Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 46

Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 46
44 I BRETASÖGUR IAINBANKS VESPUSMIÐJAN Ég mætti föður mínum í eldhúsinu. „Þú veist líkleg að Diggs var hérna.“ Hann gekk að vaskinum, hélt þykkum vindilstubbi undir kalda krananum, létta renna á hann eitt augnablik svo glóðin slokknaði með hvískri, síðan fleygði hann vatnsósa leifunum í ruslafötuna. Ég yppti öxlum, lét dótið mitt á eldhúsborðið og fékk mér sæti. Faðir minn sneri rofa á eldavélinni, lyfti lokinu af súpupottinum og aðgætti kraumandi innihaldið, síðan sneri hann sér að mér og starði á mig. Óróleiki greip mig, ég leit undan og fitlaði við svarta teygjubyssuna. Mér virtist hann vera áhyggjufullur en hann var góður leik- ari og kannski var það einmitt þetta sem hann vildi láta mig halda, svo undir niðri var ég ósnortinn. „Það er líklega best ég segi þér frá því,“ sagði hann, sneri sér aftur að eldavélinni og tók að hræra með tré- sleif í pottinum. Ég sperrti eyrun. „Það er út af Eiríki.“ Nú vissi ég hvað hafði gerst. Hann þurfti ekki að segja mér meira. Ef- laust hefði mátt draga þær ályktanir af því iitla sem hann hafði látið út úr sér, að eitthvað hefði komið fyrir hálfbróður minn, hann væri veikur eða dáinn, en ég vissi að það var eitthvað sem hann hafði gert af sér og það var aðeins eitt sem hann gat gert til að valda föður mínum verulegum áhyggjum: Hann hafði strokið. Ég var viss. Ég sagði samt ekki neitt. „Eiríkur er strokinn af hælinu. Diggs kom til að segja mér það. Þeir búast við því að hann sé á leiðinni hingað. - Taktu þetta drasl af borð- inu! Ég hef margbannað þér þetta!“ Hann dreypti á súpunni og sneri enn í mig bakinu. Ég beið eftir því að hann sneri sér við, tók síðan teygjubyss- una, sjónaukann og spaðann af borð- inu. Faðir minn hélt áfram sömu hljómlausu röddinni: „Ég geri svo sem ekki ráð fyrir því að hann komist langt. Ætli þeir verði ekki búnir að hirða hann eftir einn tvo daga. Mér fannst bara rétt að láta þig vita ef ein- hver skyldi nú komast að þessu og fara að tala um það. - Náðu þér í disk.“ Ég sótti disk í skápinn, settist aftur og krosslagði fæturna. Faðir minn hrærði aftur í pottinum og nú tók súpuilmurinn að verða vindlalyktinni yfirsterkari í vitum mér. Ég fann fyrir spennufiðringi í maganum, stígandi ólgu: Jæja, svo Eiríkur var á leiðinni heim, það var bæði gott og slæmt. Ég var viss um að hann kæmist hingað. Mér datt ekki einu sinni í hug að spyrja Smiðjuna um það. Ég velti fyrir mér hvað hann yrði hugsanlega lengi á leiðinni og mér flaug í hug að nú yrði Diggs kallinn að bruna um þorpið og vara fólk við því að BRJÁL- AÐI DRENGURINN SEM KVEIK- IR í HUNDUM væri aftur á ferli: LÆSIÐ DÝRIN YKKAR INNI!!! Faðir minn sletti súpu á diskinn minn. Ég blés á súpuna og fór að hugsa um Fórnarsúlurnar. Þær voru í senn til viðvörunar og til að fæla frá: Þær stóðu vörð um eyjuna, sneru frá henni. Þessar súlur voru eins og við- vörunarskot frá mér, hver sá sem barði þær augum mátti vita hvað biði hans. En núna virtist skyndilega sem þær myndu ekki fela í sér hótun heldur fagna aðkomumanninum: fagna Eiríki! „Ég sé að þú hefur þvegið þér um hendurnar," heyrði ég föður minn segja um leið og ég smakkaði á súp- unni. Hann var að reyna að hæðast að mér. Hann náði sér í viskíflösku úr skenknum og fékk sér í glas. Hann tók annað glas sem ég býst við að hafi verið eftir lögreglumanninn af borð- inu og lét það í vaskinn. Síðan fékk hann sér sæti við borðsendann gegnt mér. Faðir minn er hár og grannur en ögn lotinn í herðum. Andlit hans er fíngert eins og á konu og augu hans dökkleit. I seinni tíð haltrar hann og hefur raunar gert það frá því ég man eftir mér. Vinstri fótur hans er nánast stirðnaður og vanalega þegar hann fer að heiman tekur hann með sér göngustaf. í röku veðri þarf hann líka að notast við stafinn innandyra og þá má heyra hann skrölta glamrandi um teppalausar fjalirnar: holt hljóðið fær- ist stað úr stað. En hérna í eldhúsinu heyrist ekki í stafnum, hellusteinninn þaggar niður í honum. Þessi stafur er öryggistákn Smiðj- unnar. Veiki fótur föður míns hefur gert mér háaloftið að griðastað, þetta skot efst uppi í húsinu þar sem rusl og skran er geymt, þar sem rykið hreyf- ist og sólargeislarnir falla skáhallt yfir dimmt gólfið og Smiðjan situr þögul, lifandi og kyrr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.