Morgunblaðið - 01.04.2011, Side 14

Morgunblaðið - 01.04.2011, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2011 „Aðsamþykkja samninginner einsogaðgiftast leiðinlega gæjanum til aðhann hætti að böggaþig.“ ADVICE hópurinn telur hagsmunum Íslands best borgið með því að fella Icesave-lögin þann 9. apríl. Auglýsingar og annað starf hópsins er greitt með frjálsum framlögum og vinnuframlagi sjálfboðaliða. Tölvupóstur: advice@advice.is www.advice.is „Við samþykkt samningsins mun vesenið fyrst hefjast fyrir alvöru. Nú þegar er verið að skera allt inn að beini hér á landi til að ná inn nokkrum tugum eða hundruðum milljóna króna. Icesave umræða dagsins í dag verður eins og vögguljóð í minningunni við hliðina á þeim sársauka og efnahagslegu áhrifum sem greiðslurnar munu valda okkur næstu 35 árin.“ Lára Björg Björnsdóttir - Pressupenni Kristín Ágústsdóttir Neskaupstaður Heldur rólegt hefur verið yfir starf- semi fæðingardeildar Fjórðungssjúkrahússins í Nes- kaupstað (FSN) á fyrsta ársfjórðungnum. Einungis 12 börn voru fædd seinni hluta marsmánaðar. Á sama tíma í fyrra höfðu fæðst 28 börn, en það ár var metár og þá fæddust 87 börn. Engu að síður telja ljósmæður deildarinnar að árið geti orðið gott. „Það eru margar konur að gefa sig fram í mæðravernd þessa dagana. Sumrarið og haustið verður gjöfult,“ sögðu þær Jónína Salný Guðmundsdóttir og Oddný Ösp Gísladóttir kátar. „Við gætum alveg jafnað síð- asta ár út.“ Deildin á góða að Fæðingardeildin á góða að og undanfarið hafa henni verið færðar góðar gjafir. M.a. færði sauma- klúbbur á Reyðarfirði deildinni sængurver til að láta í ljós ánægju með góða þjónustu á deildinni. Þá hefur Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað (SÚN) verið duglegt að færa deildinni ýmsan búnað til að auka þægindi nýbakaðra foreldra. Á dögunum færði starfsfólk sjúkrahússins deildinni nýja mjaltavél af fullkomnustu gerð sem mun þjóna bæði inniliggjandi sængurkonum og mjólkandi mæðrum út í bæ. Talið er að um fjórðungur austfirskra kvenna fæði utan fjórðungsins. Sumar af læknisfræðilegum ástæðum og aðrar vegna fjölskyldutengsla. „Við telj- um að konur af Austurlandi séu í auknum mæli farn- ar að nýta sér þjónustuna hér og hvetjum þær til að koma hér og fæða,“ segir Jónína Salný. Á fæðingardeildinni eru tæplega þrjú stöðugildi og enginn vandi að manna þau nú um mundir. Spurðar út í framtíðina sögðu ljósmæðurnar að óvissan væri óþægileg. „Það vantar stefnumörkun hjá stjórnvöldum eða að minnsta kosti þarf að opinbera hana ef hún er til. Hvar eiga að vera fæðingadeildir á Íslandi og hvar eiga að vera skurðstofur? Ef niðurskurðurinn verður meiri missum við hæft starfsfólk og stöndum þá mun verr að vígi þegar eitthvað óvænt gerast,“ sagði Jón- ína Salný. „Við vorum í þeirri stöðu sl. sumar að geta ekki sent frá okkur veik börn til Reykjavíkur vegna eldgoss! Hver hefði séð það fyrir að eldgos um há- sumar kæmi í veg fyrir flutning á sjúkum börnum? Sem betur fer komust börnin til Akureyrar og fengu þar fyrsta flokks þjónustu.“ Færri börn en í fyrra  Sumarið og haustið verð- ur gjöfult í fæðingum Ljósmynd/Ingvar Ísfeld Krúttsprengja 12. barnið á fæðingardeildinni þetta ár- ið. Dóttir Ingvars Ísfeld og Hrannar Sigurðardóttur. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Mannauður Ljósmæðurnar Hrafnhildur Lóa Guð- mundsdóttir, Oddný Ösp Gísladóttir, Jónína Salný Guðmundsdóttir og Ingibjörg Birgisdóttir eru kátar með nýju mjaltavélina Humlu. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Norska fyrirtækið Barnehagebuss- en í Stryn, sem hannað hefur og framleitt svonefndar leikskólarútur, hefur áhuga á að komast í samband við rekstraraðila leikskóla hér á landi, jafnt sveitarfélög sem einka- aðila. Fyrirtækið hefur frá 2007 útbúið rútur af þessu tagi fyrir leik- skóla bæði í Svíþjóð og Noregi en þær eru framleiddar og við- urkenndar sem sérstakar deildir í leikskólum með pláss fyrir 22 börn. Þessi lausn hefur verið talin henta vel fyrir leikskóla sem þurfa að stækka við sig og/eða búa við skort á húsnæði. Íslenskir leikskólakenn- arar hafa kynnt sér þessa starfsemi í kynnisferðum í leikskóla í Svíþjóð og hafa skólar í Hafnarfirði og Reykja- vík gefið þessum möguleika gaum án þess að nokkrar ákvarðanir hafi ver- ið teknar. Meðal þeirra er Hlíðarberg í Hafnarfirði, en kennarar þaðan fóru í námsferð til Uppsala í Svíþjóð í febrúar sl. Meðal þess sem fyrir augu bar voru rútur af þessu tagi, en hópurinn kynnti sér einnig annars konar leikskólastarfsemi á svæðinu. „Þetta er mjög spennandi og skemmtileg hugmynd, bara spurn- ing hvernig hægt er að aðlaga hana íslenskum aðstæðum,“ segir Svan- hildur Ósk Garðarsdóttir, aðstoð- arleikskólastjóri Hlíðarbergs, við Morgunblaðið. Hún segir starfsemi af þessu tagi gefa ýmsa nýja mögu- leika fyrir leikskóla, og veiti börnum jafnframt fleiri tækifæri til að kynn- ast umhverfi sínu. Í þessum leik- skólum í Uppsölum hefst dagurinn með því að ekið er í kannski hálf- tíma, þar til komið er á eitthvert úti- vistarsvæði. Síðan tekur við uppeld- islegt starf og matur hitaður upp um borð í rútunum, þar sem einnig er salernisaðstaða, sem og fatahólf og aðstaða til að vinna verkefni. Svan- hildur segir sænsku leikskólakenn- arana hafa hiklaust mælt með þess- um kosti, reynsla þeirra sé mjög góð og mikil ásókn foreldra í að koma börnunum þarna að. „Þarna er í raun allt til staðar og leikskólakenn- ararnir eru líka bílstjórar, þær höfðu bara tekið meirapróf,“ segir hún og hlær. Nálgast má nánari upplýsingar um leikskólarúturnar á vefnum www.barnehagebussen.no, þar sem einnig er hægt að skoða myndir frá þessari sérstöku starfsemi. Hver rúta mun kosta með öll um 2,5 millj- ónir norskra króna, jafnvirði um 50 milljóna króna. Hefur fyrirtækið selt 15 rútur af þessu tagi, segir Inge Arne hjá Barnehagebussen. Leikskólarútur í notkun hér?  Norskt fyrirtæki kynnir nýjung fyrir íslenskum leikskólum  Börnin ferðast í rútum sem eru þeirra afdrep og skjól  Íslenskir leikskólakennarar hafa kynnt sér þetta og finnst hugmyndin spennandi Ljósmyndir/Barnehagebussen.no Leikskólarúta Þessari nýjung í starfsemi leikskóla hefur verið vel tekið í Noregi og Svíþjóð. Rúturnar hafa verið viðurkenndar sem sér deildir og biðlistar myndast eftir plássum. Rútan er m.a. notuð sem afdrep og til að snæða í. „Þetta hefur verið jákvætt bæði í kennslunni og fjárhagslega. Reynslan hefur sýnt að börnin eru bæði frískari og betur upp- lögð, auðveldari í samskiptum, fá betri skilning á náttúrunni og læra meira um staðhætti,“ segir Inge Arne Bøe í samtali við Morgunblaðið, en hann hefur stýrt verkefninu. Hann segir foreldra sem eiga börn á þessum deildum vera mjög ánægða með þetta útivist- arfyrirkomulag þar sem hver dagur sé nýtt ævintýri. Mörg bæjarfélög og einkaleikskólar á Norðurlöndum hafi sýnt áhuga á að kaupa þessar rútur og nú sé verið að kanna áhuga Íslend- inga á þessum kosti. Börnin betur upplögð GÓÐ REYNSLA Í NOREGI Börn Rútunum er mjög vel tekið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.