Morgunblaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2011
SÉRFRÆÐINGAR Í RAFGEYMUM
Bíldshöfða 12 · 110 RVK · 577 1515 · www.skorri.is
Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja
mælum • skiptum um • traust og fagleg þjónusta • 30 ára reynsla
MEÐ TUDOR
ÞESSI ER
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
Skúli Á. Sigurðsson
Ríkisstjórnin er tilbúin að auka
framkvæmdir, hækka bætur al-
mannatrygginga og ræða hækkun
persónuafsláttar og frekari lækk-
anir skatta á lægstu laun. Það kom
fram á fundum ráðherra ríkis-
stjórnarinnar í gær með fulltrúum
samningsaðila á almennum vinnu-
markaði og samtaka opinberra
starfsmanna þar sem kynntar voru
hugmyndir um aðkomu stjórnvalda
til að liðka fyrir endurnýjun kjara-
samninga.
„Þessir fundir sem hafa verið hér
í dag hafa skýrt málin mjög og að
mínu mati hafa aðilar færst nær
hvorir öðrum og það plagg sem við
lögðum fram tel ég að muni liðka
fyrir samningum,“ sagði Jóhanna
Sigurðardóttir forsætisráðherra að
loknum fundum í gær.
12 milljarðar í framkvæmdir
Í drögum að yfirlýsingu stjórn-
valda kemur meðal annars fram,
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins, möguleiki á að persónu-
afsláttur einstaklinga verði látinn
fylgja verðlagi og hækki í byrjun
næsta árs og fram til ársins 2014, í
samræmi við verðbólgu. Einnig að
bætur almannatrygginga verði
endurskoðaðar í samræmi við
launabreytingar í komandi kjara-
samningum.
Þá er í drögunum sem eru um 10
blaðsíður að lengd birtur listi um
áformaðar framkvæmdir. Hann er
talinn fela í sér ríflega 12 milljarða
króna aukningu ríkisútgjalda til
loka næsta árs, umfram þann 21
milljarð sem veittur er til viðhalds
og framkvæmda í fjárlögum.
Jóhanna sagði að aðgerðirnar
myndu fela í sér umtalsverð bein
útgjöld fyrir ríkissjóð og hafa í för
með sér tekjutap. Þau gætu skipt
tugum milljarða króna. Sagðist hún
vona að kjarasamningar næðust til
þriggja ára og með því yrði stöðug-
leiki tryggður. Með auknum hag-
vexti og frekari uppbyggingu
myndi hluti útgjaldanna skila sér
aftur í ríkissjóð.
„Mikilvægi þess að ná hér kjara-
samningum til þriggja ára er ekki
síst fólgið í því að þá leggur hag-
kerfið af stað, vonandi á traustari
forsendum, og þess vegna er ekki
rétt að horfa bara á skammtíma-
áhrif á afkomu ríkissjóðs,“ sagði
Steingrímur J. Sigfússon fjármála-
ráðherra.
Til að koma þessum aðgerðum til
framkvæmda þarf að leggja fram
frumvarp um breytingar á ýmsum
lögum, svokallaðan bandorm.
Fyrsti áfanginn mikilvægur
Samninganefndir ASÍ funduðu
um málið í gær sem og fram-
kvæmdastjórn SA. Samninga-
nefndirnar komu síðan saman til
fundar í húsi ríkissáttasemjara í
gærkvöldi.
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins, sagði í gær að ekki væri nóg að
gert í tillögum ríkisstjórnarinnar.
„Þetta er fyrsti áfanginn og hann er
mikilvægur,“ sagði Vilhjálmur.
Morgunblaðið/Golli
Á uppleið Fulltrúar ASÍ koma til fundar við ráðherra, Ólafur Darri Andrason, Sigurður Bessason, Signý Jóhannesdóttir og Gylfi Arnbjörnsson.
Aðgerðapakki kynntur
Ríkisstjórnin reiðubúin að auka framkvæmdir, hækka bætur almannatrygg-
inga og ræða lækkun skatta á lægstu laun Kostar tugi milljarða króna
„Það er ýmislegt
ágætt í þessu og
annað kannski
minna áhugavert
fyrir opinbera
starfsmenn,“ seg-
ir Elín Björg
Jónsdóttir, for-
maður BSRB, um
aðgerðir sem rík-
isstjórnin kynnti í
gær til að greiða
fyrir kjarasamningum.
Aðgerðapakkinn sé viðamikill og
þýði mikil útgjöld fyrir ríkissjóð.
„Við höfum auðvitað áhuga sem op-
inberir starfsmenn á að vita hvernig
á að mæta þeim útgjöldum.“ Þó sé
ekkert í aðgerðunum sem fæli félag-
ið frá viðræðum um launaliði.
Ágætt plagg
Páll Halldórsson, varaformaður
BHM, tekur undir það og spyr
hvaða áhrif aðgerðirnar hafi á rík-
isreksturinn. „Viðræður eiga fyrst
og fremst að vera um kaup og kjör.
Aðkoma ríkisvaldsins á ekki að
skipta sköpum heldur að það sé
borgað fyrir vinnu fólks,“ segir
hann. Flest í hugmyndum stjórn-
valda sé ágætt en þær komi ekki í
staðinn fyrir að stoppa og bæta
kaupmáttarhrapið.
„Þetta er ágætt plagg og þarna
eru ákveðin atriði sem snerta okkur
og skipta miklu máli. Þetta greiðir
samt ekkert fyrir samningum á op-
inberum markaði,“ segir Eiríkur
Jónsson, formaður Kennarasam-
bands Íslands.
Hann segist bíða eftir að ríki og
sveitarfélög komi að alvöru að samn-
ingaborðinu og geri kjarasamning
við hans félagsmenn.
Spyrja sig
um kostn-
að aðgerða
Viðræður snúist
um kaup og kjör
Elín Björg
Jónsdóttir
Páll
Halldórsson
Eiríkur
Jónsson
Búið er að opna Almannagjá fyrir umferð á ný en hola
opnaðist á veginum gegnum gjána í gærmorgun. Var
fleki smíðaður yfir holuna og hefur girðing verið sett
umhverfis hana.
Að sögn Einars Sæmundssonar þjóðgarðsvarðar
verður skoðað í framhaldinu hvernig göngustígurinn
verður lagfærður og til hvaða varanlegu aðgerða verð-
ur gripið.
Þá verður samráð haft við yfirvöld almannavarna og
leitað álits jarðvísindamanna á hvort orsakir fyrir því
að sprungan kom í ljós geti verið aðrar en vatnsrof í
kjölfar leysinga undanfarið.
Loka holu í Almannagjá
Ljósmynd/Benedikt Jónsson
Almannagjá Holan sem opnaðist í göngustígnum í Almannagjá í gær en fleki var byggður yfir hana til öryggis.
Ekki er minnst á sjávarútvegsmál
í drögum að yfirlýsingu stjórn-
valda en Samtök atvinnulífsins
hafa lagt mikla áherslu á að sátt
náist til að tryggja fyrirtækjum í
greininni eðlileg rekstrarskilyrði.
Vilhjálmur Egilsson staðfesti
eftir fundinn með ráðherrum að
málið hefði verið rætt en Friðrik
J. Arngrímsson, framkvæmda-
stjóri LÍÚ, var í hópi fulltrúa SA.
„Við erum að reyna að koma
þessu máli á hreyfingu,“ sagði
Vilhjálmur og bætti því við að
það væri vilji SA að miðla málum.
„Við viljum vita hvort ekki er
hægt að ná þeirri sátt sem þjóðin
þarf og atvinnugreinin þarf á að
halda,“ sagði hann.
Vilhjálmur sagði að málamiðl-
unartillögur sínar myndi SA
kynna sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra sem fer með for-
ræði málsins.
SA undirbúa málamiðlun
SJÁVARÚTVEGSMÁLIN EKKI NEFND Í YFIRLÝSINGU