Morgunblaðið - 17.06.2011, Page 18

Morgunblaðið - 17.06.2011, Page 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2011 Jón leit á þúsund ára afmæli Ís- landsbyggðar sem kjörið tækifæri til að afla málstað Íslands stuðn- ings. Hinn fimmta janúar 1874 var gefin út Stjórnarskrá um hin sér- stöku málefni Íslands af Kristjáni níunda Danakonungi. Í henni var komið til móts við kröfur Íslend- inga um aukið frelsi í eigin málum að einhverju leyti. Alþingi Íslendinga var veitt lög- gjafarvald í sérmálum Íslands, sem takmarkaðist af neitunarvaldi kon- ungs, og fjárforræði auk þess sem var skipaður sérstakur ráðgjafi í málefnum landsins. Stjórnarskráin var að miklu leyti samin upp úr dönsku stjórnarskránni. Hún var síður en svo gallalaus og voru Ís- lendingar einkum ósáttir við ákvæði hennar um stöðu fram- kvæmdavaldsins en hún myndaði þó grunn til að setja fram frekari kröfur. Þetta var áfangasigur sem hafði verið haft mikið fyrir. Engum duldist þó að Jón leit síður en svo á að baráttunni væri lokið. Lokamarkmið baráttunnar var enn langt undan og Jón áleit nauðsynlegt að knýja fram bætur á stjórnarskránni. Þrátt fyrir ýmsa vankanta markaði stjórnarskráin þáttaskil í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Með því að færa vald til landsins rættust ýmsar af spám Jóns um að kraftur landsmanna myndi eflast. Ekki síst styrktist staða Jóns og margir sannfærðust um hversu öflugt starf hann hafði unnið. Þrátt fyrir það var honum ekki boðið að vera í forsvari þjóð- arinnar á hátíðlegri athöfn sem haldin var á Þingvöllum þegar Kristján níundi Danakonungur af- henti stjórnarskrána formlega um sumarið 1874. Stjórnarskráin 1874 Jón Sigurðsson 200 ára Betty Stein er 92 ára, hún býr í Kaliforníu og lifði af helför nasista gegn gyðingum í seinni heimsstyrjöld. Hún leikur hér borðtennis í hjálparmiðstöð í Los Ang- eles. Leikurinn er liður í áætlun fyrir Alzheimer- sjúklinga og sagður hafa góð áhrif, bæði líkamlega og andlega. Hann dragi m.a. úr þunglyndi. Reuters Borðtennis góður gegn einkennum heilabilunar Aldurinn engin hindrun fyrir Betty Næstráðandi Osama bin Lad- ens í hryðju- verkasamtök- unum al-Qaeda, egypski lækn- irinn Ayman al- Zawahiri, hefur verið kjörinn- arftaki leiðtog- ans, að því er sagði á vefsíðu íslamista í gær. Zawahiri er 59 ára, sagður mjög greindur en hann er talinn mjög umdeildur meðal félaga sam- takanna. Bandaríkjamenn hafa ár- um saman lagt 25 milljónir dollara til höfuðs honum en ekki er vitað hvar Zawahiri heldur sig. kjon- @mbl.is Zawahiri leiðtogi hryðjuverkasam- takanna al-Qaeda Ayman al-Zawahiri Stuðningsmenn íshokkíliðsins Canucks í Van- couver á vest- urströnd Kan- ada gengu berserksgang í fyrrakvöld þeg- ar liðið tapaði úrslitaleik um Stanley-bikarinn gegn Boston Bruins 4-0. Um 100 þúsund manns höfðu safnast saman í mið- borginni til að fagna bikarnum. En ósigrinum var illa tekið, kveikt var í bílum, verslanir rændar, einnig þurfti að með- höndla allmarga á sjúkrahúsi eft- ir hnífstungur. Einn mun vera hættulega slasaður eftir að hafa fallið eða verið hrint ofan af hárri vegbrú. kjon@mbl.is Logandi íshokkí- leikur í Vancouver Tihomir Petrov, stærðfræðipró- fessor við Cal State Northridge- háskóla í Kaliforníu, er nú eft- irlýstur, að sögn L.A. Times. Eft- irlitsmyndavél sýndi hann pissa á dyrnar að skrifstofu kollega síns. Petrov er einnig talinn eiga sök á polli við dyr annars kollega en vegna hans var myndavélin sett upp á ganginum. Prófessorinn hef- ur lýst sig saklausan en mætti ekki í fyrstu yfirheyrslu hjá dómara. „[Petrov] hefur auðvitað áhyggj- ur af því að þetta muni hafa áhrif á starfsmöguleika hans og frama,“ sagði einn af lögmönnum hans, Ar- vand Naderi. „Við vonum að hann falli ekki í áliti.“ kjon@mbl.is Prófessor má ekki kasta af sér vatni Kristján Jónsson kjon@mbl.is Sýrlenskir hermenn hafa beitt skotvopnum gegn óvopn- uðum borgurum og drepið um 1100 manns í uppreisn- inni síðustu þrjá mánuði, segir í bráðabirgðaskýrslu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna, Navi Pillays. Byggt er á frásögnum sjónarvotta en stjórn Bashars al- Assad forseta hefur hafnað ítrekuðum óskum Pillays um að fá að senda eigið fólk til Sýrlands til að meta ástandið. Ráðamenn í Damaskus hafa ekki brugðist við skýrsl- unni en látið í ljós furðu sína á orðum Amr Moussa, framkvæmdastjóra Arababandalagsins, sem segir ástandið í landinu „hættulegt og það veldur áhyggjum“. Um 9.000 manns hafa flúið frá Sýrlandi til Tyrklands vegna árása stjórnarhermanna, þúsundir að auki til Líb- anon. Utanríkisráðherra Tyrklands, Ahmet Davutoglu, krafðist í fyrradag á fundi með sendimanni Assads að hætt yrði að beita hervaldi til að berja niður uppreisn- ina. Tyrkir eru nú í miklum vanda. Þeir hafa á síðustu ár- um lagt sig fram um að vingast við arabaríkin og þá ekki síst Sýrland og Líbíu. Þáttur í þeirri viðleitni hefur verið að draga úr tengsl- unum við Ísrael sem hafa áratugum saman verið mikil, m.a. í varnarmálum. Viðskipti Tyrkja við Sýrlendinga hafa þrefaldast á einu ári en nú gæti brotist út borg- arastyrjöld í grannlandinu með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum. Og upplausnin í Líbíu hefur orðið tyrkneskum verktökum dýrkeypt. Skotið á vopnlaust fólk  Tyrkir krefjast þess að Assad hætti að beita hervaldi Reuters Þjóðlegir Stuðningsmenn Assads með 2,3 km langan þjóðfána á fjölmennum útifundi í Damaskus í fyrradag. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, ákvað nýverið að flokka farsíma með „hugsanlegum krabbameinsvöldum“ vegna geislunar frá þeim, þeir séu jafn varasamir og kaffi og klóróf- orm. En rannsóknir síðustu árin hafa verið afar misvísandi, sumar hafa sýknað farsímana. Vís- indamenn við Tampere-háskóla í Finnlandi hafa nú sýnt fram á að þeir sem nota farsíma mikið séu ekki líklegri en aðrir til að fá krabba- meinsæxli á svæðum í innan við 5 cm fjarlægð frá síma í notkun. Um 90% af geisluninni frá gems- um mælist nokkra cm frá símanum. Niðurstaða rannsóknarinnar þykir því benda til að gemsinn sé alls ekki krabbameinsvaldur, segir í frétt Reuters. En niðurstaðan er þó ekki endanleg, að sögn dr. Suvi Larja- vaara, sem stýrði rannsókninni. Krabbamein geti verið lengi að myndast og aðeins 5% af þátttak- endum í rannsókninni hafi notað far- síma í 10 ár eða lengur. kjon@mbl.is Farsímar ekkert hættulegir?  Valda sennilega ekki krabbameini Kristján Jónsson kjon@mbl.is Flest bendir nú til þess að gríska ríkinu verði ekki forðað frá greiðslufalli, álag á ríkisskuldabréfin á mörkuðum hækkar stöðugt og evran hefur ekki verið lægri á mörkuðum í þrjár vikur vegna ótta manna við afleiðingarnar af vanda Grikkja fyrir önnur evrulönd. Georg Papandreou forsætisráð- herra reyndi á neyðarfundi í gærkvöldi að fá liðs- menn sína á gríska þinginu til að styðja tillögur um róttækan niðurskurð ríkisútgjalda. Ekkert bendir til þess að stjórnarandstaðan verði við bón ráðherrans um að mynduð verði þjóð- stjórn. Grísk dagblöð töldu líklegt að fjármálaráð- herrann, Georg Papakonstantinou, sem fékk Evr- ópusambandið til að samþykkja lán upp á 110 milljarða evra í fyrra, yrði nú látinn víkja. Stjórn Papandreous vill m.a. leysa vandann með því að fá nýtt risalán frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem sagðist í gær myndu axla hluta af byrðinni. Ekki er eining um málið á evrusvæðinu en reynt verður til þrautar að finna lausn á leiðtogafundi Evrópusambandsins í næstu viku. Verkföll lömuðu á fimmtudag hafnir, banka, spítala og ýmsar ríkisstofnanir. Reiði almennings í Grikklandi vex með hverjum degi og um 20 þúsund manns efndu til mótmæla gegn launalækkunum og skattahækkunum í Aþenu í fyrradag. Til harðra slagsmála kom milli mótmælenda og lögreglu sem beitti táragasi til að hindra mannfjöldann í að leggja undir sig ráðuneytisbyggingar. Heimildarmenn sögðu andrúmsloftið „eitrað“, allt gæti gerst. Á barmi ríkisgjaldþrots  Papandreou reynir í örvæntingu að fá stuðning við niðurskurðaráformin  Stjórnarandstaðan hafnar boði ráðherrans um að mynduð verði þjóðstjórn Reuters Átök Ferðamenn við brotna rúðu í Aþenu. Þungur skuldabaggi » Skuldir Grikkja eru nú um 150% af landsframleiðslu og Papandreou vill taka nýtt risalán upp á 78 milljarða evra. » Færi svo að Grikkir neyddust til að hætta að borga af skuldum sínum yrðu franskir og þýskir bankar fyrir miklu áfalli. » Bandarískir bankar eru sagðir hafa gripið til varna þegar fyrir ári og þeir muni því sleppa mun betur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.