Morgunblaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 11
Afraksturinn var svo myndaður í stúdíói Morgun-
blaðsins en það var Andrea Pálmadóttir sem sat fyrir á
myndunum.
Frá toppi til táar
Og hvaða vörur voru það svo sem hlutu náð fyrir
augum nemendanna?
Jú, í hár og á andlit fyrirsætunnar voru valdar vörur
frá snyrtivörufyrirtækinu Aveda sem hefur markvisst
dregið úr notkun á efnum skaðlegum umhverfinu. Auk
þess starfar það samkvæmt svonefndri vöggu til vöggu-
hugmyndafræði, sem snýst um að herma eftir hringrás
náttúrunnar í framleiðsluferlinu. Þá voru valin and-
litskrem frá íslenska fyrirtækinu Sóley organics, en
þau eru lífrænt vottuð og að auki framleidd hér-
lendis, sem leiðir af sér mun minni mengun við
flutning en ella.
Eyrnalokkarnir eru sömuleiðis íslenskir,
með perlu búinni til með því að bræða hraun.
Lokkana gerði fangi á Litla-Hrauni í tóm-
stundum sínum með vistvænum aðferðum, en
þannig stundaði hann uppbyggilega iðju sem
aftur er líkleg til að skila sér til samfélagsins.
Hálsmenið var fengið á haustmarkaði
Árbæjarsafnsins, en það er gert úr notuðum
reiðhjólaslöngum sem skornar hafa verið
niður og þræddar upp á band. Sömuleiðis
framleitt innanlands.
Mosahringurinn er frá Hafsteini Júl-
íussyni hönnuði. Í staðinn fyrir hefðbundna
eðalsteina sem unnir eru úr jörðu við mis-
mannúðlegar aðstæður, pússaðir með orku-
frekum hætti og loks fluttir um langan veg,
þá notar Hafsteinn íslenskan lífrænan
mosa og færir þannig náttúruna nær þeim
sem ber hringinn.
Peysukápan, sem er frá 8045 og eftir
Bóas Kristjánsson, er sömuleiðis fram-
leidd innanlands. Bóas flytur inn til
landsins lífrænan bómullarþráð og fær
íslenska prjónastofu til að vefja efni úr
honum sem hann notar svo í peysuna.
Gallabuxurnar eru úr Rauðakross-
búðinni. Notaður fatnaður er með því
umhverfisvænasta sem finnst því eng-
in mengun hlýst af framleiðslu hans
auk þess sem kaup í slíkum versl-
unum eru til styrktar verðugum sam-
félagsmálefnum.
Kjóllinn er frá hollenska merkinu
Humanoid og fæst í Kronkron. Með því
að kaupa gæðavöru, sem endist lengi og
er tímalaus í sniði svo nota má hana á fjöl-
breytta vegu er dregið úr þörf á nýjum fatn-
aði og þannig má draga úr mengandi fata-
framleiðslu.
Taskan er unnin úr gosdósaflipum. Hún
er framleidd af Escama studios og fæst m.a.
í Emami, en fyrirtækið Kolors flytur hana
inn. Töskurnar falla undir svokallaða upp-
vinnslu en hún snýst um að nýta efni sem
annars væri hent sem hráefni í eitthvað
nýtt, án þess að fara með þau fyrst í gegn-
um orkufrek endurvinnsluferli. Töskurnar
eru að auki framleiddar skv. Fair trade-
stefnunni, sem tryggir að framleiðendur,
í þessu tilfelli fátækar konur í Brasilíu,
fái sæmandi laun og vinnuaðstöðu.
Sokkarnir eru úr smiðju Jet Kor-
ine, sem starfar í Reykjavík, en þeir
eru úr endurunninni bómull og litaðir
með náttúrulegum efnum á borð við
eldfjallaösku, ryð, mold, blóm og tré.
Sokkarnir voru fengnir að láni, sem
einnig stuðlar að minni mengun því
það dregur úr þörf á framleiðslu
nýrra hluta.
Skórnir eru frá Camper og fást
í Kron. Camper leggur áherslu á
gæði og að skórnir séu tímalausir
svo þeir endist sem lengst.
Alklæðnaður Smart
og í tísku en um leið
vistvæn. Andrea
Pálmadóttir tekur
sig vel út í fötunum
sem hópurinn valdi.
Þrátt fyrir að nauðsynlegtsé að velta við öllumsteinum og stinga á öllumkýlum er eftir standa í
kjölfar gjaldþrots bankanna, er al-
veg jafn brýnt að geta haft húmor
fyrir því sem misjafnlega fór. Ég
hef til dæmis skemmt mér kon-
unglega við að lesa gamlar til-
kynningar sem bárust Kauphöll-
inni á árunum 2007 og 2008. Þar
voru margir viðskiptagerningar
kynntir til sögunnar með lúðra-
blæstri. Þessir sömu gerningar
reyndust síðan margir hverjir –
ekki þó allir – alveg fáránlega
glatað blöff. Tökum sem dæmi til-
kynningu frá Kaupþingi frá 22.
september 2008. Þetta var um það
bil viku áður en Glitnir lagðist í
kör og leitaði á náðir yfirvalda til
að fá neyðarlán. Í tilkynningu
Kaupþings má meðal annars finna
eftirfarandi texta: „Okkur er mikil
ánægja að bjóða hans hátign
Sheikh Mohammed Bin Khalifa Al-
Thani velkominn í hluthafahóp
Kaupþings.[…] Við hlökkum til að
vinna með hans hátign Sheikh Mo-
hammed í framtíðinni.“ Í ljósi þess
sem fram hefur komið síðar er
þessi textasmíð Kaupþings nokkuð
skopleg.
Ég velti fyrir mér hvað rann í
gegnum huga manna þegar þeir
settust niður og sömdu þennan
texta. Og þessi tilkynning Kaup-
þings sem hér er tekin sem dæmi
er auðvitað ekki sú eina sem getur
kitlað hláturtaugarnar, sé hún les-
in með ákveðnum gleraugum.
Hugsanlega gæti mörgum
reynst kreppan bærilegri við það
að sjá skoplegu hliðina á því ep-
íska rugli sem fór fram á Íslandi á
þensluárunum miklu. Eins og með
alla aðra froðu voru margir þess-
ara hluta fljótir að koðna nið-
ur og leysast upp eftir að
bankarnir dóu drottni
sínum. Á Íslandi mynd-
aðist stétt manna þar
sem einkasnekkjur, sem
kostuðu hundruð millj-
óna eða milljarða króna,
þóttu sjálfsögð þægindi.
Eftir því sem best verður vitað
eru þessar snekkjur allar komnar í
eigu kröfuhafa í dag. Það mun líka
að öllum líkindum líða einhver tími
þangað til menn snæða næst gull í
íslenskum partíum. Mér er líka til
efs að nokkur Íslendingur muni
fjárfesta í heimsfrægum tónlist-
armönnum til að skemmta í partí-
um, sama hvort þau partí fari fram
hér heima á Íslandi eða í Kar-
íbahafinu. Hins vegar er ein geð-
veikin sem stendur eftir og menn
ætla að fylgja eftir. Þar um að
ræða alþýðuhöllina við höfnina.
Einhvern veginn fundust peningar
til að klára það dæmi. Meira að
segja héldu einhverjir því fram að
ódýrara væri að klára húsið, þar
sem svo miklum peningum hefði
þegar verið eytt í það. Mér er ekki
til efs að öll þau ráðstefnuherbergi
og tónlistarsalir sem þar verður að
finna, muni verða einhverjum til
gagns. Samt sem áður – hvers
kyns hugsanir mun fólk tengja við
þetta hús? Verður litið á alþýðu-
höllina sem merki stórhuga, menn-
ingarlega þenkjandi stjórnvalda,
sem létu ekki eitt stykki hrun
stöðva sig? Eða verður þetta
minnisvarði um torskiljanlegar
ákvarðanir fólks sem vissi ekki
hvenær væri rétti tíminn
til að segja þetta gott?
Ætli við verðum
ekki bara að sjá
skoplegu hliðina á
þessu?
»Auðvitað er þar um aðræða alþýðuhöllina
við höfnina. Einhvern veg-
inn fundust peningar til að
klára það dæmi.
HeimurÞórðar
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2011
Kynntu þér lán og aðra
þjónustu Íbúðalánasjóðs
Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969
www.ils.is
Lán til íbúðakaupa
Lán til endurbóta og viðbygginga
Aukalán vegna sérþarfa (skert starfsorka)
Úrræði í greiðsluvanda
Morgunblaðið/Sigurgeir S