Morgunblaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2011
Reuters
Evrur Verðbólga fer vaxandi á evru-
svæðinu um þessar mundir.
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Einsýnt þykir að Evrópski seðlabankinn muni
hækka stýrivexti sína í apríl vegna vaxandi verð-
bólguþrýstings á evrusvæðinu. Verðbólga á árs-
grundvelli mældist 2,6% í marsmánuði og jókst úr
2,4% frá því í febrúar. Hún hefur ekki mælst meiri
á evrusvæðinu frá því í október árið 2008 og þar
sem hún er enn að aukast á milli mánaða eru vax-
andi líkur á því að Evrópski seðlabankinn neyðist
til þess að hækka vexti oftar en einu sinni á kom-
andi mánuðum.
Bankinn hefur látið í ljós áhyggjur sínar af
áhrifum víxlverkana hækkandi verðlags á launa-
kröfur á vinnumarkaði og áhrifum þeirra á verð-
bólguvæntingar á evrusvæðinu. Samkvæmt
breska blaðinu Financial Times sjást nú skýrar
vísbendingar um launaskrið í stærsta hagkerfi
evrusvæðisins, Þýskalandi, en þar hefur hagvöxt-
ur verið mun meiri að undanförnu en í flestum
öðrum aðildarríkjum evrusvæðisins og á sama
tíma hefur atvinnuleysi þar ekki verið minna í tvo
áratugi.
Staðan í Þýskalandi og nágrannalöndum saman-
borið við ástand efnahagsmála í þeim ríkjum evru-
svæðisins sem kljást nú við erfiða skuldakreppu,
samdrátt, mikinn og niðurskurð setur stjórn Evr-
ópska seðlabankans í töluverðan vanda. Þegar litið
er til Þýskalands hníga öll rök að því þörf sé á að
hækka stýrivexti en að sama skapi gæti slík
hækkun orðið ríkjum á borð við Grikkland, Írland,
Spán og Portúgal þungbær. Þessi ríki geta vart
fjármagnað sig með sjálfbærum hætti nú og þar
af leiðandi myndi frekari vaxtahækkun ofan á nú-
verandi kjör reynast þeim ákaflega erfið.
Horft á heildarmyndina
Greinarskrif Jürgens Starks, sem situr í banka-
stjórn Evrópska seðlabankans, í vikunni benda
hins vegar til þess að menn muni ekki horfa til
vanda þeirra ríkja sem berjast við afleiðingar
skuldakreppunnar við ákvörðun vaxta á næstunni.
Stark telur að stjórn bankans verði að taka
ákvarðanir út frá hagstærðum heildarmyndarinn-
ar þó svo að einstaka aðildarríki þurfi að takast á
við niðursveiflu, erfiðleika í ríkisfjármálum og
veika stöðu bankakerfisins.
Verðbólgan á evrusvæðinu færist í aukana
Verðbólga mældist 2,6% á ársgrundvelli í marsmánuði og var 2,4% í mánuðinum
á undan Vaxtahækkun yfirvofandi þrátt fyrir skuldakreppu einstakra evruríkja
Stuttar fréttir ...
● Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði
um 0,14 prósent í viðskiptum gær-
dagsins og endaði í 206,61 stigi. Verð-
tryggði hluti vísitölunnar hækkaði um
0,26 prósent en sá óverðtryggði lækk-
aði um 0,16 prósent. Velta á skulda-
bréfamarkaði nam 13,36 milljörðum.
Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækk-
aði um 0,47 prósent í dag og endaði í
999,95 stigum. bjarni@mbl.is
Hækkanir í kauphöll
● Hæstiréttur
sneri í gær dómi
Héraðsdóms
Reykjavíkur í máli
Bjarka Diego gegn
íslenska ríkinu og
ber ríkinu að
greiða Bjarka til
baka ofgreidda
skatta upp á 45
milljónir króna með
vöxtum og 1,5 millj-
ónir króna í málskostnað að auki.
Málið snerist um það með hvaða
hætti ætti að skattleggja söluréttar-
samninga eins og þá sem Bjarki gerði
við vinnuveitanda sinn, Kaupþing. Í
raun snerist deilan um það á hvaða
tímapunkti skattskylda skapaðist og
hve hár skattstofninn væri.
Taldi ríkisskattstjóri að söluréttar-
samningur eins og sá sem Bjarki gerði
við Kaupþing væri í raun kaupréttar-
samningur. Skattskylda hefði skapast
þegar söluréttarákvæði samningsins
rann út og skattstofninn væri munur á
markaðsvirði bréfanna þegar samning-
urinn var gerður og þegar söluréttar-
ákvæðið rann út. Á þetta féllst héraðs-
dómur.
Hæstiréttur taldi hins vegar að vissu-
lega fælist verðmæti í söluréttarsamn-
ingi sem slíkum. Hins vegar nýtti Bjarki
sér aldrei söluréttinn og myndaði því
rétturinn ekki tekjur honum til handa.
Forsenda ríkisskattstjóra fyrir skatt-
lagningu fékk því ekki staðist, að mati
dómsins. bjarni@mbl.is
Dómi héraðsdóms snúið
í skattamáli Bjarka
Samið Bjarki gerði
söluréttarsamning
við Kaupþing.
irtækisins sé engu að síður traustur.
Sjóðstreymi standi undir regluleg-
um útgjöldum og gott betur. Hins
vegar ráði hann ekki við afborganir
félagsins til ársins 2016. Endurfjár-
mögnunarþörf OR liggur nærri 50
milljörðum króna fram til þess árs.
Bjarni segist aldrei hafa talið að OR
væri gjaldþrota, eins og haft hefur
verið eftir honum í fjölmiðlum. „Ekki
má varpa fram þeirri mynd að félag-
ið sé á hausnum, það er beinlínis
rangt. Okkur hefur lengi verið ljóst
að þessi staða gæti komið upp.“
Hefðu getað borgað laun
með yfirdrætti fram á haust
Aðgangur að lánalínum hjá þremur íslenskum bönkum upp á átta milljarða
Morgunblaðið/Árni Sæberg
OR Hefðu þurft að greiða út laun með yfirdrætti fram á haust, hefði ekki
borist neyðarendurfjármögnun frá eigandanum Reykjavíkurborg.
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orku-
veitu Reykjavíkur (OR), segir að
lengi hafi legið fyrir að fyrirtækið
gæti hugsanlega lent í lausafjár-
vandræðum er liði á vorið, en fram
hefur komið að Reykjavíkurborg
mun lána fyrirtækinu á annan tug
milljarða, þar sem ekki hefur tekist
að tryggja fjármögnun annars stað-
ar. „Fyrirsjáanlegt var að ekki yrði
mögulegt að greiða laun fyrir maí-
mánuð, nema með yfirdrætti. Við
eigum aðgang að slíkum lánum hjá
þremur íslenskum bönkum, upp á
samtals átta milljarða. Sá yfirdrátt-
ur hefði orðið uppurinn í haust.
Orkuveita Reykjavíkur getur ekki
lifað við það að borga laun frá mán-
uði til mánaðar með yfirdrætti. Þess
vegna þurfti að grípa til þeirra að-
gerða sem kynntar voru í vikunni,“
segir Bjarni.
Forstjórinn segir að stjórnendum
OR hafi borist endanlegt afsvar frá
fulltrúum Norræna fjárfestingar-
bankans um hugsanlega fyrir-
greiðslu í byrjun mars. Rekstur fyr-
Staða OR
» Hefur aðgang að alls átta
milljarða króna yfirdráttar-
lánum, sem hefðu dugað til að
standa undir reglulegum út-
gjöldum fram á næsta haust.
» Draga hefði þurft á lánalínur
til að borga laun í maí, hefði
ekki komið til lán frá Reykja-
víkurborg.
FRÉTTASKÝRING
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Hagstofan birtir á hverju ári ítar-
legar upplýsingar um laun á al-
mennum vinnumarkaði, þ.e. laun
fólks í einkageiranum. Hins vegar
er mun erfiðara að finna sambæri-
legar upplýsingar um laun ríkis-
starfsmanna eða annarra opinberra
starfsmanna.
Hagstofan gefur út svokallaða
launavísitölu, þar sem hægt er að
sjá hlutfallsbreytingar á launum op-
inberra starfsmanna og starfs-
manna á almennum vinnumarkaði,
en þar er ekki að finna upplýsingar
um fjárhæð launa.
Viðskiptablaðið reyndi hins vegar
haustið 2009 að reikna út heildar-
meðallaun ríkisstarfsmanna. Sá út-
reikningur féll fjármálaráðuneytinu
ekki í geð og sendi ráðuneytið frá
sér yfirlýsingu þar sem kemur fram
að heildarmeðallaun ríkisstarfs-
manna hafi, miðað við fyrstu tíu
mánuði þess árs, verið um 458.000
krónur. Það ár voru heildarmeðal-
laun á almennum vinnumarkaði um
423.000 krónur samkvæmt Hagstof-
unni.
Ef gert er ráð fyrir því að laun
ríkisstarfsmanna hafi þróast, frá
árinu 2005, í takt við vísitölu launa
opinberra starfsmanna er hægt að
slá gróflega á launaþróun í þeim
geira og bera saman við tölur Hag-
stofunnar um laun á almennum
vinnumarkaði.
Þegar það er gert sést að frá
árinu 2005 og út árið 2008 voru laun
á almennum vinnumarkaði hærri en
laun ríkisstarfsmanna. Frá ársbyrj-
un 2009 hefur hins vegar skilið
skarpt á milli þessara tveggja
flokka launafólks. Heildarmeðallaun
á almennum vinnumarkaði voru árið
2008 um 454.000 krónur en ári
seinna voru þau 423.000 krónur. Að
gefnum áðurnefndum fyrirvörum
voru laun ríkisstarfsmanna hins
vegar um 437.000 krónur árið 2008,
en 458.000 krónur ári síðar. Laun
ríkisstarfsmanna hækkuðu með öðr-
um orðum eftir kreppu á meðan
laun á almennum vinnumarkaði
lækkuðu.
Þá ber að hafa í huga að í þessum
tölum eru mótframlög vinnuveit-
anda í lífeyrissjóði ekki talin með.
Þetta framlag er hærra hjá ríkis-
starfsmönnum en hjá starfsfólki í al-
menna geiranum og verður að hafa
það í huga þegar þetta er skoðað.
Ríkissjóður borgar betur
Laun á almennum vinnumarkaði voru hærri en laun ríkisstarfsmanna fyrir hrun
Síðan þá hefur staðan snúist við og eru meðallaun ríkisstarfsmanna hærri
Heildarmeðallaun starfsfólks
á almennum vinnumarkaði og hjá ríkinu
Heimild: Hagstofan og fjármálaráðuneytið
500.000
450.000
400.000
350.000
300.000
250.000
2005 2006 2007 2008 2009 2010
Ríkisstarfsmenn
Starfsmenn á almennum
vinnumarkaði
334.379 kr.
441.325 kr.
318.823 kr.
470.503 kr.
!"# $% " &'( )* '$*
++,-.
+.,-+/
++0-12
1+-201
13-4.
+.-3/2
+15-,+
+-,015
+.3-,5
+2+-21
++5-30
+.,-25
++0-2
1+-0,4
13-25+
+.-+5/
+15-22
+-,025
+.3-..
+21-30
1+2-32/0
++5-,5
+.5-3/
++0-/5
1+-0/.
13-031
+.-131
+14-3+
+-,.35
+.+-51
+21-41
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á