Morgunblaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 16
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Best Elín Kjartansdóttir og Agnar
Kristjánsson með verðlaunagripina.
Atli Vigfússon
Þingeyjarsveit | „Þetta er ástríða
fyrst og fremst og Agnar hefur
alltaf verið vakinn og sofinn í
ræktunarstarfinu. Hann kann
hrútaskrána utan að og vill enda-
laust sjá árangur. Hann hefur alla
tíð átt heima í fjárhúsunum og
þegar hann var 5 ára þekkti hann
allar kindurnar á bænum með
nafni.“ Þetta segir Elín Kristjáns-
dóttir, bóndi og handverksmaður
í Norðurhlíð í Aðaldal, en hún og
maður hennar, Agnar Kristjáns-
son frjótæknir, fengu tvenn sauð-
fjárræktarverðlaun sem voru af-
hent á aðalfundi Búnaðar-
sambands Suður-Þingeyinga
nýverið.
Þau hjón eru vel að verðlaun-
unum komin en Elín notar mikið
beinin, hornin og ullina í hand-
verk sem hún hannar og fram-
leiðir til skrauts og nytja.
Önnur verðlaun þeirra voru
Heiðurshornið fyrir að ná bestum
árangri í kjötgæðaræktun, voru
veitt í fimmta sinn.
Hvatningarverðlaun Búnaðar-
sambands S-Þingeyinga eru hin
verðlaunin og eru veitt þeim sem
náð hafa hvað bestum árangri í
fjárræktinni þegar á heildina er
litið. Þá er átt við góðan fall-
þunga og fjölda lamba til nytja.
Elín segir að auðvitað sé sauð-
féð ekkert gróðafyrirtæki og ekki
sé verið að hugsa um krónur þeg-
ar ræktunarsjónarmið ráða för.
Hins vegar er þetta skemmtilegt
áhugamál og það sé alltaf gaman
að tala við aðra bændur um
sauðfé. Agnar hefur líka áhuga á
fjölbreytileika litanna í íslenska
kyninu og þá er forystufé honum
sérstaklega hugstætt. Hann tók
ungur við búi og hefur alla tíð átt
mjög frjósamt fé og fimmlembur
hafa stundum sést á vorin. Nýlega
var fósturtalning framkvæmd í
Norðurhlíð og eiga þau hjón,
Agnar og Elín, von á skemmti-
legum sauðburði með mörgum
lömbum. Þá er gaman í Norður-
hlíð og mikið að gera.
Sópuðu til sín sauðfjárverðlaunum
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2011
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
Ef takast á að brúa bilið milli stefnu
stjórnvalda um skóla án aðgreiningar
og skólastarfsins sjálfs þarf að hlusta
á rödd barnanna. Þetta er niðurstaða
rannsóknar Ragnheiðar Axelsdóttur,
M.ed. í sérkennslufræðum, um upp-
lifun barna af margbreytileika, mögu-
leikunum og hindrunum í skóla-
samfélaginu.
„Þau vilja vera þátttakendur í
ákvörðunum sem varða eigið líf og að-
stæður í skólanum og félagslífinu. Þau
geta bent okkur á hindranirnar og
þurfa tækifæri til að segja sína skoðun
og vinna að lausnum,“ sagði Ragn-
heiður þegar hún kynnti niðurstöður
sínar í gær á þriðju og síðustu ráð-
stefnunni um skólastefnuna „skóli án
aðgreiningar“ þar sem var fjallað um
reynslu nemenda við skóla sem fylgja
þeirri stefnu.
Ragnheiður vann rannsókn sína
vorið 2009 og voru rannsóknarspurn-
ingarnar þrjár. Í fyrsta lagi var leitast
við að svara hvernig 12-15 ára börn
skilja margbreytileika. Í öðru lagi
hvaða möguleika og hindranir börnin
sjái fyrir fullri þátttöku allra í skóla og
félagslífi. Loks var þriðja og síðasta
rannsóknarspurningin hvað skólar og
kennarar geti lært af því að hlusta á
raddir barna.
Meðvituð um réttindi sín
Niðurstöðurnar leiða m.a. í ljós
að hugmyndir barnanna um marg-
breytileika tengjast mun frekar hóp-
um og valdi þeirra heldur en ein-
staklingum. Þannig tengdu þau
margbreytileika við flokkun t.d. eftir
kyni, þjóðerni, fötlun, íþróttaþátttöku
o.fl. Mjög stutt var í hugmyndir um
aðgreiningu og var hún einkum
tvenns konar að sögn Ragnheiðar,
annars vegar aðgreining kynja í skól-
um og hinsvegar aðgreining þeirra
sem hegða sér illa og þeirra sem
hegða sér vel. Rannsóknin sýndi hins-
vegar að börnin þekkja réttindi sín
mjög vel en hafa ekki bolmagn til að
fylgja þeim eftir. Þau voru sammála
því að allir ættu rétt á því að menntast
og taka þátt og stönguðust hug-
myndir þeirra því ekki á við ferlið í átt
að skóla án aðgreiningar. Börnin
segja hinsvegar að raunveruleg þátt-
taka þeirra í ákvörðunum og skipulagi
skólans sé lítil. Ragnheiður bendir á
að auka mætti lýðræði innan skóla til
að tryggja að börn og fullorðnir stefni
að sameiginlegum markmiðum.
Flestum finnst gaman í skóla
Á ráðstefnunni í gær var einnig
kynnt ný rannsókn sem enn stendur
yfir. Að sögn dr. Amelíu Björnsdóttur
sem vinnur rannsóknina er meg-
inmarkmið hennar að gefa yfirsýn yfir
núverandi starfshætti í íslenskum
grunnskólum og er þess vænst að nið-
urstöður hennar muni skapa for-
sendur fyrir þróunarstarf á vegum
sveitarfélaga og skóla.
Fyrstu niðurstöður rannsókn-
arinnar eru úr spurningakönnun sem
lögð var fyrir nemendur í 7.-10. bekk.
Kom þar m.a. í ljós að 64% nemenda
segjast ráða vel við námið og um
helmingur er mjög eða frekar sam-
mála því að gaman sé í skólanum. Þá
segjast 80% nemendanna vilja að for-
eldrar aðstoði sig við heimanám. End-
anlegar niðurstöður rannsóknarinnar
verða kynntar í bók sem væntanleg er
árið 2012.
Morgunblaðið/Ernir
Margbreytileiki Í rannsókn Ragnheiðar Axelsdóttur segir að skóli án aðgreiningar feli ekki eingöngu í sér sjálfsögð mannréttindi fatlaðra heldur að fjöl-
breytileikinn sé viðurkenndur og unnið sé á þeim grunni að finna leiðir til að allir geti verið fullgildir þátttakendur í skólasamfélaginu.
Nauðsyn að hlusta á börn-
in í skóla án aðgreiningar
Börn geta bent á hindranir í skólastarfinu Vilja fá að vera þátttakendur
Skóli án aðgreiningar
» Skóli án aðgreiningar er
opinber menntastefna lands-
ins og bundin í alþjóða-
samþykktir.
» Á annan tug fræðimanna
við HÍ og HA starfar nú að
rannsóknum sem tengjast
fræðasviðinu skóli án aðgrein-
ingar.
» Þátttakendur í rannsókn-
inni voru 17 börn á aldrinum
12-15 ára úr 7 grunnskólum á
suðvesturhorninu.
Lee Buchheit,
aðalsamninga-
maður Íslands í
síðustu lotu Ice-
save-samning-
anna, sagði á
fundi í Háskól-
anum á Akureyri
í gær, að það væri
alls ekki auðvelt
fyrir íslensku
þjóðina að kom-
ast að niðurstöðu í kosningunum
sem framundan eru. Fjölmenni var á
fyrirlestri Buchheits. Buchheit sagði
í upphafi að vandamálið við banka-
hrunið væri fyrst og fremst það, að
eftirlitsstofnanir stóðu sig ekki nógu
vel; ekki bara á Íslandi heldur víða
um heim. Hann tók Bandaríkin,
Spán og Írland sem dæmi. Þá hefðu
stofnanirnar ekki staðið sig nægi-
lega vel eftir að þær áttuðu sig á
stöðunni. Mikilvæg spurning strax í
upphafi máls, sagði Buchheit, var
hvort Íslandi bæri að greiða kröfuna
miðað við þær evrópsku reglur sem
giltu á sínum tíma. Enn væri það
lögfræðilegt álitamál; margir þekkt-
ir lögfræðingur teldu svo vera en
aðrir teldu þvert á móti, að Íslandi
bæri hreint ekki að borga.
Hann sagði að velta mætti því fyr-
ir sér hvort Bretar og Hollendingar
sneru aftur að samningaborðinu ef
íslenska þjóðin felldi samninginn, en
taldi svo ekki vera. Þá yrði dóm-
stólaleiðin farin.
Ábyrgðin deilist á þrjá
Buchheit benti á að bresk og hol-
lensk stjórnvöld greiddu þarlendum
sparifjáreigendum út Icesave-eignir
sínar en Íslendingar tryggðu allar
innstæður íslenskra sparifjáreig-
enda. Mun EFTA-dómstóllinn fall-
ast á að það sé í lagi? spurði Bucc-
heit. Því sagðist hann ekki geta
svarað; Íslendingar gætu unnið mál-
ið en þeir gætu líka tapað og færi svo
gæti Ísland þurft að greiða tvöfalt
hærri upphæð en nú hefur verið
samið um.
Buchheit sagðist telja, að þar sem
eftirlitskerfið hefði í raun brugðist á
Íslandi, Hollandi og Bretlandi, væri
sanngjarnt að ábyrgðin skiptist með
einhverjum hætti á löndin þrjú.
„Ef hollenskur banki byði Íslend-
ingum reikninga með mjög háum
vöxtum – sambærilegum við Icesave
– og þúsundir manna settu ævi-
sparnaðinn inn á þessa reikninga en
töpuðu öllu ef bankinn hryndi, þá sé
ég fyrir mér að íslensk stjórnvöld
myndu skipta sér af og reyna að
hjálpa eigendum reikninganna.
Myndu ræða við hollensk stjórnvöld
og reyna að leysa málið.“
Gætu unn-
ið en gætu
líka tapað
Eftirlitið brást
Lee C.
Buchheit
Ég vil halda áfram o
g er
ekki í vafa um að b
etra
er að segja já en ne
i.
Sigsteinn P. Grétar
sson,
forstjóri Marel á Ísla
ndi
„
“
Já er leiðin áfram!
Áfram-hópurinn eru þverpólitísk grasrótarsamtök fólks
sem telur að best sé fyrir okkur að ljúka Icesave málinu með samþykkt fyrir-
liggjandi samnings í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl nk. Starf hópsins byggir
á frjálsum framlögum einstaklinga og fyrirtækja og sjálfboðavinnu fjölda fólks.
www.afram.is