skyldi
greiða þetta lágmark ef einhver
banki færi á hausinn, sbr. lög nr. 98/
1999. Skv. reglugerðinni eiga inni-
stæður að 20.000 evrum að vera
tryggar en deilt er um hve tryggar
þær eiga að vera. Eiga þær að greið-
ast út þó himinn og jörð hafi farist
eða bara ef tryggingasjóðurinn getur
greitt en annars ekki?
Tilskipun ESB nr. 94/19/EC
Hvað varðar ríkisábyrgð slær til-
skipun ESB í og úr. Ástæðan er sú að
reglugerðin setur markmið, sem
verður ekki náð nema gengið sé gegn
almennum viðhorfum ESB um sam-
keppni. Þetta leiðir til þess að reglu-
gerðin er mótsagnakennd og óheið-
arleg gagnvart þegnum ESB o.fl.
Markmið reglugerðarinnar er að
innistæður upp að 20.000 evrum séu
tryggar, sama hvað gerist, eða í það
minnsta að láta þegna ESB halda
það. Það er talið mikilvægt að þegn-
arnir trúi því, að innistæðan sé alltaf
trygg vegna þess að það dregur úr
hættu á áhlaupi, þ.e. að allir vilji sam-
tímis fá peningana sína greidda. Slíkt
þolir enginn banki og fer á hausinn
eins og gerðist 2007 með Northern
Rock í Bretlandi. Þessu markmiði
verður einfaldlega ekki náð nema
með ríkisábyrgð því tryggingasjóðir
geta auðveldlega farið á hausinn eins
komið hefur á daginn. Ríkisábyrgð
stríðir hins vegar gegn grundvall-
arsjónarmiðum ESB um að raska
ekki samkeppni í löndunum með því
að einstök ríki ábyrgist
starfsemi einkaaðila.
Bankar í Þýskalandi
myndu augljóslega verða
í betri stöðu með þýska
ríkið á bakvið sig en t.d.
bankar á Möltu. Annars
vegar segir í reglugerð-
inni að 20.000 evrur skuli
örugglega vera tryggar
og hins vegar að ríkin
skuli ekki gangast í
ábyrgð fyrir því. Það er
ekki hægt að horfa á þessi
atriði samtímis því þau
fara ekki saman, þau eru í mótsögn.
Eingöngu er hægt að leggja annað
atriðið til grundvallar í einu. Horfa á
takmarkið þ.e. að 20.000 evrur skuli
skilyrðislaust vera tryggar og þá
komast menn að þeirri niðurstöðu að
íslenska ríkið eigi að borga ef enginn
annar gerir það. Um þetta skilaði
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) 15 bls.
ritgerð, lagði þetta takmark til
grundvallar og komst vitanlega að
þeirri niðurstöðu að Íslandi bæri að
greiða. Svo er hægt að horfa á hitt at-
riðið sem tíundað er í reglugerðinni
og íslensku lögunum um inn-
stæðutryggingar, þ.e. að ríkið megi
ekki ábyrgjast innistæðurnar. Þá
komumst við að því að Ísland sé ekki
ábyrgt. Reglugerðin gerir í raun
bæði ráð fyrir að ríkið sé ábyrgt og
að það megi ekki vera ábyrgt.
Hvað ef við segjum nei
við Icesave?
Það sem við segjum með nei-inu
er, að við teljum okkur ekki lagalega
ábyrg og erum tilbúin til að láta á það
reyna fyrir dómstólum. Sama hver
niðurstaða slíks máls yrði þá er trú-
legt að hún myndi leiða til breytinga
á innistæðutryggingakerfinu í ESB
og ekki er alveg víst að áhugi sé fyrir
slíku og þar með ekki dómsmáli.
Hvað ef við segjum já?
Ef við segjum já föllumst við á að
ríkisábyrgð sé á þessum skuldbind-
ingum og verðum að haga okkur í
samræmi við það. Við getum ekki
barið höfðinu við steininn og sagt,
„Tja við skulum borga núna en að
sjálfsögðu er okkur það ekki skylt og
gerum það ekki næst.“ Við yrðum að
leggja til grundvallar að bankar eru á
ábyrgð ríkisins hvað þetta varðar og
því verður ríkið að hafa verulega
meiri hemil á þeim. Margt verður að
fara yfir t.d. það að ef samstarf í ESB
eða EES krefst þess íslenskum
bönkum sé heimilt að starfa alls stað-
ar á svæðinu, höfum við þá efni á því
að taka þátt í því samstarfi að
óbreyttu innistæðutryggingakerfi
ESB?
Breytingar á
innistæðukerfi ESB
Reglugerð ESB er mótsagna-
kennd, og hvorki heiðarleg né ábyrg.
Æskilegt væri að breyta reglunum
t.d. í þá veru að allir ESB og EES
bankar stofni sameiginlegan sjóð og
ESB standi að baki honum.
Íslensk lög um innistæðutrygg-
ingar vekja falskt öryggi
Lögð hafa verið fram ný íslensk
lög um innistæðutryggingar (þskj.
nr. 268/237. mál.). Þar er engin
breyting frá núgildandi lögum, þ.e.
ríkið ber enga ábyrgð á sjóðnum, í
frumvarpinu segir m.a.: Sjóðurinn
nýtur ekki ríkisábyrgðar á skuld-
bindingum sínum í skilningi laga um
ríkisábyrgðir, nr. 121/1997. Þetta er
vitanlega gott og blessað en sjálfs-
blekking er það engu að síður. Lögin
gera nákvæmlega það sama og nú-
gildandi lög, vekja falskt öryggi um
að ríkið sé ekki ábyrgt. Ef við segjum
já við Icesave núna verðum við að
breyta lögum um bankastarfsemi til
að hindra að þetta geti komið fyrir
aftur.
Eftir Icesave
Eftir Þorstein
Hjaltason
» Svo er hægt að horfa
á hitt atriðið sem tí-
undað er í reglugerðinni
og íslensku lögunum um
innistæðutryggingar,
þ.e. að ríkið megi ekki
ábyrgjast innistæð-
urnar.
Þorsteinn Hjaltason
Höfundur er lögmaður á Akureyri
og aðjúnkt í skaðabótarétti, fullnustu-
rétti og eignarétti við Lagadeild
Háskólans á Akureyri.
borgaranna og styrkti stoðir rétt-
arríkisins á óteljandi sviðum – stað-
festa orð ríkissaksóknara með ský-
lausum hætti að einmitt þessi
tegund spillingar er nú aftur að
skjóta rótum. Nú getur enginn
velkst í vafa um ofsóknarmenningu
vinstristjórnarinnar gagnvart
ákveðnum athafnamönnum og viss-
um pólitískum andstæðingum
stjórnvalda.
Ríkisstjórn og alþingismeirihluti
þessa sama ráðherra standa núna
fyrir hreinræktuðum pólitískum
réttarhöldum yfir einstaklingi sem
hefur barist fyrir frelsi ein-
staklingsins ólíkt vinstristjórninni.
Ríkissaksóknari kallaði það berum
orðum pólitísk réttarhöld þegar nú-
verandi þingmeirihluti Alþingis
misnotaði glufur í óljósri löggjöf um
svokallaðan Landsdóm til að búa til
pólitísk réttarhöld yfir fyrrverandi
formanni Sjálfstæðisflokksins.
Hann sagði orðrétt: „Þannig voru
t.d. greidd atkvæði á Alþingi eftir
pólitískum línum [um] hvernig og
hverja skuli ákæra fyrir Lands-
dómi.“
Vitnisburður ríkissaksóknara
hefur nú sannað augljósan ásetning
og vísvitandi vanvirðingu vinstri-
stjórnarinnar fyrir réttarríkinu, um
misbeitingu valds og andlýðræð-
islega háttsemi sem þarf að taka
grafarvarlega. Maður spyr sig: Er
réttarríkið að fjara út? Er Ísland
að breytast í lögregluríki? Hvers
lags samráð á sér stað á bak við
luktar dyr í hinu svokallaða innan-
ríkisráðuneyti? Hve náið er ráða-
brugg vinstristjórnarinnar og efna-
hagsbrotadeildar
Ríkislögreglustjóra? Og Sérstaks
saksóknara? Og saksóknara svo-
kallaðs Landsdóms?
»Hve náið er ráða-
brugg vinstristjórn-
arinnar og efnahags-
brotadeildar Ríkis-
lögreglustjóra? Og
Sérstaks saksóknara?
Og saksóknara svokall-
aðs Landsdóms?
Höfundur er ráðgjafi.
Þeir sem þekkja
mig vita sem er að
undanfarna daga hef
ég verið í þó nokkurri
baráttu innra með mér
gagnvart komandi
kosningum um nýju
Icesave lögin – Ice-
save III. Hvers vegna
í baráttu? Jú, vegna
þess að ég trúi því að
við sem erum gjarnan
áberandi í umræðunni, þó misáber-
andi séum, berum ábyrgð á því sem
við segjum og gerum. Ég verð því að
vega og þetta mál út frá hagsmunum
heildarinnar en ekki aðeins út frá
mínum eigin hugmyndum eða stefnu
Hreyfingarinnar.
Hvers vegna ætti ég að segja já?
Jú, til dæmis vegna þess að mér
finnst að við eigum að standa við orð
okkar. Það var gefið loforð um að
Icesave væri ríkistryggt. En voru
þetta okkar orð? Var ekki einfald-
lega verið að lofa upp í ermina á okk-
ur sem þjóð?
Í hagkerfi sem er heilbrigt og
þróast samkvæmt eðlilega þar sem
að ríkir opin samkeppni og framboð
og eftirspurn eru ráðandi kraftar,
þar myndi ég líklega samþykkja
samning eins og Icesave III. Þar
myndi ég trúa því að samþykki hans
myndi opna á lánalínur erlendis frá
sem þá í beinu framhaldi myndu
koma hagkerfinu hér af stað með
minnkandi atvinnuleysi
og auknum tekjum hag-
kerfisins alls. Í þessu
ímyndaða heilbrigða
hagkerfi eru hins vegar
afar litlar líkur á því að
dæmisaga eins og Ice-
save-málið væri uppi á
borðum. Afar litlar lík-
ur á því að við banka-
hrun myndi afar stór
hluti innviða samfélags
falla, þar sem að sömu
þræðir, viðskiptablokk-
ir og fólk áttu stærstan hluta allra
stærri fyrirtækja í landinu í oft mjög
vafasömum innbyrðis þráðum og
flækjum.
Í raunveruleikanum sem við búum
við í dag eru engar lánalínur að fara
að opnast við enn meiri skuldsetn-
ingu þjóðarinnar. Engin risalán sem
bíða í óvæni eftir því að geta sett hér
hagkerfið aftur af stað.
Raunin okkar Íslendinga er sú að
hér varð kerfishrun og við verðum
að þora að horfast í augu við það.
Hér hrundi ekki aðeins bankakerfi,
heldur þéttofið viðskiptakerfi um
leið sem snertir okkur landsmenn
alla á flestum stöðum daglegs lífs.
Þá varð hér augljóst stjórnmálakerf-
ishrun á sama tíma, þar sem margir
stjórnmálamenn voru mjög óþægi-
lega tengdir ýmsum gjörningum í
viðskiptalífinu og höfðu einnig á það
mjög mikil áhrif, hversu langt ís-
lensku bankarnir gátu komist í sið-
lausum, fölskum vexti sínum.
Í Icesave III, eins og fyrri samn-
ingum, felst gríðarleg gengisáhætta
sem og stórkostleg óvissa um hvort
og þá hversu miklar eignir þrotabús-
ins geti gengið upp í greiðslur samn-
ingsins. Það er þegar í gangi fjöldi
dómsmála þar sem verður látið á það
reyna hvort neyðarlögin haldi eður
ei. Haldi þau ekki eru forsendur Ice-
save III algerlega hrundar og samn-
ingurinn fæst ekki samþykktur sem
forgangskrafa í þrotabúið. Gerist
það lendir heildarupphæðin af full-
um þunga á íslensku þjóðinni með
ríkisábyrgð. Það liggur alls ekki á
því að klára samninginn núna áður
en niðurstaða er komin í það mál.
Að samþykkja ríkisábyrgð á Ice-
save-kröfurnar á þessum tímapunkti
gríðarlegrar óvissu er einfaldlega
eins og að spila rússneska rúllettu
með afkomumöguleika þjóðarinnar.
Ég segi því nei 9. apríl og hvet þig
sterklega til hins sama.
Hvers vegna nei
við Icesave III?
Eftir Baldvin
Jónsson
Baldvin Jónsson
» Í Icesave III felst
mikil gengisáhætta
sem og mikil óvissa um
hvort og þá hversu mikl-
ar eignir þrotabúsins
geti gengið upp í
greiðslur samningsins.
Höfundur er varaþingmaður
Hreyfingarinnar í Reykjavík suður
- nýr auglýsingamiðill
569-1100
finnur@mbl.is