Morgunblaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 36
Aðspurð hvort hátíðinni sé nú þrengri stakk-
ur sniðinn fjárhagslega, segir Hrefna að lands-
lagið hafi breyst frá árinu 2009 en vel hafi tekist
að spila úr því fjármagni sem til sé og gott jafn-
vægi hafi haldist milli erlendra og innlendra
listamanna. Með tilliti til þessa er einnig reynt
að stilla verði á viðburði hátíðarinnar í hóf en al-
gengt er að miðinn kosti 2.900 krónur eða sé á
Undirbúningur fyrir Listahátíð í Reykjavík
2011 gengur vel en hátíðin hefst hinn 20. maí
næstkomandi. Dans og söngur verða áberandi á
dagskránni í ár og koma listamennirnir víðs
vegar að úr heiminum.
Frá Slóvakíu kemur danshópurinn Les Slo-
vaks og frá Peking í Kína Bejing Dance Thea-
ter. Dansa báðir hóparnir nútímaþjóðdans og
einkennir þá bæði tilraunastarfsemi og fram-
sækni. Þá verða frumflutt sex ný íslensk dans-
verk í samstarfi íslenskra danshöfunda og tón-
skálda og nýtt verk Ernu Ómarsdóttur, Við
sáum skrímsli. Danshópurinn Les Slovaks mun
einnig standa fyrir danssmiðju fyrir íslenska
dansara.
Hrefna Haraldsdóttir, listrænn stjórnandi
hátíðarinnar, segir mikilvægt að listamennirnir
skilji eitthvað eftir sig á þennan hátt og slíkt
styðji vel við þá uppsveiflu sem nú sé í dansi
hérlendis. Listahátíð hleypir einnig af stað
starfsemi í Hörpu, þar verður sungið í öllum söl-
um en meðal helstu tónleika má nefna tónleika
Jonasar Kaufmanns og Barböru Bonney. Þar
munu einnig syngja þau Ólöf Arnalds og Skúli
Sverrisson og spænsku stuðboltarnir í Ojos de
brujo halda uppi stemningu.
leikhúsmiðaverði. Þá er ókeypis á marga við-
burði, myndlistarsýningar, tónleika sem haldnir
eru í Háskóla Íslands, og La Fura dels Baus,
fjöllistahópurinn frá Barcelona, mun sýna leika
listir sínar undir berum himni. Hópurinn hefur
farið um allan heim og er stórveldi í heimi sviðs-
listanna. Til liðs við hópinn verða fengnir 70
sjálfboðaliðar og er eins gott að þeir séu ekki
Dans og söngur áberandi
Fjöldi kunnra listamanna kemur fram á Listahátíð í vor Leika listir sínar um alla borg
lofthræddir þar sem sýningin hangir í orðins
fyllstu merkingu í lausu lofti. Auk áðurnefndra
viðburða er fjölmargt annað að finna á dagskrá
Listahátíðar. Nálgast má allar nánari upplýs-
ingar á vefsíðu hátíðarinnar. maria@mbl.is
Uppsveifla Sex ný íslensk dansverk í samstarfi danshöfunda og tónskálda verða frumflutt. Ofurhugar Hópurinn La Fura dels Baus.
www.listahatid.is
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2011
Svo tek ég þarna dýf-
una út í alþýðumenn-
inguna, handverkið og þessa
heiðarlegu vinnu... 38
»
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Dansflokkurinn Darí Darí hóf
samstarf árið 2007 og starfaði í
fyrstu á eigin vegum án styrkja.
Árið 2008 bað Íslenski dansflokk-
urinn hópinn um að gera verk fyr-
ir danshöfundasmiðju sem ætluð
var til að kynna danslistina og Ís-
lenska dansflokkinn í grunn-
skólum Reykjavíkur. Verkið
Gibbla var sett saman á þessum
tíma og sýnt á öðrum vettvangi
sem verk í vinnslu. Í fyrra fékk
hópurinn síðan listamannalaun til
að fullvinna verkið. Í hópnum eru
þrír dansarar, þær Inga Maren
Rúnarsdóttir, Guðrún Óskars-
dóttir og Katla Þórarinsdóttir, um
hljóðmynd sjá Lydía Grétarsdóttir
og Þorgrímur Einarsson. Mynd-
bandið í sýningunni gerði Þóra
Hilmarsdóttir og dramatúrgur er
Hrafnhildur Einarsdóttir.
Örlög og lífsþræðir
Innblástur verksins er sóttur í
hinn goðsögulega arf, til Asks
Yggdrasils og örlaganornanna
þriggja, Urðar, Verðandi og
Skuldar. Í verkinu fléttast saman
dans, tónlist og kvikmyndagerð.
„Þetta er dularfullt og magn-
þrungið verk þar sem við leikum
mikið með örlög fólks og lífsþræð-
ina. Það er vandasamt að púsla
saman vídeói og dansi. Við höfum
séð nokkur verk með öðru sniði en
því sem við gerum og vitum að
þetta er erfitt. En okkur langaði
mikið að prófa og vorum með góða
hugmynd sem við hugsuðum með
okkur að gæti virkað. Ekkert okk-
ar hefur farið jafndjúpt í slíka
vinnslu áður svo þetta er alveg
nýtt og spennandi,“ segir Inga
Maren, dansari og danshöfundur.
Þríleikur um ást
Þau Steinunn Ketilsdóttir og
Brian Gerke kynntust fyrst í New
York og hafa unnið saman síðan
árið 2007. Steinunn and Brian Do
art; How to be Original er fimmta
verk þeirra en áður hafa þau gert
þríleik sem í eru verkin Crazy in
love with MR. PERFECT, Love
always, Debbie and Susan og The
Butterface. Þá sömdu þau verkið
Heilabrot fyrir Íslenska dans-
flokkinn sem sýnt var í Borgar-
leikhúsinu. Þau unnu danshöf-
undasamkeppni í Kaupmannahöfn
með verkinu Love always, Debbie
and Susan. Upp úr því fengu þau
tækifæri til að vinna þriðja verkið,
The Butterface, sem sýnt var í
Kaupmannahöfn.
„Í þessu verki tökum við annan
pól í hæðina sem er kannski
ákveðið skref í okkar þróun. Við
nálgumst ástina á öðruvísi hátt.
Hvernig listgreinin okkar tengist
inn í hana og hvernig við þróum
okkur áfram. Við byrjuðum á
verkinu í fyrrasumar og sýndum
sem innsetningu á Keðju Reykja-
vík. Við höfum í gegnum árin þró-
að okkur áfram með dans, texta
og leik. Verkin hafa alltaf inni-
haldið einhvern texta en mikið lík-
amlegt líka. Ég veit ekki hvort
maður á að kalla þetta dansleik-
hús. Við erum alltaf að gera dans-
verk en svo ná textarnir alltaf að
koma inn í gegnum okkar eigin
samtöl, skrif og pælingar í ferlinu.
Það er gaman að blanda þessum
formum saman og leika sér með
flutning í bland við líkamsbeit-
ingu, rödd og samskipti,“ segir
Steinunn.
Örlög og ást í nýju formi
Verkin Gibbla og Steinunn and Brian Do art; How to be Original frumsýnd
Kvikmyndagerð, nútímadans, tónlist og texti í bland
Sambland Dansflokkurinn Darí Darí er samsettur af listamönnum úr ólíkum áttum.
Dansleikhús Í verki Steinunnar og
Brians blandast saman flutningur og
líkamsbeiting, rödd og samskipti.
Í kvöld verður dansveisla í
Tjarnarbíói þegar frumsýnd
verða samtímis Gibbla í flutn-
ingi Darí Darí dansflokksins og
Steinunn and Brian DO art; How
to be Original í flutningi dans-
tvíeykisins Steinunnar og Bri-
ans. Bæði verkin eru nútíma-
dansverk þar sem ólíkum
formum flutnings er blandað
saman. Gibbla er fjórða verk
Darí Darí og afrakstur sam-
starfs sjö listamanna úr mis-
munandi greinum. Steinunn og
Brian hafa unnið saman síðan
árið 2007 og sýnt verkin sín
víða. Tvíeykið er þekkt fyrir
óhefðbundinn stíl, kaldhæðni,
húmor og dramatík og þau
blanda saman dansi og texta.
Dansveisla
TVÖFÖLD FRUMSÝNING
Fyrsta Ljós-
myndakaffi Ljós-
myndasafns
Reykjavíkur
verður haldið í
hádeginu í dag,
föstudag. Það
hefst klukkan 12
í safninu,
Tryggvagötu 15,
sjöttu hæð.
Ljósmyndar-
arnir Guðmundur Ingólfsson, Bára
og Sissa munu þá spjalla við Leif
Þorsteinsson um ljósmyndun. Um
þessar mundir stendur Ljósmynda-
safnið fyrir röð sýninga með verk-
um hans en Leifur er einn af braut-
ryðjendum í auglýsinga- og
iðnaðarljósmyndun á Íslandi og
einn merkasti ljósmyndari hér á
landi á síðustu áratugum, bæði á
sviði iðnaðarljósmyndunar og list-
rænnar sköpunar í miðlinum.
Á næstu mánuðum mun Ljós-
myndasafn Reykjavíkur standa
reglulega fyrir ljósmyndakaffi og
munu þau Guðmundur, Bára og
Sissa ætíð bjóða einum ljósmyndara
í kaffispjall. Gestum verður líka
boðið upp á kaffi.
Ljósmynda-
kaffi Leifs
Leifur
Þorsteinsson
Daníel Bjarna-
son tónskáld
mun semja tón-
list við stutt-
myndina Come
to Harm. Frétt
þessa efnis var
póstað á Fésbók-
arsíðu lista-
mannsins í gær.
Þar segir Daníel
að hann hafi
ekki fengist við slíka iðju í þó-
nokkurn tíma. Come to Harm er
mynd eftir Börk Sigþórsson, ljós-
myndara og kvikmyndagerð-
armann. Myndin byggist á hand-
riti eftir Stuart Beattie og hefur
verið í vinnslu í tvö ár. Framleið-
andi er Republik í samstarfið við
Kvikmyndamiðstöð og Prime Fo-
cus London. Björn Thors fer með
aðalhlutverkið. Myndin er í klipp-
ingu og verður frumsýnd í maí.
Daníel með
bíótónlist
Daníel
Bjarnason