Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 6

Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 6
4/SKÁLDSKAPUR JÓN KARL HELGASON FRÍMERKI Eilítið um frásagnagerð Einu sinni reyndi ég að skrifa sögu, og viðtökufræði átakanlega sorgarsögu (mér hlýtur að hafa liðið eitthvað illa). Ef ég man rétt, átti feitlaginn giftur maður að koma með blauta regnhlíf inn í gult pósthús sem stóð við aðalgötu lítils þorps úti á landi - einhverju landi. Hann var utanbæjarmaður og ekki vel heima í mállýsku innfæddra. Pegar hann ávarpaði ungu ljóshærðu stúlkuna bakvið glerið vildi ég að hann notaði orð sem hann teldi ósköp vingjarnlegt, en hefði þó djúpstæðari merkingu meðal heimamanna. Það skiptir ekki meginmáli um hvaða orð var að ræða, en við getum gert ráð fyrir að hann segði „elskan mín“ og meinti „vina mín“. Það var allt og sumt. Vitanlega eru einhverjir viðstaddir þegar þetta gerist; kannski gömul kona með frímerki á tungunni og póstmeistarinn, sem spennir greipar og snýr þumlum í hringi. Á auga- bragði ímynda - því hvað er þetta annað en glórulaus ímyndun - þessi vitni sér hvert smáatriði í forboðnu sambandi mannsins og stúlkunnar. Ég ætla ekki að þreyta þig með þessum smáatriðum, þú sérð í hendi þér hvernig gamla konan og póst- meistarinn afklæða feita manninn í huganum (hann er loðinn á öxlum), stúlkan er sofandi, lakið rennandi. En mig langaði líka til að skoða hvernig þetta eina orð - þessi örlitli blæbrigðamunur sem mælandanum var alla tíð ókunnugt um - ýtti af stað raunverulegri atburðakeðju í litla þorpinu, fól í sér nýja harmsögu sem þú hefur þegar á valdi þínu og ert jafnvel enn að spinna áfram, stig af stigi. Spurningin er hvort þú látir nægja að lýsa skilnaði gifta mannsins eða drekkir stúlkunni af óverðskuld- aðri skömm í regnbogalitri höfninni. Þegar ég byrjaði að skrifa, dvaldist mér við senuna í pósthúsinu. En ég uppgötvaði von bráðar að ég mátti alls ekki ljóstra upp hvaða orð mað- urinn notaði þegar hann ávarpaði stúlkuna; það var ósegjanlegt. Ég var sannfærður um að lesandinn hefði enga þörf fyrir mig eftir að hann vissi þetta lykilorð. Ég fór í kringum það (eins og köttur), hélt því leyndu fram yfir sögulok og enginn vissi um hvað sagan mín var.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.