Morgunblaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2011
»Nýjasta kvikmynd Ólafs Jóhannes-
sonar, Kurteist fólk, var frumsýnd
fyrir boðsgesti í Laugarásbíói í fyrra-
kvöld. Myndin var sýnd í þremur söl-
um og var fullt út úr dyrum. Í mynd-
inni segir af ólánsömum verkfræðingi
sem tekur að sér að koma sláturhúsi í
gang í Búðardal. Það reynist þrautin
þyngri. Gagnrýni um myndina má lesa
hér fyrir ofan.
Frumsýning á Kurteisu fólki í Laugarásbíói
Snæfríður Gunnarsdóttir, Charlotte Boving, Anna Róshildur
Benediktsdóttir og Benedikt Erlingsson.
Olga Guðrún Árnadóttir og Guðmundur Ólafsson.
Unnur Elísabet Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Karl Ágúst Úlfsson mætti með dætrum sínum, Brynhildi
og Álfhildi, á frumsýninguna.
Kristín Andrea Þórðardóttir, Ólafur Jóhannesson, Hrafnkell
Stefánsson og Jóhann G. Jóhannsson.
Morgunblaðið/Sigurgeir S
Ígærkvöldi var frumsýnd ný ís-lensk mynd, Kurteist fólk, úrsmiðju kvikmyndagerðar-mannsins Ólafs Jóhannes-
sonar. Ólafur ætti að vera orðinn
landsmönnum kunnur en áður hefur
hann meðal annars gert myndirnar
Blindsker, Africa United, Stóra
Planið og The Amazing Truth about
Queen Raquela. Önnur mynd, Borg-
ríki, er væntanleg frá honum síðar á
þessu ári. Kurteist fólk fjallar um
verkfræðinginn Lárus (Stefán Karl)
sem er búinn að spila botninn úr
buxunum jafnt í einkalífi sem starfi í
Reykjavík. Hann fer í örvænting-
arfulla útlegð í Búðardal þar sem
hann þykist geta komið sláturhúsi
staðarins í gang á ný með dyggri að-
stoð spillts formanns bæjarráðs
(Eggert Þorleifsson). Í raun fer Lár-
us þar með úr öskunni í eldinn því
hann gengur óafvitandi inn í hat-
rama pólitíska styrjöld sem geisar
jafnt í einkamálum sem stjórnar-
háttum bæjarfélagsins. Segja má að
bæjarfélagið í heild sé í aðalhlut-
verki í myndinni þar sem samspil
persóna er áhugaverðara en hver
þeirra út af fyrir sig. Persónurnar
eru flestar frekar flatar, þær eru
mjög fráhrindandi og því ekki auð-
velt fyrir áhorfendur að samsama
sig við þær og erfitt er að ráða í ann-
að en frumstæðustu hvatir þeirra.
Þær eru því í raun fremur týpur en
fullgildar persónur enda aðeins
eindir í lævíslegri samfélagsrefskák-
inni sem myndin kjarnast um. Það
hefði verið sterkur leikur að gæða
þær stöku kostum eða einhverjum
persónutöfrum til að vega upp á
móti úrkynjuðum blóðsuguhætt-
inum.
Myndin skartar rjómanum af ís-
lensku leikarastéttinni í skemmti-
lega fjölmennu persónugalleríi.
Leikarar standa sig flestir mjög vel
og Stefán Karl og Eggert sýna sér-
lega góða takta í aðalhlutverkunum
enda eru persónur þeirra mest mót-
aðar. Öll fagleg vinna er sömuleiðis
með ágætum. Grænleit ára er á
myndinni sem hæfir ömurlegu and-
rúmsloftinu og gallsúrum persónun-
um. Leikmynd og búningar eru trú-
verðug og myndin fangar vel angist
aðkomumannsins og skoplega jað-
arstöðu borgarbarns í sveit. Rotinni
sveitapólitík eru gerð góð skil í
myndinni en sagan gæti verið heild-
stæðari ef unnið hefði verið meira
með handritið. Myndin líður svolítið
fyrir takmarkaðan boðskap og/eða
ádeilu og of litla persónustúdíu. Frá-
sögnin er grátbrosleg á köflum með
sínum groddalega séríslenska
sveitabrag en hún höfðar hugsan-
lega meira til landsbyggðarfólks þar
sem hún er ansi lituð af innanbúðar-
húmor. Allir ættu þó að geta borið
kennsl á spillinguna sem gegnsýrt
hefur plebbalega pólitík frá örófi
alda og notið þess að berja augum
fjölskrúðugan hóp íslenskra leikara í
essinu sínu.
Smárabíó, Laugarásbíó,
Háskólabíó og Borgarbíó
Kurteist fólk bbbnn
Leikstjórn og handrit: Ólafur de Fleur
Jóhannesson. Meðhöfundur handrits:
Hrafnkell Stefánsson. Aðalhlutverk:
Stefán Karl Stefánsson, Eggert Þor-
leifsson, Ágúst Eva Erlendsdóttir, Hilm-
ir Snær Guðnason, Harpa Arnardóttir,
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Hall-
dóra Geirharðsdóttir, Jóhann G. Jó-
hannsson, Benedikt Erlingsson og Mar-
grét Ákadóttir. 100 mín. Ísland, 2011.
HJÖRDÍS
STEFÁNSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Rotið „Rotinni sveitapólitík eru gerð góð skil í myndinni en sagan gæti ver-
ið heildstæðari ef unnið hefði verið meira með handritið.“
Lævísleg samfélagsrefskák
Skannaðu kóðann
til að horfa á
myndband um
Kurteist fólk.
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ
BORGARBÍÓ
5%
5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
KURTEIST FÓLK KL. 5.45 - 8 - 10.10 L
HOPP ÍSLENSKT TAL KL. 5.45 L
LIMITLESS KL. 8 - 10.20 14
OKKAR EIGIN OSLÓ KL. 5.45 - 8 - 10.10 L
BIUTIFUL KL. 6 - 9 12
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ GILDA EKKI Í BORGARBÍÓI
HOPP ÍSLENSKT TAL KL. 6 L
KURTEIST FÓLK KL. 6 - 8 - 10 L
LIMITLESS KL. 10 14
NO STRINGS ATTACHED KL. 8 12
-H.S., MBL -Þ.Þ., FT
KURTEIST FÓLK KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 L
KURTEIST FÓLK LÚXUS KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 L
HOPP ÍSLENSKT TAL KL. 3.30 – 5.45 L
LIMITLESS KL. 8 - 10.20 14
OKKAR EIGIN OSLÓ KL. 3.30 - 5.45 - 8 L
BATTLE: LOS ANGELES KL. 10.15 12
NO STRINGS ATTACHED KL. 5.40 - 8 - 10.20 12
RANGO ÍSLENSKT TAL KL. 3.30 L
-T.V. - KVIKMYNDIR.IS
MEÐ ÍSLENSKU TALI
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
HOPP ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 2, 3, 4 og 5
HOPP ENSKT TAL Sýnd kl. 6, 8 og 10
KURTEIST FÓLK Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10
NO STRINGS ATTACHED Sýnd kl. 8 og 10:10
RANGO ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 2
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is