Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 5

Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 5
UPPI Á TENINGNUM / 3 isverðustu bækurnar lendi inni á list- anum, bæði vegna þess að dómnefnd getur skjátlast og eins er ekki öruggt að þær hafi allar verið tilnefndar vegna þess hvernig fyrirkomulaginu er háttað. Tilgangur tíu bóka tilnefn- ingarinnar er því að benda á athygl- isverðar frumsamdar bækur, hvort sem það eru bókmenntaverk eða ekki. Um þetta held ég menn geti yfirleitt verið sammála. Hins vegar er ágreiningur um eðli verðlaunanna sjálfra. Hvernig á að skilja orðið „bókmenntaverðlaun"? Það er raunar ekki einfalt mál. í vinnu- reglum dómnefnda er talað um „verðlaunabók ársins“ en verðlaunin heita samt sem áður ekki bókaverð- laun, heldur bókmenntaverðlaun. Nú er sá skilningur á hugtakinu „bók- menntir“ vissulega til í málinu að það merki „bóklegar menntir hverskon- ar“, t.d. sagnfræði, heimspeki, bók- menntafræði o.s.frv. En þetta er ekki hinn viðtekni ríkjandi skilningur í mæltu máli. Samkvæmt honum tekur orðið „bókmenntir“ til þess sem við köllum „bókmenntaverk“. Tökum dæmi af íslensku orðsifjabókinni. Fáir hafa mælt á móti því að hún sé ein athyglisverðasta bók sem út kom á síðastliðnu ári. Það væri í sjálfu sér ekkert því til fyrirstöðu að hún hlyti nafnbótina „verðlaunabók ársins“. En hefði það verið eðli málsins sam- kvæmt að hún hlyti íslensku bók- menntaverðlaunin? Hvað segðu menn um að leggja hana fram af íslands hálfu til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs? Jafnframt mætti snúa dæminu við og spyrja sem svo hvort eðlilegt væri að íslandsklukkan fengi íslensku sagnfræðiverðlaunin ef þau væru til? Hræddur er ég um að viðkvæðið yrði að sú bók væri að vfsu athyglisverð, en hún væri samt sem áður ekki sagnfræði heldur bók- menntir. Það er líka umhugsunarvert hvernig nú er staðið að vali verð- launabókarinnar. Þar er fimm manna dómnefnd skipuð og hún á að velja eina bók af þeim tíu sem tilnefndar voru. En vægi atkvæða hennar er 5 á móti 2 sem er vægi innsendra at- kvæðaseðla frá almenningi. Nú má gera ráð fyrir því að dómefndin hafi lesið allar tíu bækurnar og hafi því forsendur til að bera þær saman. En hvað um almenning: hefur hann átt þess kost að bera saman bækur sínar? Mér virðist sem þarna sé einfaldlega á ferðinni vinsældakosning, auk þess sem engin leið er að hindra saman- tekin ráð einhverra hópa um að kjósa einhverja eina bók. Við það bætist að ef farið er eftir vinnureglum dóm- nefndarinnar (4. grein) á sú bók sem hafnar í fyrsta sæti í almannakosn- ingu meiri möguleika en hinar bæk- urnar vegna þess að á endanum á að kjósa milli hennar og einhverrar einnar sem búið er að komast að með útilokunaraðferð. Og þá er aftur búið að skerða sjálfstæði dómnefndarinnar verulega. Þrátt fyrir þá gagnrýni sem ég hef hér sett fram, tel ég að miðað við aðstæður sé í heild tiltölulega vel af stað farið þegar þessi bókmennta- verðlaun eru annars vegar. Margt þarf vissulega skoðunar og íhugunar við. Eru þetta bókaverðlaun eða bók- menntaverðlaun? Á tilnefning jafn- framt að vera fjármögnunarleið? Eiga dómnefndir að geta tekið inn bækur sem ekki hafa verið tilnefnd- ar? Ætti að standa öðruvísi að kjöri dómnefnda? Á að gefa almenningi kost á að hafa áhrif á niðurstöðuna? Er rétt að skipta verðlaununum í tvennt eða jafnvel þrennt: prósaverk, ljóð, fræðirit? En hvað sem þessum spurningum líður tel ég ekki að niðurstaða verðlaunaveitingarinnar ætti að fæla bókaútgefendur frá því að halda þessum verðlaunum til streitu. Bókmenntaverðlaun skipta máli vegna umræðunnar sem af þeim spinnst en ekki síður vegna þess að þau sýna á áþreifanlegan hátt að bók- menntir séu einhvers metnar í sam- félaginu. Þessi er raunin, þrátt fyrir þann annmarka sem bókmenntaverð- laun hafa, sem sé að mismuna bókum og höfundum, auk þess sem mat sam- tímans er iðulega allt annað en síðari tíma þegar bókmenntaverk eiga í hlut. Eg hef hér bent á nokkur atriði sem virðast bera vott um ósamræmi í fyrirkomulagi verðlaunanna og ég tel að verði að taka til athugunar þegar hafinn verður undirbúningur að næstu „vertíð“. Hvað sem fyrirkomu- laginu líður er alls óvíst hvort menn hefðu komist að gagnólíkri niður- stöðu ef öðruvísi hefði verið staðið að málum miðað við sömu forsendur. Meira að segja í rökfræði er unnt að komast að sannleikanum með röng- um aðferðum. Gunnar Harðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.