Morgunblaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2011
✝ Ingibjörg Ást-hildur Michel-
sen fæddist 27.
nóvember 1938.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Seljahlíð 25. mars
2011. Foreldrar
Ásthildar eru
Franch Michelsen,
f. 31. desember
1913, d. 7. júní
2009, og Guðný
Guðrún Jónsdóttir, f. 11. mars
1921. Systkini hennar eru 1)
Guðrún Rósa Michelsen, f.
24.12. 1944. 2) Lilja Dóra Mic-
helsen, f. 17.1. 1948. 3) Frank
Michelsen, f. 29.2. 1952, d. 16.5.
1954. 4) Frank Úlfar Michelsen,
f. 26.4. 1956. 5) Hlynur Jón Mic-
helsen, f. 9.12. 1961. 6) Anna
gerði Arnarsdóttur, f. 25.12.
1960, börn þeirra eru Arnar
Birgir, Karen Eir, hún á eitt
barn með Steindóri Þórarins-
syni og Ester Ýr. 3) Fjölnir
Lúðvígsson, f. 30.5. 1962, giftur
Ingibjörgu Margréti Kristjáns-
dóttur, f. 8.6. 1967, börn þeirra
eru Rúnar Máni, Birta Líf, í
sambúð með Gunnari Rafn
Pálssyni, þau eiga eitt barn og
Helgu Lind, fyrir á Fjölnir
Dane Robert með Söndru
Margreti Bradley, á hann tvö
börn. 4) Björn Fjalar Lúðvígs-
son, f. 6.3. 1965, giftur Hildi
Myrnu Sulibaga Lobrigo, f.
26.5. 1975, börn þeirra eru
Jörvi Freyr, Sólbjörg og Benja-
mín Thorberg. 5) Frank Snær
Lúðvígsson, f. 10.6. 1966, hann
á Björg Báru Mjöll með Ragn-
heiði Berthelsen og Hafdísi
Öldu Nieve með Eileen Flanag-
an.
Útför Ingibjargar Ásthildar
fer fram frá Guðríðarkirkju í
dag, 1. apríl 2011, og hefst at-
höfnin kl. 15.
Birna Michelsen, f.
15.6. 1963.
Eiginmaður Ást-
hildar er Lúðvíg
Thorberg Helga-
son, f. 18. janúar
1936. Börn Ásthild-
ar og Lúðvígs eru
1) Guðný Bergdís
Lúðvígsdóttir, f.
9.6. 1956, í sambúð
með Brynjari Ol-
geirssyni, f. 13.11.
1954, börn þeirra eru Lúðvíg,
kvæntur Kristínu Hallgríms-
dóttur, þau eiga tvö börn, Ol-
geir Már, í sambúð með Sóleyju
Sj. Stephensen, þau eiga eitt
barn og Ásthildi Ósk, hún á eitt
barn með Einari Guðmunds-
syni. 2) Birgir Freyr Lúðvígs-
son, f. 19.7. 1957, giftur Ingi-
Lífið er aðeins lítil stund,
lánuð og tekin aftur.
Þú fæðist og lifir á lánaðari
grund
uns leggur þig dulinn kraftur.
(L.T.H.)
Nú þegar Ásthildur, hjart-
kær eiginkona mín, er látin
flýgur hugur minn á vorbjört-
um vængjum yfir þann ham-
ingjuveg sem við gengum sam-
an í yfir 50 ár.
Hún var falleg, greind og
glæsileg kona, réttsýn og mátti
ekkert aumt sjá, því Ásthildur
var í þess orðs fyllstu merkingu
góð kona. Börnum sínum
reyndist hún alla tíð hin besta
móðir. Ásthildur var ljóðelsk,
hafði mikið yndi af tónlist og
söng, auk þess að hafa sjálf
mjög góða söngrödd. Undanfar-
in allmörg ár átti hún við mikið
heilsuleysi að etja, en stutt var
í bros hennar og góðyrði þar til
undir lok vegferðar hennar.
Ung varstu gefin mér ungum
ástin við báðum skein.
Saman þá oftlega sungum;
söngfuglar tveir á grein.
(L.T.H.)
Almættið geymi þig og
blessi. Þinn
Lúðvíg (Lúlli).
Mig langar að minnast
mömmu með fáeinum orðum,
hún var stórbrotin kona með
risastórt hjarta og hélt vel utan
um ungana sína, eins og hún
kallaði okkur alltaf. Hún var
ekki bara mamma mín heldur
mín besta vinkona og ég á eftir
að sakna svo símtalanna sem
við áttum svo oft daglega og
bara að fá að knúsa hana, hún
var alltaf svo mjúk og heit.
Mömmu var alltaf umhugað
um pabba, og okkur systkinin,
svo stækkaði fjölskyldan og það
komu tengdabörn, ömmubörn,
og langömmubörn. Mamma
fann alltaf á sér ef það var eitt-
hvað að hjá einhverjum, við
sögðum alltaf að hún væri
göldrótt og ég trúi því.
Elsku mamma mín, missir
okkar er svo mikill og við eig-
um eftir að sakna þín svo, en
eftir standa góðar minningar
um yndislega eiginkonu,
mömmu, tengdamömmu, ömmu,
langömmu og vinkonu.
Lífið er aðeins lítil stund,
lánuð og tekin aftur.
Þú fæðist og lifir á lánaðri
grund,
uns leggur þig dulinn kraftur
(LTH)
Hvíl í friði, elsku mamma
mín.
Þín dóttir og vinkona,
Guðný B. Lúðvígsdóttir.
Einhvern veginn kemur
dauðinn alltaf að óvörum, svo
var það einnig í þínu tilfelli,
mamma. Þú hafðir átt við lang-
varandi veikindi að stríða sem
að lokum höfðu betur. Þín ævi
var ekki alltaf auðveld en þrátt
fyrir mótlæti af ýmsum toga
komst þú okkur systkinum út í
lífið með gott veganesti. Því
það veit ég að réttlæti, sam-
kennd, og virðing fyrir öllu lífi
er það veganesti sem ég bý að í
dag.
Ég man eftir sögunum þínum
sem sagðar voru með miklum
leiktilþrifum, ljóðunum sem þú
kenndir mér frá fyrstu tíð, og
hefur sá áhugi aldrei slokknað.
Ég minnist þess fyrir vestan
þegar fólkið talaði um „tyggjó“-
fjölskylduna þína, það var bara
svo að þegar þér fannst hallað á
þína, þá sýndir þú klærnar.
Enginn vildi missa af veislunum
þínum og minnist ég þess þegar
þú bauðst til að hjálpa okkur
með ferminguna hans Arnars
vestur í Bolungarvík, sem að
sjálfsögðu fór þannig að ég
vaskaði upp og aðstoðaði þig,
og þú töfraðir fram ellefu rétti
sem prýddu kalda veisluborðið.
Var sú veisla lengi í manna
minnum fyrir vestan.
Ég veit, mamma mín, að á
þeim stað sem þú ferð nú á,
tekur bróðir þinn sem aldrei
leið þér úr minni og þú misstir
svo ungan, á móti þér ásamt
pabba þínum, og ömmu og afa á
„bestó“ sem þér þótti svo vænt
um. Þetta verður mín hinsta
kveðja, mamma mín, en minn-
inguna á ég alltaf og læt ég eitt
af okkar uppáhaldserindum
fylgja þessari kveðju.
Lífsins kynngi kallar.
Kolbítarnir rísa
upp úr öskustó.
Opnast gáttir allar,
óskastjörnur lýsa
leið um lönd og sjó.
Suma skorti verjur og vopn að
hæfi,
þótt veganestið móðurhjartað
gæfi.
Hvarf ég frá þér, móðir mín,
en mildin þín
fylgdi mér alla ævi
(Örn Arnarson.)
Þinn sonur,
Birgir F. Lúðvígsson.
Elsku Ásthildur mín, langar
mig að kveðja þig í örfáum orð-
um og þakka fyrir að hafa feng-
ið að kynnast þér. Þau kynni
hófust fyrir 22 árum þegar ég
og Fjölli hófum búskap. Þá
komst þú upp á Skaga í heim-
sókn til okkar og mér er það
svo minnisstætt því þú komst
inn eins og drottning í skósíð-
um pels með hatt, hávær,
hjartahlý og hlæjandi.
Margar minningar skjótast
upp í hugann og margar sam-
verustundirnar þegar við flutt-
um vestur, matarveislurnar og
kræsingarnar sem þú töfraðir
fram, þegar við spiluðum Yatzy
í margra tíma, sögurnar sem þú
sagðir frá með tilheyrandi
handahreyfingum, hvað þú
varst góð amma, lesandi á
dramatískan hátt jólasveinasög-
ur, að skoða álfa úti í móa, svo
ég tali nú ekki um kellinguna í
Villingaholti sem þurfti stund-
um að hringja heim. Þetta voru
góðir tímar en því miður svo
fjarlægir í minningunni því
veikindin þín undanfarin ár
hafa verið hræðilega erfið en
samt brostir þú bara ef maður
spurði hvernig þú hefðir það og
sagðir kannski í mesta lagi ég
hef það skítt. Ég er svo þakklát
fyrir að hafa heyrt í þér í síma
nokkrum dögum áður en þú
féllst frá þar sem ég hafði ekki
komið í heimsókn svo lengi, þú
varst svo glöð að allt gengi svo
vel hjá börnunum okkar núna.
Einnig votta ég þér, elsku
Lúlli, og börnunum ykkar Ást-
hildar mína dýpstu samúð.
Elsku Ásthildur nú er lang-
þráða hvíldin komin, takk fyrir
allt og allt,
Minning þín er ljós í lífi okk-
ar
Þín
Ingibjörg.
Nú sit ég hér og reyni að
kveðja yndislegu ömmu mína í
hinsta sinn og er mér orða vant
en þó svo margt sem ég vil
segja.
Ég ætla byrja að fara aftur í
tímann og þakka fyrir þau for-
réttindi að hafa fengið að alast
upp með ömmu í næsta húsi.
Frá því ég fæddist hef ég alltaf
verið mikill ömmustrákur, enda
var ég mikið hjá henni og voru
ófá ferðalögin sem ég fór með
ömmu og afa á Trabantinum.
Mér efst í huga eru sögurnar
sem amma átti svo mikið af,
dagarnir sem ég sat við eldhús-
borðið, spilaði yatsi og talaði
við ömmu um allt á milli himins
og jarðar.
Þegar vorið var komið fórum
við amma oft á rúntinn út með
firði að skoða ungana sem voru
nýskriðnir úr eggjunum og
voru það yndislegir rúntar enda
gaukaði amma oft að mér ein-
hverju góðgæti.
Amma mín, þú varst alltaf
svo hlý og góð. Þegar ég kynnt-
ist konunni minni elskaðir þú
hana eins og þína eigin, börnin
mín eru svo rík að hafa kynnst
þér og munu ávallt hafa þig í
hjarta sér.
Mikið svakalega er ég þakk-
látur fyrir það að nýfædd dóttir
mín fékk að vera í ömmufaðmi.
Þar hjalaði hún og malaði allan
tímann og mun þessi minning
alltaf lifa með mér. Jakob talar
nú mikið um langömmu sína og
biður Guð að passa hana þar til
við sjáum hana að nýju.
Elsku amma, við elskum þig
og munum ávallt gera.
Lúðvíg, Kristín og börn.
Elsku amma.
Það eru ótrúlega blendnar
tilfinningar sem ég er búin að
finna eftir að þú fórst. Að trúa
því að eftir öll þessi ár hafir þú
loksins fengið friðinn sem þú
vildir, búin að berjast þetta
lengi. Maður er ekki alveg að
trúa þessu enda kraftakona,
hún amma mín. Ég er svo gríð-
arlega þakklát fyrir allar minn-
ingarnar sem þú hefur gefið
mér alveg frá því ég var pínu-
lítil frekja með tíkarspena. Ég
mun seint gleyma röddinni sem
kallaði á eftir mér þegar ég
hljóp niður frá rauða húsinu í
Túngötunni að gjöra svo vel að
horfa til beggja hliða og hlusta
eftir bílum, fjöruferðir, föndur,
sögur og gistinætur hjá ömmu
og náttkjólunum sem fylgdu
því. Það er ótrúlegt að hugsa út
í þann tíma sem þú hafðir fyrir
mig og öll hin barnabörnin.
Elsku amma, ég vil fyrst og
fremst þakka þér fyrir kærleik-
ann sem þú hefur veitt mér í öll
þessi ár, þú varst svo sann-
arlega með stórt hjarta og það
var alltaf pláss fyrir alla í þínu
lífi. Ég er hrikalega ánægð með
að Ninja Dögun hafi fengið að
hitta þig og get ég sko verið
stolt þegar ég segi henni frá
langömmu sinni Ásthildi þegar
hún verður eldri. Þú hefur mót-
að hvern einstakling í fjölskyld-
unni á einn eða annan hátt enda
frábær kona með þvílíkan per-
sónuleika. Því miður þurftirðu
að berjast lengi við veikindi en
þér líður alveg örugglega vel
núna.
Elsku amma, takk fyrir allt.
Þín
Birta Líf.
Nú er amma mín farin sem
var mér svo kær. Við vorum
alltaf svo góðar vinkonur og
mér fannst svo yndislegt að
vera í návist hennar. Hún hefur
alltaf átt og mun svo sannar-
lega halda áfram að eiga sinn
stað í hjarta mínu alveg þangað
til ég dey sjálf. Mér finnst gott
að vita af ömmu þarna hinum
megin því þá veit ég að ég mun
vera í góðum höndum þegar
minn tími er kemur.
Ég er óendanlega þakklát
fyrir að hafa verið barnabarnið
hennar og að við höfðum fengið
að vera svona góðar vinkonur.
Ég er þakklát fyrir þann tíma
sem við áttum saman og ég veit
að hún verður ekki langt undan
þó hún sé farin úr þessu lífi.
Hún fylgist með okkur þó við
sjáum hana ekki, ég er alveg
viss um það.
Með söknuð í hjarta, þín vin-
kona,
Karen Eir.
Nú er komið að leiðarlokum
á þinni lífsgöngu, elsku Ásthild-
ur mín. Í tíu ár eða svo hefurðu
barist við eftirköst af slæmum
veikindum sem þú lentir í.
Hvað hélt í þér lífinu þá er erf-
itt að segja, annað en svo ofur-
sterkur lífsvilji að undrum
sætti. En nú er því lokið. Eftir
endalausar spítalaferðir undan-
farin ár varstu þó svo lánsöm
að fá að deyja heima, með þínu
fólki. Það áttir þú svo sann-
arlega skilið. Þú áttir stóra og
góða fjölskyldu sem þótti vænt
um þig. Í dag sendi ég þeim
mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Þó að þú ættir sjálf fimm
börn og fjölda barnabarna kom
það ekki í veg fyrir það að þú
gast umvafið aðra og verið eins-
konar „fósturmamma“. Þannig
varstu mér þegar ég kom vest-
ur mörg sumur sem unglingur
og mín eigin mamma var í bæn-
um. Það var alltaf gott að koma
vestur til ykkar og sakna ég
þess mikið að geta ekki heim-
sótt ykkur þangað lengur. Þeir
eiginleikar sem lýsa þér best
eru einmitt þeir, hvað þú varst
fjölskylduvæn kona og vildir
alltaf hafa þitt fólk sem næst
þér, þú varst stjórnsöm á góðan
hátt, gamansöm, léttlynd, með
ríka réttlætiskennd, sanngjörn
og á allan hátt yndisleg kona.
Þegar ég var barn að aldri
gafstu mér viðurnefni sem loðir
við mig enn þann dag í dag (þó
einungis innan þíns ættleggs)
„Djúsið“ sjálfsagt tilkomið fyrir
það hvað mér þótti djús góður.
Það væri í sjálfu sér í lagi ef
ekki væri fyrir það að yngri af-
komendur þínir (yngri en ég
sjálf) hafa margir misskilið
merkinguna og haldið svolítið
allt annað. Mér þykir alltaf svo-
lítið vænt um þetta nafn því það
er frá þér komið. Það er til
skeyti sem þú sendir mér á 6
ára afmælinu mínu sem byrjar
svona: „Elsku djúsið okkar.“
Ég ætla að minnast þín eins
og ég man þig best. Það er eins
og þú varst uppá þitt besta.
Eins og þú varst á Tálknafjarð-
arárunum. Lífsglöð með húm-
orinn að vopni. Segjandi sögur,
horfa á dýramyndir, bjóða litlu
börnunum að koma að horfa á
„skrípó“, fara með þér í berja-
mó, hrossahlátursins. Þess
sama og hefur endurómað í
eyrum mínum undanfarna daga
frá því þú yfirgafst okkur. Ég
sakna þín mikið, Ásthildur, hef
reyndar gert það á vissan hátt í
10 ár. Vildi óska að stundirnar
með þér hefðu verið fleiri und-
anfarin ár.
Ég veit að þú heldur áfram
að „ráðskast“ með hlutina
þarna hinum megin. Þetta er
ekki búið hjá þér.
Gakktu í friði.
Guðný Leifs (djúsið).
Ingibjörg Ásthild-
ur Michelsen
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÚN JÓNSDÓTTIR
frá Brautarholti,
lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi
laugardaginn 26. mars.
Útför hennar fer fram frá Borgarneskirkju
laugardaginn 2. apríl kl. 14.00.
Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á MS-félagið, sími 568 8620.
Guðríður Svala Haraldsdóttir,
Ólafur Haraldsson, Alda Rut Sigurjónsdóttir,
Daníel Ingi Haraldsson, Steinunn Ásta Guðmundsdóttir,
Halldór Friðrik Haraldsson, Arna Pálsdóttir,
Katrín Lilja Haraldsdóttir, Reynir Sigursteinsson,
Guðrún Birna Haraldsdóttir, Gísli V. Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæri
EYÞÓR ÁGÚSTSSON,
fæddur í Flatey á Breiðafirði,
búsettur í Stykkishólmi,
varð bráðkvaddur í Flatey fimmtudaginn
24. mars.
Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju
laugardaginn 2. apríl kl. 14.00.
Við bendum á minningarkort Flateyjarkirkju (Guðrún Marta
Ársælsdóttir og Sigurborg Leifsdóttir).
Dagbjört S. Höskuldsdóttir,
Óskar Eyþórsson, Helga Sveinsdóttir,
Ingveldur Eyþórsdóttir,
Aðalsteinn Þorsteinsson, Helga Finnbogadóttir,
Höskuldur Þorsteinsson
og barnabörn.
✝
Okkar bestu þakkir til allra þeirra fjölmörgu
sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug
við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
RAGNHEIÐAR JÓNSDÓTTUR
frá Hjarðarholti í Vestmannaeyjum,
síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu
Grund.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Grund.
Fyrir hönd aðstandenda,
Halldóra Traustadóttir, Einar Jónasson,
Guðjón Traustason,
Kornelíus Traustason, Elín Pálsdóttir,
Símon Eðvald Traustason, Ingibjörg Jóhannesdóttir,
Sigurður S. Wiium,
Vörður Leví Traustason, Ester K. Jacobsen,
G. Ingveldur Traustadóttir, Geir Jón Þórisson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
SIGRÍÐUR ÓLADÓTTIR,
Vogatungu 29a,
Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítala Landakoti
miðvikudaginn 30. mars.
Útförin verður auglýst síðar.
Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson,
Sigurbjörn Tryggvi Gunnarsson, Magnea Bjarnadóttir,
Óli Pétur Gunnarsson,
Þorsteinn Marinó Gunnarsson, Lilja Sigurðardóttir,
Erla Dögg Gunnarsdóttir, Grétar Þorsteinn Einarsson
og barnabörn.