Morgunblaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Umræðanum þjóð-félagsmál sækir sífellt á lægra plan. Ekki hafa fundist nein málefnaleg rök fyrir því að Íslend- ingar eigi að axla skuldir að kröfu Breta og Hollendinga. Samt eru til menn sem mæla með slíku, jafnvel menn sem taka sjálfa sig alvarlega þess á milli. Hæstaréttarlögmaður segir á fundi í Háskóla Íslands að hann telji að lög standi ekki til þess að Íslendingar samþykki ríkisábyrgð á kröfunum að ut- an. En þrátt fyrir það vill hann samþykkja hinn vonda samn- ing vegna þess að ekki sé hægt að útiloka að málið fari illa gangi það til dóms. Þetta getur ekki þýtt annað en að lögmað- urinn treysti ekki íslenskum dómstólum, því að þar er varn- arþing málsins. Þingmaður sem talar á öðr- um fundi í sömu stofnun rök- styður óvæntan stuðning sinn við að gefast upp fyrir kröfu- þjóðunum með því orðalagi að hann vilji „éta æluna“. Sjálf- sagt eru fáir sem vilja þing- manninn þann sem sinn sessu- naut næst þegar gengið er til borðs. Lipur penni fyrir hvaða mál- stað Samfylkingarinnar sem er, en hefur þó sagst sjá eftir að hafa elt hana í fylgispekt við Baug, býr sér til rök til að segja já við Icesave III. Hann á augljóslega örðugt með að komast fram hjá því að ekki sé hægt að ætlast til að almenn- ingur taki á sig skuldir óreiðu- manna. En eftir langa leit fann hann leið: Ef við nauðug tökum ekki á okkur að greiða skuldir óreiðumanna þá verðum við sjálf óreiðumenn, verður nið- urstaða hans. Er það virki- lega? En ef tilveran er svona skrítin og hinn sið- legi mælikvarði orðinn eins og trylltur áttaviti í sveiflandi segul- sviði, því þá að byrja á Bretum og Hollendingum? Það eru margir einstakling- ar sem sitja með sárt ennið, hlaðnir skuldum, búnir að missa fyrirtæki sín eða íbúðir vegna framgöngu óreiðumann- anna hér á landi. Dag eftir dag er sagt frá búum í skiptum þar sem nánast ekkert fæst upp í milljarða skuldir. Bak við þær tilkynningar eru þúsundir Ís- lendinga sem sjá ekki út úr sín- um málum og höfðu þó ekkert til saka unnið annað en að treysta loforðum óreiðumanna um greiðslur. Því byrjar hinn skarpi skríbent ekki á því að safna framlögum til þess fólks? Og leggur jafnvel eitthvað fyrstur til úr eigin vasa. Margt af því fólki verður til viðbótar tjóni sínu að taka á sig löglaus- ar kröfurnar að utan fái vilji hans og röksemdir að ráða för. Og Háskólinn, sem á að vera vettvangur „upplýstrar um- ræðu“ hóar saman „fræði- mönnum“ sem eru eins eins- leitur hópur og verða má til að ræða Icesave-málið „frá öllum hliðum“. Af hverju í ósköp- unum gengur stofnunin þannig fram? Háskólinn hafði sett sér það háreista markmið að verða einn af hundrað bestu háskól- um í heimi. Það var og er að vísu æði langt undan. En hafi stofnunin sett sér það mark- mið og haldið fyrir sig að verða einn af hundrað hlægilegustu háskólum í heimi, þá má vera að það mark standi nær en hún hyggur. Tilburðir hóps há- skólamanna að breyta hinni aldagömlu stofnun í eindregna áróðursstofnun fyrir sjónar- mið Samfylkingarinnar valda henni sífellt meiri skaða. Dæmin úr um- ræðunni eru fróðleg en hvorki upp- byggileg né upplýs- andi} Pælingar á plani Sigurður KáriKristjánsson fór nokkrum orð- um um störf og ástand ríkisstjórn- arinnar í fyrir- spurnartíma á Al- þingi í gær. Hann taldi upp nokkur af þeim fjölmörgu mál- um sem ríkisstjórnin væri að vandræðast með og hefðu vald- ið úlfúð innan hennar og utan. Þingmaðurinn benti á að í land- inu ríkti algert stjórnleysi, en bað Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að útskýra það orð ef hún væri ósammála. Forsætisráðherra sagðist ósammála en gat með engu móti útskýrt það svo nokkurt vit væri í. Hún taldi að hér hefði náðst mikill árangur í efnahagsmálum og að engar áhyggjur þyrfti að hafa af ríkisstjórn- inni, hún hefði mörg líf. Nú er það vissulega svo að ríkisstjórnin getur ekki form- lega fallið frá á meðan eini metnaður ráðherranna eru stólarnir og stjórnarþingmenn- irnir láta bjóða sér hvað sem er. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að stjórnleysið á stjórnarheimilinu er bæði al- gert og stórskaðlegt. Á Íslandi er ekki ríkisstjórn í hefð- bundnum skilningi þess orðs} Stjórnleysi V ið notum alls konar tæki og tól til að fylgjast með veðrinu og þurfa þau ekki að vera flókin. Loftþrýstings- mælar og kvikasilfurshitamælar eru hundgamlar uppfinningar og hafa gagnast manninum vel í gegnum tíðina. Við gerum okkur hins vegar öll grein fyrir því að þessir mælar eru ekki fullkomnir. Ef hita- mælirinn sýnir fimmtán gráða hita í snjókomu er enginn sem hugsar með sér að það sé í raun og veru fimmtán gráða hiti úti. Augljóst er að hitamælirinn er bilaður. Að sama skapi er enginn sem er svo skyni skroppinn að hann geri ráð fyrir því að með því að halda kerti undir hitamælinum geti hann hækkað lofthita úti við. Hið sama ætti að eiga við mælana sem notaðir eru til að fylgjast með hagkerfinu, þar á meðal landsframleiðslu og verðbólgu. Svokölluð neysluverðsvísitala er í mörgum löndum notuð til að mæla verðbólgu og er Ísland í þeim hópi. Mikilvægt er að hafa í huga að orsakir verðbólgu eru peningalegar, en hún birtist í hækkandi vöruverði. Vöruverð getur hins vegar hækkað og lækkað af öðrum sökum en peningalegum. Þeg- ar einblínt er á neysluverðsvísitöluna getur fólk hins vegar misst af þeim breytingum sem verða, til dæmis vegna hækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu. Slíkar hækkanir eru ekki raunveruleg verðbólga þótt þær geti leitt til almennrar hækkunar á verðlagi. Annað dæmi er um það sem virðist vera að gerast í Bandaríkjunum. Þarlenda neysluverðsvísitalan, sem stundum tekur matvælaverð inn í reikning- inn og stundum ekki, hefur ekki hækkað mikið undanfarið. Hins vegar lítur út fyrir að verið sé að fikta með mælitækin. Matvælaframleiðendur hafa nefnilega verið að minnka skammta á vörum sínum í stað þess að hækka verð. Í ný- legri grein í New York Times eru nefnd nokkur dæmi um slíkt. Heilhveitipasta er nú selt í 13,25 únsa pökkum í stað 16 únsa pakka áður. Margt niðursoðið grænmeti er nú í 13 eða 14 únsa dós- um í stað 16 únsa dósum áður og svo mætti lengi telja. Magn af snakki í hverjum poka hefur minnkað um allt að 20%. Í öllum tilvikum hefur verð haldist óbreytt. Þarna er verið að hækka verð á mat án þess að það mælist endilega í vísitölum. Í tilviki landsframleiðslu þykir mér fólk vera sérstaklega gjarnt á að rugla saman mælinum og því sem mælt er. Landsframleiðsla er það sem í orðinu felst – það sem framleitt er í landinu á ákveðnu tímabili. Til að mæla þetta skoðar Hagstofan neyslu hins opinbera og einkaaðila sem og fjárfestingu. Einkaneysla er stærsti liðurinn í mæl- ingunni og hefur þetta leitt margan manninn í þá villu að halda að með því að auka einkaneyslu með einhverjum hætti megi auka landsframleiðslu. Það er rangt. Aukin einkaneysla er bara aukin einkaneysla. Sé ekki innstæða fyrir henni er hún ekkert annað en kerti sem haldið er und- ir hitamælinum í þeirri galdratrú að með því megi hafa áhrif á veðrið. bjarni@mbl.is Bjarni Ólafsson Pistill Hitamælar stýra ekki veðrinu STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Á hugi lífeyrissjóðanna á að koma að fjármögnun Hverahlíðarvirkjunar hefur vakið mikla at- hygli en fulltrúar þeirra munu í dag eiga fund með Orkuveitu Reykjavíkur og Norðuráli um málið. Iðnaðarráðherra, Katrín Júlíus- dóttir, fagnaði í gær þessu frum- kvæði Landssamtaka lífeyrissjóða, sagðist hafa verið að bíða eftir því að sjóðirnir „færu að hreyfa sig inn í orkugeirann“. Tilefni þessara þreif- inga er slæm fjárhagsstaða Orku- veitunnar sem að sögn ráðamanna fyrirtækisins getur nú ekki fengið nein erlend lán til framkvæmda. En það sem ekki síst hangir á spýtunni er að Hverahlíðarvirkjun mun ef til vill útvega orku til vænt- anlegrar verksmiðju Norðuráls í Helguvík. Eitt af því sem gagnrýnt hefur verið í tengslum við álverið í Helguvík er að óvíst sé hvort hægt sé að útvega því næga orku og hefj- ist framkvæmdir við Hverahlíðar- virkjun gæti dregið úr þeirri óvissu. Íbúar í Reykjanesbæ, þar sem at- vinnuleysi er nú meira en annars staðar á landinu, horfa því vonar- augum til lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóðirnir munu nú eiga, auk alls annars, um 180 milljarða króna á vöxtum í banka, atvinnu- lausa peninga eins og það hefur ver- ið orðað þar sem þeir eru ekki not- aðir til að skapa störf. Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir Hverahlíðarmálið vera á algeru byrjunarstigi. „Í fyrsta lagi þarf að skoða hvort þetta sé fýsilegur kost- ur, hvað með raforkusamninginn, hvað kostar þetta, hver er arðsemin, hvað eru þeir búnir að leggja út, verður þetta hlutafélag, kæmi Orku- veitan að því, einhverjir aðrir aðilar og þannig koll af kolli,“ segir Arnar. Tafir á framkvæmdum Hart hefur verið deilt um eignar- hald á orkufyrirtækjum og einka- væðingu þeirra. Er rétt að líta á líf- eyrissjóðina eins og hvert annað einkafyrirtæki í þessu samhengi þegar haft er í huga að þeir eru eign venjulegra launþega? Og gætu líf- eyrissjóðirnir selt einkafyrirtæki sinn hlut síðar? Arnar segir ljóst að verði af samningum muni þessar spurningar vakna. Framkvæmdir á Hengilssvæðinu hafa tafist vegna fjárskorts og margvíslegrar óvissu. Tvær túrb- ínur sem nota á í Hverahlíð hafa þó verið pantaðar og hefur verið borgað inn á þær. Hluti af orkunni í fyrsta áfanga verksmiðju Norðuráls í Helguvík mun koma af Hengils- svæðinu, Orkuveitan hefur skuld- bundið sig í þessum efnum. Þegar er búið að bora talsvert á Hverahlíðar- svæðinu og vitað að þar er mikil varmaorka, stefnt er að framleiðslu upp á 90 megavött. Fyrsti áfangi álversins í Helguvík mun þurfa um 150 megavött en hversu öruggt er að Hverahlíðar- orkan verði nýtt í Helguvík? Þess verður að geta að Hjörleifur Kvaran, þáverandi forstjóri Orkuveitunnar, sagði í fyrra að ekki hefði verið gerð- ur skuldbindandi samningur við Norðurál um kaup á orku frá Hvera- hlíðarvirkjun, en fyrirhugað væri að orka frá henni yrði notuð í annan áfanga álversins. Þar sem ekki væri búið að tryggja fjármögnun versins hefði ekki verið hægt að semja um orkukaupin og Hverahlíðarvirkjun væri auk þess ekki inni á þriggja ára framkvæmdaáætlun Orkuveitunnar. Sveitarfélagið Ölfus hefur auk þess forgang að orkunni og verði samningur við fyrirtækið Thorsil, sem vill framleiða sólarkísil, endur- nýjaður gæti Hverahlíðarorkan far- ið þangað og ekki til Helguvíkur. Jarðvarmaorkan í Hverahlíð heillar Morgunblaðið/Jim Smart Leit Borað í tilraunaskyni til að kanna hve mikið af nýtanlegum varma sé til. Þegar eru framleidd yfir 200 megavött á Hengilssvæðinu, Gert hefur verið ráð fyrir að hægt verði að virkja allt að 300 megavött á Hengilssvæðinu austan við Reykjavík, þar af af 90 megavött í Hverahlíðarvirkjun en fram- kvæmdasvæði hennar er í Ölfus- hreppi. Þar sem um er að ræða vin- sæl útivistarsvæði við helsta þéttbýlissvæði landsins hafa togast á sjónarmið náttúruverndar og virkjana á Hengilssvæðinu. Bitru- virkjun var slegin af í bili vegna mikillar andstöðu, einkum í Hvera- gerði þar sem bent var á loftmeng- un sem yrði vegna losunar brenni- steinsvetnis. En umsvifin á Hengils- svæðinu eru þegar mikil, fram- leiðslugeta um 213 megavött. Mikil umsvif við Hengil Hengill Stóra Skarðs- mýrarfjall Skálafell HELLISHEIÐI Hveragerði Reykjavík Þorlákshöfn ÞRENGSLI Virkjanahús Hellisheiðar- virkjunar Hverahlíð Skíðaskálinn Hveradölum Skíðaskálar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.