Morgunblaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2011 sinna nánustu mjög fyrir brjósti. Hans verður sárt saknað í bæj- arlífinu, enda eftirminnilegur í meira lagi fyrir að gefa sér tíma í vini og vandamenn. Sigmundur Ernir Rúnarsson. Á barmi hins mikla gljúfurs sem Jökulsá á Brú hefur grafið vestan megin Fremri-Kára- hnjúka sundlaði mann er litið var niður í hina hrikalegu náttúru- smíð með jökulsána sem beljaði fram og flutti framburð sinn út í Héraðsflóa. Hluti þess gangs náttúrunnar sem henni hafði þóknast að skapa um árþúsundir. Seinna á kolli Sandfells sunnan Fremri-Kárahnjúka átti maður erfitt með að ímynda sér fellið sem litla eyju í gríðarlegu uppi- stöðulóni. Við þrír félagar fórum í nokkr- ar ferðir um Austurland, Vest- fjarðakjálkann og Snæfellsnes á síðasta áratug undir öruggri far- arstjórn og leiðsögn Steindórs. Þessi ferð var farin í vikunni áður en framkvæmdir hófust við Kárahnjúka og við fórum austur fyrir Snæfell, að Eyjabakkafossi, á Seyðisfjörð og Neskaupstað og suður firðina til Djúpavogs. Þekking Steindórs á landinu, staðháttum, örnefnum og sögu var ómetanleg og þar sem minnið brast hjá honum bað hann um að flett yrði upp í hinu mikla riti afa hans og Þorsteins Jósepssonar Landið þitt og þá á vissum stað. Ferðirnar um landið með afa í æsku skiluðu sér. Á Ströndum gistum við í kvennabragganum á Djúpuvík, fórum í Reykjarfjörð og Ingólfs- fjörð í dýrðlegu veðri og upplifð- um meira að segja dálitla síldar- torfu rétt utan við fjöruborðið á Djúpuvík. Ísafjarðardjúp, Tyrðilmýri, Kaldalón, Ögur, Ísafjörður og firðirnir suður af og seinna Snæ- fellsnes. Stykkishólmur, Ber- serkjahraun, Grundarfjörður með Kirkjufellið í allri sinni dýrð, Búlandshöfði, Öndverðarnes, Svalþúfa, Lóndrangar, Hellnar og Arnarstapi ásamt Snæfells- jökli voru sú upplifun sem við all- ir nutum þessa daga sem við dvöldumst á Snæfellsnesi. Allar voru ferðir þessar afar vel heppnaðar og okkur til mikillar ánægju. Segja má að við Steindór höf- um sjaldnast verið sammála um nokkurn skapaðan hlut þegar rætt var um þjóðfélagsmál eða stjórnmál. En árum saman hitt- umst við félagar um helgar, oft- ast yfir kaffibolla í Vín eða á kaffihúsi á Akureyri. Steindór var alinn upp á heimili jafnaðar- manna þar sem manngildið réði og áhrif frá afa hans voru með sama hætti. Sigbjörn bróðir hans, sem féll frá fyrir aldur fram, var einn af liðsoddum Al- þýðuflokksins í kjördæminu og var dyggilega studdur af Stein- dóri og fjölskyldunni allri. Stjórnmál og stjórnmálaumræð- ur voru hans líf og yndi. Úrslit kosninga um miðja síðustu öld mundi hann jafn vel og niður- stöðutölur nýlegra skoðanakann- ana. Þá var og áhugi hans á knatt- spyrnu, jafnt íslenskri sem enskri, ódrepandi og gangur KA á fótboltavellinum var honum jafnan ofarlega í huga. Steindór Gunnarsson var drengur góður og maður fróður. Skarð er fyrir skildi við hring- borð minninganna. Þessum orðum fylgja samúð- arkveðjur til fjölskyldunnar. Pétur Jósefsson og Þórir Sigurðsson. Þegar Steindór Gunnarsson er allur rifjast upp minningar um góðan dreng og sérstæðan mann um margt. Þótt við værum á önd- verðum meiði í flokkspólitík fór alltaf vel á með okkur. Ástæðan var m.a. sú að við áttum auðvelt með að finna okkur umræðuefni utan við það dægurþras, sem við velktumst annars í. Steindóri var þannig farið, að hann valdi sér persónur og persónugerð að áhugamáli og viðfangsefni og þekkti ótrúlega margt fólk af kynnum og afspurn, ekki einung- is í næstu byggðum, heldur um land allt. Steindór þekkti landið, hvern fjörð og vík, inn til dala og út um nes og skaga og hafði áhuga á mannlífi og persónum hvar sem hugsast gat. Og hafi hann að þessu leyti verið mann- fræðingur, var það merkilegast við athuganir hans, að hann sá ekki betur en allir væru góðir, a.m.k. alls ekki eins slæmir og af var látið. Þannig upplifði ég Steindór fyrst og fremst sem mannvin og umfram allt vin vina sinna. Með þessum orðum er ekki sagt að Steindór Gunnarsson hafi verið skoðanalaus sveimhugi um þjóðmál, félags- og menning- armál. Öðru nær. Hann var mað- ur sem tók afstöðu til mála, hann var eindreginn Alþýðuflokks- maður og harmaði (fannst mér) örlög flokksins eins og þau sýn- ast nú vera. Þekkt er hversu holl- ur félagsmaður hann var í Knatt- spyrnufélagi Akureyrar og lagði félagi sínu lið með ráðum og dáð. — Hollusta og vinátta, svo var hans far. Móður hans og öðrum vanda- mönnum sendi ég innilega sam- úðarkveðju. Ingvar Gíslason. Steindór Gunnarsson var traustur vinur okkar og félagi. Leiðir okkar lágu saman í Al- þýðuflokknum, fyrst á grósku- miklum tímum í unghreyfingunni og áfram í flokksstarfinu þar sem Steindór var kjölfesta í bak- varðasveitinni. Og það munaði svo sannarlega um þátttöku hans í hreyfingu jafnaðarmanna. Hann þekkti fólkið í landinu, lífskjörin og misjafnar aðstæður, var næm- ur á viðhorf og síbreytilega strauma í ólgusjó stjórnmálanna og lét sér annt um þá sem minnst máttu sín. Jafnaðarstefnan um réttlæti og jöfnuð, frelsi og bræðralag var honum í blóð bor- in. Hann ólst upp við þá hugsjón þar sem foreldrar stóðu í fylking- arbrjósti Alþýðuflokksins á Ak- ureyri um árabil. Steindór tók við kyndlinum með Sigbirni, bróður sínum, sem sat á Alþingi fyrir Al- þýðuflokkinn og reyndist drjúgur í verkum. Það var gott að starfa með þeim bræðrum, gegnumheil- ir, hugmyndaríkir og engin logn- molla í kringum þá. Það stóðu fáir þeim á sporði í kosningabaráttu, en þeir voru vinamargir og áttu svo auðvelt með að eiga samskipti við fólk og koma skilaboðum flokksins á framfæri á manna- máli. Við nutum traustrar vináttu þeirra sem var okkur mikils virði. Um árabil var Steindór fasta- gestur í kaffinu á milli þrjú og fjögur á KEA og þegar leiðir okk- ar lágu um Akureyri, þá var tíma- setningin ósjálfrátt stillt þannig að hitta Steindór þar. Það voru minnisstæðar og hressandi sam- verur þar sem Steindór var um- vafinn í stórum vinahópi í fjör- legri umræðu. Jafnaðarstefnan var Steindóri hugsjón. Eftir að Alþýðuflokkurinn sameinaðist í Samfylkingunni, þá átti hann erf- itt með að festa þar rætur. En alltaf traustur í vináttu með sín- um gömlu félögum og lét ekki sitt eftir liggja þegar kallað var til verka. Hann skildi svo vel að póli- tík fjallar ekki aðeins um sterka forystumenn, heldur fólk sem starfar saman og hefur brenn- andi hugsjón að leiðarljósi. Stein- dór reyndi sjálfur lífið í blíðu og stríðu, en alltaf með von í stafni, engin uppgjöf þar. Þess í stað tókst hann á við aðstæður af þol- gæði af því að hann vissi að ekki ber allt upp á sama daginn í lífinu. Guð blessi minningu Steindórs Gunnarssonar og við flytjum stórfjölskyldunni okkar einlægar samúðarkveðjur. Gunnlaugur og Guðmundur Árni. Eitt sinn sagði Ólafur heitinn Sigurðsson yfirlæknir, sá vitri og málhagi maður, við mig um sam- eiginlegan vin okkar, Jón G. Sól- nes, að hann hefði svo mikla vin- argáfu að það gerði hann einstakan í sínum huga. Ég hafði aldrei heyrt orðið en skildi það umsvifalaust og hef oft tengt það síðustu árin og ekki sízt undan- farna daga við annan góðan vin minn og mikinn Akureyring – Steindór Gunarsson lögfræðing sem nú hefur kvatt okkur skyndi- lega og allt of skjótt. Vinátta okkar hófst í desem- ber 1968 og hefur síðan aldrei rofnað og segir það meira um Steindór en mig, því að hann var fáum mönnum líkur að vinfestu og tryggð við sitt fólk hvort sem var við hina einstaklega sam- hentu fjölskyldu sína, sem hefur á skömmum tíma orðið fyrir þyngri og meiri höggum en títt er eða stóran og mikinn vinahóp sinn, félaga í KA eða í Alþýðu- flokknum, sem hann leit alla tíð á sem sinn flokk þótt hann legðist í tímabundinn dvala. Það var sam- eiginleg von okkar að tækist ein- hvern tíma að leysa hann úr her- leiðingunni og koma honum aftur til manndómsverka. Steindór var afskaplega per- sónufróður. Hann þekkti mjög vel til manna og málefna í um- hverfi sínu, fylgdist alla tíð vel með stjórnmálum og var áhrifa- maður meiri á þeim vettvangi heldur en margir gerðu sér grein fyrir, því að hann var ekki funda- maður og hélt sjaldan ræður á mannþingum en í litlum hópi vógu orð hans oft þungt, því að hann hafði fastmótaðar skoðanir, var fylginn sér og í kringum hann voru engin óljós landamæri – menn velktust ekki í vafa um hvar þeir höfðu hann. Mér hafa stundum komið í hug þau orð, að hann hafi ekki lifað sjálfum sér heldur öðrum. Hann kvæntist aldrei, en ræktarsemi hans og umhyggja með fjölskyldu sinni var einstök, Það var ógleyman- legt öllum sem til sáu hversu góð- ur Steindór var afa sínum og nafna – Steindóri frá Hlöðum – í elli hans og hversu einlæg ást og vinátta þeirra nafna var. Guðrún móðir hans hefur nú á skömmum tíma þurft að sjá á eftir tveimur sonum sínum, en ég álít, að enga manneskju hafi Steindór haft í meiri metum heldur en móður sína og það veit ég að var að verð- leikum. Hennar missir er sár. Við Álfhildur þökkum fyrir langa og einlæga vináttu og sendum ást- vinum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum hon- um Guðs blessunar á þeirri leið sem hann á nú fyrir höndum. Bárður G. Halldórsson. „Mikill harmur er að oss kveð- inn“, mér flugu í hug þessi orð Ketils úr Mörk eftir Njálsbrennu er ég frétti lát hins góða drengs Steindórs Gunnarssonar. Stein- dór var hvers manns hugljúfi sem allra vanda vildi leysa. Ég átti því láni að fagna að hrærast í sömu kreðsum og Steindór í MA og löngum síðar. Hann var oftast miðdepill glens og gamans, en líka hjálpsamur og ólatur til að- stoðar við skólasystkini sín. Hann hafði bíl til umráða sem fátítt var á þeim árum og var duglegur við að skutla mönnum eða bara rúnta sér og vinum til ánægju. MA árin liðu undrafljótt og áð- ur en við vissum af vorum við orðnir óbreyttir dátar undir regi- menti þess virðulega ráðuneytis- manns Runólfs heitins Þórarins- sonar frá Æðey á Gamla-Garði. Sem fyrr snerist flest um Stein- dór sem var allt í öllu þar. Stein- dór hafði ótrúleg sambönd og mest í Kratapartíinu og var óspar á að segja okkur saklausar gam- ansögur af ráðherrum og þing- mönnum kratanna. Steindór var hafsjór af fróðleik um menn og málefni og ekki síður í ættfræði. Af þessum brunni var gott að ausa. Tempus fugit og Steindór lauk lögfræðiprófi og fluttist aftur til Akureyrar þar sem hann brasaði í mörgu, t.d. varð skrifstofa hans miðstöð baráttu séra Jóns Aðal- steins, skólabróður okkar þegar hann sótti um Akureyrarpresta- kall. Þar drógu menn ekki af sér í baráttunni, en því miður töpuð- um við með einu marki. Steindór var harður KA-mað- ur og vann félaginu allt sem hann mátti og mest síðustu árin. Steindóri var sumt mótdrægt eftir að hann kom norður en alltaf var hann sami glaði, góði og hjálpsami drengurinn sem alla vildi aðstoða eftir mætti. Steindór gerðist ungur Frí- múrari og starfaði í Reglunni með hléum. Hann sagði mér ekki fyrir löngu að starfið þar hefði verið mjög þroskandi og það hefði gefið honum mikið. Mér finnst orð Virgils úr Eneasarkviðu eiga vel við Stein- dór. Tu ne cede malis sed contra audentior ito. (Þol ei órétt, gakk gegn því). Það var gott að eiga Steindór Gunnarsson að vini. Mestur er missir fjölskyldunn- ar, sem ég votta mína dýpstu samúð. Sigurður Eggert Davíðsson. Við Steindór Gunnarsson höf- um lengi verið góðir vinir. Leiðir okkar lágu fyrst saman á Gamla Garði 1968 er hann gerðist topp- maður, en svo nefndum við okkur sem bjuggum þar á efstu hæð, hafandi upphaflega búið í kjall- aranum við fremur þröngan kost, Einkenni toppmanna var órjúfanleg samstaða, menn lögðu sig fram við námið í hvaða fagi sem var, einnig héldum við hóp- inn og skemmtum okkur saman. Hafa þessi bönd haldist til þessa. Í þessum félagsskap var Stein- dór góður og vinsæll félagi. Allir lukum við toppmenn okkar há- skólaprófum. Steindór var af góðu fólki kominn og hafði fengið gott upp- eldi í foreldrahúsum, elstur sinna systkina og var heitinn eftir afa sínum Steindóri Steindórssyni frá Hlöðum, en foreldrar frú Guðrún Sigbjörnsdóttir og Gunnar Steindórsson. Ekki síst held ég að Steindór hafi mótast af nafna sínum og afa, þeim merka vísinda- og skólamanni Steindóri Steindórssyni, síðast skólameistara M.A. Með þeim nöfnum var afar kært og er vafa- lítið að hin mikla þekking Stein- dórs á landi, sögu og þjóð og þá ekki síst persónusögu, var að mestu leyti frá afa hans komin. Það er ógleymanleg upplyfting og geðbót að hafa ferðast með þeim nöfnum um landið, þá fékk allt líf og sögu. Að loknu laganámi settist ég að hér á Akureyri, enda Dalvík- ingur, í heimabyggð Steindórs og hefur aldrei skugga borið á vin- áttu okkar né hans góðu fjöl- skyldu. Steindór var ötull félags- málamaður, vinamargur og hjálpsamur svo af bar. Hann gerðist ungur frímúrari og fé- lagsmaður í ýmsum félögum og var árangur hans í prófkjörum oft með þjóðsagnakenndum blæ en hug hans allan átti KA og vann hann að hag þess félags af mikilli óeigingirni. Steindór var sá eini fótboltaáhugamaður er gat skýrt fyrir mér af skynsam- legu viti listir fótboltans. Hann var með eindæmum hjálpsamur og eru því margir sem standa í þakkarskuld við þennan góða dreng. Í þeim hópi er undirritaður, en sl. þrjú ár, eftir að ég lét af störfum sem dómstjóri Héraðsdóms Norður- lands eystra 2008 og eftir að post polio herti á mér tökin, hefur hann reynst mér ómetanleg stoð og stytta og aðstoð hans gert mér kleift að búa í mínu nýja og góða húsi áhyggjulaus. Fyrir þetta get ég aldrei þakkað honum sem skyldi, en geri nú er leiðir skilur. Mikill harmur er nú kveðinn að frú Guðrúnu, er sjá hefur mátt eftir tveim sonum sínum með skömmu millibili, þeim Sigbirni fyrrv. alþingismanni og nú Stein- dóri lögfræðingi, svo og eigin- manni. Votta ég henni dýpstu samúð, svo og systkinum Stein- dórs, þeim Gunnari og Kristínu, ættingjum og venslafólki öllu. Far þú í friði, góði vinur. Ásgeir Pétur Ásgeirsson. Elsku besta Hrönn mín. Nú þeg- ar þú ert farin frá okkur þá langar mig til að kveðja þig með nokkrum orðum. Ég vil þakka þér fyrir allt það góða sem þú hefur gert fyrir mig og mín börn. Þú reyndist mér mjög góð tengdamóðir og náinn vinur. Við spjölluðum oft saman um heima og geima og þú varst vel að þér í svo mörgu enda víðlesin og áhugasöm um flest. Þegar ég kom fyrst í heimsókn á Miðbrautina þá tókst þú alltaf einstaklega vel á móti mér og ég fékk strax að kynnast myndarskap þínum. Það Hrönn Thorarensen ✝ Hrönn Thor-arensen fædd- ist í Reykjavík 13. september 1933. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 23. janúar 2011. Útför Hrannar fór fram í kyrrþey. skipti engu máli hvaða dagur var eða hvað klukkan var, maður gat alltaf bú- ist við heimabökuðu ljúfmeti með fun- heitum kaffibollan- um. Við náðum alltaf vel saman og ég fann fljótt fyrir væntumþykju þinni í minn garð. Þér var alls ekki sama um þennan unga tengdason og þú komst því alla tíð vandlega til skila með orðum þín- um og athöfnum. Ekki minnkaði væntumþykjan þegar stelpurnar okkar Vilmu komu í heiminn ein af annarri og þeim varstu alveg einstaklega góð amma. Þú sást ekki sólina fyrir þeim og ekkert var nógu gott fyrir þessar litlu prinsessur. Væntumþykjan var svo sannarlega endurgoldin en hjá ömmu sinni vildu stelpurnar okkar helst vera. Besta dæmið um þetta var þegar Hildur, þá 7 ára, valdi frekar viku gistingu hjá þér fram yfir Lundúnaferð með okkur foreldrunum án þess að hika. Með þér varð heimurinn svo skemmtilegur. Þú spilaðir fyrir þær á gítarinn eða orgelið, þú last mikið fyrir þær, lékst við þær, teiknaðir með þeim og einhverra hluta vegna, töfrum líkast, þá unnu þær þig alltaf í spilum. Hjá þér lifðu þær eins og blóm í eggi. Það er svo merkilegt hve fljótt þessi tími hefur liðið og auðvitað hefði maður viljað fá miklu lengri tíma með þér. Árin eftir að Alli fór frá okkur hafa verið þér erfið og undanfarna mánuði höfðu veikindi þín tekið frá þér svo margt. Þakka þér, elsku Hrönn, fyrir allt það góða. Ég mun varðveita allar góðu minningarnar um þig um ókomin ár. Þinn tengdasonur, Ingimar Þór Friðriksson. „Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra.“ (Bubbi Morthens) Sólin skín og ég finn ilm af sjó og sumri. Grænir hagar og bóndabæir blasa við norðan meg- in vegarins en sunnan megin er ein fegursta fjara landsins. Leiðin liggur fram hjá Knarrarósvita og Rjómabúinu á Baugsstöðum. Ég heyri steinana skoppa á veginum þegar við keyrum eftir malarveg- inum. Ég hef farið þessa leið á hverju sumri frá því að ég man eftir mér, fyrst með foreldrum mínum, síðan föðursystur minni en nú keyrði ég sjálf. Ég var á leiðinni að heimsækja ömmu mína sem vann á bóndabæ á sumrin sem ráðskona. Veðrið var sérstaklega fallegt þennan dag. Ég keyrði upp að bænum og amma tók á móti mér eins og allt- af. Hún var glöð að sjá mig og ég hana. Það var alltaf dálítið sér- stakt að koma inn í húsið en þar var mikið af gömlum munum sem höfðu varðveist frá tímum gamla burstabæjarins sem var nú að hruni kominn og stóð fyrir fram- an nýrra húsið. Ilmur af nýbök- uðum kökum tók á móti mér þeg- ar ég steig inn um dyrnar. Amma var að vinna eitthvað í eldhúsinu. Ég settist á kollinn hjá gluggan- um og spjallaði við hana á meðan. Ég þáði hurðarbakskaffi hjá henni eins og svo oft áður. Eftir síðdegishressinguna gengum við út í fjósið og litum á kálfana sem ég hafði alltaf svo mikla ánægju af áður en við náðum í beljurnar. Þannig leið dagurinn hjá ömmu í sveitinni. Ég á ótal minningar um Hrönn ömmu mína, bæði frá sveitinni og svo heima hjá henni og afa. Alltaf tók hún vel á móti manni og ég man varla eftir henni annars staðar en í eldhúsinu. Amma hafði mikla ánægju af tónlist, söng í kórum og spilaði á píanó, gítar og orgel. Stundum spilaði hún fyrir okkur eða reyndi að kenna mér á gítar eða píanó. Það var alltaf gott að tala við ömmu og við gátum talað saman tímunum saman. Elsku amma mín, ég vil þakka þér fyrir allar þær góðu minning- ar sem ég á um þig. Guð geymi þig. Þín Hrönn. Ég á margar góðar minningar sem tengjast Hrönn, móður Vilmu vinkonu minnar. Þessar minningar eru mér afar kærar og ylja mér um hjartarætur. Við Vilma kynntumst á fyrsta ári okkar í Hagaskóla. Heimili henn- ar var á Hjarðarhaga, rétt hjá skólanum. Fljótlega varð ég því daglegur gestur á heimili þeirra Hrannar og Aðalsteins. Þegar ég hugsa um eldhúsið á Hjarðarhag- anum þá var það einmitt eins og eldhús á að vera, hjarta heimilis- ins, þar sem fjölskyldan kom saman, borðaði og spjallaði sam- an. Hrönn hafði þau áhrif að and- rúmsloftið var mjög hlýtt og af- slappað. Hún naut þess að vera með fjölskylduna í kringum sig og búa til góðan mat og kökur. Í hennar augum voru allir jafnir og ávallt pláss við eldhúsborðið hennar. Heimili hennar var mjög snyrtilegt og fallegt, húsgögnum og hlutum var komið fyrir af natni og smekkvísi. En mestu alúð lagði hún í það að öllum liði þar vel. Hrönn var góð og falleg. Ég minnist þess hversu barngóð hún var, hversu ánægð hún var með barnabörnin sín og hlakkaði til að hitta þau. Það var ákveðin ró í kringum hana en hún hafði líka góða kímnigáfu, hafði gaman af því að taka þátt í líflegum um- ræðum og hlæja á góðum stund- um. Mér sýndi hún alltaf hlýju og velvild. Minninguna um Hrönn mun ég varðveita í huga mínum. Hvíl í friði. Valgerður (Vala).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.