Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 56

Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 56
54 / MYNDLIST HANNES LÁRUSSON NOKKUR ORÐ UM MARCEL DUCHAMP Marcel Duchamp fæddist árið 1887 í Normandie í Frakklandi. 1955 öðlað- ist hann Bandarískan ríkisborgara- rétt, en þá hafði hann lengi haft bú- setu í New York og gert þar mörg af sínum þekktustu verkum. í Banda- rískum söfnum eru nær öll verk Duc- hamps nú geymd, en yfirgripsmest er safn verka hans sem ávallt er til sýnis í Listasafni Fíladelfíuborgar í Pensil- vaníufylki. Tengsl hans við Frakkland, einkum París, voru þó jafnan mikil. Frá því snemma á öldinni og þar til hann lést árið 1968 kom Marcel Duc- hamp á margvíslegan hátt við sögu vestrænnar myndlistar. Árið 1912 málaði hann myndina Kona á leiðinni niður stiga, sem fræg varð fyrir nýstárlegheit þegar hún var fyrst sýnd vestanhafs árið 1913. En í þessu mál- verki glímdi hann af mikilli glögg- skyggni við ýmis úrlausnarefni Kúbisma og Fúturisma. Árið 1919 gerði hann verkið L. H. O. O. Q. þar sem hann rissaði, auk stafanna í nafn- inu, yfirvaraskegg og hökutopp á póstkortsmynd af Mónu Lísu. Fljót- lega varð þetta endurbætta kort eitt af táknverkum Dadaismans, jafn- framt er það ágætt dæmi um þá aðferð sem Duchamp hafði komið fram með árið 1913 og hann nefndi síðar „Tilbúninga" („Readymades"). Á árunum 1915-23 vann hann að gerð Stóra glersins eða öðru nafni Brúðurin berstrípuð af biðlunum, jafnvel, sem margir hafa álitið marg- slungnasta myndlistarverk Súrrea- lismans. 1918 lýsti Duchamp því yfir að hann hefði málað sína síðustu mynd: Tu m’, og taflmennska væri þá orðin honum frjórri vettvangur sköpunar. Árið 1920 bjó hann til vél- knúinn skúlptúr, Hringfara glerplöt- ur, sem var eitt af fyrstu myndlistar- verkum aldarinnar sem hafði raun- verulega hreyfingu að aðal viðfangs- efni, en slík verk voru seinna felld undir þær myndlistaraðferðir sem kallaðar hafa verið Hreyfilist. Sama ár fékk hann Man Ray til þess að taka af sér mynd þar sem hann var klæddur og málaður sem kona. Þessa mynd af sjálfum sér skýrði Duchamp Rrose Sélavy (Eros c’est la vie). Á næstu árum varð Rrose einkum áber- andi sem höfundur orðaleikja og texta- búta. 1934 gaf Duchamp út Græna kassann en í hann var safnað saman og prentað í nákvæmri eftirmynd öllum skissum, drögum, myndum, hugrenningum og nótum sem voru grundvöllur fullmótaðs myndlistar- verks; í þessu tilfelli Stóra glersins. Sú athygli sem þarna var beint að hinu „óséða“ í sköpunarferlinu átti seinna eftir að verða einn helsti hvatinn í ýmsum afbrigðum þeirrar hugsunar sem tengdist hugmyndalist sjöunda og áttunda áratugarins. Á milli 1946 og 1966 vann Duchamp í kyrrþey að innísetningunni Gefið: 1 Fossinn, 2 Uppljómunargasið, sem síðan var varanlega sett upp í safninu í Phila- delphíu og opnað almenningi 1969. Þetta er fullmótaðasta verk Duc- hamps og það verka hans sem enn um sinn á eftir að verða skoðendum og skapendum uppspretta frjórra hug- mynda, viðhorfa og möguleika; - og líklega á það eftir að reynast ein af farsælustu leiðunum inn í Eftir- Nútímalega hegðun og hugsunarhátt. Um það leyti sem Stóra glerið var að mótast í huga Marcel Duchamp varð hann æ fráhverfari sköpun sem hafði á sér þetta yfirborðsbundna listræna, yfirbragð, þar sem keppikeflið virtist ekki annað en fróun og fágun mis- munandi skilningarvita, og þar sem í raun sköpunarmáttur eða sköpunar- gleði listamannanna var ekki annað en hégómlegt bruðl með skilningar- vitaáreiti. Til þess að brjóta listræn- una á bak aftur, a. m. k. rugla hana í ríminu, batt Duchamp miklar vonir við aðferðir og hugsunarhátt raunvís- indanna, og þá ekki síður þá mögu- leika sem nútíma tækni bauð upp á. Þetta kemur hvað gleggst fram í áköfum áhuga hans á alskonar vélum, þá ekki síst ljósmyndavélum og kvik- myndavélum, og því lífsviðhorfi hans að heimurinn og allt sem í honum er væri vélrænt. Það var því ekki nema eðlilegt að hann hafnaði snemma hinu listræna handapati („ljóðrænni pensilskrift") sem nothæfum mögu- leika í sköpun og tileinkaði sér þess í stað hlutlausar teikniaðferðir verk- fræðinga. Og á sama tíma og Nútíma- málverkið einkenndist af sjálfhverfri höfnun á öllu rými nema þeim tvívíða strigafleti sem var vettvangur hins listræna handapats, þá lagði Duc- hamp sig eftir hárnákvæmri þrívídd- arteikningu. Og á meðan flestir myndlistarmenn létu duga að líkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.