Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 49

Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 49
SKÁLDSKAPUR / 47 HAFMEYJARBLÚS sjáðu borgin þín er böðuð í bláu ljósi sólar sem forðum skein í þessum framandi fjörum finnurðu ekkert sem þú þekkir engan kunnuglegan stein og þú eigrar fyrir utan nei þú átt barasta hvergi framar heima þér berast raddir svo breyttar að þú berð ekki kennsl á þær þig gæti verið að dreyma og þessi annarlegu andlit það er ekkert sem minnir þig á neitt sem þú þekktir fyrr þetta gætu verið geimverur til góðs eða ills þú hefðir betur verið á botninum þínum kyrr og ég ber enga ábyrgð á örlögum þínum það þýðir ekkert að vera að horfa svona á mig því þetta var hundraðprósent þín hugmynd og hafmeyja litla það snerist allt bara fyrst og fremst um sjálfa þig en ég ætla ekki að segja þér til syndanna sjáðu til ég var aldrei eins og hinir þetta liggur hvorteðer í augum uppi og svo erum við bara engir sérstakir vinir eftilvill kemstu á endanum á einhvern griðastað þarsem þú getur þóst eiga heima heldurðu að það bíði einhver eftir þér? nei það eru allir góðu heilli löngu búnir að gleyma KEFLAVÍKURKAJABLÚS þú arkar um óþekkt stræti aldrei gat þig grunað að til væru þvílík hús og í höfði þér fer hann að hljóma svo hátt og skerandi þessi útlendingsblús ég man hve þú varst mjúk það var magnolíuangan og kertaljós og þú gekkst innum dyrnar og gafst mér einhverja grunsamlega jurt sem þú kallaðir rós það var meinlæti það var munaður þetta málóða ofbeldi og líf á löglausum hraða þú varst teygð og þú varst tvístruð en ég var trúður með hnútasvipu og ég lét hana vaða þegar ég hélt þér forðum í fanginu mínu þá fannst mér alltaf einsog ég væri að hrapa en nú skulda ég ekki neinum neitt og ég hef engu framar að tapa ef ég tóri frammað kaffi þá er það kraftaverk og ég má þakka pent fyrir mig en ef ekkert sést þá til mín eða heyrist þá er það bara náttúrulögmálið að sanna sig það var hvergi pláss nema í króknum útivið dyr svo ég fékk allan súginn í bakið ég hefði frosið í hel hefði ég verið þarna kyrr þeir segja að innsiglingin grynnist brátt muni ekkert skip geta siglt hér framar inn þeir þegja um það hvað því veldur en það vita það allir það eru auðvitað líkin af kajanum sem hækka svona upp hafsbotninn ertu á leiðinni á kajann félagi? ég kann langtum þrifalegri aðferð og fljótvirkari þó bittu þig fastan við akkerið og svo er barasta að láta sig gossa útí sjó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.