Morgunblaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 4
Fyrirhugað fangelsi á Hólmsheiði Bygging nýs fangelsis verður að öll- um líkindum boðin út eftir um tvær vikur, það er um miðjan apríl, sam- kvæmt upplýsingum frá innanríkis- ráðuneytinu. Þessa dagana er unnið að ritun útboðslýsingar. Gefnir verða möguleikar á ýmsum fráviks- tilboðum í útboðinu. Reykjavíkurborg hefur lengi gert ráð fyrir fangelsislóð í Hólmsheiði. Um er að ræða 35.000 fermetra lóð, 3,5 hektara, norðan Suðurlands- vegar og vestan við Hafravatnsveg. Í ljós hefur komið að landamörk jarðanna Hólms annars vegar og Geitháls/Vilborgarkots hins vegar og lóðamörkin skarast á kafla. Framkvæmda- og eignasvið Reykja- víkurborgar hefur átt í viðræðum við landeigendurna um að borgin eignist lóðina alla, að sögn Ágústs Jónssonar skrifstofustjóra. Hann sagði marga eigendur vera að spild- unum tveimur og að viðræður hefðu verið vinsamlegar. Ráðgert var að byggja upp iðn- aðarhverfi í Hólmsheiði og var m.a. auglýst tillaga að deiliskipulagi en það ekki klárað. Því hefur ekki verið farið í lagnagerð á svæðinu. Rísi fangelsið í Hólmsheiði mun það fá vatn og rafmagn en gert er ráð fyrir að frárennsli verði leyst með rotþró, að sögn Ágústs. Rætt hefur verið um að í fangels- inu verði pláss fyrir 56 fanga af báð- um kynjum. Fram hefur komið að Ríkiskaup muni sjá um útboðið fyrir hönd ríkissjóðs og að miðað sé við að bjóðendur byggi húsið og leigi rík- inu. Ekki verður gert að skilyrði í út- boðinu að fangelsið verði byggt á höfuðborgarsvæðinu. gudni@mbl.is Útboð eftir tvær vikur Samið um fangelsis- lóð í Hólmsheiði 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2011 Holtagörðum 2. hæð • Sími 512 6800 • www.dorma.is 25% afsláttur Ilmur mánaðarins FRÉTTASKÝRING Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Áætlað er að stöðugildum fækki um 80 til 100 á þessu ári á Landspít- alanum, sem er framhald á þeirri þróun sem verið hefur undanfarin misseri. Spítalanum hefur sem kunnugt er verið gert að skera út- gjöld verulega niður, og því nauð- synlegt að lækka launakostnað. Á árunum 2009 og 2010 fækkaði starfs- mönnum samanlagt um 627, þó voru ekki allir í heilum stöðugildum, og var heildarfjöldi starfsfólks á spít- alanum í árslok 2010 alls 4594. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir vitaskuld ekki auðvelt að standa í þessum aðgerðum. Hins vegar sé allt reynt og mörgum boðin önnur störf á spítalanum, verði því komið við. „Þó við séum að fækka fólki erum við líka að bæta við okkur,“ segir Björn. Starfsfólk ekki bara á útleið Sem dæmi um það munu 36 starfsmenn láta af störfum nú um mánaðamótin, án þess að viðkom- andi hafi verið sagt upp. „Á móti kemur að við ráðum 22 til 23 í mis- munandi störf. Þannig að það er allt- af þessi velta, og svo ráðum við á móti,“ segir hann. „Það hefur verið lítið um uppsagnir.“ Átta starfs- mönnum hefur verið sagt upp frá og með mánaðamótum, fjórum á dag- deild geðsviðs spítalans, líkt og greint var frá í Morgunblaðinu í vik- unni, og fjórum starfsmönnum á heilbrigðisvísindabókasafni spítal- ans, sem verið er að endurskipu- leggja. „Þessar raunverulegu upp- sagnir eru ekki margar miðað við hvað við höfum fækkað um marga. Við höfum beitt miklu aðhaldi. Í hvert einasta skipti sem einhver hættir spyrjum við okkur: Getur ein- hver komið annars staðar frá og gert þetta? Er einhver að hætta annars staðar sem fær þetta starf í stað- inn?“ segir Björn. 25 sagt upp í ræstingum Einn liður í niðurskurðaraðgerð- unum er útboð ræstingar, en nýverið var ræsting hluta húsakostsins við Hringbraut boðin út og í kjölfarið samið við Sólarræstingu til tveggja ára. Björn áætlar að með þeim samningi kunni að sparast allt að 80 milljónir ár ári, en samningurinn hljóðar upp á rúmlega 63 milljónir króna á ári. Vegna þessa breytta fyr- irkomulags var 25 starfsmönnum spítalans sagt upp og Sólarræsting tekur við frá og með deginum í dag. Fimm þessara starfsmanna var fundið starf annars staðar á spítal- anum, en afgangnum boðið starf hjá Sólarræstingu. Aðeins tveir þeirra þáðu það tilboð. „Sumir voru náttúrlega búnir að fá vinnu annars staðar, og þar fram eftir götum,“ segir Þórsteinn Ágústsson, framkvæmdastjóri Sól- arræstingar, spurður um mögulegar ástæður þessa. „Aðrir vildu ekki fara í breytingar, eða höfðu bara ekki áhuga á þessu.“ Hann segir launa- kjör og starfsskipulag breytast frá því sem fyrir var. „Það var í rauninni að ákveðnu leyti öðruvísi starf hjá spítalanum. Það var ekki bara ræst- ing heldur ákveðin þjónusta líka, þannig að starfið hefur að einhverju leyti breyst og er ekki alveg sam- bærilegt við það sem var,“ segir Þór- steinn. Hann segir fyrirtæki sitt taka þetta verkefni mjög alvarlega, þar sem spítalinn sé einn af stærstu viðskiptavinum fyrirtækisins, en ekki síður þar sem starfsemi hans skipti miklu máli. „Þarna getum við öll legið inni á einhverjum tíma, þannig að þetta þarf að vera vel gert,“ segir Þórsteinn. Erfitt að hagræða frekar Uppsagnirnar nú eru liður í lang- tíma-niðurskurðaraðgerðum. Björn segir erfitt að meta það hvernig næsta ár kunni að líta út. Nú sé með- al annars verið að finna allmörgum fyrrverandi starfsmönnum St. Jós- efsspítala í Hafnarfirði störf og breyta starfseminni þar. Enn sé töluverð óvissa um hvernig þau mál þróist á árinu. „Svo verðum við auð- vitað að fá einhverja vísbendingu um hvernig fjárlögin verða,“ segir Björn. Hann telur að tekist hafi að ná spítalanum í fjárhagslegt skjól. „Við erum búin að koma rekstrinum niður á eðlilegt plan og ég bara vona að það sé skilningur á því að við séum búin að hagræða það mikið tvö ár í röð að það er orðið mjög erfitt að bæta frekari hagræðingu við.“ Fækkar smátt og smátt  Stöðugildum fækkar enn á Landspítalanum, en reynt er að halda uppsögnum í lágmarki  25 missa vinnuna við ræstingar í dag eftir að verkið var boðið út Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/Eggert „Við ætlum að gera þetta eins vel og við getum og það er alveg ljóst að Landspítalinn mun standa við bakið á þeim sem þurfa á sérhæfðari þjón- ustu að halda en við getum veitt,“ segir Aðalbjörg Traustadóttir, framkvæmdastjóri þjónustu- miðstöðvar Laugardals og Háaleitis, um lokun dagdeildar 28 í Hátúni, sem hefur hjálpað fólki með geð- sjúkdóma til sjálfstæðrar búsetu í Hátúninu. Aðalbjörg segir að unnið sé að því að greina þarfir þeirra 47 ein- staklinga sem hafa nýtt sér þjón- ustu deilarinnar og tryggt verði að allir fái áfram þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda. Borgin sinni nú þegar innliti til margra af þessum einstaklingum og þekki því nokkuð til þeirra. „Þjónustan verður ekki óbreytt en það er kerfi til staðar sem tekur við þessum einstaklingum,“ segir hún. Metið verði hversu oft fólk þurfi á innliti að halda, heimahjúkrun, þrif- um, hvort það hafi þörf fyrir helgar- þjónustu og fleira. Þeir sem nýttu sér hádegismatinn sem boðið var upp á á dagdeildinni muni sækja þá þjónustu á Vitatorg eða aðra staði í nágrenninu. „Reynslan hefur sýnt að það er gott fyrir fólkið að komast út í sam- félagið,“ segir Aðalbjörg. Beri eitt- hvað út af verði teymi skipað fulltrú- um velferðarsviðs borgarinnar og Landspítala til taks til að takast á við þau mál. holmfridur@mbl.is Allir munu fá þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda Morgunblaðið/Kristinn  Verið að fara yfir þjónustuþörfina Dagdeild 28 í Hátúni » Á heimasíðu Landspítalans segir m.a. að deildin í Hátúni gegni því mikilvæga hlutverki að styðja við notendur í sjálf- stæðri búsetu með eftirliti, lyfjameðferð og dag- eða ferli- stuðningi. » Deildinni verður lokað 1. júlí næstkomandi. 627 starfsmenn hættu hjá Landspít- alanum á árunum 2009 til 2010 án þess að ráðið væri í þeirra stað. 4594 störfuðu á spítalanum um síðustu áramót, en ráðgert er að stöðugild- um fækki um 80 til 100 í ár. 25 misstu vinnuna í ræstingum í dag. Hluti þeirra fékk vinnu annars stað- ar á spítalanum. 23 nýir starfsmenn hafa verið ráðnir nú um mánaðamótin, en 36 láta af störfum án uppsagnar. ‹ NIÐURSKURÐUR › »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.