Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 38

Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 38
36 / BRETASÖGUR eins þegar ég skrifaði henni og notaði þann hæfileika minn að búa til tilfinn- ingar innra með mér með pennanum, tók eg viðfangsefni mitt aivarlega: en aðeins þegar ég var að skrifa. Margt sem snertir mig ekki þegar ég sé það eða heyri kemur mér samt í djúpa geðshræringu eða ergir mig eða veldur mér sársauka ef ég tala um það sjálfur eða einkanlega ef ég skrifa um það. Þetta er ein af afleiðingum lodd- araeðlis míns.“ Bréf til Louise Colet, 8. október 1846. e) Giuseppe Marco Fieschi (1790- 1836) varð alræmdur fyrir þátttöku sína í tilræði við Louis Philippe. Hann kom sér fyrir á Boulevard du Temple og bjó til með aðstoð tveggja félaga í Société des Droits de l’Homme eins konar „vítisvél" sem samanstóð af tuttugu fallbyssu- hlaupum sem hleypa mátti af í einu. Hinn 28. júlí 1835, þegar Louis Phil- ippe reið hjá ásamt sonum sínum þrem og ýmsu fylgdarliði hleypti Fieschi af fallstykki sínu á viðtekið þjóðfélag. Nokkrum árum síðar flutti Flaubert inn í hús sem byggt hafði verið á sömu lóð við Boulevard du Temple. f) Já, vissulega! Tímabilið [ríkisár Napoleons III] verður efni í nokkrar meiri háttar bækur. Þegar allt kemur til alls, í allsherjar samhljómi hlut- anna, þjónaði valdaránið og afleiðingar þess aðeins þeim tilgangi að sjá góðum pennum fyrir athygl- isverðu söguefni. Flaubert, samkvæmt Du Camp, Souvenirs littéraires. SÍÐARA VERKEFNI Rekið hvernig afstaða Flauberts til gagnrýni og gagnrýnenda mildast í eftirfarandi tilvitnunum: a) „Þetta er hin eina og sanna heimska: 1) bókmenntagagnrýni, hver sem hún er, góð eða slæm; 2) góðtemplarar." Dagbókarblöð. b) „Það er eitthvað svo innilega fáránlegt við löggur að ég get ekki á mér setið að hlæja að þeim; mér þykja þessir verðir laganna alltaf jafn hlálegir og saksóknarar, dómarar og bókmenntaprófessorar." Yfir strönd og engjar. c) „Þú getur reiknað gildi manns út frá fjölda óvina hans og mikilvægi bókmenntaverks eftir því hve mikið er ráðist á það. Gagnrýnendur eru eins og flær: þær kunna best við sig í hreinum nærfötum og eru yfir sig hrifnar af líni.“ Bréf til Louise Colet, 28. júní 1853. d) „Gagnrýni er neðsta þrepið í stiga bókmenntanna: svo til alltaf að formi til og ómótmælanlega að sið- gæði. Hún stendur jafnvel neðar rímþrautum og griplum sem krefjast þó smávægilegrar hugvitssemi. Bréf til Louise Colet, 28. júní 1853. e) „Gagnrýnendur! Eilíf meðal- mennska sem nærist á snilligáfu með því að sverta hana og flá inn að skinni. Ég hef fengið mig svo full- saddan af prentuðu máli og hvernig fólk misnotar það, að ef keisarinn bannaði allt prentað mál á morgun mundi ég ganga á hnjánum alla leið til Parísar og kyssa hann á afturend- ann í þakkarskyni!" Bréf til Louise Colet, 2. júlí 1853. f) „Hve sjaldgæft er að menn hafi tilfinningu fyrir bókmenntum! Það mætti halda að þekking á málum, fornleifafræði, sögu osfrv. stoðaði eitthvað. Ekki vitund! Svokallað menntað fólk verður sífellt óhæfara til að fást við list. Því sést jafnvel yfir hvað list er. Því finnst skýringarnar athyglisverðari en textinn. Það leggur meira upp úr hækjunum en fótun- um.“ Bréftil George Sand, 1. janúar 1869. g) „Hve sjaldséðir eru gagnrýn- endur sem vita um hvað þeir eru að tala.“ Bréf til Eugéne Fromentin, 19. júlí 1876. h) „Fullir viðurstyggðar á gamla laginu í gagnrýninni, leituðu þeir eftir kynnum við hið nýja og sendu eftir leikdómum úr blöðunum. Fyrr má nú vera fullvissan. Og þrákelknin. Og óheilindin. Meistaraverk rifin niður og flatneskjan hafin til skýjanna. Klaufa- skapur svokallaðra fræðimanna og heimska svokallaðra gagnrýnenda.“ Bouvard et Pécuchet. B-HLUTI Hagfrœði Flaubert og Bouilhet gengu í sama skóla; þeir deildu með sér sömu hug- myndum og sömu hórum; þeir að- hylltust sömu fagurfræði og höfðu áþekkan bókmenntalegan metnað; báðir gerðu tilraun með leikrit sem hliðargrein. Flaubert kallaði Bouilhet „vinstri kúluna sína“. Árið 1854 gisti Bouilhet eina nótt á sama hóteli í Mantes og Gustave og Louise lögðu venjulega undir sig. „Ég svaf í rúm- inu ykkar,“ skrifaði hann, „og skeit í kamarinn ykkar (furðuleg tákn- mynd!).“ Skáldið þurfti alltaf að vinna fyrir sér, en rithöfundurinn ald- rei. Hugleiðið hvað það hefði þýtt fyrir skrif þeirra ef fjármálum þeirra hefði verið öfugt farið. Landafrœði „Hvergi er andrúmsloftið jafn svæf- andi og í þessu héraði. Mig grunar að það hafi átt mikinn þátt í hve seint og erfiðlega Flaubert sóttist verk sitt. Þegar hann hélt að hann væri að berj- ast við orðin, var hann að berjast við loftið; og kannski hefði hann ekki verið eins kröfuharður eða þurft að hafa jafnmikið fyrir hlutunum í ann- ars konar loftslagi, þar sem þurrt loftið hefði náð að lyfta andanum"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.