Morgunblaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2011
✝ SigurðurMagnússon var
fæddur á Reyð-
arfirði 2. júní 1928.
Hann lést á Hrafn-
istu í Reykjavík 27.
mars 2011. For-
eldrar hans voru
Magnús Guðmunds-
son versl-
unarmaður frá Felli
í Breiðdal, f. 1893,
d. 1972, og Rósa
Jónína Sigurðardóttir frá Seyð-
isfirði, f. 1898, d. 1939. Systkini
Sigurðar: Aagot, f. 1919, d. 1983,
Emil Jóhann, f. 1921, d. 2001,
Rannveig Torfhildur, f. 1922, d.
2002, Aðalbjörg, f. 1923, Stef-
anía, f. 1924, d. 2007, tvíbura-
systir hennar lést í fæðingu,
Guðmundur, f. 1926, og Guðný
Ragnheiður, f. 1927.
Sigurður giftist þann 16. júní
1951 eftirlifandi eiginkonu sinni
eftir nám í Verzlunarskóla Ís-
lands hjá Íþróttabandalagi
Reykjavíkur sem fyrsti fram-
kvæmdastjóri þess, þá liðlega
tvítugur. Eftir árin hjá ÍBR helg-
aði Sigurður sig viðskiptum og
kaupmennsku en hann byggði
Melabúðina og átti og rak hana
um áratuga skeið. Einnig var
hann framkvæmdastjóri og einn
af eigendum Austurvers hf. Eft-
ir að Sigurður hætti kaup-
mennsku varð hann fram-
kvæmdastjóri og formaður
Kaupmannasamtaka Íslands um
nokkurra ára skeið. Skrifstofu-
og útbreiðslustjóri ÍSÍ varð Sig-
urður eftir tímann hjá Kaup-
mannasamtökunum. Fram-
kvæmdastjóri Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra um skeið en
réðst aftur til ÍSÍ sem fram-
kvæmdastjóri og gegndi því
starfi þar til hann lét af störfum
sökum aldurs. Þá var Sigurður
fyrsti formaður Íþrótta-
sambands fatlaðra og beitti sér
mjög í þeirra starfi.
Sigurður verður jarðsunginn
frá Fríkirkjunni í Reykjavík í
dag, 1. apríl 2011, og hefst at-
höfnin kl. 15.
Sigrúnu, f. 1. apríl
1930 á Hvamms-
tanga, dóttur Sig-
urðar Pálmasonar
kaupmanns og
konu hans Stein-
varar Benón-
ísdóttur. Synir Sig-
urðar og Sigrúnar
eru: 1) Sigurður
Rúnar, f. 1957,
maki Ágúst Birg-
isson, f. 1964, 2) Jó-
hann, f. 1962, maki Agnes Elva
Guðmundsdóttir, f. 1970, börn
þeirra eru Sigurður Andri, f.
1994, Guðmundur Emil, f. 1998,
Hrafn Ingi, f. 2006. Fyrir átti Jó-
hann a) Ástríði Katrínu, f. 1982,
d. 1982, b) Lindu, f. 1984, maki
Rúnar Karl Kristjánsson, f.
1983, sonur þeirra er Ísak Krist-
ófer, f. 2008, c) Steinvör, f. 1987,
og d) Egill, f. 1992.
Sigurður hóf starfsferil sinn
Aðfaranótt síðastliðins sunnu-
dags kvaddi faðir minn, Sigurður
Magnússon, þetta jarðlíf. Margar
minningar komu upp í hugann
sem of langt væri að telja upp. En
ein er sú minning er mig langar
að deila með þeim er þetta lesa. Í
raun man ég þetta ekki sjálfur en
mér hefur oft verið sagt. Þetta á
við um það ferðalag er þú fórst í
og sóttir kjörson þinn til Þránd-
heims.
Eftir því sem mér hefur verið
sagt þá grét þessi 14 mánaða
snáði mikið og sárt í fangi
ókunnugs manns. Þú hringdir til
Íslands í verðandi kjörmóður sem
þar beið eftir okkur, deildir með
henni áhyggjum þínum af því að
geta ekki huggað mig. Á endan-
um grést þú mér til samlætis og
urðu mikil og sterk tengsl á milli
okkar við þessi tár okkar beggja.
Þau fimmtíu og tvö ár sem síðan
hafa liðið hafa verið okkur góð.
Margt drifið á okkar daga og eng-
ir skuggar orðið til að skyggja á
okkar væntumþykju og virðingu
hvors í garð annars.
Nú er það ég sem felli tár þér
til heiðurs og með þakklæti fyrir
að hafa átt þig sem föður og vin.
Takk, pabbi minn, fyrir allt, ég
veit að þú munt njóta þín á nýjum
heimaslóðum.
Far í friði, þinn sonur saknar
sárt.
Sigurður Rúnar Sigurðsson.
Ég hef alltaf sagt að það hafi
verið mitt lán að eiga þig sem föð-
ur og ganga með þér lífsins veg
því æðruleysi og fordómaleysi
þitt var mikið. Það skipti þig engu
máli stétt, kynferði, kynhneigð,
hörundslitur eða pólitískar skoð-
anir, þú komst eins fram við alla.
Aldrei hallmæltir þú fólki eða
tókst undir sögurnar hennar
Gróu á Leiti. Kjarkur og þor voru
þitt aðalsmerki og hefur æska þín
líklega haft mikil áhrif á lundarfar
þitt. Þú varst aðeins 11 ára þegar
móðir þín deyr og fórst suður. Ég
veit að lífið var ekki alltaf dans á
rósum hjá þér, berklarnir tóku
sinn toll þegar þú varst nítján ára
og varðst að hætta þátttöku þinni
í íþróttum. Engar hindranir eru
svo stórar að ekki megi yfirstíga
þær það voru þín einkunnarorð.
Þú lést fötlun þína aldrei hamla
þér en gerðir það sem hugurinn
bauð. Þegar ég var spurður að því
hvort pabbi minn væri fatlaður
sagði ég, nei, hann er bara smá
haltur. Það var sem við vissum
báðir að líkamleg fötlun er aðeins
lítillega hamlandi og margur býr
við miklu meiri fötlun sem á að
teljast heill í skilningi samfélags-
ins.
Ég kveð þig, pabbi, og veit að
við eigum eftir að hittast seinna.
Ég geri ráð fyrir því að séra Emil
frændi og Björn bóndi hafi komið
á Smyrli og Grána með Lýsing í
taumi til að sækja þig. Nú ríðið
þið saman um grænar grundir.
Jóhann.
Hafið því ekki áhyggjur af morg-
undeginum. Morgundagurinn mun
hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi
nægir sín þjáning. (Matt. 6-34.)
Í dag kveð ég tengdaföður
minn, Sigurð Magnússon eftir að
hafa átt samleið með honum í 13
ár. Sigurður var þannig maður að
strax eftir fyrstu kynningu var
eins og að maður hefði alltaf
þekkt hann, léttlyndur, réttsýnn
og örlátur maður sem alltaf hafði
nóg fyrir stafni og ekki skemmdi
það að við vorum sammála um að
vera báðir í langbesta stjörnu-
merkinu.
Óbilandi bjartsýni var honum í
blóð borin og hafði maður gott af
að læra af því. Eftirminnilegasta
dæmið um það í mínum huga var
þegar Sigurður greindist með
krabbamein árið 2007. Eins og
vænta mátti höfðum við miklar
áhyggjur af þessu, en þegar Sig-
urður var spurður hvort hann
væri ekki kvíðinn, hélt hann nú
ekki, hann hefði nú um svo margt
annað að hugsa, læknarnir
myndu skera meinið burt og það
þyrfti ekki að hafa áhyggjur af
því, sem og varð raunin og ekki
urðu neinir eftirmál eftir þá að-
gerð. Hvergi undi Sigðurður sér
betur en í sumarbústað sínum í
landi Hests og var þar sannkall-
aður höfðingi á sínu höfuðbóli.
Hvergi var náttúran fegurri og
veðrið betra ef hann var spurður,
allt í sambandi við Álfafell var í
efsta veldi. Eitt sinn er við vorum
á leið austur og ætluðum að koma
við, hringdum við á undan okkur
til að spyrja um veðrið, þá var
svarið á þá leið: Hér er svo gott
veður og útsýnið svo fallegt að um
hreina ögurstund væri að ræða.
Eftir þetta hefur það orðið að
máltæki að ef það er gott veður
fyrir austan fjall, þá sé ögurstund
í Álfafelli. Þakklætið sem hann
sýndi ef honum var gefið eitthvað
var mikið, þó ekki væri um að
ræða nema sokkapar eða húfu, þá
hafði önnur eins gæðaflík ekki
verið framleidd og gat maður ekki
annað en farið hjá sér við slíkt hól
frá svo örlátum manni sem aldrei
taldi neitt eftir sér og lagði metn-
að sinn í að veita vel alla sína ævi.
Minnisleysi hrjáði Sigurð síðustu
misserin en reisn og virðuleik hélt
hann allt til loka og engan lét
hann sjá sig nema í hreinum og
pressuðum fötum í skyrtu með
bindi og vel greitt hárið. Mikið
var gott að hafa kynnst þér, Sig-
urður minn. Megir þú hvíla í friði.
Ágúst Birgisson.
Kveðja frá Íþrótta- og
Ólympíusambandi Íslands
Sigurður Magnússon gegndi
mikilvægum og fjölþættum trún-
aðarstörfum fyrir íþróttahreyf-
inguna á Íslandi. Hann varð fyrsti
framkvæmdastjóri Íþróttabanda-
lags Reykjavíkur 1948, þá aðeins
tvítugur að aldri. Þar fékk Sig-
urður góða tengingu við þessa
stærstu sjálfboðaliðahreyfingu
landsins. Hann helgaði sig síðan
viðskiptum en kom til starfa aftur
hjá íþróttahreyfingunni sem
skrifstofu- og útbreiðslustjóri ÍSÍ
frá árinu 1971-1980. Á þeim tíma
voru mörkuð mörg gæfusporin
fyrir íþróttahreyfinguna. Of langt
mál yrði að telja þau öll upp hér.
Nauðsynlegt er þó að nefna tvö
þeirra stóru mála sem Sigurður
beitti sér fyrir og hafa markað
djúp spor í þágu íslensk sam-
félags. Sigurður var frumkvöðull í
vakningu almenningsíþrótta,
Trimmátaks ÍSÍ, og leiddi vinnu
ÍSÍ á þeim vettvangi. Þá beitti
Sigurður sér, ásamt öðrum, fyrir
stofnun Íþróttasambands fatl-
aðra og varð fyrsti formaður sam-
bandsins 1979. Sigurður sýndi
ætíð áhuga og stuðning við starf
sambandsins.
Sigurður kom aftur til starfa
hjá ÍSÍ árið 1985 sem fram-
kvæmdastjóri og starfaði til árs-
ins 1995 þegar hann lét af störfum
eftir farsælan feril. Sigurður
Magnússon var öflugur forystu-
maður og víðsýnn. Sigurður var
sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ árið
1988 og gerður að Heiðursfélaga
Íþrótta- og Ólympíusambands Ís-
lands árið 2000. Þá hlaut hann
fjölda viðurkenninga frá sam-
bandsaðilum ÍSÍ.
Íþróttahreyfingin hefur misst
góðan félaga og liðsmann. Hans
verður sárt saknað en verk hans
og framlag í þágu íþróttanna mun
lifa. Á þessari stundu er hugur
okkar hjá fjölskyldu Sigurðar.
Við sendum Sigrúnu og sonunum
Sigurði Rúnari og Jóhanni og öðr-
um fjölskyldumeðlimum okkar
innilegustu samúðaróskir.
Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ,
Stefán Konráðsson fyrrver-
andi framkvæmdastjóri ÍSÍ.
Kveðja frá Íþróttasambandi
fatlaðra
Fallinn er frá heiðursfélagi
Íþróttasambands fatlaðra, Sig-
urður Magnússon, en hann var
einn aðalhvatamaður að stofnun
sambandsins árið 1979 og á engan
hallað þó hann sé talinn guðfaðir
íþrótta fatlaðra á Íslandi.
Sigurður tengdist íþróttum og
íþróttastarfi meiri hluta ævinnar,
ekki einungis íþróttum fatlaðra
heldur var hann framkvæmda-
stjóri Íþróttabandalags Reykja-
víkur 1949-1954, kynningar- og
útbreiðslustjóri ÍSÍ 1971-1980 og
síðar skrifstofustjóri og loks
framkvæmdastjóri ÍSÍ til ársins
1995. Einnig var hann formaður
undirbúningsnefndar ÍSÍ að
stofnun Íþróttasambands fatl-
aðra og fyrsti formaður ÍF frá
1979-1984. Sigurður hafði þá
miklu víðsýni að stofna Íþrótta-
samband fatlaðra sem eitt af sér-
samböndum innan ÍSÍ en ekki
sem aðstandendafélag eins og al-
gengt var á þessum tíma og naut
fulls stuðnings ÖBÍ og annarra
sérfélaga fatlaðra. Þess vegna
fékk ÍF strax íþróttalega fag-
mennsku og var stýrt sem hverju
öðru sérsambandi. Sigurður var
framkvæmdastjóri Styrktar-
Sigurður
Magnússon
Mig langar til þess að minnast
tengdaföður míns Helga Harðar í
fáeinum orðum.
Ég kynntist tengdaforeldrum
mínum í barnæsku, ólst upp í
sömu götu og var tíður gestur á
heimili þeirra, Helga og Gullu.
Heimilið var einstaklega fallegt
og voru þau höfðingjar heim að
sækja.
Það sem einkenndi Helga var
þessi hlýleiki og kærleikur sem
kom frá honum. Hann var vinnu-
samur og var alltaf að laga húsið
eða laga til í bílskúrnum, mála og
dytta að. Hann var snyrtimenni
og skipulagður maður. Ég man
eftir tilhlökkun þeirra systra þeg-
ar faðir þeirra kom heim úr sigl-
ingum, gleðin og kærleikurinn
ríkti ætíð i kringum þau.
Ég kynntist honum enn betur
þegar ég kom inn í fjölskylduna
fyrir 19 árum og reyndust Helgi
og Gulla okkur og börnunum vel
þegar þau bjuggu í göngufæri við
okkur Í Baughúsunum. Þá var
Helgi Hörður
Guðjónsson
✝ Helgi HörðurGuðjónsson
fæddist í Reykjavík
1. apríl 1933. Hann
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 11.
mars 2011.
Útför Helga
Harðar var gerð
frá Grafarvogs-
kirkju 25. mars
2011.
gott fyrir Halldór og
Sylvíu Rut að heim-
sækja afa og ömmu
eftir skóla og fá að
kynnast þeim nánar.
Það var alltaf tekið
vel á móti þeim og
gestrisnin og hlý-
leikinn var alltaf til
staðar á heimili
þeirra. Söknuður
okkar er mikill.
Að lokum vil ég
þakka Helga fyrir kærleikann og
gleðina og allar þær góðu stundir
sem við áttum með honum. Ég
kveð Helga með þessu fallega
ljóði eftir Þórunni Sigurðardóttir.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Megir þú hvíla í friði.
Sigríður Halldórsdóttir,
Sylvía Rut og Halldór Gauti.
Ég kynntist Herði G. Alberts-
syni kringum árið l960 þegar
hann gekk í Judodeild Ármanns
þar sem ég var í þann tíð þjálfari.
Á þeim tíma vorum við í Judo-
deildinni í sífelldum vandræðum
með húsnæði því að æfingar í
judo krefjast meira húsnæðis en
stjórn félagsins taldi sig geta
boðið okkur. Þannig fór mikið af
þeim tíma sem okkur var úthlut-
að í sífelld hlaup við að raða niður
æfingadýnum og fjarlægja þær
að æfingum loknum. Svo fór að
lokum, að menn voru sammála
um, að betra væri að stofna sjálf-
stætt félag. Til þess þurfti þó
nokkurt fé, til að taka á leigu
húsnæði og kaupa nýjar æfinga-
dýnur, því að ekki gátum við tek-
ið dýnurnar með okkur, þær
voru á nafni Glímufélagsins Ár-
manns.
Þessi vandamál ræddi ég við
Hörð því að ég vissi að hann var
forstjóri fyrir stóru fyrirtæki og
ég þóttist viss um að hann gæfi
mér góð ráð. Hörður tók mér
mjög vel. Hann þekkti aðstæður
okkar og sagðist fús til að hjálpa
okkur og við skyldum drífa í því
að útvega húsnæði. Hann skyldi
svo sjá til með að styðja okkur.
Okkur tókst að fá hentugt hús-
næði inni á Kirkjusandi. Það
þarfnaðist talsverðra breytinga,
en þær borgaði Hörður að
mestu. Að auki keypti hann nýjar
Hörður G.
Albertsson
✝ Hörður AlbertG. Albertsson
forstjóri fæddist í
Reykjavík 28. maí
1928. Hann and-
aðist á líknardeild
Landakotsspítala
15. mars 2011.
Hörður var jarð-
sunginn frá Há-
teigskirkju 25.
mars 2011.
dýnur frá Japan og
gaf þessu nýja fé-
lagi þær. Nú var
gengið frá stofnun
félagsins og hlaut
það nafnið Judo-
félag Reykjavíkur.
Við fórum að æfa af
krafti og aðsókn var
mikil. Samkvæmt
lögum um stofnun
frjálsra íþrótta-
félaga áttum við
rétt á framlögum hins opinbera,
en fyrst þurftum við að fá aðild
að Íþróttabandalagi Reykjavík-
ur. Aðildarumsókn okkar var
aldrei svarað. Þar hafði stjórn
Ármanns mikil áhrif. Ef Judo-
félagið kæmist ekki í ÍBR og
þannig inn í íþróttasamtökin
væri það útilokað frá allri opin-
berri keppni. Ég fór ásamt Herði
á fund forseta ÍSÍ og við spurð-
um hvort hann sæi leið út úr
þessu, en þar var enga liðveislu
að fá. Aðildarumsókn Judo-
félagsins var loks samþykkt fyrir
tilstuðlan Judonefndar ÍSÍ undir
forystu Sveins Björnssonar.
Þegar ég lít yfir veginn, get ég
ekki sagt annað en að Hörður G.
Albertsson hafi verið lífgjafi
Judofélags Reykjavíkur og hafi
þannig stuðlað að framgangi
íþróttarinnar hér á landi. Nú á
Ísland ólympíuverðlaunahafa í
judo. Hann stjórnar nú æfingum
í Judofélagi Reykjavíkur með
miklum sóma.
Við, sem höfum ánægju af
judo-æfingum eigum Herði G.
Albertssyni mikið að þakka. Um
leið og ég kveð minn góða vin,
Hörð G. Albertsson, votta ég eft-
irlifandi konu hans, Þórdísi Ás-
geirsdóttur, og börnum samúð
mína.
Sigurður H. Jóhannsson,
félagi í Judofélagi
Reykjavíkur.
30. mars sl. kvöddum við
Ninnu frænku. Hún var ávallt
góð við okkur systkinin enda held
ég að hún hafi nánast litið á okkur
sem sín eigin börn. Hún var alltaf
þolinmóð við okkur og var alltaf
tilbúin að dunda, spá og spek-
úlera.
Þegar litið er til baka koma
upp í hugann margar góðar
stundir. Ferðalögin með henni,
Axel, Sigga og ömmu Finnu,
heimsóknirnar í Reykjarvík-
Jónína
Halldórsdóttir
✝ Jónína Hall-dórsdóttir
fæddist í Reykjavík
6. desember 1934.
Hún lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 20.
mars 2011.
Útför Jóninu fór
fram frá Fossvogs-
kirkju 30. mars
2011.
urapótek, ferðirnar
í Tokyo búðina og
allar stundirnar
með henni og
mömmu að föndra,
baka og dunda í
garðinum.
Þegar við systk-
inin eignuðumst svo
dætur okkar held ég
að Ninna hafi alltaf
litið á þær sem sínar
ömmustelpur líka.
Hún mætti alltaf í afmælin og var
iðin við að lita og gera skemmti-
lega hluti með þeim þegar við
komum í heimsókn.
Þín verður sárt saknað, elsku
besta frænka. Hvíl í friði.
Þó við sjáumst aldrei aftur
endurminning skín.
Hugann fyllir hulinn kraftur,
er hugsa ég til þín.
(Hákon Aðalsteinsson)
Brynja, Garðar og Haraldur.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins.
Smellt á reitinn Senda inn efni á
forsíðu mbl.is og viðeigandi efn-
isliður valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er
unnt að senda lengri grein.
Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Minningargreinar