Morgunblaðið - 01.04.2011, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2011
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Gamla höfnin í borginni tekur
breytingum á hverju ári og á þann
hátt er reynt að svara nýjum kröf-
um. Auk þess að vera ein stærsta
fiskihöfn landsins þar sem stærstu
togarar og minnstu trillur eiga
heimahöfn er hún mikilvægur við-
komustaður
ferðamanna.
„Reykvíkingar
mega vera og
eiga að vera
stoltir af því
hversu mikil og
fjölbreytt starf-
semi er í höfn-
inni,“ segir Gísli
Gíslason, hafn-
arstjóri Faxa-
flóahafna. „Í gömlu höfninni er
skemmtileg blanda af ferðamanna-
höfn með tilheyrandi þjónustu og
umsvifamikilli fiskihöfn. Sundahöfn
er stór vöruflutningahöfn, en þar
er jafnframt aðstaða fyrir
skemmtiferðaskip og loks eru
skemmtibátarnir innst í Elliðavog-
inum í hafnaraðstöðu sem Snarfari
rekur.“
Bugtir tengdar höfuðáttum
Nú er unnið að því að bæta að-
stöðu fyrir smábáta og möguleikar
ferðaþjónustunnar aukast. Ný nöfn
skjóta líka upp kollinum og þegar
kemur að aðstöðu fyrir minni báta
tala hafnaryfirvöld um bugtir og
kenna við höfuðáttir. Suðurbugt er
við gömlu verbúðirnar við Æg-
isgarð, Norðurbugt er þar sem
gamla olíubryggjan var í Örfirisey,
Vesturbugt er við Sjóminjasafnið á
Grandagarði og Austurbugt er við
Ingólfsgarð í næsta nágrenni við
Hörpuna.
Í janúar óskuðu Faxaflóahafnir
eftir tilboðum í flotbryggju í Suð-
urbugt, Norðurbugt, Vesturbugt
og á Akranesi, auk búnaðar til að
lengja bryggjur í Austurbugt. Út-
boðið fór fram á Evrópska efna-
hagssvæðinu. Tíu tilboð bárust og
var tilboði KRÓLA tekið í bryggj-
ur á Akranesi og í Norðurbugt svo
og búnaði á bryggjur í Aust-
urbugt. Tilboði Seljaskóga ehf. var
tekið í bryggju við Suðurbugt.
Allar bryggjurnar verða fram-
leiddar á Íslandi en festingar
koma erlendis frá. Verklok við
bryggjurnar í Reykjavík eru áætl-
uð í júlí í sumar. Hins vegar var
ákveðið að fresta kaupum á
bryggju í Vesturbugt við Sjóminja-
safnið meðal annars vegna þess að
ferðaþjónustuaðilar eru ekki til-
búnir að fara þangað að svo
stöddu, en málið verður skoðað á
næsta ári.
Samkvæmt upplýsingum Gísla
hafnarstjóra er heildaverð samn-
ingspakkans 96,6 milljónir króna
með vsk., en gert er ráð fyrir að
kostnaður við aðgerðirnar verði
um 125 milljónir. Þá er meðtalinn
kostnaður við niðurrif Olíu-
bryggjunnar í Norðurbugt, sem
fyrirtækið H-krani ehf. annast. Sú
bryggja var orðin rúmlega hálfrar
aldar gömul og léleg.
15 bátar með farþegaleyfi
Gísli segir að mjög skemmtilegt
andrúmsloft hafi skapast í kring-
um verbúðirnar í Suðurbugtinni.
Þar sé að finna margvíslega þjón-
ustu eins og veitingastaði, versl-
anir, verkstæði handverksfólks og
einn fiskverkandi sé enn í gömlu
verbúðunum. Í næsta nágrenni séu
hvalaskoðunarfyrirtæki og aðstaða
þeirra verði bætt, en 15 bátar eru
með farþegaleyfi og flestir komi að
hvalaskoðun frá Reykjavík. Mikið
líf sé samfara sjávarferðamennsk-
unni. Suðurbugtin hafi iðað af lífi
síðasta sumar og á næstu árum
verði lögð enn meiri áhersla á
ferðamennsku og lifandi starfsemi
þar.
Fyrir nokkru var skrifað undir
samning hafnarinnar og Minja-
verndar um úthlutun lóðar og
staðsetningu hússins Sólfells í Suð-
urbugtinni. Unnið er að endur-
byggingu hússins á Slippasvæðinu
og framkvæmdir eru hafnar á
framtíðarlóð hússins við Ægisgarð
2. Húsið verður væntanlega flutt á
nýjan grunn á vordögum og klárað
innandyra þegar líður að hausti.
Sólfellið er saltfiskverkunarhús
sem reist var á Kirkjusandi árið
1921. Húsið fór á eilítið flakk fyrir
nokkrum árum þegar fyrirhugað
var að byggja á lóðum við Kirkju-
sand, en Minjavernd tók húsið í
fóstur og í samstarfi við Faxaflóa-
hafnir sf. er húsinu nú fundinn
samastaður á lóð hjá skyldmenn-
um við Suðurbugtina, segir á
heimasíðu hafnarinnar.
Humarskipið verður flutt
Humarskipið fékk aðstöðu til
bráðabirgða í Suðurbugt árið 2001,
en það verður flutt úr legu sinni í
byrjun maí svo framkvæmdir við
flotbryggju þar geti hafist. Fyrst í
stað að minnsta kosti verður það
flutt að Ægisgarði, en eigandi
skipsins er að skoða flutning þess
til Akraness, að sögn Gísla.
Einhverjir bátaeigendur sem
hafa haft aðstöðu við verbúðirnar
og við Bótarbryggju við Kaffivagn-
inn á Grandagarði fara í Norður-
bugtina og aðstaðan þar á að
batna til muna fyrir þá sem stunda
sjóinn á trillum. Minni bátum hef-
ur fjölgað á svæði Faxaflóahafna á
síðustu árum og þeir hafa jafn-
framt stækkað.
Í Austurbugtinni fyrir framan
tónlistarhúsið verður áfram að-
staða fyrir skútur, en aðstaðan
bætt þar sem skúturnar hafa
stækkað á síðustu árum.
Sandströnd við Skarfaklett
Eftir að skemmtiferðaskipum
sem komu til Reykjavíkur hafði
fjölgað nánast árlega í tvo áratugi,
hefur skipakomum lítillega fækk-
að. Hins vegar hafa skipin stækk-
að og farþegum fjölgað. Útlit er
fyrir að árið 2012 verði mjög gott
ár í þessum efnum. Vegna stærri
skipa er í undirbúningi að lengja
Skarfabakka, en það mun taka ein-
hvern tíma, að sögn Gísla.
Um 800 metra sandströnd við
Skarfaklett var gerð aðgengileg í
lok síðasta árs 2010. Verið er að
ganga frá yfirborði og lýsingu
ásamt uppsetningu á vita á Skarfa-
garði og lýkur þessum verkefnum í
vor.
Umsvif Margvísleg starfsemi fer fram í gömlu höfninni og í sumar verður meðal annars unnið að breyttri og bættri aðstöðu fyrir smábáta og ferðaþjónustu.
Fjölbreytnin ræður ríkjum
Reykjavíkurhöfn er ein stærsta fiskihöfn landsins og um leið vaxandi ferðamannahöfn
Iðandi mannlíf í Suðurbugt Aðstaða smábáta og ferðaþjónustu bætt í gömlu höfninni í sumar
Gísli Gíslason
Komur og farþegar skemmtiferðaskipa
90
80
70
60
50
40
30
20
10
0
K
om
ur
sk
em
m
ti
fe
rð
as
ki
pa
90.000
80.000
70.000
60.000
50.000
40.000
30.000
20.000
10.000
0
Fa
rþ
eg
ar
sk
em
m
ti
fe
rð
as
ki
pa
Komur skemmtiferðaskipa Farþegar skemmtiferðaskipa
19
90
19
91
19
92
19
93
19
94
19
95
19
96
19
97
19
98
19
99
20
00
20
01
20
02
20
03
20
04
20
05
20
06
20
07
20
08
20
09
20
10
Saltfiskverkunarhús Þannig verður umhorfs í Suðurbugtinni þegar Sól-
fellið verður komið á sinn stað, en það var upphaflega reist á Kirkjusandi.
Hvalaskoðun blómstrar og frá
Reykjavík fóru um eða yfir 70 þús-
und farþegar í hvalaskoðun á síð-
asta ári. Elding er í fararbroddi
þeirra fyrirtækja sem gera út á
þennan markað frá höfuðborginni
og að sögn Vignis Sigursveins-
sonar, eins forsvarsmanna fyrir-
tækisins, flutti fyrirtækið um 50
þúsund farþega á síðasta ári. Þriðja
veturinn í röð gerði fyrirtækið út
yfir dimmustu mánuði ársins og að-
sókn var talsverð þrátt fyrir frátaf-
ir eins og í annarri útgerð í brælu í
þrálátum vestanáttum.
„Fyrstu tvo veturna fórum við
aðeins um helgar, en frá því í des-
ember í vetur höfum við verið með
daglegar ferðir þegar gefið hefur,“
segir Vignir. „Með okkur fóru 50-
70 manns í hverja ferð, nánast ein-
göngu útlendingar, og eftir erfitt
tímabil hafa síðustu tvær vikur ver-
ið fínar, gott skyggni og lítill sjór.“
Sumaráætlun Eldingar gengur í
gildi í dag og verður þá farið í tvær
ferðir daglega, klukkan 9 og 13.
Verðið fyrir hverja ferð er átta þús-
und krónur eða 48 evrur. Fyrir-
tækið verður með fimm báta á sín-
um snærum í sumar og auk þess
gamla loðnuskipið Fífil GK, sem
hefur gengið í endurnýjun lífdaga.
Skipið liggur við Ægisgarð og þar
er móttökustöð fyrir þá sem fara í
hvalaskoðanir fyrirtækisins. Útlit
er fyrir að í sumar verði fjögur fyr-
irtæki með hvalaskoðunarferðir frá
Reykjavík og er útlitið sagt gott.
Fyrirtækin hafa öll aðstöðu í suður-
bugtinni eða við Ægisgarð og þar
eru miðasöluskúrar fyrirtækjanna
hlið við hlið.
Vignir segir að talsvert sé af hval
úti á Flóanum, kannski 12-15 mílur
frá borginni. Í vetur hafi þeir m.a.
fylgst með hnúfubökum og höfr-
ungum og síðustu daga hafi hrefnu
fjölgað á Flóanum. Fyrstu tvo vet-
urna var mest um hval inn af Hafn-
arfirði og á Stakksfirði við Kefla-
vík. Þá fengu hvalaskoðunarmenn
eitt haustið upplýsingar frá Haf-
rannsóknastofnun sem hafði skotið
gervihnattasendi í hnúfubak sem lá
þar dögum saman í síld.
Um 70 þúsund
í hvalaskoðun
Elding með daglegar ferðir í vetur