Morgunblaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 34
34 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2011 Sudoku Frumstig 1 8 9 3 7 4 6 7 1 9 5 4 4 3 8 3 5 4 6 4 8 6 1 9 3 7 4 6 2 5 8 6 3 9 4 5 1 1 3 5 2 8 3 9 1 8 3 2 4 1 3 2 8 4 2 1 1 6 3 9 8 3 7 4 9 6 5 9 2 3 5 2 1 8 7 4 9 5 4 6 1 8 2 3 7 6 8 3 7 9 2 5 4 1 1 2 7 3 5 4 9 8 6 3 6 8 1 4 5 7 9 2 7 4 9 2 8 6 3 1 5 2 1 5 9 7 3 8 6 4 8 9 2 5 6 1 4 7 3 4 3 1 8 2 7 6 5 9 5 7 6 4 3 9 1 2 8 7 6 2 1 5 8 4 3 9 3 8 4 6 9 2 7 1 5 1 5 9 7 4 3 8 6 2 4 1 5 8 3 6 9 2 7 9 2 7 4 1 5 6 8 3 8 3 6 9 2 7 1 5 4 5 7 1 2 6 4 3 9 8 6 4 3 5 8 9 2 7 1 2 9 8 3 7 1 5 4 6 8 6 3 7 4 1 5 9 2 1 5 7 6 2 9 8 3 4 4 2 9 3 5 8 1 7 6 2 1 4 9 8 5 7 6 3 6 3 5 1 7 4 2 8 9 7 9 8 2 6 3 4 1 5 3 7 6 5 1 2 9 4 8 9 8 2 4 3 7 6 5 1 5 4 1 8 9 6 3 2 7 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er föstudagur 1. apríl, 91. dagur ársins 2011 En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt yður. (Jóh. 14, 25.) Tæknin lætur ekki að sér hæða ognú hefur forsætisráðherra tekið hana í sínar hendur. Í dag geta laun- þegar ríkisins fengið sjálfkrafa launahækkun með því einu að hringja í ráðherrann eða aðstoðar- manninn. Þetta er bara eins og að vinna í happdrætti. x x x Þessi tækni minnir Víkverja ámanninn sem vann fyrsta vinn- ing í Lottóinu um árið. Þegar vinn- ingstölurnar voru lesnar upp var hann ekki með Lottómiðann sinn við sjónvarpið og skrifaði því niður töl- urnar. Skömmu síðar voru tölurnar endurteknar og sem þær voru lesnar upp bar hann þær saman við töl- urnar sem hann hafði áður skrifað niður. Ég er með þessa, sagði hann þegar fyrsta talan var lesin upp. Já, sagði hann þegar önnur talan stemmdi við tölu á miðanum. Þegar síðasta talan var endurtekin trylltist maðurinn af fögnuði. Ég er með all- ar tölurnar réttar, öskraði hann. Eftir þetta fór hann alltaf með Lottómiða sinn á sölustað slíkra miða og lét kanna hvort hann hefði unnið. x x x Annars hafa Íslendingar alltafverið að vinna í happdrætti af ýmsum toga. Einu sinni var boðið upp á fjölda bíla á gjafverði og þá lá leið landsmanna í Hafnarfjörðinn. Öðru sinni fannst gull Egils og þá varð uppi fótur og fit í Mosfellsbæ. Viðburðir af þessu tagi eru fleiri en Víkverji hefur tölu á, en undanfarin tvö ár hafa forsætisráðherra og að- stoðarmaður hans unnið að því að safna saman öllum þessum upplýs- ingum og verða niðurstöðurnar til sýnis í Stjórnarráðshúsinu í hádeg- inu í dag eða strax eftir ríkisstjórn- arfund á sama stað. Af því tilefni verður fundurinn öllum opinn. Á honum mun forsætisráðherra fara yfir verklag upplýsingasöfnunar- innar og verður beitt áður óþekktri tækni hjá ráðherranum við upplýs- ingagjöfina, svonefndri gegnsærri tækni. Ótrúlegt, en svona er lífið í dag. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 greftra, 4 býsn, 7 bjúga, 8 dáin, 9 stúlka, 11 magurt, 13 rúða, 14 kraft- urinn, 15 þungi, 17 menn, 20 annir, 22 skrökvað, 23 kostnaður, 24 eldstæði, 25 nytjalönd. Lóðrétt | 1 flokkur, 2 alir, 3 mannsnafn, 4 líf, 5 elskuleg, 6 gustar, 10 tímarit, 12 ádráttur, 13 hávaða, 15 slátra, 16 úrkomu, 18 álítur, 19 sjófuglar, 20 fyrir stuttu, 21 á stundinni. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 agnarsmár, 8 lýsir, 9 róaði, 10 æsa, 11 trauð, 13 feiti, 15 helga, 18 snara, 21 tóm, 22 letji, 23 áfall, 24 aldurtili. Lóðrétt: 2 giska, 3 afræð, 4 skraf, 5 ábati, 6 slit, 7 hiki, 12 ugg, 14 ern, 15 hæli, 16 lítil, 17 atinu, 18 smátt, 19 aðall, 20 auli. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. c3 d6 3. d4 Rf6 4. f3 d5 5. e5 Rfd7 6. f4 Rc6 7. Rf3 e6 8. Be3 Db6 9. Dd2 Be7 10. Be2 O-O 11. O-O f6 12. Ra3 cxd4 13. cxd4 a6 14. Rc2 Dd8 15. Hac1 Rb6 16. b3 Bd7 17. Bd3 f5 18. h3 a5 19. a4 Hc8 20. g4 g6 21. gxf5 gxf5 22. Kh2 Kh8 23. Hg1 Rb4 24. Rxb4 Hxc1 25. Dxc1 axb4 26. Rg5 h6 27. Rf3 Hg8 28. Bd2 Hxg1 29. Dxg1 Rc8 30. Dg6 Bf8 Staðan kom upp á MP Reykjavík- urskákmótinu sem lauk nýverið í Ráð- húsi Reykjavíkur. Lettneski stórmeist- arinn Evgeny Sveshnikov (2527) hafði hvítt gegn Guðmundi Gíslasyni (2291). 31. Bxb4! Bxb4 32. Dxh6+ Kg8 33. Dg6+ Kf8 34. Rg5 De7 35. Rh7+ Dxh7 36. Dxh7 Re7 37. h4 Bd2 38. Kg3 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Samtalið við makker. A-Enginn. Norður ♠G9 ♥KG98 ♦K6 ♣ÁK865 Vestur Austur ♠Á854 ♠3 ♥Á ♥D10764 ♦G10942 ♦ÁD875 ♣742 ♣G10 Suður ♠KD10762 ♥532 ♦3 ♣D93 Suður spilar 4♠. Það getur verið erfitt að vekja makker í vörninni, eins og sást vel í þætti gærdagsins. Lítum á annað dæmi frá Íslandsmótinu, ekki léttara. Sagnir voru með ýmsu móti, en yf- irleitt gat austur komið hjartalitnum sínum á framfæri, hvort heldur með opnun á 2♥ eða innákomu síðar. Þá er að setja sviðið: Vestur á út gegn 4♠ og lyftir ♥Á. Austur lætur sjöuna, sem er frávísun og þar með kall í rökréttum lit til hliðar – tígli hér. Vestur lætur sér vel líka, en spurn- ingin er þessi: Hvernig á að hann að koma makker sínum í skilning um ein- semd hjartaássins? Með öðrum orðum: Hvaða tígli á hann að spila? Engin lausn blasir við, enda ekki á hreinu hvort tígulspil vesturs beri að skilja sem hliðarkall eða talningu. Það fer sjálfsagt nokkuð eftir stíl. 1. apríl 1855 Íslendingum var leyfð frjáls verslun við þegna allra þjóða. Áður hafði verslun verið bundin við þegna Danakon- ungs. 1. apríl 1936 Alþýðutryggingalög tóku gildi. Þau eru talin marka eitt stærsta spor í íslenskri félags- málalöggjöf. Skylda varð að stofna sjúkrasamlög í sýslum og kaupstöðum. 1. apríl 1955 Tíminn skýrði frá því að ákveðið hefði verið að æðstu menn Bandaríkjanna, Sovét- ríkjanna og Bretlands myndu hittast á heimsveldafundi 20.- 24. apríl og að Sovétmenn hefðu óskað eftir að fundurinn yrði í Reykjavík. Daginn eftir var sagt frá því að fréttin hefði verið aprílgabb. 1. apríl 1957 Útvarpið flutti þær fréttir að 600 lesta flatbotna fljótaskip, Vanadís, sem áður sigldi á Saxelfi, hefði verið keypt til landsins og hefði hafið ferðir til Selfoss. Þetta mun vera eitt frægasta aprílgabbið. 1. apríl 1988 Eyvindur Erlendsson leikari las alla Passíusálma Hallgríms Péturssonar í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa, en síðan hefur slíkur lestur verið árviss viðburður. „Þetta var stór- kostleg tilfinning,“ sagði flytj- andinn í samtali við Morgun- blaðið. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… „Ég fæ örugglega eitthvað gott að borða,“ sagði Reynir Arnarson, formaður bæjarráðs Horna- fjarðar, en hann fagnar 55 ára afmæli í dag. Reyn- ir sagði að ekki yrðu sérstök hátíðarhöld í tilefni afmælisins en stutt helgarferð stæði fyrir dyrum. Fimmtugsafmælisdagurinn er Reyni minnis- stæður. „Hann var mjög skemmtilegur. Ég bauð nánustu vandamönnum hér út í sveit og sýndi þeim staði sem þeir höfðu ekki séð áður og svo fór- um við í afmælisveisluna,“ sagði Reynir. Hann var þriggja ára þegar hann kom til Hafnar og hefur átt heima þar síðan. Reynir stundaði sjóinn í 30 ár og hætti til sjós 2002. Hann og Svan- dís Guðný Bogadóttir, eiginkona hans, keyptu Gistiheimilið Ásgarð á Höfn árið 2004 og eru með 36 herbergi til leigu. Nú er unnið að við- haldi og hreingerningum til að undirbúa sumarið. Reynir sagði horf- urnar vera mjög góðar. En hvernig er að eiga afmæli 1. apríl? „Það er skemmtilegt. Sérstaklega var það skemmtilegt í barna- skóla. Við vorum þrjú sem áttum afmæli 1. apríl. Það voru hengdar upp auglýsingar í skólanum og nemendum boðið í afmælisveislur – sem engar voru,“ sagði Reynir. gudni@mbl.is Reynir Arnarson á Höfn er 55 ára í dag Skemmtilegur afmælisdagur Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is Flóðogfjara 1. apríl Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 5.25 3,5 11.37 0,6 17.42 3,5 23.51 0,6 6.47 20.18 Ísafjörður 1.25 0,3 7.24 1,8 13.45 0,2 19.45 1,7 6.47 20.27 Siglufjörður 3.20 0,3 9.34 1,1 15.47 0,2 21.57 1,1 6.30 20.10 Djúpivogur 2.42 1,8 8.44 0,5 14.53 1,9 21.05 0,4 6.15 19.48 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þig langar til að brjótast út úr þessu venjubundna. Forðastu að dragast inn í atburðarás sem kemur þér ekkert við. (20. apríl - 20. maí)  Naut Fólkinu þínu finnst þú mjög upplyft- andi fyrir sál og líkama. Stundum er hegð- un þín jafnvel ófyrirséð. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Umhverfið hefur enn meiri áhrif á sálarástand þitt en vanalega. Hættu þess- ari baráttu í bili og leyfðu hlutunum að ganga fyrir sig eins og þeir vilja. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Ef þú ætlar í ferðalag í þessum mánuði ættirðu helst að fara á stað sem þú þekkir. Þú færð tækifæri til að breyta um starfsvettvang bráðlega. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú ert full/ur samúðar, það er eitt sem víst er. Framlag þitt skiptir máli. Ein- hver vill gera þér til geðs. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú getur komist að óvæntum leynd- armálum í dag. Ef þú sýnir að þú leggur hvað sem er á þig til þess að ná takmarki þínu uppskerðu þá virðingu sem þú þráir. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Reyndu að viðurkenna fyrir sjálfum þér að þú virkilega þarfnast vinskapar. Ekki leyfa huganum að vingsa um í allar áttir. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Góðir hlutir gerast á meðan þú ert að gera sömu gömlu hlutina, einsog að þvo þvott. Nú virðist rétti tíminn til þess að leysa gamla hnúta og gleyma þeim svo. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Nýtt samband virðist byggt á vináttu en samt kraumar ástríðan undir niðri. Leitaðu leiða til að leysa deilur innan fjölskyldunnar. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú hefur verið særð/ur – það er gott að viðurkenna það. Kannski að þú vilj- ir meira frelsi? (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Ástarsamband, rómantík, skemmtan eða frí er efst á óskalistanum núna. Athugaðu vel þinn gang og gerðu ekkert nema að vandlega athuguðu máli. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Það eru mjög alvarleg málefni sem hvíla þungt á þér þessa dagana og þú þarft að gefa þér góðan tíma til þess að finna lausn á þeim. Vertu raunsæ/r. Stjörnuspá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.