Morgunblaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 35
DAGBÓK 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2011
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
KETTIR
ERU MJÖG
NÆMAR VERUR
ÉG FINN Á MÉR AÐ
HÆTTA STEÐJAR AÐ SYKURLAUST GOS!
HJÓNA-
BANDIÐ
OKKAR ER
ORÐIÐ
ÞRÁTEFLI
HJÓNABANDS-
RÁÐGJÖF
ELSKAN MÍN, VEISTU HVAÐ
MYNDI GERAST EF ÞÚ MYNDIR
NOKKURN TÍMANN TAKA UPP Á
ÞVÍ AÐ FARA FRÁ MÉR?
UH... ÞÚ
MYNDIR DEYJA
ÚR ÁSTARSORG?
NEI,
ÞÚ MYNDIR
DEYJA
EKKI FARA AÐ GERA
EITTHVAÐ HEIMSKULEGT! ÞAÐ
ER GOTT
HEIL-
RÆÐI
AMMA,
ÞETTA VAR FRÁBÆR
SAGA, KENNARINN
MINN Á EFTIR AÐ
VERÐA ÁNÆGÐUR
ÉG
VONA ÞAÐ
NONNI MINN
ÞAÐ ER
VIRKILEGA
SVALT AÐ ÞÚ
SKULIR HAFA
VERIÐ Á
WOODSTOCK
ÉG HEF VERIÐ
VIÐSTÖDD
NOKKRA
SÖGULEGA
ATBURÐI
KANNSKI SEGI ÉG ÞÉR
EINHVERN TÍMANN FRÁ ÞVÍ ÞEGAR
MÉR TÓKST NÆSTUM AÐ SMYGLA MÉR
MEÐ Í APOLLO GEIMSKIPINU
ÉG GET
KANNSKI NOTAÐ ÞAÐ
Í NÆSTA VERKEFNI
MÉR ÞYKIR LEITT
AÐ RJÚKA EN ÞETTA
BANKARÁN...
FARÐU
BARA
VARLEGA!
ERTU
NOKKUÐ SÁR
ÚT Í MIG?
NEI,
ÞETTA FYLGIR
BARA ÞVÍ AÐ VERA
GIFT OFURHETJU
VÁ, MIKIÐ VAR ÉG HEPPINN
AÐ EIGNAST MJ SEM EIGINKONU!
Já við Icesave
Góðu kæru, kæru
vinir. Við eigum flest
okkar börn, barna-
börn og barna-
barnabörn og erum
við ekki öll á sama
máli um að vera heið-
arleg og borga Ice-
save? Þetta er víxill,
undirskrifaður af
okkur öllum sem við
erum skyldug að
borga. Ég myndi
heldur óska okkur
öllum dauða en að
vera álitin óheiðarleg
þjóð. Við erum og
viljum vera Íslendingar sem mega
ekki vamm sitt vita í neinu. Berum
þessa byrði með sóma öll saman,
það tekst.
Með virðingu kveð ég, með reisn
segi ég já við Icesave.
Íslendingur.
Pennavinir óskast
Robyn er 62 ára, gift, á fjóra syni
og barnabörn. Hún óskar eftir
pennavinum. Áhugamál hennar eru
matreiðsla, prjónaskapur, listir,
garðyrkja og margt
fleira. Heimilisfangið
er:
Robyn Howson
Felicia Drive
North Pinjarra
6208
Western Australia
Australia
Fundið
Stakur kvenskinn-
hanski, dökk-rauð-
brúnn, fannst nýlega
við kirkjugarðinn við
Suðurgötu. Einnig
eru í óskilum svartur
skinnhanski, stór
ullartrefill með kögri og blátt
pennaveski með trélitum. Upplýs-
ingar í síma 5523159.
Eyrnalokkur tapaðist
Eyrnalokkur, silfur/gull með perlu,
tapaðist á leiðinni Austurstræti/
Ingólfsstræti/Aðalstræti þann 19.
mars sl. Finnandi vinsamlega
hringi í síma 5812949 eða 8972949.
Ást er…
… smá nart í
matarhlénu.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Okkar sívinsæla kaffi-
hlaðborð kl. 14.30. Verið velkomin að
skoða hvað Aflagrandi 40 hefur upp á að
bjóða. Vinnustofa kl. 9 - bingó kl. 13.30.
Árskógar 4 | Handverkssýning kl. 13.30
og laugard. 2.4.
Bólstaðarhlíð 43 | Kertanámskeið, leik-
fimi kl. 13, handavinna.
Félagamiðstöðin Grettisgötu 89 | Líf-
eyrisþegadeild Landssambands lög-
reglumanna heldur aðalfund sunnudag
kl. 10.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Les-
hópur FEBK í Gullsmára, Félagsheimilinu
Gullsmára 13, kemur saman 5. apríl kl.
20. Ljóðahópurinn Skapandi skrif í Gjá-
bakka flytur ljóðadagskrá undir stjórn
Þórðar Helgasonar. Kynning og umsjón
Tryggvi Gíslason.
Félag eldri borgara í Kópavogi | FEBK:
Opið hús í Félagsheimilinu Gjábakka 2.
apríl kl. 14. Tískusýning Leiftur frá liðn-
um tíma. Guðni og Gunnlaugur leika á
harmonikur. Veitingar í boði.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Bók-
menntaklúbbur kl. 13, umsjón Ólafur
Sigurgeirsson. Dansleikur sunnudags-
kvöld kl. 20, Klassík leikur fyrir dansi.
Félagsheimilið Boðinn | Pálmar spilar
á nikku og stýrir fjöldasöng kl. 13.30.
Félagsheimilið Gjábakki | Handa-
vinnustofa opin, botsía kl. 9.30/13,
málm- og silfursmíði kl. 9.30/13, jóga kl.
10.50 og félagsvist kl. 20.30.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn-
aður kl. 10, jóga kl. 9.15, ganga kl. 10,
leikfimi kl. 10.30, bingó kl. 13.30.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Vatnsleikfimi kl. 9.15 og 12.10, málun kl.
10, leðursaumur og félagsvist kl. 13.
Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur
kl. 9, m.a bókband. Prjónakaffi kl. 10.
Stafganga kl. 10.30. Frá hádegi er spila-
salur opinn. Farið kl. 13 að Nesvöllum í
Reykjanesbæ.
Háteigskirkja - starf eldri borgara |
Eldri konur hittast kl. 13 og spila.
Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9,
bókabíllinn kl. 14.45.
Hraunsel | Leikfimi kl. 11.30, brids kl.
12.30, billjardstofa og pílukast í kjallara,
næsti dansleikur fös. 15. apríl, Þorvaldur
Halldórsson leikur og syngur, aðg. kr.
1.000.
Íþróttafélagið Glóð | Botsía í Gjábakka
kl. 13. Hringdansar (byrjendur) í Kópa-
vogsskóla kl. 14.40.
Norðurbrún 1 | Myndlist og útskurður
kl. 9.
Vesturgata 7 | Skartgripagerð/
kortagerð, enska kl. 9, tölvukennsla kl.
12, sungið v/flygil kl. 13.30, dansað í að-
alsal kl. 14.30.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja og
leirmótun kl. 9, handavinnustofa kl. 9,
morgunstund kl. 9.30, bingó kl. 13.30.
Frétt birtist á Mbl.is á þriðjudagum haförn sem komið var með
á grænlensku náttúrufræðistofn-
unina í Nuuk á Grænlandi, en það
væri hugsanlega stærsti örn sem
vitað er um. Þegar hræið var rann-
sakað kom í ljós að vænghafið var
hvorki meira né minna en 253 senti-
metrar og í upphaflegu fréttinni
kom einnig fram að goggurinn væri
6,3 metrar á lengd. Davíð Hjálmar
Haraldsson orti:
Haförninn er horskur fugl og heldur
rogginn.
Steypireyði í glenntan gogginn
gæt́ann tekið – segir Mogginn.
Daginn eftir tók Davíð Hjálmar
eftir því að stærð goggsins hafði
verið breytt í 6,3 sentimetra. Hon-
um varð að orði:
Ort í gærdag er hún þegar úrelt vísa.
Nú skal goggnum nýja lýsa;
naumast kemst þar fyrir ýsa.
Þórdís Pétursdóttir á Jökuldal
orti fallega fuglavísu á fyrri hluta
síðustu aldar:
Finnur ei æti fuglinn minn.
Flesta grætir veturinn.
En úr því bætist ögn um sinn
ef ég læt í gogginn þinn.
Ingólfur Ómar Ármannsson fór í
fjöruferð seint á mánudagskvöld og
sjórinn var spegilsléttur:
Færist yfir lög og land
ljúfur aftanfriður;
hjalar blítt við hlein og sand
hægur ölduniður.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af misstórum fuglum
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is