Morgunblaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2011
Námskeið til löggildingar vigtarmanna verður haldin hjá
Neytendastofu, Borgartúni 21, dagana 2., 3. og 4 maí 2011.
Endurmenntunarnámskeið verður haldið 9. maí
Skráning á námskeiðin fer fram á heimasíðu Neytendastofu,
www.neytendastofa.is, undir hlekknum„Skráning á námskeið“
(ekki þörf á innskráningu) eða undir Mælifræðisvið.
Athygli er vakin á því að gerðar eru kröfur um íslensku-
kunnáttu þar sem öll kennsla fer fram á íslensku - það gildir
einnig um skriflegar spurningar á prófi og svör við þeim.
Löggildingar vigtarmanna gilda í 10 ár frá útgáfu skírteina.
Allar nánari upplýsingar, svo og aðstoð við skráningu þátttak-
enda, eru á heimasíðu Neytendastofu og í síma 510 1100.
Skráningu lýkur 15. apríl n.k.
Borgartúni 21 · 105 Reykjavik · Sími 510 1100 · Bréfasími 510 1101
postur@neytendastofa.is · www.neytendastofa.is
VIGTARMENN
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Flótti utanríkisráðherra Líbíu,
Moussa Koussa, til Bretlands er álit-
inn mikið áfall fyrir Muammar
Gaddafi einræðisherra. Koussa hef-
ur verið á meðal nánustu samstarfs-
manna Gaddafis síðustu 30 árin og
getur veitt breskum stjórnvöldum
mikilvægar upplýsingar um stjórn
einræðisherrans.
Koussa hefur verið sakaður um að
vera viðriðinn mörg af grimmdar-
verkum líbískra stjórnvalda, m.a.
Lockerbie-tilræðið árið 1988, og
William Hague, utanríkisráðherra
Bretlands, sagði í gær að honum
hefði ekki verið boðin friðhelgi frá
ákæru. Breska stjórnin hefur ítrek-
að sagt að sækja þurfi Gaddafi og
nánustu samverkamenn hans til
saka fyrir Alþjóðasakamáladóm-
stólnum í Haag.
Hague sagði að Koussa hefði flúið
til Bretlands í fyrrakvöld af fúsum
og frjálsum vilja. „Afsögn hans sýnir
að stjórn Gaddafis, sem hefur þegar
misst allmarga embættismenn til
stjórnarandstöðunnar, er sundruð,
undir þrýstingi og að molna að inn-
an.“
Bandarískir embættismenn tóku í
sama streng. „Þetta er mjög mikil-
vægur flótti og vísbending um að
fólkið í kringum Gaddafi telji að
ríkisár hans hafi verið talin og leidd
til enda,“ sagði hátt settur embættis-
maður í Washington.
Nokkrir ráðherrar og hátt settir
herforingjar hafa snúið baki við
Gaddafi. Einn þeirra, Ali Errishi,
fyrrverandi ráðherra innflytjenda-
mála, sagði að flótti Koussa sýndi að
dagar einræðisstjórnarinnar væru
taldir. „Koussa var sá sem Gaddafi
treysti mest. Núna er Gaddafi einn
með börnunum sínum.“
Tugir líbískra stjórnarerindreka
hafa sagt af sér eftir að uppreisnin
hófst. Einn þeirra, Ibrahim Dabb-
ashi, fyrrverandi aðstoðarsendi-
herra hjá Sameinuðu þjóðunum,
sagði að flótti Koussa væri „mjög
mikilvægur á þessu stigi vegna þess
að hann gæti ljóstrað upp mörgum af
leyndarmálum stjórnarinnar“.
Viðriðinn Lockerbie-tilræðið?
Koussa er 62 ára að aldri, fæddist í
borginni Benghazi 23. mars 1949.
Hann tók BA-próf í félagsfræði við
ríkisháskóla Michigan árið 1978.
Hann var skipaður sendiherra Líbíu
í Bretlandi árið 1979 en honum var
vísað úr landi nokkrum mánuðum
síðar vegna viðtals við hann í dag-
blaðinu The Times. Koussa lét þar í
ljósi aðdáun á baráttu Írska
lýðveldishersins gegn breskum yfir-
ráðum á Norður-Írlandi og
hvatti til morða á líbískum
andófsmönnum.
„Byltingarnefndirnar
ákváðu í gærkvöldi að
drepa ætti tvo menn til
viðbótar í Bretlandi. Ég er samþykk-
ur því,“ sagði hann í viðtalinu.
Seinna annaðist Koussa samskipti
Líbíu við erlendar „þjóðfrelsishreyf-
ingar“ og varð yfirmaður líbísku
leyniþjónustunnar árið 1994. Hann
var síðan skipaður utanríkisráð-
herra Líbíu í mars 2009.
Andstæðingar Gaddafis hafa sak-
að Koussa um að vera viðriðinn
sprengjutilræðið yfir skoska bænum
Lockerbie árið 1988 þegar farþega-
þota bandaríska flugfélagsins Pan
Am var sprengd í loft upp með þeim
afleiðingum að 270 manns biðu bana.
Koussa var bendlaður við annað
sprengjutilræði sem kostaði 170
manns lífið ári síðar, þegar frönsk
farþegaþota var sprengd í loft upp
yfir Sahara-eyðimörkinni. Þessar
ásakanir hafa þó aldrei verið sann-
aðar.
Líbískir stjórnarandstæðingar
hafa einnig sakað Koussa um að hafa
látið myrða nokkra líbíska andófs-
menn sem flúðu til annarra landa,
m.a. fyrrverandi sendiherra hjá SÞ
sem var rænt í Kaíró árið 1993.
Hlutverk Koussa breyttist eftir
hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11.
september 2001 þegar stjórn Gadd-
afis bauð vestrænum leyniþjónust-
um upplýsingar um al-Qaeda.
Jack Straw, fyrrverandi utanríkis-
ráðherra Bretlands, telur engan vafa
leika á því að Koussa hafi gegnt mjög
mikilvægu hlutverki í því að fá Gadd-
afi til að bæta samskiptin við Vestur-
lönd, hætta við áform um að fram-
leiða kjarnavopn og fallast á að eyða
efnavopnum Líbíu. Koussa tók einn-
ig þátt í viðræðum sem lauk með því
að Líbíumaður, sem var dæmdur
fyrir Lockerbie-tilræðið, var leystur
úr haldi í Skotlandi og framseldur til
Líbíu í ágúst 2009.
Talið reiðarslag fyrir Gaddafi
Reuters
Árás rannsökuð Konur í Tripolí hrópa vígorð til stuðnings Gaddafi. Ítalskur biskup í borginni sagði í gær að 40
borgarbúar hefðu beðið bana þegar hús hrundi eftir loftárás. NATO kvaðst vera að rannsaka hvort þetta væri rétt.
Flótti utanríkisráðherra Líbíu sagður sýna að dagar einræðisstjórnar landsins séu taldir Bretar
segja að Moussa Koussa hafi ekki verið boðin friðhelgi frá ákæru Bendlaður við morð og hryðjuverk
Stjórn Baracks Obama Bandaríkja-
forseta hefur sent hópa leyniþjón-
ustumanna til Líbíu í því skyni að
afla upplýsinga um uppreisnar-
mennina í austurhluta landsins og
hernaðarmátt þeirra, að sögn banda-
rískra fjölmiðla.
The Washington Post sagði að
Obama hefði undirritað leynilegt
skjal sem myndi heimila leyniþjón-
ustunni CIA að sjá uppreisnarmönn-
um fyrir vopnum og annarri aðstoð
með leynilegum hætti. Blaðið hafði
þetta eftir ónafngreindum embættis-
mönnum sem sögðu samt að ekki
hefði verið tekin ákvörðun um að
vopna uppreisnarmennina.
Á meðal verkefna njósnaranna í
Líbíu er að meta hvort leiðtogar upp-
reisnarmanna geti reynst traustir
bandamenn ef stjórnin í Washington
ákveður að sjá þeim fyrir vopnum og
peningum til að steypa stjórn
Muammars Gaddafis af stóli. Meðal
annars á að kanna hvort íslamskir
öfgamenn séu áhrifamiklir meðal
uppreisnarmannanna.
Fréttastofan Reuters skýrði fyrst
frá leynilega skjalinu og sagði að
Obama hefði undirritað það fyrir
nokkrum vikum. Samkvæmt banda-
rískum lögum þarf leyniþjónustan að
fá sérstaka heimild frá forsetanum
til að grípa til aðgerða sem ætlað er
að hafa áhrif á atburði utan Banda-
ríkjanna. Skjalið, sem Obama undir-
ritaði, er fyrsta skrefið í þá átt að
veita slíka lagalega heimild og ekki
er hægt að koma tilteknum aðgerð-
um í framkvæmd – t.a.m. að vopna
uppreisnarmennina – nema forset-
inn fyrirskipi það sérstaklega.
Ekki margir öfgamenn
Þótt Obama hafi sagt að hann hafi
ekki útilokað þann möguleika að
vopna uppreisnarmennina í Líbíu
hafa embættismenn hans viðurkennt
að ekki sé nógu mikið vitað um upp-
reisnarmennina. The Washington
Post hefur eftir bandarískum þing-
mönnum að utanríkisráðherrann,
varnarmálaráðherrann og forseti
herráðsins hafi sagt þeim á upplýs-
ingafundum að bandarísk stjórnvöld
væru enn að reyna að gera sér rétta
heildarmynd af uppreisninni en
teldu að ekki væru margir íslamskir
öfgamenn á meðal uppreisnarmann-
anna.
Mike Rogers, formaður leyniþjón-
ustunefndar fulltrúadeildar þings-
ins, sagði að tillagan um að vopna
uppreisnarmennina væri „hræðileg
hugmynd“. „Við vitum hverju þeir
berjast gegn, en við vitum í rauninni
ekki hverju þeir berjast fyrir.“
Obama sagður heimila
leynilega aðstoð CIA
Njósnarar sendir til að afla upplýsinga um uppreisnina
Reuters
Vígalegir Uppreisnarmenn nálægt
Ajdabiyah búa sig undir átök.
Þyrftu líka þjálfun
» Ákveði vestræn ríki að
vopna uppreisnarmenn í Líbíu
þurfa þau líka að senda þangað
hermenn til að þjálfa þá.
» Það væri fjársóun að sjá
uppreisnarmönnunum aðeins
fyrir vopnum en ekki þjálfun.
Búist er við að þjálfunin myndi
taka nokkrar vikur eða mánuði.
Fjölskyldur fórnarlamba Locker-
bie-tilræðisins yfir Skotlandi árið
1988 fögnuðu flótta utan-
ríkisráðherra Líbíu til
Bretlands og sögðust
vona að hann leysti frá
skjóðunni um hverjir
bæru ábyrgð á tilræðinu.
„Þetta er maður
sem getur sagt
okkur allt,“ sagði
Jim Swire, faðir
breskrar
stúlku sem var á meðal 270 manna
sem biðu bana í tilræðinu. „Ég tel
að þetta sé frábær dagur fyrir þá
sem leita sannleikans um Locker-
bie-tilræðið.“
Fréttavefur breska ríkisútvarps-
ins, BBC, hafði eftir Jim Swire að
hann hefði farið til Líbíu árið 1998
og rætt við Moussa Koussa. „Hann
var ógurlegur ásýndum, ógurlegri
en Gaddafi sjálfur,“ sagði hann.
„Hann var augljóslega við stjórn-
völinn.“
„Hann getur sagt okkur allt“
ÆTTINGJAR FÓRNARLAMBA LOCKERBIE-TILRÆÐISINS FAGNA
Moussa Koussa
Skannaðu kóðann
til að lesa það nýj-
asta um Líbíu