Morgunblaðið - 03.09.2011, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2011
Bertrand Lauth
hefur varið dokt-
orsritgerð við
læknadeild HÍ.
Meginmark-
mið verkefnisins
voru að vinna að
þvermenningarlegri aðlögun á
Íslandi á greiningarviðtali.
Það er þannig orðið eðlilegur
hluti af venjubundnu matsferli
sem notað er fyrir sjúklinga á
barna- og unglingageðdeild
Landspítala-Háskólasjúkra-
húss (BUGL) en einnig á
mörgum öðrum greiningar-
eða rannsóknarstöðvum, í
skólasálfræðiþjónustu og hjá
sjálfstætt starfandi fagaðila.
Bertrand Lauth er fæddur árið
1961 í Frakklandi. Hann útskrif-
aðist sem sérfræðingur í geð-
lækningum og barna- og ung-
lingageðlækningum árið 1989 og
hefur starfað á BUGL frá 1998.
Eiginkona hans er Hanna Guð-
laug Guðmundsdóttir, listfræð-
ingur. Dætur þeirra eru Jóhanna
Clara, Mathilda Evelyne og
Magdalena.
» FÓLK
Nýr doktor í
læknisfræði
Magnús Árni
Magnússon hefur
varið doktors-
ritgerð sína:
„Evrópusamrun-
inn á Íslandi og
Möltu: Efna-
hagshvatar og pólitískar hindr-
anir“ við Háskóla Íslands.
Ritgerðin fjallar um mis-
munandi leiðir sem Ísland og
Malta hafa farið í þátttöku
sinni í Evrópusamrunanum á
tímabilinu 1989-2009. Megintil-
gangur ritgerðarinnar er að
skýra þátttöku í Evrópusam-
runanum í löndum þar sem virk
andstaða er við hann.
Magnús Árni Magnússon fædd-
ist í Reykjavík 1968. Hann hefur
m.a. lokið MPhil-prófi í Evrópu-
fræði frá Cambridge-háskóla
2001. Hann er nú dósent í stjórn-
málafræði við Háskólann á Bif-
röst.
Magnús er kvæntur Sigríði
Björk Jónsdóttur, framkvæmda-
stjóra Vistbyggðaráðs, og saman
eiga þau fjögur börn.
Ritgerð um
Evrópusamruna
Bryndís Björns-
dóttir hefur var-
ið doktors-
ritgerð sína:
„Sýkingar-
máttur Mori-
tella viscosa -
seyti og samspil hýsils og
sýkils“ við læknadeild HÍ.
Meginmarkmið verkefn-
isins var að rannsaka sýking-
armátt bakteríunnar mori-
tella viscosa sem veldur
vetrarsáraveiki í laxfiskum
og þorski. Sjúkdómurinn
herjar á eldisfisk í norð-
anverðu Atlantshafi og veldur
miklu tjóni. Skilningur á sýk-
ingarmætti bakteríunnar er
forsenda öflugra sjúkdóms-
varna.
Bryndís Björnsdóttir er fædd
í Reykjavík árið 1978. Hún lauk
MS-prófi í heilbrigðisvísindum
frá HÍ 2004. Bryndís er dóttir
hjónanna Björns Björnssonar
heitins og Guðnýjar I. Að-
alsteinsdóttur. Eiginmaður Bryn-
dísar er Magni S. Sigmarsson
og eiga þau synina Björn Huga
og Hjalta Örn.
Ritgerð um
sýkingarmátt
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Sjálfboðaliðasamtökin SEEDS og
Hraunavinir vinna nú að því að skipu-
leggja hreinsunardag í hrauninu
vestur af Kapelluhrauni í Hafnarfirði,
þessu frábæra útivistarsvæði hefur
verið spillt með ótrúlegum sóðaskap.
Stefnt er að því hreinsunardagurinn
verði þann 16. september, á degi ís-
lenskrar náttúru. Verið er að kynna
verkefnið fyrir skólum og fyr-
irtækjum og er vonast til að skóla-
stjórnendur geti séð af nemendum
sínum og bæjarfélagið og fyrirtæki
leggi fram mannskap og tæki. Ekki
veitir af stórvirkum vinnuvélum því á
svæðinu eru nokkur bílflök sem þarf
að hífa með krana, m.a. af vatnsbotni.
Hafnarfjarðarbær var byrjaður
að huga að hreinsunarstarfi í sam-
starfi við landeigendur og þar hafði
verið slegið á að kostnaður gæti num-
ið einni milljón króna. Ekki var þó
búið að vinna kostnaðaráætlun fyrir
verkefnið.
Allir leggist á eitt
„Við ætlum að koma með flokk
af sjálfboðaliðum frá SEEDS,
Hraunavinir með sína meðlimi og
vonandi að fyrirtæki komi með
starfsfólk og skólarnir með nem-
endur og kennara. Allir leggist á eitt
og geri svæðið fínt eins og það á skilið
að vera,“ segir Anna Lúðvíksdóttir,
verkefnisstjóri hjá SEEDS. SEEDS
tekur á móti um 1.000 sjálfboðaliðum
frá útlöndum á þessu ári. Þeir vinna
að ýmiss konar umhverfis- og menn-
ingartengdum verkefnum með
heimamönnum.
Reynir Ingibjartsson, stjórn-
armaður í Hraunavinum, segir svæð-
ið vera frábært til útivistar en slæm
umgengni hafi sett á það ljótan svip.
Umfjöllun Morgunblaðsins um um-
gengni hafi ýtt við félagsmönnum og
nú verði hendur látnar standa fram
úr ermum.
Hraunavinir er félag fólks í
Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi og
líklega segir nafnið á því allt sem
segja þarf um tilgang þess.
Reynir segir að miklar minjar
séu í hrauninu um búskap til lands og
sjávar. „Þarna eru gömlu göturnar á
Suðurnesin, grónar götur, mjög fal-
legar. Þarna er frábært útivist-
arsvæði en umgengnin er mikið lýti
og fer mjög í taugarnar á fólki sem
vill njóta útivistar.“
Fylkja liði og skipuleggja
hreinsunardag í hrauninu
SEEDS og Hraunavinir ætla að taka til í hrauni vestan við Hafnarfjörð
Leita liðsstyrks skóla og fyrirtækja Stefna á dag íslenskrar náttúru
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Stoppa Loka á einhverjum vegum sem liggja inn í hraunið til að gera sóðum erfiðara að henda þar rusli. Áfram
verði þó hægt að aka af Reykjanesbraut og leggja bílum við hraunið. Svæðið verður því aðgengilegt sem fyrr.
BAKSVIÐ
Sigrún Rósa Björnsdóttir
sigrunrosa@mbl.is
„Það er fullt af fólki héðan og þaðan
búið að hafa samband með hinar og
þessar hugmyndir,“ segir Hjörleifur
Sveinbjörnsson, vinur kaupsýslu-
mannsins Huang Nubo sem vill kaupa
Grímsstaði á Fjöllum en margir virð-
ist vilja eiga í viðskiptum við hann.
Hjörleifur segist aðallega hafa heyrt í
fólki sem sé að kynna möguleika
vegna hótelbyggingar í Reykjavík og
Hafnarfirði.
Hann segist hafa tekið vel í allar
ábendingar en jafnframt sagt fólki að
í þessari umferð a.m.k. þá sé hann
fyrst og fremst að horfa á þetta
tvennt, þ.e. uppbyggingu á Gríms-
stöðum og í Reykjavík og bendir á að
sú uppbygging sé með því fororði að
tilskilin leyfi fáist til kaupanna.
Hjörleifur segir fólk á Norðaustur-
landi mjög áhugasamt og margir í ná-
lægri starfsemi hafi nefnt möguleika
á einhvers konar samstarfi.
Huang er ekki sá eini frá Kína sem
hefur sýnt Norðurlandi áhuga. Í lok
síðasta mánaðar greindu íslenskir
fjölmiðlar frá því að forsvarsmenn
kínverska fyrirtækisins Haichang
Group hefðu heimsótt Langanes-
byggð, með vatnsútflutning í huga.
Fagna áformum Huang
Markaðsstofa ferðamála á Norður-
landi sendi í gær frá sér yfirlýsingu
þar sem lýst var yfir fögnuði yfir þeim
áformum Huang Nubo að standa fyr-
ir nýrri og stórhuga uppbyggingu í
ferðaþjónustu á Norðurlandi. Gengju
áform hans eftir sköpuðust fjölmörg
tækifæri með jákvæðum áhrifum á
búsetuskilyrði og samgöngur. Ný
fjárfesting í ferðaþjónustu, sem fylgi
lögum og reglum og markmiðum um
sjálfbæra nýtingu og umhverfisvæna
ferðaþjónustu sé í samræmi við ferða-
málaáætlun og ferðaþjónustustefnu.
Landkynning fyrir Ísland
Huang hélt blaðamannafund í Pek-
ing í gær þar sem hann kynnti áform
sín á Íslandi. Fundinn sóttu fulltrúar
um fimmtíu alþjóðlegra og kín-
verskra fjölmiðla.
Kristín A. Árnadóttir, sendiherra
Íslands í Kína, segir að þessi umfjöll-
un um Ísland sem vænlegan fjárfest-
ingarkost og sem vænlegt land
til uppbyggingar ferðaþjón-
ustu í norðri sé ígildi mik-
illar landkynningar.
Margir vilja vera með
Fjöldi fólks vill selja land eða vera í samstarfi með Huang Nubo Markaðs-
stofa ferðamála á Norðurlandi fagnar fyrirhugaðri uppbyggingu á svæðinu
Morgunblaðið/RAX
Stórbrotið Aflmesti foss landsins, hinn breiði og magnaði Dettifoss, er í Jökulsá á Fjöllum.
Mörgum hefur brugðið við að
heyra af stærð jarðarinnar sem
Huang Nubo vill kaupa
en jörðin er 30 þúsund
hektarar. Í því sam-
bandi er áhugavert
að ekki þarf að
sækja sérstaklega
um undanþágu til inn-
anríkisráðherra
fyrir aðila
innan EES
vegna
Tilefni til endurskoðunar á lögum
JARÐAKAUP ÚTLENDINGA
Ögmundur
Jónasson
landakaupa. Ögmundur Jónsson
innanríkisráðherra segir ærið til-
efni að taka alla löggjöf vegna
landeignarstefnu til endurskoð-
unar. „Ég tel að við eigum að taka
alla auðlindalöggjöf og landeign-
arstefnu til endurskoðunar með
tilliti til náttúruauðlinda og nátt-
úruverndar.“ Þjóðlendulögin voru
gagnrýnd við setningu og má því
búast við heitum umræðum um
endurskoðun á lögum um land-
areign.