Morgunblaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2011
Sigur Stefáns Ein-ars Stef-
ánssonar í for-
mannskjöri V.R.
hefur vakið verð-
skuldaða athygli.
Hlaut Stefán góða
kosningu og fleiri at-
kvæði en almennt er
í kosningum í trún-
aðarstöður verka-
lýðsfélaga og rúm-
lega helmingi meira
en fráfarandi for-
maður.
Næst í formanns-kjöri, með góðan stuðning, var
Helga Guðrún Jónasdóttir, fyrrum
formaður Landssambands sjálfstæð-
iskvenna. Nokkur atlaga hefur ein-
mitt verið gerð að hinum nýkjörna
formanni fyrir að hafa áður tekið
þátt í starfi ungra í Sjálfstæðis-
flokknum.
Fór fréttamaður 365 mikinn íhneykslun yfir þessu og mundi
ekkert eftir eigin framapoti bæði í
Alþýðubandalagi og Samfylkingu.
En umræðan um þetta tilteknaverkalýðsfélag verður enn sér-
kennilegri þegar horft er til forseta
ASÍ sem fylgir Samfylkingunni svo
fast að málum að á þeim sést enginn
munur. Hann studdi Icesave-
samninginn versta af hörku og hróp-
aði hræðsluáróðurinn svo hátt þá að
varla heyrðist í félaga Vilhjálmi.
Og Gylfi er áfram á ferðinni númeð sömu rökin og síðast. En
rök hinna sem eru líka Áfram að eru
þó helst þau að samningurinn nú sé
ekki eins hræðilegur og sá sem Gylfi
og þeir sjálfir studdu síðast.
Og hjá 365 gildir að pólitísk af-skipti séu í eðli sínu hneyksli
fari þau ekki fram í Samfylkingunni
og í undantekningartilvikum í VG ef
það er á kosningasvikarahliðinni.
Rétttrúnaður
STAKSTEINAR
Gylfi Arn-
björnsson
Stefán Einar
Stefánsson
Veður víða um heim 31.3., kl. 18.00
Reykjavík 4 skúrir
Bolungarvík 5 alskýjað
Akureyri 7 skýjað
Egilsstaðir 5 skýjað
Kirkjubæjarkl. 7 skýjað
Nuuk -5 snjókoma
Þórshöfn 8 súld
Ósló 0 snjókoma
Kaupmannahöfn 7 þoka
Stokkhólmur 2 heiðskírt
Helsinki 1 heiðskírt
Lúxemborg 12 skúrir
Brussel 13 léttskýjað
Dublin 15 skýjað
Glasgow 12 léttskýjað
London 17 léttskýjað
París 15 skýjað
Amsterdam 12 skýjað
Hamborg 11 skúrir
Berlín 15 skýjað
Vín 17 skýjað
Moskva -1 heiðskírt
Algarve 23 heiðskírt
Madríd 21 heiðskírt
Barcelona 17 léttskýjað
Mallorca 17 léttskýjað
Róm 17 léttskýjað
Aþena 13 skúrir
Winnipeg 1 alskýjað
Montreal 6 alskýjað
New York 4 alskýjað
Chicago 5 skýjað
Orlando 18 þrumuveður
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
1. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:47 20:18
ÍSAFJÖRÐUR 6:47 20:27
SIGLUFJÖRÐUR 6:30 20:10
DJÚPIVOGUR 6:15 19:48
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is
Hæstiréttur sýknaði í gær mann af
ákæru um líkamsárás en Héraðs-
dómur Reykjavíkur hafði áður sak-
fellt manninn og dæmt hann í
tveggja og hálfs árs fangelsi.
Hæstiréttur taldi að rannsókn á
málinu hefði verið ófullnægjandi og
ákæruvaldinu hefði ekki tekist að
færa fram fullnægjandi sönnun fyrir
dómi um sekt mannsins.
Maðurinn var ákærður fyrir að
hafa ráðist á mann með höggum og
spörkum, slegið hann með hnúajárni
nokkrum sinnum í andlit og í nokkur
skipti sparkað í höfuð hans þar sem
hann lá á gólfinu, með þeim afleið-
ingum að hann hlaut meðal annars
nefbrot, tannbrot, mar, bólgur og
skurði á höfði og beinbrot á fingri.
Hinn ákærði neitaði sök og sá sem
varð fyrir árásinni neitaði að bera
vitni um málsatvik við meðferð
málsins í héraði. Í héraði var sá
ákærði sakfelldur á grundvelli
skýrslu sem fórnarlambið gaf hjá
lögreglu.
Hæstiréttur vísaði til ófullnægj-
andi rannsóknar og meðferðar máls-
ins í héraði og taldi að ákæruvaldið
hefði ekki fært fram fullnægjandi
sönnun fyrir dómi fyrir sekt ákærða
og var hann því sýknaður.
Sýknaður af ákæru
um líkamsárás
Var dæmdur í 2½ árs fangelsi í héraði
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Sakamál Dómurinn féll í gær.
Þaðerenginn
aðsnuða
Bretaog
Hollendinga
ADVICE hópurinn telur hagsmunum Íslands best borgið með því að fella
Icesave-lögin þann 9. apríl. Auglýsingar og annað starf hópsins er greitt með
frjálsum framlögum og vinnuframlagi sjálfboðaliða. Tölvupóstur: advice@advice.is
www.advice.is
Með íslensku neyðarlög-
unum voru hagsmunir inni-
stæðueigenda í Bretlandi
og Hollandi tryggðir mun
betur en tilskipun ESB um
innistæðutryggingar fer fram
á: Í stað 674 milljarða munu
þeir fá 1175 milljarða.
En þeir vilja samt meira.
Að við tökum ábyrgð á
þrotabúinu og borgum
líka vexti. Okkur ber engin
skylda til að verða við því,
hvorki lagaleg né siðferðileg.
Greiðsla til Breta
og Hollendinga
ESB
tilskipun
674
1.175
Óvíst
Ef Nei Ef JÁ
Tölvunám fyrir alla
www.tolvunam.is - sími 552 2011
Excel I - hefst 13. aprí
Excel II - hefst 27. apríl
Stafrænar myndir í Picasa - hefst 5. maí
Námskeið í kennslustofu
Verð 14.900 kr.