Morgunblaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2011
Fallegar
gjafaumbúðir
Hentar öllum
Gildir hvar sem er
Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is
Gjafakortið sem
gildir alls staðar
Þú velur upphæðina en viðtakandinn velur gjöfina.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Óháð úttekt á OR
Gerðu sér ekki grein fyrir stöðunni, segir borgarstjóri
Ósatt að tala um að OR hafi rambað á barmi gjaldþrots
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Samþykkt var á borgarstjórnarfundi
í gærkvöldi með öllum greiddum at-
kvæðum tillaga um að fela borgar-
stjóra að láta fara fram óháða úttekt
á stöðu og rekstri Orkuveitu Reykja-
víkur.
Tilgangur úttektarinnar er að
draga fram með skýrum hætti or-
sakir þeirrar fjárhagslegu stöðu sem
fyrirtækið hefur ratað í. Tekur hún
til tímabilsins frá stofnun fyrirtæk-
isins til dagsins í dag.
„Öll teikn voru á lofti um að veru-
lega skorti á að æðstu stjórnendur
gerðu sér fulla grein fyrir alvarlegri
stöðu fyrirtækisins og það sem verra
var – hefðu einhverja hugmynd um
hvernig stýra ætti fyrirtækinu út úr
vandanum. Þótti því ástæða til að
endurnýja forystu hjá fyrirtækinu,“
sagði Jón Gnarr borgarstjóri á auka-
fundi borgarstjórnar um málefni
OR. Þá sagði Jón að allt tal um að
vanda fyrirtækisins mætti á ein-
hvern hátt rekja til ummæla hans
eða einhverra annarra væri óvandað
og ábyrgðarlaust og einungis til þess
gert að leiða athygli frá því sem
raunverulega væri að og satt væri og
rétt.
Var ekki á barmi gjaldþrots
Hanna Birna Kristjánsdóttir,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks,
sagði á móti að það væri ósatt að
halda því fram að OR hefði rambað á
barmi gjaldþrots. Fyrirtækið hefði
vissulega verið komið í vandræði
með að borga af lánum en tekju-
streymi fyrirtækisins væri með þeim
hætti að það væri ábyrgðarleysi að
tala um að aðgerðirnar, sem nú
hefðu verið ákveðnar, hefðu verið
björgun frá gjaldþroti. „Fyrirtæki
sem getur lagt fram fimm ára áætlun
án þess að gera ráð fyrir lántökum er
ekki gjaldþrota,“ sagði Hanna Birna.
Morgunblaðið/Ernir
Deilt Frá borgarstjórnarfundi.
Svar fjármálaráðherra við fyrir-
spurn Björns Vals Gíslasonar, þing-
manns VG, um kostnað vegna samn-
inganefndar Íslands við gerð nýjustu
Icesave-samninganna var á dagskrá
þingfundar á mánudag en datt síðan
út af dagskránni. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Alþingi er skýringin sú að
dagskrárliðir riðluðust en algengt sé
að ekki komist allt að á þingfundi
sem sett sé á dagskrá.
Svarið er næst á dagskrá 11. apríl
næstkomandi, mánudaginn eftir Ice-
save-kosningarnar.
Morgunblaðið sendi fjármálaráðu-
neytið skriflega fyrirspurn um
kostnað vegna samninganefndarinn-
ar, sérfræðiskostnað henni tengdan
og fleira hinn 21. febrúar. Þremur
dögum síðar, 24. febrúar, lagði Björn
Valur fram sína fyrirspurn. Hún tók
annars vegar til kostnaðar vegna
sölu á Landsbankanum og hins veg-
ar kostnaðar við samninganefndina.
Vinnulag hjá ráðuneyti
Í dag fengust þær upplýsingar hjá
fjármálaráðuneytinu að ráðuneytið
væri að safna upplýsingum til að
svara fyrirspurn þingmannsins en
samkvæmt vinnulagi ráðuneytisins
væri þingmönnum svarað á undan
fjölmiðlum.
Engu skipti þótt í þessu tilviki
hefði Morgunblaðið sent sína fyrir-
spurn til ráðuneytisins áður en
Björn Valur lagði fram fyrirspurn á
Alþingi.
runarp@mbl.is
Svar um kostnað komst
á dagskrá en datt svo út
Ráðuneytið svarar þingmönnum á undan fjölmiðlum
Meira en 5 vikur að svara
» Morgunblaðið óskaði eftir
upplýsingum um kostnað
vegna samninganefndarinnar
o.fl. 21. febrúar.
» Björn Valur Gíslason bað um
upplýsingar um kostnað í fyrir-
spurn sem var lögð fram 24.
febrúar.
Samningur
Sjúkratrygginga
Íslands við sér-
fræðilækna rann
út á miðnætti í
nótt. Engar við-
ræður eru í gangi
en unnið er að
reglugerð sem
miðar við þá
gjaldskrá sem
verið hefur í gildi
og tryggir að sjúklingar fái greiddan
hluta vegna þjónustu sérfræði-
lækna.
Steinn Jónsson, formaður Lækna-
félags Reykjavíkur, sagði að þetta
ætti ekki að hafa mikil áhrif á sjúk-
linga, að minnsta kosti ekki til að
byrja með. „Við höldum áfram að
veita okkar þjónustu og sjúkling-
arnir eiga rétt á endurgreiðslu á
þeim kostnaði sem verður til hjá
læknum eins og verið hefur.“
Sjúkratryggingar hafi farið fram
á að læknar skili reikningum raf-
rænt eins og margir hafi þegar gert
áður og hafi læknar tekið vel í það.
Ýmis ákvæði hafi hins vegar verið í
samningnum um afslætti, kvóta og
skerðingar sem falli nú úr gildi.
Þá geti læknar nú sett sína eigin
gjaldskrá en Sjúkratryggingar muni
greiða samkvæmt gömlu gjald-
skránni. Segir Steinn að ef gjaldskrá
lækna hækki þurfi sjúklingar að
greiða mismuninn. „Það er ekki ljóst
hvenær það verður. Við ætlum að
fara hægt í sakirnar með þá hluti.“
kjartan@mbl.is
Samningar
við lækna
runnir út
Steinn
Jónsson
Lítil áhrif á sjúklinga
Þriðjungur þeirra skattframtala
sem skattayfirvöld hafa fengið eru á
formi sem nefnt er „einfalt framtal“
á netinu. Þá hefur framteljandinn
getað skilað framtalinu með því að
staðfesta þær upplýsingar sem árit-
aðar höfðu verið og yfirfarnar fyrir-
fram af skattinum.
Í gær var búið að skila tæplega
170 þúsund framtölum. Það er 20
þúsund framtölum fleira en síðustu
tvö ár, samkvæmt upplýsinum frá
ríkisskattstjóra, og betra en reiknað
var með.
Endurskoðendur og aðrir sem
vinna við framtalsgerð hafa frest
fram í maí. Flestir sem nýta þjón-
ustu þeirra stunda atvinnurekstur.
helgi@mbl.is
Þriðjungur
með „einfalt“
Engu er líkara en Sigmundur Ernir hvái í forundran vegna barmmerkis
Guðrúnar Bergmann og eitthvað er Magnús Orri Schram líka hissa. Guð-
rún kom í Alþingishúsið í gær til að færa þingmönnum merki átaksverk-
efnis sem kallað er GRÆNN APRÍL en samnefnd samtök vinna að því að
gera apríl að grænum mánuði á Íslandi. Þá er athygli fólks beint að þeirri
vöru, þjónustu og þekkingu sem er græn og umhverfisvæn. Í tilkynningu
segir að með aukinni þekkingu og upplýsingum gefist landsmönnum tæki-
færi til að velja grænni kostinn þegar keypt er inn og þannig stuðla að vist-
vænna og sjálfbærara Íslandi. Fjölmörg sveitarfélög, Reykjavíkurborg og
ráðuneyti taka þátt í Grænum apríl.
Er þitt merki eitthvað öðruvísi en okkar?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
N1 hækkaði bensínverð hjá sér í
gærkvöldi um fjórar krónur á lítr-
ann. Kostar lítrinn af 95 oktana
bensíni nú 235,80 krónur hjá fyrir-
tækinu.
Olís reið á vaðið fyrr um daginn
og hækkaði sitt verð, einnig um
fjórar krónur, og er það jafnhátt og
hjá N1.
Shell hafði ekki hækkað verð hjá
sér í gærkvöldi og lítraverðið þar
var 232,90 krónur. Lægsta verðið í
gærkvöldi var hjá Orkunni eða
231,40 krónur á lítrann.
Morgunblaðið/Kristinn
N1 og Olís
hækka verð