Morgunblaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2011 ✝ Steindór Gunn-arsson fæddist á Akureyri 30. mars 1947. Hann varð bráðkvaddur á Kanaríeyjum 19. mars 2011. Steindór var sonur Gunnars Steindórssonar brunaeftirlits- manns og síðar kennara á Ak- ureyri, f. 14. september 1923, d. 27. febrúar 2002, og Guðrúnar Sigbjörnsdóttur fv. trygginga- fulltrúa á Akureyri, f. 8. októ- ber 1925. Systkini Steindórs eru Sigbjörn, f. 2. maí 1951, d. 15. febrúar 2009, Kristín, f. 21. ágúst 1956, og Gunnar, f. 16. júní 1960. Steindór lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1967 og prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1974. Hann rak um skeið eigin lög- fræðistofu og var síðar meðeigandi Sporthússins á Ak- ureyri og fram- kvæmdastjóri þess um tíma. Steindór var mikill áhugamaður um stjórnmál og knattspyrnu og vann marg- vísleg trúnaðarstörf fyrir Al- þýðuflokkinn og Knattspyrnu- félag Akureyrar. Útför Steindórs fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 1. apríl 2011, og hefst athöfnin kl. 10.30. Ljúfur og góður drengur er fallinn frá og söknum við hans mikið. Dorri var stór hluti af okk- ar daglega lífi, hann var mikið með börnum okkar og kom líka oft í kvöldkaffi og sagði okkur skemmtilegar sögur af sjálfum sér og öðrum. Nú í vetur hefur Dorri náð í Hauk okkar í skólann og þeir brallað ýmislegt saman, ímyndaður heimur þeirra var stór og mikill. Síðasta sumar fór- um við fjölskyldan ásamt Dorra í hálendisferð og nutum einstakrar snilli hans og sérvisku, sem kom svo skemmtilega í ljós undir þess- um kringumstæðum. Við það tækifæri rifjuðust upp ýmis atvik frá fyrri ferðalögum, af nógu er að taka. Það verður erfitt að kveðja þig, kæri frændi og vinur, en við erum þakklát fyrir margar góðar minningar. Að lokum lang- ar Hauk og Agnesi að kveðja með sínum orðum; Mér fannst svo gaman að vera með Steindóri, hann var einn besti vinur minn. Mér þykir svo vænt um Steindór og ég vildi að hann hefði ekki dáið. Katrín, Kristján, Haukur og Agnes. Það var á Akureyri síðla sum- ars árið 1954, eftir fótboltaæfingu á sundlaugartúninu, að kumpán- legur strákur gaf sig á tal við mig. Mér þótti mikið til þess koma, sérstaklega af því að þetta var strákurinn sem hafði leikið sam- eiginlega mótherja okkar grátt og skorað öll fimm mörkin. En líka var það, að hann var í alvöru takkaskóm. Sjálfur var ég bara á venjulegum gúmmítúttum. Hvernig byssu áttu, spurði hann. Hvernig byssu, stamaði ég, ég á enga byssu, og veigraði mér við að segja að mamma bannaði öll skotvopn á heimilinu. Þú getur fengið gamla riffilinn minn, sagði hann. Ég á tvo. En hvernig bún- ing áttu. Áttu káboj-vesti. Nei, ég á bara . . . Skiptir ekki máli. Þú getur fengið gömlu fjaðrirnar mínar, ég er hættur að nota þær. Þú verður indíáni. Komdu klukk- an hálf-fjögur. Orustan byrjar fimm. Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að segja mömmu hvert ég væri að fara en hugsaði til þess að ef ég kæmi til baka liðið lík yrði mín alla vega minnst sem mikillar hetju. Steindór bjó í hvítri höll við Helgamagrastræti og bauð upp á ríkulegar veitingar hjá mömmu sinni áður en lagt var af stað út að Klettaborgum. Það var Ytri- brekkan sem hafði skorað á Þorpið og skyldu loks útkljáðar deilur um óljós landamörk. Or- ustan stóð í heila eilífð fannst mér og var mikið mannfall á báða bóga. Skíthræddur dró ég mig strax í hlé og tókst sem betur fer að fela mig niðri við Glerá á með- an verstu hryðjurnar gengu yfir. En þegar framvarðasveit Þorp- ara hafði náð að hrekja Ytri- brekkuna niður slakkann upp af ánni og ég skaust úr felum til að flýja frekari átök, slysaðist ég til að stökkva eitt augnablik fram fyrir Steindór þegar kúlnaregnið dundi sem harðast á honum og, viti menn, bjargaði þannig lífi hans. Takk vinur, sagði hann. Ég launa þér þetta síðar. En það var þá sem hin raunverulegu átök hófust, með beittu orðaskaki. Þorpararnir töldu foringjann fall- inn, en Ytri-brekkan, með Stein- dór í fararbroddi, tók það ekki í mál. Upphófust nú hinar furðu- legustu röksemdafærslur og mátti vart á milli sjá hvor aðilinn stóð hallari fæti. Tekið var fram nesti, tuggðar sykraðar pönnu- kökur og skipst á biblíumyndum. Þú ert dauður, vinur, sagði hann. Liggðu kyrr í svona korter, þá geturðu farið heim til þín. Með það var hann þotinn af stað með öskrandi Þorparana á hælum sér. En hvað með fjaðrirnar? hrópaði ég. Þú mátt eiga þær, sagði hann. Afi ætlar að gefa mér danskan indíánabúning í haust. Þetta var fyrsta orustan okkar Steindórs, en ekki sú síðasta. Í yfir fimmtíu ár unnust margar þeirra, aðrar ekki, en alltaf vorum við strák- arnir þó í sama liði. Ef þú hefðir bara sagt mér, fé- lagi, þegar við kvöddumst í hríð- arkófinu í Löngulínu um daginn, að með því að koma með ykkur mæðginum til Kanarí þetta árið gæti ég hugsanlega aftur bjargað lífi þínu á ögurstundu. Ég hefði sko ekki hugsað mig um tvisvar, heldur drifið mig í búning, sett á mig tættan fjaðrahöttinn, reimað mokkasíurnar og skellt boga um öxl. Ekki spurning. Vertu sæll, minn tryggi vinur, og hafðu þakkir fyrir vináttuna. Egill Eðvarðsson. Þegar ég á sínum tíma fór norður til Akureyrar til fundar við Steindór Steindórsson, nátt- úrufræðing, menntaskólakenn- ara og síðar skólameistara, og fór þess á leit að hann skrifaði annað bindi ritverksins Landið þitt, sem fjalla skyldi um óbyggðir lands- ins, sá ég ekki fyrir hversu sterk- um böndum ég myndi bindast Steindóri og fjölskyldu hans, og hversu snar þáttur þau kynni myndu verða í lífi mínu. Ég þakka forsjóninni fyrir þá ráð- stöfun. Tengsl mín við fjölskylduna rofnuðu ekki þótt Steindór félli frá. Nafni hans og sonarsonur, Steindór Gunnarsson, tók upp merkið og við vorum alla tíð í nánu sambandi. Steindór yngri var alinn upp í mikilli nálægð afa síns og nafna og var mjög mót- aður af lífsskoðunum hans og æviferli. Var jafnaðarmaður að uppeldi og upplagi, þoldi ekki yf- irgang né óbilgirni og var mál- svari þeirra sem minna máttu sín. Stefnufastur en gætinn, lagði málin vel niður fyrir sér áður en til framkvæmda kom og fylgdi þeim fast eftir. Steindór afi hans var einn mesti bókamaður lands- ins. Honum nægði ekki að eiga bækurnar, hann las þær og mat eftir verðleikum. Bókagagnrýni hans í tímaritinu Heima er bezt á sér tæpast nokkra hliðstæðu. Steindór yngri mótaðist mjög af afa sínum á þessu sviði og var með víðlesnustu mönnum. Hann var einnig mjög víðförull, hér- lendis og erlendis, og fór út í heim til að sækja sér fróðleik og reynslu. Vinfastur var hann með afbrigðum og sannaðist það fyrir nokkrum mánuðum þegar hann lagði leið sína sérstaklega til Ír- lands til þess að koma að gröf írsku Murphy-feðganna, sem voru miklir vinir fjölskyldu Stein- dórs og minnar. Þannig var Steindór Gunnars- son. Vinur út yfir gröf og dauða. Nú er hann fallinn frá en minning hans lifir og yljar eftirlifandi um hjartarætur. Móður Steindórs og fjölskyldu votta ég einlæga samúð fjöl- skyldu minnar. Sönn vinátta er ómetanleg. Örlygur Hálfdanarson. Fyrirvaralaust var góðvinur minn, Steindór Gunnarsson, hrif- inn burt er hann dvaldi á Gran Kanarí. Er ég arkaði út í snjóinn nokkrum stundum eftir þessa harmafregn rann upp fyrir mér hversu miklu meiri vinur þú varst mér en ég þér. Þú ætíð boðinn og búinn til hverrar aðstoðar sem eftir var leitað, hugsaðir meira um annarra velgengni en þína og það eru margir sem standa í þakkarskuld við þig. Það munaði um þig í mörgum prófkjörs- og kosningaslagnum. Í samræðum voru fáir skemmtilegri og þú naust þín vel í frásögnum um menn og málefni og þekktir til margra baksviðsatburða í stjórn- málunum einkum í Alþýðuflokkn- um. Tíminn flaug hratt á slíkum stundum og þú lifðir löngum hratt og skjót urðu vistaskiptin. Flest sumur fór ég með fjöl- skyldunni til Akureyrar. Við hitt- um þig oft á horninu fyrir framan sportvöruverslunina þar sem þú ræddir við vegfarendur. Og dæt- ur mínar kölluðu þig manninn á horninu og höfðu á orði hvað þú tækir þétt í hönd þeirra. Þú varst með afbrigðum barngóður og átt- ir gott með að umgangast ung- menni. Minnisstæð er heimsókn til foreldra þinna þar sem við hjónin sátum með þeim í setu- stofunni að loknum kvöldverði en þú spjallaðir við 11 ára dóttur okkar í borðstofunni. Þessi stund er henni í fersku minni. Lífið fer ekki alltaf mjúkum höndum um mennina. Þú fékkst að reyna erfið heilsuáföll en áttir góða að til að létta þér róðurinn. Þú misstir flokkinn þinn – Al- þýðuflokkinn. Það féll þér afar þungt og þú sagðist ekki lengur eiga neinn flokk. Við borð lá að KA færi sömu sameiningarleið en í þágu þess félags vannst þú mik- ið starf um áratugaskeið. Þar er nú skarð fyrir skildi. Þegar þú verður lagður til hinstu hvílu vill svo sérkennilega til að ég verð á þeim slóðum sem þú kvaddir. Mér auðnast því ekki að fylgja þér síðasta spölinn. Far í friði, kæri vinur, og hafðu þökk fyrir samfylgdina. Megi minning- in um góðan dreng sefa sorg og söknuð aldraðrar móður sem og systkinanna og þeirra fjöl- skyldna. Þeim votta ég og fjöl- skylda mína einlæga samúð. Sigmundur Stefánsson. Við Steindór Gunnarsson kynntumst þegar við áttum báðir inni á Gamla garði við Hring- braut á árunum fyrir og eftir 1970 og vorum sagðir stunda laganám í háskólanum. Við fé- lagarnir á Garðinum, og þar komu ýmsir fleiri en við Steindór við sögu, skildum vel að undir- búningur lífsins fólst í fleiru en laganámi. Við reyndum því að leggja okkur eftir að afla alhliða lífsreynslu, ekki síst þegar degi tók að halla og jafnvel um nætur, þó að kostaði vökur með tilheyr- andi hvíld fram á næsta dag. Þessi samstaða þá í undirbún- ingnum fyrir lífið leiddi til vináttu sem hefur staðið síðan. Hann Steindór vinur minn var merkilegur náungi. Hann var ekki mikið upp á námsbókina, þó að honum tækist allt að einu að ljúka lögfræðiprófi eftir að hafa gengið í gegnum nokkrar raunir sem því tengdust. Hann var samt vel greindur og hafsjór af fróðleik um alls konar málefni og fólk, bæði samferðamenn og aðra, sem fjær stóðu í tíma og rúmi. Þegar hann kom í heimsókn til okkar hjóna og við snæddum saman fiskbollur með lauk, var margt skrafað. Dóri fór þá yfir það nýj- asta í pólitíkinni og sagði tíðindi af fólki. Hann hafði lúmska kímnigáfu. Ég „heyri“ í huganum hlátur vinar míns þegar góðar sögur af vinum og fjandmönnum flugu á milli. Steindór var mannblendinn og hafði einstakt lag á að rækta vin- áttu við aðra. Það var stundum eins og hann lifði framar öðru fyrir að umgangast annað fólk og eiga það að vinum. Þegar við hjónin giftum okkur fyrir nokkr- um áratugum fengum við veglega brúðargjöf frá Dóra án þess að slíkt væri venjulegt í samskiptum efnalítilla ungmenna á þeim tíma. Það var þó ekki gjöfin sem að- allega gladdi heldur vinarþelið sem henni fylgdi. Það var alveg falslaust. Og þó að við Steindór fylgdum ekki sama stjórnmála- flokki lengst af vorum við samt með sérstökum hætti samherjar í pólitíkinni. Ég held að það hafi stafað af því að hvorugur okkar vildi umgangast stjórnmála- flokka eins og trúfélög, eins og allt of margir gera. Við hikuðum því ekkert við að gagnrýna þá flokka, sem við sögðumst sjálfir styðja, þegar svo bar undir. Sam- staða okkar fólst ekki síst í því. Steindór kvæntist aldrei og eignaðist ekki börn. Hann var samt mikill fjölskyldumaður. Hann bjó alla tíð með móður sinni, sem nú missir annan son sinn, en Sigbjörn bróðir Dóra dó fyrir nokkrum árum. Það er vandséð réttlætið í því að þurfa að lifa börnin sín. Við hjónin sendum Guðrúnu og öðrum í fjöl- skyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Jón Steinar Gunnlaugsson. Fyrir nærri aldarfjórðungi kom maður til mín á bæjarskrif- stofuna á Akureyri, nýfluttur í bæinn. Hann hafði verið mikið að erindast í miðbænum undanfarna daga. Maðurinn sagðist vera far- inn að þekkja deili á helstu mönn- um sem settu svip sinn á göngu- götuna og nefndi nokkur kunnug nöfn, en það væri þó einn maður sem hann sæi þar á ferli daglega sem hann þekkti ekki. Hann er oft djúpt hugsi, stoppar gjarnan og talar við ýmsa þá sem um göt- una fara; það þekkja hann allir. Hann gengur stundum inn og út úr húsi sem er syðst í göngugöt- unni og ég held að heiti Ham- borg. Um daginn sá ég hann leiða Steindór gamla skólameistara út úr húsinu. Þegar ég fór í morg- unkaffi á teríunni sá ég hann sitja við hringborð með félögum sín- um. Þeir voru að ræða bæjarmál- in og um pólitík. Ég heyrði ekki orðaskil en heyrði þó að maður- inn talaði mikið um Alþýðuflokk- inn. Í gærkvöldi fór ég á völlinn og sá KA og Þór vera að spila. Þar gekk maðurinn fram og aftur með áhyggjusvip því Þór vann leikinn. Hann er greinilega KA- maður. Í morgun var ég í bank- anum að tala við bankastjórann. Þegar ég gekk út frá honum sá ég manninn sitja á bið-stofunni með víxilblað í hendi. Hann bauð mér góðan daginn og ég tók undir. Sigfús, hver er þessi maður? Maðurinn var að sjálfsögðu Steindór Gunnarsson sem setti svip sinn á mannlíf miðbæjar Ak- ureyrar áratugum saman. Steindór var skemmtilegur, einlægur, mikill vinur vina sinna og hugsaði vel um fjölskylduna, þótt hann væri einhleypur og barnlaus. Hann var ætíð til þjón- ustu reiðubúinn þegar fjölskyld- an og vinir áttu í hlut. Hans áhugi var pólitík og þegar prófkjör eða kosningar voru í nánd, eða flokksþing, komst ekkert annað að. Pólitískar leikfléttur, söfnun atkvæða, einkum í prófkjörum, og mat á pólitískri stöðu voru hans sérsvið og gaman að heyra af innsæi hans þegar mikið lá við í pólitíkinni. Á flokksþingum og stjórnmálafundum hélt Steindór sig yfirleitt frammi á gangi, í hlið- arherbergjum eða á kaffistof- unni. Þar ræddi hann við alla og tók púlsinn á stöðu mála. Hann vissi að það sem fram fór í ræðu- stól var bara leikrit; það var tímasóun að hlusta á slíkt. Hann fór sjálfur ekki í ræðustól og sótt- ist ekki eftir pólitískum ábyrgð- arstörfum. Steindór var einhver sá besti pólitíski hitamælir sem sögur fara af og fljótur að átta sig á breyttri stöðu. Þegar Steindór þurfti að ræða við bæjarfulltrúa á Akureyri hafði hann þann hátt á að bjóða þeim í bíltúr, gjarnan einn hring fram í fjörð. Þar voru málin rædd og Steindór tók að sér að koma skilaboðum til sinna manna. Þannig liðkaði hann fyrir lausn ýmissa mála sem voru póli- tískt erfið í bænum. Steindór var mikill Akureyringur og bar hag bæjarins mjög fyrir brjósti. Steindór kvaddi á hljóðlátan hátt fjarri heimahögunum án nokkurs aðdraganda. Hans er nú sárt saknað eftir áratuga vináttu. Eft- irlifandi móður, systkinum og öðrum fjölskyldumeðlimum eru sendar innilegar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning Steindórs Gunnarssonar. Sigfús Jónsson. Kveðja frá Knattspyrnu- félagi Akureyrar Góður vinur og félagi er látinn langt fyrir aldur fram. Steindór Gunnarsson varð bráðkvaddur laugardaginn 19. mars síðastlið- inn. Í okkar hóp er rofið stórt skarð og minnumst við KA-menn hans með hlýhug og virðingu. Steindór var ötull félagsmað- ur, einstaklega trúr sínu félagi og vann af dugnaði öll þau störf er hann tók að sér. Hann var ein- staklega þægilegur og ljúfur í viðmóti. Hann bar hag félagsins mjög fyrir brjósti og þegar við hittumst, ýmist á förnum vegi eða uppi í KA-húsi ræddum við löngum um félagið og sér í lagi var honum knattspyrnudeildin hjartfólgin og bar hann hag leik- manna sérstaklega fyrir brjósti. Fyrir tæpum fjörutíu árum, þegar ég var nokkra mánuði í Reykjavík, kynntist ég Steindóri í gegnum Guggu vinkonu mína, sem var við nám í Reykjavík þá en hún var trúlofuð Bjössa heitn- um bróður Steindórs. Ég var einnig trúlofuð þá. Bjössi var á Akureyri og minn kærasti í Sví- þjóð og fannst mér stundum að Steindór, sem þá var við lögfræðinám við HÍ, væri þarna í hlutverki stóra bróður að passa okkur. Þegar illa lá á okkur, sennilega vegna þess að við sökn- uðum þeirra, kærastanna okkar, reyndi Steindór að hressa okkur og kæta eins og stórum bróður sæmir. Ég veit ekki hvort þeir Magnús Gauti og Sigbjörn, kær- astar okkar og svo eiginmenn, hafa nokkru sinni þakkað Stein- dóri. Kunningsskapur okkar Steindórs og síðar vinátta hélst alla tíð. Ég minnist þessa góðhjartaða, ljúfa manns með söknuði og hlý- hug. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. Eg veit einn að aldrei deyr: dómur um dauðan hvern. (Úr Hávamálum) Fyrir hönd Knattspyrnufélags Akureyrar votta ég Guðrúnu, móður Steindórs, systkinum og öðrum fjölskyldumeðlimum mína innilegustu samúð. Hrefna Gunnhildur Torfadóttir, formaður KA. Steindór Gunnarsson var vak- inn og sofinn yfir velferð KA. Hann var KA-maðurinn,sem var alltaf boðinn og búinn að leggja hönd á plóg. Einkum naut knatt- spyrnan hans stuðnings og starfsorku. Knattspyrnudeild KA hefur misst einn af sínum dyggustu stuðningsmönnum og velunnurum. Dorri lagði KA með einum eða öðrum hætti lið í áratugi. Alltaf tilbúinn til að skjótast með strák- unum í útileiki, hvert á land sem var. Og alltaf tilbúinn að afla fjár fyrir félagið. Enginn fór í fötin hans í þeim efnum. Dorri var vel tengdur, eins og sagt er. Þekkti annan hvern mann og ríflega það. Þessi tengsl nýttust honum vel í fjáröflun fyrir KA. Inn á ófáar forstjóraskrifstofurnar fór hann og sagðist ekki fara út fyrr en tryggt væri að viðkomandi fyrir- tæki styrkti fótboltann í KA um nokkrar krónur. Og jafnan snar- virkaði þessi herfræði Dorra. Að afla fjárstyrkja, selja ársmiða eða auglýsingar í blöð eða síma- skrána. Þar var Dorri á heima- velli. Dorri þekkti vel til víða um land. Og ófáum fróðleiksmolun- um um sveitir landsins gaukaði hann að KA-strákunum í ferðum þeirra í útileiki. Hann var sagna- maður. Sögurnar eftirminnilegar og tilsvörin óborganleg. Stein- dórssögur myndu fylla veglega bók og nú þegar Dorri hefur lokið þessari jarðvist lifir minning hans í gegnum allar sögurnar sem af honum hafa varðveist og Dorri var reyndar sjálfur dugleg- ur að rifja upp. Knattspyrnan í KA á Dorra svo óendanlega mikið að þakka. Hann var lítt gefinn fyrir að vera í fremstu víglínu. Hann var mað- urinn á bak við tjöldin. Einn af þessum ómissandi hlekkjum í keðjunni. Skarð hans verður vandfyllt, en eftir sem áður verð- ur flautað til leiks og gulbláir KA- menn skokka inn á völlinn og glíma við verðuga andstæðinga. Boltinn mun áfram rúlla og lífið heldur áfram. Aldraðri móður Dorra, Guð- rúnu Sigbjörnsdóttur, systkinum hans, Kristínu og Gunnari og öðr- um ástvinum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hvíl í friði, góði vinur. Takk fyrir alla eljuna og dugnaðinn í þágu okkar allra í Knattspyrnu- félagi Akureyrar. F.h. knattspyrnudeildar KA, Bjarni Áskelsson og Óskar Þór Halldórsson. Steindór Gunnarsson var eitt kennileita Akureyrar. Það var vart til það götuhorn í miðbænum þar sem maður rakst ekki á hann í erli sinna sagna. Hann var eig- inlega fjölmiðill, sagnaþulur og djúpvitur á pólitíska strauma. Það var nautn að tala við hann – enda stórkratinn ósínkur á öll sín ráð. Við þekktumst lengi, enda bjuggum við í sömu götunni uppi á Syðri-Brekku fram á fullorðins- ár. Þar var tekið til hendinni á næstu grösum; KA-svæðið mótað með skóflum og hrífum og völl- urinn markaður með kalki úr KEA. Þá strax vissi Dorri að hann yrði betri stuðningsmaður en íþróttamaður. Hann var sér- stakur á marga vegu. Og í honum bjuggu þversagnir. Hann var fé- lagslyndur einfari, en umfram allt drengur góður og bar hag Steindór Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.