Morgunblaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 38
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Sequences-hátíðin er snemma
á ferðinni í ár en hún hefur til
þessa verið haldin að hausti.
Hátíðin stendur til 10. apríl í
Reykjavík og Skaftfelli á Seyð-
isfirði og eins og sjá má af
dagskrá hér til hliðar er nóg
um að vera. Þungamiðja hátíð-
arinnar í ár er gjörningalist en
skipuleggjendur hennar eru
myndlistarmennirnir Þorgerð-
ur Ólafsdóttir og Páll Haukur
Björnsson. Hátíðin hefst í
kvöld kl. 20 í galleríinu Kling
og Bang með opnun sýningar
heiðurslistamanns hátíð-
arinnar, Hannesar Lárussonar,
gerningatengdri innsetningu
sem ber hún yfirskriftina
Hann og hún-Ég og þau / He
and she-Me and them.
Skálar við sjálfan sig
Sýningin hefst á „hefð-
bundnum gjörningi“, að sögn
Hannesar, samþjappaðri at-
höfn. „Ég verð í galleríinu á
hverjum degi í tíu daga og þar
verð ég að föndra við ýmislegt.
Ég verð að búa til hluti, bý til
einn hlut á klukkutíma. Það er
eiginlega eitt verk. Svo er ég
líka þarna í málmsteypu, er að
bræða málm og hella málmi í
mót,“ segir Hannes. Hann ætli
að búa til ausur úr viði sem
taka um 50 ml. af vökva, og
festa á vegg hverja á fætur
annarri og þær muni mynda
eitt samhangandi verk sem
verði um 160 x 100 cm að
stærð. Að lokinni gerð hvers
íláts muni hann hella það fullt
af víni, skíra það og skála við
sjálfan sig, enda sé fátt betra
en gott vín. Þvínæst mun hann
meðhöndla viðinn með blöndu
af appelsínu- og línolíu. Um
ausurnar segir Hannes enn-
fremur að þar sem hann sé í
listamannshlutverkinu sé erfitt
að standast þá freistingu að
dýfa handfanginu í sérbland-
aðan lit, nýjan lit á hverjum
klukkutíma.
„Eins og nafnið gefur til
kynna er verið að fást þarna
Að sjá sjálfan sig utan frá
Sjónlistahátíðin Sequences hefst í kvöld með opnun sýningar Hann-
esar Lárussonar, Hann og hún-Ég og þau / He and she-Me and them, í
Kling og Bang galleríi Gjörningur sem stendur yfir í tíu daga
sequences.is
this.is/klingogbang/
Ljósmynd/Kristján Pétur Guðnason
Samþætting Mynd af Hannesi sem tekin var í tengslum við innsetn-
ingu hans Hús í hús sem sett var upp á Kjarvalsstöðum árið 2002. Í
því verki var um að ræða samþættingu á handverki, hönnun, texta-
gerð og gerningum, eins og segir á vef Kling og Bang.
við óumflýjanlega grundvall-
arþætti sem eru alltaf til stað-
ar í öllum verkum sem menn
gera, hvort sem það er lista-
verk eða ekki,“ segir Hannes.
Hann líti á verkið sem eins
konar tónverk, tónverk í fjór-
um hlutum. Hver hluti um sig
hafi sjálfstæðan karakter, sé
nánast sjálfstætt verk innan
heildarinnar. „Gjörningsþátt-
urinn stendur meira og minna
í 60 klukkutíma. Þetta gengur
út á skjalfestinguna, hvernig
menn skjalfesta og frysta tím-
ann,“ útskýrir Hannes. Sýn-
ingin og verkið glími við það á
mismunandi plönum. Hannes
segist einnig vera að vísa að
hluta til í eigin, eldri verk og
ýmsa fasta pósta í myndrænni
tjáningu, t.d. lit og form. Þá sé
ekki síst verið að vísa nokkuð
beint í action-málverkin og art
povera hreyfinguna með málm-
steypunni og opnunargjörn-
ingnum og nefnir Hannes sem
dæmi myndlistarmenn á borð
við Jackson Pollock og Rich-
ard Serra. Þeir séu ekki langt
undan. „Svo tek ég þarna dýf-
una út í alþýðumenninguna,
handverkið og þessa heið-
arlegu vinnu en menn eru líka
að fást við tímann í henni.“
Alvitur sögumaður
– Að ónefndri þeirri ánægju
að fá að horfa á listamann að
störfum?
„Já, líka það. Ég hef nú oft
litið þannig á að performans sé
ekkert annað en það að sjá
sjálfan sig utan frá. Ef menn
eru góðir í því eru menn dálít-
ið góðir í að búa til perform-
ansa. Maður skiptir um fókus,
í stað þess að vera í verkinu
eingöngu sér maður sjálfan sig
í verkinu, breytir um sjón-
arhorn. Þetta er svolítið eins
og að vera alvitur sögumaður í
bókmenntum. Sögumaður sem
svífur yfir vötnunum, sér at-
burðarásina og veit hvað allir
eru að hugsa í henni.“
„Listamennirnir á Sequences
myndlistarhátíðinni í ár eru
rúmlega 30 talsins og koma
víðsvegar að,
frá 101 til
Winnipeg.
Allir eiga
þeir það sam-
eiginlegt að
sýna gjörn-
ingatengd
verk í helstu
söfnum, gall-
eríum og
óháðum sýn-
ingarrýmum
í miðborg Reykjavíkur,“ segir
Þorgerður Ólafsdóttir mynd-
listarmaður sem hefur umsjón
með Sequences 2011, ásamt
myndlistarmanninum Páli
Hauki Björnssyni. Blaðamaður
bað Þorgerði að nefna há-
punkta hátíðarinnar. Af nógu
er jú að taka.
„Á dagskrá hátíðarinnar ber
helst að nefna sýningarnar sem
hefjast laugardaginn 2. apríl að
Grandagarði 16, Útgerðinni.
Verkin hefjast stundvíslega kl.
14 og er gestum bent á að mæta
með sundföt. Í Útgerðinni ræð-
Á sunnudeginum kl. 16 er
eina tækifærið að sjá verk eftir
Ásdísi Sif Gunnarsdóttur þar
sem hún mun stíga á svið í
Súlnasalnum á Hótel Sögu. Á
mánudeginum frumsýnir Frið-
geir Einarsson verk sitt Ekkert
í Salnum í Norræna Húsinu og
á þriðjudeginum tekur við
þriggja daga löng fyrir-
lestrasería í umsjón Gunn-
hildar Hauksdóttur og Listahá-
skóla Íslands. Deginum verður
svo slúttað með margþættri
opnun í Nýlistasafninu að
Skúlagötu 28 þar sem hóparnir
SIGNA og Gernot Faber ásamt
listamanninum Peter Fengler
munu sýna verk sín. Í sömu vik-
unni verður fluttur gjörningur
í almenningsrými eftir banda-
ríkjamanninn Anthony Marcell-
ini, einnig mun dúettinn Direct-
rix poppa upp víðsvegar um
bæinn og Páll Ivan Pálsson set-
ur upp gagnvirkt rýmisverk í
gallerí Dvergi. Vestur-Íslend-
ingurinn Freya Björg Olafsson
sýnir svo verk sitt AVATAR
fimmtudaginn 7. apríl kl. 20 í
fyrirlestrasal Listasafns
Reykjavíkur.“
Frá 101 til Winnipeg
Þorgerður
Ólafsdóttir
Gjörningur Danski myndlistarmaðurinn Christian Falsnæs fremur
gjörning. Hann er einn af listamönnum Sequences í ár.
ur sköpunarkrafturinn ríkjum
og fara þar afar hæfileikaríkir
og ungir myndlistarmenn fyrir
hópnum. Á meðal sýnenda eru
Intrum Justitia, Meeting Vale-
ry Smith, Non Grata, Peter
Fengler, Nils Bech og Bendik
Giske, Örn Alexander Ámunda-
son, Rakel McMahon, Dísablót
og Bristol Ninja Cava Crew.
Eftir að sýningunum í Útgerð-
inni lýkur kl. 17 er ferðinni
heitið rétt svo yfir götuna að
Grandagarði 27, þar sem
danski listamaðurinn Christian
Falsnaes býður þátttakendum
að smíða skúlptúr með sér og
leiða hann út í almenningsrými
undir allsherjar popp-
tónleikum.
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2011
Föstudagur 1. apríl
20:00-22:00 Hann og
hún - Ég og þau /
He and she - Me and
them.Opnun á verki
Hannesar Lárussonar,
heiðurslistamanns
Sequences 2011. Kling og
Bang gallery, Hverfisgata
42, 101 Reykjavík.
23:00 Bakkus, Tryggvagata
22, 101 Reykjavík.Nils
Bech og Bendik Giske.
Laugardagur 2. apríl
14:00-18:00 Opið í Kling
og Bang.
14:00-17:00 Lifandi
dagsskrá á Grandagarði
16 (Útgerðinni) 2. hæð,
101 Reykjavík.Bristol
Ninja Cava Crew, Rakel
McMahon,Meeting
Valery Smith, Örn
Alexander Ámundsson,
Dísablót, Intrum
Justitia, Nils Bech og
Bendik Giske.
16:00-16:30 Non Grata.
Bókabúðin á Seyðisfirði,
í samvinnu við Skaftfell,
miðstöð menningar
á Austurlandi, 710
Seyðisfjörður.
17:15-18:15 Christian
Falsnaes. Grandagarður
27, 101 Reykjavík.
Sunnudagur 3. apríl
16:00-17:00 Súlnasalur,
Hótel Saga, Hagatorgi,
107 Reykjavík. Ásdís Sif
Gunnarsdóttir
14:00-18:00 Opið í Kling
og Bang.
14:00-18:00 Opið á
Grandagarði 16.
Mánudagur 4. apríl
14:00-18:00 Opið í Kling
og Bang.
20:00 Friðgeir Einarsson
frumsýnir einleikinn
Ekkert í Salnum,
Norræna Húsið,
Sturlugötu 5, 101
Reykjavík.
Þriðjudagur 5. apríl
13:00-15:00
Fyrirlestrarsería
Sequences hefst í
umsjón Gunnhildar
Hauksdóttur.
Listaháskóli Íslands,
fyrirlestrasalur
myndlistadeildar.
Laugarnesvegur 91, 104
Reykjavík.
14:00-18:00 Opið í Kling
og Bang.
14:00-18:00 Opið á
Grandagarði 16.
20:00 – 22:00 Opnun á
sýningu Gernot Faber
„Me survive„ Sebastian
Reuss og Olive Cole.
Einnigmun SIGNA
frumsýna nýtt videoverk
og Peter Fengler,
Reading on Stephan
Bloth. Nýlistasafnið,
Skúlagötu 28, 101
Reykjavík.
Miðvikudagur 6. apríl
13:00-15:00 Fyrirlestrar
í Listaháskóla
Íslands, fyrirlestrasal
myndlistadeildar.
Laugarnesvegur 91, 104
Reykjavík.
14:00-18:00 Opið í Kling
og Bang.
14:00-18:00 Opið á
Grandagarði 16.
12:00-18:00 Opið í
Nýlistasafninu
16:00-17:00 Friðgeir
Einarsson sýnir
einleikinn Ekkert í
Salnum, Norræna
Húsið, Sturlugötu 5, 101
Reykjavík.
20:00-21:00 And
Summoning Spirits
From the Gut eftir
AnthonyMarcellini
verður fluttur í
almenningsrými í
miðborg Reykjavíkur.
Nánari upplýsingar um
staðsetningu má finna á
heimasíðu hátíðarinnar:
http://sequences.is
21:00-23:00 Páll Ivan
Pálsson – gagnvirkt
rýmisverk í Gallerí
Dvergi, Grundarstíg 21,
101 Reykjavík
22:00- 01:00 Bakkus
Fimmtudagur 7. apríl
13:00-15:00 Fyrirlestrar
í Listaháskóla
Íslands, fyrirlestrasal
myndlistadeildar.
Laugarnesvegur 91, 104
Reykjavík.
14:00-18:00 Opið í Kling
og Bang.
14:00-18:00 Opið á
Grandagarði 16.
12:00-18:00 Opið í
Nýlistasafninu
20:00-21:00
Frumflutningur á
verkinuAVATAR
eftir Freyu Björg
Olafsson, í fyrirlestrasal
Hafnarhússins,
Listasafni Reykjavíkur
að Tryggvagötu 17, 101
Reykjavík.
21:00-23:00 Páll Ivan
Pálsson – gagnvirkt
rýmisverk í Gallerí
Dvergi, Grundarstíg 21,
101 Reykjavík
22:00- 01:00 Bakkus
Föstudagur 8. apríl
14:00-18:00 Opið í Kling
og Bang.
14:00-18:00 Opið á
Grandagarði 16.
12:00-18:00 Opið í
Nýlistasafninu
15:00-16:00 AVATAR
eftir Freyu Björg
Olafsson, verður
flutt í fyrirlestrasal
Hafnarhússins,
Listasafni Reykjavíkur
að Tryggvagötu 17, 101
Reykjavík.
16:00-17:00 Directrix
sýnir í almenningsrými
í miðborg Reykjavíkur.
Nánari upplýsingar um
staðsetningu má finna á
heimasíðu hátíðarinnar;
http://sequences.is
22:00 - Bakkus
Laugardagur 9. apríl
14:00-18:00 Opið í Kling
og Bang.
14:00-18:00 Opið á
Grandagarði 16.
12:00-18:00 Opið í
Nýlistasafninu
15:00-16:00 Friðgeir
Einarsson sýnir
einleikinn Ekkert í
Salnum, Norræna
Húsið, Sturlugötu 5, 101
Reykjavík.
20:00-22:00 Páll Ivan
Pálsson – gagnvirkt
rýmisverk í Gallerí
Dvergi, Grundarstíg 21,
101 Reykjavík
22:00 - Bakkus
Sunnudagur 10. apríl
14:00-18:00 Opið í Kling
og Bang.
14:00-18:00 Opið á
Grandagarði 16.
12:00-18:00 Opið í
Nýlistasafninu.
Reykjavík-Seyðisfjörður
Dagskrá Sequences 2011