Morgunblaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ
Björn Jóhann Björnsson
Gísli Baldur Gíslason
Útlit er fyrir að frekari tafir verði á því að
Landeyjahöfn verði opnuð fyrir siglingar Herj-
ólfs. Vonir höfðu staðið til að opna höfnina í dag
en af því verður ekki eins og Siglingastofnun
hafði tilkynnt. Hin raunverulega ástæða er þó
önnur en stofnunin gaf fjölmiðlum upphaflega;
að ölduhæð í höfninni væri enn of mikil, heldur
staðfesti Sigurður Áss Grétarsson, for-
stöðumaður hafnasviðs Siglingastofnunar, í
samtali við Morgunblaðið í gær að starfsmenn
dýpkunarskipsins Skandia hefðu orðið varir við
torkennilega muni sem komu upp við dælingu í
vikunni. Við nánari skoðun kom í ljós fjöl sem
talin er úr skipshlið, hluti úr hauskúpu, manna-
bein, silfurarmband og hálsmen úr gulli.
Telur Kristín Huld Sigurðardóttir, for-
stöðumaður Fornleifaverndar ríkisins, að mun-
irnir geti verið úr víkingaskipi frá landnámsöld,
jafnvel með þræla Hjörleifs um borð, en úti-
lokar heldur ekki að þeir geti verið úr „gull-
skipinu“ Het Wapen van Amsterdam, sem leit-
að hefur verið að við suðurströnd Íslands en án
árangurs. „Okkur sýnist þetta vera stórmerki-
legur fundur en á óvæntum stað og þarf frekari
rannsókna okkar við,“ segir Kristín og telur að
fornleifafræðingar verði að fá tækifæri til að
skoða betur það sem upp úr höfninni kemur.
Fór Fornleifavernd því fram á það við Sigl-
ingastofnun að höfnin yrði lokuð enn um sinn.
Opnun dregst fram eftir vori
Sigurður Áss segir sjálfsagt að verða við
þeirri beiðni. „Við áttum nú erfitt með að trúa
þessu í fyrstu. Undirbúningsrannsóknir okkar í
Bakkafjöru höfðu ekki gefið til kynna að þarna
væri einhver skipsflök eða fornleifar að finna.
Að vísu hafði jarðsjá, sem notuð var í janúar í
fyrra til að skanna svæðið, gefið til kynna að
það væri eitthvað þarna undir en við gröft kom
ekkert í ljós. Skandia gróf lengra niður í sand-
inn og það er líklega skýringin á því að þessir
munir komu í ljós nú. Við vitum að þarna eru
gríðarlega sterkir hafstraumar sem geta borið
til muni langar leiðir. Það er óheppilegt að þessi
fundur hafi átt sér stað en það er svo sem ekki
ein báran stök þegar Landeyjahöfn er annars
vegar,“ segir Sigurður Áss, sem bindur engu að
síður vonir við að Landeyjahöfn verði opnuð
um leið og fornleifafræðingar hafa lokið störf-
um.
Eyjamenn séu skiljanlega
óþreyjufullir eftir því að Herj-
ólfur sigli í Landeyjahöfn að
nýju, en þangað hefur skipið
ekki komist síðan í janúar.
„Eyjamenn verða því miður að
sætta sig við það að þetta
dragist fram eftir vori.
Þeir eru að verða vanir
því,“ segir Sigurður
að lokum.
Munirnir sem
fundust í Land-
eyjahöfn verða al-
menningi til sýnis
í Þjóðminjasafninu í dag milli kl. 11 og 17. Mar-
grét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður segir að
aðeins verði um þennan eina tíma að ræða í bili
þar sem senda þurfi gripina úr landi til nánari
skoðunar og aldursgreiningar. Að því loknu vill
Margrét ekki útiloka að munirnir verði til sýnis
í Byggðasafninu í Vestmannaeyjum. Um það
hafi þó engar ákvarðanir verið teknar.
Opnun Landeyjahafnar tefst enn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fornleifar Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins, með munina sem fundust í Landeyjahöfn í vikunni.
Ljósmynd/Sighvatur Jónsson
Dýpkun Skandia að störfum í Landeyjahöfn í vikunni, þegar áhöfnin rak augun í torkennilega
muni sem komu upp úr höfninni. Í ljós kom að um merkilegar fornleifar var að ræða.
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2011
leikurinn stendur yfir allar helgar fram að páskum...
ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík, sími 522 4500 www.ilva.is
mánudaga - föstudaga 11-18:30, laugardaga 10-18, sunnuda a 12-18
sendum um allt land
Bjóðum uppá
vaxtalaust
lán til 6 mánaða
Smurt brauð
m/hangikjöti
490,-
kaffi
einfaldlega betri kostur
ALLT FYRIR
FERMINGUNA
SPLITBACK. Svefnsófi futon hvítt leður.
210x90x76 cm. Verð 119.900.-
GLOBE.
Hnöttur sv/silfur.
Ø20 cm. 9.995.-
AUSTIN. Skrifborðsstóll
sv/grænt bak. Verð 12.900.-
ILVA. Hundamyndir.
43x43 cm. Verð 7.995.-/stk
KOMDU
Í VERLU
N ILVA 1
. TIL 17. A
PRÍL, TA
KTU ÞÁ
TT
SKRÁÐ
U ÞIG Á
PÓSTLI
STA OG
ÞÚ ÁTT
MÖGUL
EIKA
1. VINN
INGUR
.
Flug og
gisting
fyrir tvo
til
Prag m
eð Heim
sferðum
.
„Þessi fornleifafundur kemur okkur Eyja-
mönnum í opna skjöldu. Við höfum orðið að
sýna töfinni í Landeyjahöfn mikla þolin-
mæði í vetur og þó að við skiljum það að
sjálfsögðu að fornleifafræðingar þurfi að
athafna sig þarna getum við ekki sætt okk-
ur við að þetta komi til með að valda enn
frekari töfum á opnun Landeyjahafnar, líf-
æðar samfélagsins,“ segir Elliði Vignisson,
bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um forn-
leifafundinn í Landeyjahöfn, sem hann
hafði haft spurnir af í gær.
Hann vonast til að fornleifafræðingar
ljúki störfum sem fyrst í höfninni en sér
jafnframt tækifæri í þessu fyrir ferðaþjón-
ustuna á svæðinu. Fundurinn muni laða að
ferðamenn á svæðið í ríkari mæli og
bindur Elliði jafnframt vonir við að
munirnir sem hafa fundist verði fram-
vegis til sýnis í Vestmannaeyjum,
ekki síst ef talið er að þeir geti varp-
að ljósi á ferðir þræla Hjörleifs við
Eyjar á landnámsöld. bjb@mbl.is
Frekari tafir
eru óviðunandi
BÆJARSTJÓRINN Í EYJUM
Fornleifar sem komu upp í dælingu dýpkunarskipsins til rannsóknar Munir taldir vera úr
víkingaskipi en gullskipið ekki útilokað Munirnir almenningi til sýnis í Þjóðminjasafninu í dag
Skannaðu kóðann til að sjá
viðtal á mbl.is við Kristínu
Huld hjá Fornleifavernd.
Elliði
Vignisson