Morgunblaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 10
Gæði og ending Camper skórnir duga lengi. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Flest leiðum við sjaldnast hugann aðþví hvernig fötin okkar og annaðpunt hefur orðið til; hvaða efnihafa verið notuð við framleiðslu þess eða hversu mikla orku og vatn þurfti til að buxurnar okkar eða peysan gæti orðið að veru- leika. Staðreyndin er sú að tískuiðnaðurinn er gífurlega mengandi og t.a.m. er hann vatnsfrekasta atvinnugrein heims, ef frá er talinn landbúnaður. Að minnsta kosti 8.000 mismunandi tilbúin efni eru notuð við framleiðslu á fataefnum og 25% þeirra skordýra- og varnarefna sem notuð eru í heiminum fara til framleiðslu á ólífrænni bóm- ull. Þá hafa bágar vinnuaðstæður verkafólks í tískuiðnaði verið gagnrýndar, en stærstur hluti fatnaðarins er fram- leiddur í þriðja heiminum. Ekki eru þó allar tískuvörur í sama flokki hvað þetta varðar og þannig er vel mögulegt að klæða sig í smartan tískufatnað án þess að þurfa að hafa hluti eins og barna- þrælkun, heilsuspillandi vinnuaðstæður og umhverfis- mengun á samviskunni – meira að segja á litla Íslandi, þar sem úrvalið jafnast þó kannski ekki á við tískuflóru stórborga erlendis. Margir hönnuðir með umhverfismál í huga Á þennan veg voru niðurstöður hóps nemenda sem stunda meistaranám í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands en á dögunum fóru þeir á stúfana til að leita uppi sjálfbæra tísku hjá íslenskum verslunum og hönnuðum. Nemendahópinn skipuðu Hrólfur Karl Cela, Kathrin Scheiber, Katrín Georgsdóttir og Sigríður Ragna Sverrisdóttir auk ofanritaðs blaðamanns, en nið- urstöður sínar kynntu þau á plakati fyrir samnemendur og kennara á dögunum. Hugmyndin var að klæða fyrirsætu upp frá toppi til táar í fatnað og skart sem færa mætti rök fyrir að væru betri á einn eða annan hátt fyrir umhverfi og samfélag, en flestar vörur. Hópurinn skoðaði líka hvernig umhverfismeðvitað fólk gæti valið sér snyrtivörur fyrir andlit og hár út frá sömu við- miðum. Það kom skemmtilega á óvart hversu ofarlega umhverfis- og samfélagsmál eru í huga margra íslenskra hönnuða og þannig hafði hópurinn um töluvert að velja þegar kom að fatnaði og fylgihlutum. Minna úrval var í boði þegar kom að t.d. skóm, gallabuxum og snyrtivörum, en jafnvel í þessum flokkum var hægt að finna fleiri en einn möguleika sem gætu talist sjálfbærir. Tíska í takt við um- hverfi og samfélag Eiturefni, gífurleg vatnsnotkun og bágar vinnuaðstæður. Tískuiðnaður- inn hefur ekki gott orðspor þegar kem- ur að umhverfi og samfélagi enda með mest mengandi atvinnugreinum heims. Það er þó vel mögulegt að hafa umhverfið og sjálfbærni í huga þegar farið er í búðir að leita uppi smartar flíkur og skartgripi. Mosi Hringirnir hans Hafsteins Júlíussonar skarta íslenskri nátt- úru í stað unninna eðalsteina. Reiðhjólaslöngur Skornar niður og þræddar upp á band eru þær glæsilegt hálsmen. Náttúrulega lit- aðir Endurunnin bómull er í þess- um sokkum eftir Jet Korine. Gosdósaflipar Hekl- aðir saman í þessa glæsilegu hliðartösku sem fæst í Emami. Karl Lagerfeld ku vera einn athafnasamasti hönnuðurinn í brans- anum. Enda finnur hann sér sífellt eitthvað nýtt að gera. Nýjasta nýtt úr smiðju Lagerfeld er nú listilega skreytt Diet Coke flaska. Já, kók- flöskur eru nú einnig orðnar safngripir enda af þessum sérstöku flöskum aðeins til tak- markað upplag. Meðal hönnuða fyrri ára sem fengnir hafa verið til verksins má nefna Matthew Williamson, Gianfranco Ferre, Marni og Roberto Cavalli. Kókflöskur hafa verið skreyttar á þennan máta síðan árið 2003 og þykir engan undra þó Lagerfeld hafi verið fengin til verksins í annað sinn. Flöskurnar eru sannarlega skemmtilegar fyrir augað, bleikar og hvítar með stjörnum, doppum og röndum. Að ógleymdri skuggamynd af hönn- uðinum sjálfum með taglið góða og hanskana sem eru, má segja, hans ein- kennismerki. Flöskurnar koma á markað nú með sumrinu og þá verður líkast til handa- gangur í öskjunni. Sérstakur safngripur í takmörkuðu upplagi Lagerfeld Coca Cola 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2011 Aukin umhverfismeðvitund á ekki bara við um íslenska fatahönnuði og -framleiðendur. Um allan heim er tískuiðnaðurinn að taka við sér þegar kemur að sjálfbærni. Heilu tískusýn- ingarnar, ráðstefnurnar, tímaritin og vefsíðurnar fjalla þannig um sjálf- bæra tísku og ein þeirra er vefsíðan www.ecofashionworld.com. Þar má lesa fréttir um það nýjasta sem er að gerast í heimi sjálfbærrar tísku, fjallað er um hönnuði og merki sem hafa umhverfismál og samfélag í huga við sína framleiðslu; á síðunni er að finna lista yfir vefverslanir sem bjóða upp á sjálfbæra tísku og svo mætti lengi telja. Flottar myndir prýða vefsíðuna og þar er einnig fjallað um þau alþjóðlegu samtök sem láta sig visthæfa tísku varða. Sannarlega spennandi síða fyrir alla þá sem hafa áhuga á því að tískugeir- inn þróist í sjálfbærari átt. Vefsíðan www.ecofashionworld.com Rómantískt Fjallað er um sjálfbæra tísku frá öllum sjónarhornum á síðunni. Sjálfbær tíska í útlöndunum Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Norðlendingar og gestir þeirra ættu ekki að láta Leiklistarhátíð Þjóðleiks fram hjá sér fara en hún verður hald- in í Listagilinu á Akureyri um helgina þar sem boðið verður upp á leiksýn- ingar á klukkutíma fresti frá klukkan 17 – 19 í dag og klukkan 10 – 19 á morgun. Um 150 norðlensk ungmenni taka þátt í hátíðinni svo búast má við mikilli sköpunargleði og fjöri. Endilega… Leikritið Íris Leikhópurinn Dadda- varta á Skagaströnd flytur. …farið á leik- listarhátíðDúnsængur Lín Design Laugavegi 176 Sími 5332220 www.lindesign.is Áður 29.990 kr Nú 19.990 kr 34% afsláttur Fermingartilboð Áfram-hópurinn eru þverpólitísk grasrótarsamtök fólks sem telur að best sé fyrir okkur að ljúka Icesave málinu með samþykkt fyrir- liggjandi samnings í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl nk. Starf hópsins byggir á frjálsum framlögum einstaklinga og fyrirtækja og sjálfboðavinnu fjölda fólks. Vegna barnanna minna ætla ég að segja JÁ 9. apríl. Kristín Bryndís Guðmundsdóttir, viðskiptafræðingur www.afram.is „ “ Já er leiðin áfram!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.