Morgunblaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2011 Grasagarðurinn og Náttúruskóli Reykjavíkur munu í tilefni af al- þjóðlegu ári skóga 2011 og Græn- um apríl bjóða elstu börnum leik- skólanna í Reykjavík að heimsækja garðinn vikuna 4.-8. apríl og kynn- ast forvitnilegum hliðum trjánna í skóginum. Fullbókað er í þessa leið- sögn. Leikskólahóparnir munu fá sér- útbúna fræðslubakpoka. Kennari barnanna ber pokann og fer með börnin í leiðangur um garðinn eftir leiðbeiningum. Margt nytsamlegt er í pokunum, s.s. verkefni um blóm, leiðbeiningar um umhverfis- leiki, stækkunargler og málmbönd. Pokarnir verða tilbúnir til ókeypis útláns upp úr miðjum apríl. Morgunblaðið/Heiddi Grösugur Í Laugardal er margt að sjá. Skógarleiðangur Á morgun, laugardag kl. 12-15:30, verður í annað sinn haldinn mark- aður á Háskólatorgi Háskóla Ís- lands undir heitinu „HásKolaport“. Þar mun fjöldi háskólanema og nemendafélaga hertaka torgið og bjóða til sölu ýmis konar varning. Í matsölunni Hámu verður hægt að kaupa eplaköku, kaffi og hamborg- ara og franskar á tilboðsverði. Markaðurinn var haldinn í fyrsta sinn í október sl. Þá gekk hann von- um framar; öll borð full af varningi og fjöldamargir gestir á torginu. HásKolaport Á morgun, á löngum laugar- degi kl. 12, munu 200 hest- ar ríða skraut- reið upp Banka- stræti og Laugaveg með prúðbúna Fjall- konu í öndvegi. Þjóðleg stemmning mun fylgja, með harm- onikkuleikurum, skartklæddum dönsurum og söngvurum, að ógleymdum fornbílum. Fólki er ráðlagt að koma tímanlega og tryggja sér stæði við reiðleiðina. Þá verða ýmsir kaupmenn uppábúnir með „gömlu góðu verðin“ í forretn- ingum sínum, en á Lækjartorgi verður lifandi tónlist og stemmning frá kl. 12. 200 hesta skraut- reið á Laugavegi STUTT www.spilumsaman.is Takk! SPILUM SAMAN Þú tryggir fjölda fólks atvinnu með því að lesa þetta blað! Ég vil málstaðnum al lt það besta, áfram... Helga E. Jónsdóttir , leikskólastjóri „ “ Já er leiðin áfram! Áfram-hópurinn eru þverpólitísk grasrótarsamtök fólks sem telur að best sé fyrir okkur að ljúka Icesave málinu með samþykkt fyrir- liggjandi samnings í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl nk. Starf hópsins byggir á frjálsum framlögum einstaklinga og fyrirtækja og sjálfboðavinnu fjölda fólks. www.afram.is Hæstiréttur hefur dæmt tvo fyrr- verandi forsvarsmenn fyrirtækis í átján mánaða skilorðsbundið fang- elsi hvorn og til að greiða hvor um sig rúmlega 104 milljónir króna í sekt. Mennirnir, sem eru á sextugs- og sjötugsaldri, voru fundnir sekir um að hafa á árinu 2007 hvorki staðið skil á virðisaukaskatti fyrir félagið, samtals 25.699.936 kr., né stað- greiðslu opinberra gjalda, samtals 78.408.818 kr. Greiði þeir ekki sektina innan fjögurra vikna þurfa þeir að sæta sex mánaða fangelsisvist í stað sekt- arinnar. Mennirnir tveir báru ekki brigður á að þau brot sem greint er frá í ákæru hafi verið framin í rekstri félagsins né gerðu þeir athugasemd- ir við tímabil og fjárhæðir sem til- greindar eru í henni. Neituðu báðir sök Neituðu þeir engu að síður allri sök og báru fyrir sig að þeir hefðu ekki komið að eiginlegri stjórn fé- lagsins og bæru því ekki refsiábyrgð vegna brotanna sem tiltekin eru í ákærunni. kjartan@mbl.is Greiði milljónasektir  Tveir menn dæmdir til að greiða 104 milljónir í sekt hvor  Stóðu ekki skil á virðisaukaskatti og opinberum gjöldum Morgunblaðið/Kristinn Sektir Mennirnir tveir voru dæmdir í háar sektir í Hæstarétti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.