Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 63

Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 63
KVIKMYNDIR / 61 -Þannig að þú byrjaðir bara að gera þínar eigin kvikmyndir? - Já, ég var óður í kvikmyndir á þessum tíma og bróðir minn sem þá var í Þýskalandi skrifaði mér og sagð- ist ætla að breyta til í námi sínu og fara í kvikmyndaskóla. Hann lærði í Miinchen. Við ákváðum báðir sinn í hvoru lagi á sama tíma að fara út í þetta. Ég lék síðan í hans fyrstu mynd, Lygaranum (1980) og samdi síðan mitt fyrsta handrit. Við notum enn í dag sama kvikmyndatökumann, sama hljóðmann o.s.frv. en vinnum þó hvor í sínu lagi. Við erum á leið í ólíkar áttir. Hann var á leið til Osló, en ég er á leið til Reykjavíkur. - Hver var þín fyrsta mynd? - Ég gerði mína fyrstu mynd árið 1981, það var tveggja tíma löng heim- ildamynd um rokkhljómsveitir á tón- leikaferð. Fyrsta leikna mynd mín var síðan „Glæpur og refsing" eftir sögu Dostójevskís (1983). - Var ekki erfitt að afla fjár til þess- ara mynda? - Nei það hefur aldrei verið vanda- mál fyrir mér. - Hvaðan færðu peninga? - Ég fæ þá frá kínverskum búgí- manni í New York. - Engir styrkir frá finnska ríkinu? - Jú, jú ég fæ styrki þegar ég þarf. Síðustu fimm kvikmyndir mínar gerði ég í samvinnu við Sænsku kvik- myndastofnunina. - Þannig að peningar eru aldrei vandamál? - Jú auðvitað, en ég leysi þau alltaf hratt og vel. Auðvitað er aldrei auð- velt að afla fjár en það er alltaf erfitt að stöðva mig, ég fæ alltaf mitt fram, ég er harður kall. - Hvað þarftu mikið til að gera bíómvnd? - Eg þarf ekki mikið, mínar myndir eru alltaf mjög ódýarar í framleiðslu. Ég þarf minnst 100.000 dollara (U.þ.b. 6 milljónir) og aldrei meira en 800.000 dali. (U.þ.b. 48 milljón krónur). - Og þannig eiga smáþjóðir líka að gera kvikmyndir eða hvað? - Já þær eiga að gera margar kvik- myndir en allar mjög ódýarar. Nú veit ég ekki hvað er að gerast á ís- landi, en ef einhver vill gera þar stór- mynd uppá 5 milljónir dala (u.þ.b. 300 millj. kr.) þá gengur það ekki upp, þar sem markaðurinn er ekki fyrir hendi, kvikmyndaiðnaður ekki til. Þá er betra að gera ódýra mynd sem er rík að innihaldi. En þetta hafa þeir þó gert í Finnlandi og fleiri nor- rænum löndum. - Hvað eru framleiddar margar myndir í Finnlandi á hverju ári? - Það veltur á því hvað við bræð- umir gerum margar. Við gemm helm- inginn af öllum kvikmyndum í Finn- landi, bæði sjálfir og svo framleiðum við líka fyrir aðra. Við gerum yfirleitt svona fimm myndir á ári, reyndar gerði ég nú fjórar sjálfur í fyrra, skrif- aði, leikstýrði og framleiddi. - Er ekki erfitt að gera þetta allt sjálfur?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.